Þjóðviljinn - 20.02.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1944, Síða 3
Sunnudagur 20. febrúar 1944. ÞJÓÐVILJINN 1 Þvottakonan hefur lœrt að meta sjáifa sig Viðtal við Þuríði Friðriksdóttur tormann Þvottakvennafélagsins Freyja. Þuríður Friðriksdóttir Eg var nú eiginlega á móti því að félag þetta væri stofnað, þegar til þess kom 1932. En Jóhanna Egilsdóttir sem þá var formaður verkakvennafélagsins beitti sér fyrir því. Eg taldi óþarft að stofna sérstakt félag og fannst þvottakonurnar ættu að ganga í verkakvennafélagið. Eg lofaði þó að taka þátt í því og var kosinn formaður. Um þetta bil var stéttin á- kaflega langt niðri, en það verð ég að segja að okkur vannst þó það á, að konurnar fóru fljót lega að meta sjálfar sig á allt annan hátt en áður. Við fór- um einnig bráðlega eftir félags stofnunina að leita fyrir okkur um samninga og tókst fljótlega að ná þeim við bæ og ríki, og höfðum þar fulla samn: þar til Haraldur lét segja þeim upp 1938 og samið var við verka- kvennafélagið í staðinn. Eg var þá í Alþýðuflokknum vinstra- megin og það var borið á mig, að ég hefði misbeitt valdi mínu sem formaður. Síðan hefur félagið barist í bökkum. Framsókn fékk alla samninga við ríkið og síðan bæ- inn gegn um Alþýðusamband- ið. Eftir endurskipulagningu Al- þýðusambandsins hefur Fram- sókn síðan boðið okkur upp á sameiningu, og ég veit að stjórn Alþýðusambandsins tel- ur það heppilegt að hér verði eitt. félag, en innan þess verði svo skipulögð þvottakvenna- deild, fiskverkunardeild o. s. frv. Auðvitað veit ég að stjórn Framsóknar kærir sig ekkert um okkur, enn sem komið er, því að þvottakvennadeildin mundi verða stærri en félagið allt. Auðvitað hlýtur þetta að verða eitt félag í framtíðinni og tel ég það einnig æskilegt undir vissum kringumstæðum, en að öllu óbreyttu getur það ekki orðið. Við hvað starfa meðlimir fé- lagsins aðallega? Fjölmennastar eru þær, sem þvo búðir, skrifstofur og ganga. Við höfum nú sem s)lendur samninga við ýms einkafyrir- tæki, og hefur yfirleitt tekizt að ná sæmilegum kjörum, enda er nú svo mikil eftirspurn eft- ir vinnu að við getum engan veginn fullnægt þörfinni. Við höfum fengið viðurkenndan • einn frídag í mánuði og veik- indaforföll mega vera allt upp í 45 daga á ári. Það er óvenju mikið, enda starfið þannig vax ið. Okkur hefur þannig gengið vel hin síðari ár, en þó er það oft bagalegt að það skuli vera tveir samningsaðilar. Hvort fé- lag vill auðvitað ná sem bezt- um samningum fyrir sína með- limi, en það vill nú samt verða svo að stjórnirnar eru mismun- andi þiarðskeyttar 'við samn-' ingsborðið, og getur orðið erfitt fyrir aðra stjórnina að fá vilja sínum framgengt er hin hefur gengið að verri kjörum. Lang bezt er þá auðvitað að ná samningum um uppmæling- artaxta, því að það kemur rétt- látast niður og hann höfum við í þvottakvennafélaginu fengið t. d. hjá Kron. Þá er tekið á- kveðið gjald fyrir að þvo fer- meterinn af gólffleti. 1,30 á fer- metra þar sem lítið er af hús- gögnum, en 1,40 ef meira er inni. Hvaða konur eru það, sem aðallega vinna að gólfþvottum? Áður fyrr voru margar af þeim giftar konur, en margar þeirra hafa hætt síðan afkoma' manna þeirra batnaði. Nú má segja að það séu allar tegund- ir. Ákaflega margar af þeim eru ekkjur, og það er ef til vill ekki svo undarlegt. Ungu stúlk urnar hafa yfirleitt sótzt eftir starfinu, aftur á móti hefur þarna verið helzt atvinnu að fá fyrir konur, sem áður hafa unnið heimilisstörf, en svo orð- ið að leita sér atvinnu er manns ins missti við. Vinna engir karlmehn við gólfþvotta og hvernig er þá með kaup þeirra? Það er mjög sjaldgæft, þó að manni virðist gólfþvottar væru ekki aíður karlmanna- Alexandra Kollontay, sendi- herra Rússa í Stokkhólmi, er víðlesinn rithöfundur. Hún hef ur ritað mikið um sovétkon- una og sósíalismann og skrif hennar um „frjálsar ástir“ vöktu á sínum tíma mikla at- hygli og umtal. Ritstjóri að tímariti einu lagði fyrir hana ýmsar spurn- ingar og fara þser og svör frú- arinnar hér á eftir. 1. spurning: Viljið þér segja okkur álit yðar á hlutverki f jölskyldunn- ar í framtíðinni. Kemur hún til með að hafa sömu þýðingu og áður eða teljið þér, að nýtt sósíalískt þjóðskipulag muni breyta fyrirkomulagi fjöl- skyldulífsins? Kollontay: Hvað er orðið eftir af fjöl- skyldulífi hjá okkur nú á tím- um? Fjölskyldan var áhrifa- i mikil og nauðsynleg fyrir þjóð félagið, þegar hver fjölskylda var framleiðandi sjálf (eins og bændafjölskylduimar nú á dög um í auðvaldsþjóðskipulagi). Þegar foreldrarnir sáu að öllu leyti um uppeldi barnanna og þegar hver fjölskylda í bæjun- um varð af fjárhagslegum á- stæðum að sjá um eigið heim- ilishald. ístuttumáli,þegar þjóð félagið hafði ekki ennþá tekið að sér þau störf, sem fjölskyld an fyrr á tímum leysti sjálf af hendi. í öllum löndum er að renna upp tímabil þar sem fjölskyld- an í hinni gömlu almennu merkingu orðsins verður meir og meir ónauðsynleg og óþörf. Þjóðfélagið, ríkið, sveitafélög- Ín taka á sig byrðarnar við barnauppeldið.' Konan tekur æ meiri þátt í atvinpulífi þjóð- félagsins og opinberum störf- um. Ef það eru augljós fyrir- brigði í auðvaldsheiminum, að áhrifa fjölskyldunnar gæti stöðugt minna, þá kemur það miklu skýrar í ljós í Sovét- ríkjunum, þar sem ríkir geró- líkt þjóðskipulag. Við vinnum að því að skapa nýjan hugs- unarhátt, og frjálst samband 1 milli kynjanna, samband, sem | ekki miðast við fjárhagslegar aðstæður, en byggist á ást og sönnum félagsskap. En það dregur engan veginn úr þeim skyldum, sem faðirinn og móð- irin hafa gagnvart barni sínu. Lög Sovétríkjanna eru mjög glögg og nákvæm á þessu sviði. Það er ekki gerður neinn mun ur á þeim, sem gifta sig lög- lega eða búa saman án bless- unar laganna. Karlmaðurinn getur ekki svikið konuna og barnið. Hann verður að leggja sinn skerf til uppeldis barns- ins. Og það eru ekki einungis lögin, heldur áhrif þjóðfélags- ins, félaga hans, sem krefjast þess að hann uppfylli skyldur sínar. Og þetta siðgæðislega almenningsálit er það, sem gerir lögin sterk. 2. spurning: Gerir ekki hinn mikli hraði í Sovétríkjunum konuna á- byrgðalausa gagnvart lífinu og skyldum þess? Græn tweed-kápa, þétt hneppt, með vasalokum á barmi og mjöðmunum og litlum kraga. verk en kvenna. Um launa- kjör þeirra veit ég ekki, enda hafa þeir oftast einhvern ann- an starfa um leið, eru umsjón- armenn, kyndarar, eða varð- menn. Hvernig hefur yður líkað að fást við félagsstarfsemina? Ágætlega, þó að það hafi nú gengið á ýmsu verð ég þó að segja að við höfum fengið kaupbætur og ég hef alltaf fundið hvað félagið hefur haft mikil áhrif 1 þá átt, að kenna konunum að meta sjálfar sig, og þeim hefur skilizt að þær eiga líka rétt til þess að lifa. Kollantay: Hvað eigið þér við með ,,á- byrgðarlaus“. Ef þeir eigið við skyldur konunnar gagnvart búsýslu og heimili, þá reyna þær að komast hjá ýmsum ó- nauðsynlegum störfum, sem fjötra þær og skerða frjáls- ræði þeirra. Að njóta frjálsræð is er ekki það sama og vera daufur, kærulaus og ábyrgðar- laus. Að losna við gagnslaust umstang á heimilunum og láta ekki gamlar venjur og for- dóma vera fjötra um fót, er fyrst og fremst frjálsræði, sem skapar okkur skilyrði til andlegs þroska. Okkar nýja, sósíalíska þjóðfélag hefur gefið milljónum kvenna frelsi, en konan mun aldrei geta notið sín við sömu störf og maður- inn, fyrr en hún hefur losað sig við fjötra heimilisverk- anna. Sovétkonan skoðar ekki heimilið, brennidepilinn, er allt snýst um. Ef hún á að velja á milli skyldunnar við þjóðfélagið og skyldunnar við heimilisstörfin, er áreiðanlegt að hún lætur þá seinni sitja á hakanum. En það er alls ekki ætlunin að vanrækja annað hvort, meðan heimilisstörfin kalla að. Takmarkið 1 okkar sósíalíska þjóðfélagi er að skipuleggja hlutina á þann hátt, að slíkir * árekstrar eigi sér ekki stað, að heimilisverk- in taki minni tíma, þjóðfélag- ið sjái um allskonar stofnanir, sem hjálpi konunum að losna við hin þreytandi hússtörf og hjálpi mæðrunum við uppeldi barnanna. 3. spurning: Hvort metur Sovétkonan, eða ætti hún að meta meira skylduna við þjóðfélagið eða skylduna við þann mann, sem hún elskar? Kollantay: Hún hlýtur að meta þjóðfé- lagið meira. Ástin — já, hún er stór þáttur í lífi konunnar eins og mannsins. En þegar konan hefur ýms áhugamál og starf, sem hún hefur áhuga fyrir, þá verða ekki ástarmál- in aðalatriðin í lífi hennar. Verði hþn fyrir vonbrigðum. sem oft kemur fyrir, þá getur það ekki bugað hana, ef hún hefur sitt ákveðna starf að vinna og veit um skyldur sín- ar gagnvart því þjóðfélagi sem hún lifir í. Þess vegna leggjum við, konur Sovétríkjanna, alla okkar umhyggju og starf í þágu hins nýja þjóðfélags, sem við tökum með hrifningu og atorku þátt í að skapa og gefa okkur möguleikana til frelsis og þroska. Og það er eina leið in sem við getum farið til að losna að fullu við hugsunar- hátt hinnar gömlu Evu og sem breytir konunni í sannari og sterkari persónuleika og gerir hana hæfa að lifa í betri og þroskaðri heimi morgundags- ins. Um ástina \il ég segja þetta við unga manninn: Gefðu kon- unni, sem þú elskar, meira af ástúð hjarta þíns, og þegar þú hættir að elska hana, máttu aldrei gleyma, að hún er jafn- framt félagi þinn. Og við kon- una segi ég: Gefðu ekki hjarta þitt óskipt og þig alla á vald ástarinnar, geymdu eitthvað af hjarta þmu — eins og karlmað urinn gerir ævinlega — svo þú farir ekki á mis við aðra dá- samlega hlutl, sem lífið hefur að bjóða. Þ. V. þýddi lauslega.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.