Þjóðviljinn - 24.02.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1944, Blaðsíða 5
I T»JÓÐVILJINN. — Fimmtudagur 24. febrúar 1944. þlÓÐVILIINN Otgeíjmdi: Samdningarjlokkut alþýSu — SáriaUataflokkurinn. Ritstjórl: Sigurðuf Guðmundsson. Afgreiðsla og auglýaingar: Skokmörðustíg 19, Hmi 9ÍSi- Ritatjómarskrifstofa: Austurstrœti 1%, sími S970. PreatamiSja: ViTángsprent h-]., Ganrðastnzti 17. Áakriftarverð: í Reykjavik og nágrenni: ffy Siourhiartnrsnn Btjómmáláritstjórar: Einar Olgeirsson, SiVnuSi Úti á l&odi: Kr. ö °0 á rná Dags-brún Þáð er föguuður á heimilum reykvískrar alþýðu í dag. Það er stolt í huga hins reykvíska verkamanns. Aldrei hefur bak hans verið beinna. Aldrei hefur traust hans til stéttarbróður síns verið meira, aldrei trú hans á málstað fólksins sterkari. Dagsbrúnarmaðurinn veit að hann hefur unnið einn af sínum stóru sigrum á lífsleiðinni, — unnið liann í krafti bræðralags verkamannanna, I krafti órjúfandi samtaka þeirra. Hvortveggja tilfinningin hjá honum er álíka rík: ánægjan yfir að geta tryggt fjölskyldu sinni sómasamlega lífsafkomu með 8 tíma vinnudag — og stoltið yfir að vita félag sitt svo sterkt og traust að það geti unnið slíka sigra. Þessi sigur er verkamanninum brún hins nýja dags. Og hann veit. að sá dagur boðar verkamannastéttinni að vísu starf og strit, — og því er hún vön —, en einnig stórfelldari sigra, — sigrana yfir öryggis- skorti og atvinnulcysi. Afturhaldsblöðin hafa undanfarið verið að frýja verkalýðnum hug- ar, sagt að hann þyrði ekki að taka á sig þá ábyrgð að stjóma. Ekki skortir verkalýðinn hug til þess, heldur vald, því það er ekki meining alþýðunnar að stjórna þjóðfélaginu í þágu Thorsaranna, eða eftir regl- um Coca-cola-siðferðisins, þegar hún tekur við. En alþýðan hefur fullan hug á að afla sér þess valds. Og það er -einmitt það, sem afturhaldið óttast. Allt hjal þess um að alþýðan þori ekki að taka á sig ábyrgð og allt muni renna út í sandinn hjá henni, ef hún gerði það, eru hreystiyrði ein. — Bak við blaður þetta logar hatrið, sem brýzt út í dálkum Vísis. hamstola reiði smámennis, sem langar til að drottna og mylja höfuð verklýðshreyfingarinnar undir hæl sér að Hitlers dlemi, en finnur að hann getur það ekki. Hundsaugum mænir nú afturhaldið til atvinnuleysis, sem það vonar að auðvakls- skipulagið fly'tji sér að vanda, með kauplækkun í kjölfarið. En einmitt því œtlar alþýðan að afstýra. Draugur kaupkúgunar- innar hefur nú verið rekinn frá dyrum, alþýðunnar. A fturganga atvinnu- leysisins mun heldur ekki fá að riða húsum hennar í framtíðinni. 011 verklýðshreyfing íslands, — öll cdþýðusamtök þjóðarinnar, — munu rní taka höndum saman til að hindra það. Verkamenn Reykjavíkur hafa sýnt það hve sterk stétt þeir eru, hve máttugur forsvari Dagsbrún er hagsmuna- og réttarkröfum þeirra. En eitt má ekki gleymast. Það er í dag til alþýðufólk í Reykjavík, svo hundruðum skiptir, sem engan slíkan forsvara á, engin samtök, ekkert eigið vald til að fá fram rétt sinn til sómasamlegs Jífs. Það eru fátækar ekkjur, einstæðar mæður, munaðarlaus börn, fýrir- vipnulausar fjölskyldur, sjúklingar, ganlalmenni og aðrir, sem af ýms- nm þjóðfélagslegum ástæðum þurfa enn að sækja til íátækraframfærsl- unnar, ef þá vantar skó á fæturna, — þurfa enn að biðja fátækrafull- trúana um hvern eyj-i til lífsfrainfæris, — biðja um náð í stað þess að krefjast réttar. Þetta er fólkið, seni misst hefur forsvarana, sem það átti í lífinu, og hefur nú á engan að treysta, nema heildina,) alþýðu þá, sem eigi að- eins finnur til valds síns, heldur rækir og skyldur sínar við lítilmagn- ana, þegar hún er sjálf orðin sterk. Það hefur verið skírskotað til mannúðarinnar, þegar barizt hefur verið fyrir rétti þessa alþýðufólks. Mannúðin hefur sízt reynzt þyngri en réttlætið á vogarskálum valdhafanna, þegar skírskotað hefur verið til þess. Fjölskylda, sem ekki hefur fyrirvinnu og þarf að treysta á fá- tækraframfærið hefur nú 535 kr. á mánuði, að „dýrtíðáruppbót" með- talinni, til að lifa af handa fimm rnanns og auk þess húsaleigu, þegar Dagsbrúnarmaðurinn fær 1300 kr. á mánuði fyrir 8 tíma vinnu á dag. Verklýðssamtökin þurfa að sjá til þess að hin nýja dagsbrún boði einnig þessu fólki bjartari dag. (23. febrúar 1944). Stjórnarskrárnefndir Alþingis skila áliti um lýðveldisstjórnarskrána £ . . . a c ii ii* *r s ’ »•» » ' • AFSTAÐA SÖSÍALISTAFLOKKSINS xjM Ágreiningur um bvort felia skuli 17. tuní ur stjornarskranm. — þJÓÐKJÖR FORseta sigrar Fimmtudagur 24. febrúar 1944.-ÞJÓÐVIUINN. Hinar samehmðu stjómarskrámefnáir efri og neðri áeifdar Alþingis hafa skilað áliti um fýðveldisstjóraarskrána, og birtist meginefni þess hér á eftir. Er þar gerð ýtarleg grein fyrir þeim breytingum, er nefndiraar feggja til að gerðar verði á frum- varpinu og skýrt frá afstöðu flokkanna til nokkurra þeirra, sem ágreiningur er um. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins feggja til að 17. juní sé tekinn út úr stjómar- skránni. Fulltrúar Sósíalistaffokksins lýsa yfir, að þeir muni beita sér gegn þeirri breytingn og telja að hún stofni sjálfu stjóraar- skrármálinu í hættu. Þá leggja nefndiraar nú einróma til að forseti Islands verði þjóðkjörinn, en fyrir því beittu fulltrúar sósíalista sér einir í stjórnarskrárnefndinni, er samdi frnmvarpið, gegn fulItiTÍuin hinna fiokkanna þriggja. í hinum sameinuðu stjórnarskrárnefndum eiga sæti þessir þingmenn: Brynjólfur Bjaraason (form. Ed.-nefndar), Bjarni Benediktsson (skrifari Ed.-nefndar), Eysteinn Jónsson (form. Nd.-nefndar), Einar Oígeirsson (skrifari Nd.-nefndar), Gísli Sveins son, Bernhard Stefánsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Sveinbjörn Högnason, Gunnar Thoroddsen, Hermann Jónasson, Olafur Thórs, Magnús Jónsson. Nefndarálit um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórn- arskrá lýðveldisins íslands. Frá sameinuðum stjórnar- skxárnefndum efri og neðri deildar Alþingis. Það hefur verið lokatakmark íslendinga í frelsisbaráttu þeirra, að ísland yrði alfrjálst lýðveldi. Hugmyndir þjóðar- 'innar um ísland sem sjálfstætt ríki hafa alltaf verið bundnar við það stjórnskipulag, sem þjóðin bjó við, er hún var sjálf stæð, — lýðveldi. Með sambandslagasamn- ingnum 1918 var viðurkenndur réttur íslendinga til þess að taka öll mál í eigin hendur að liðnum 25 árum. Það hefur ver- ið ásetningur íslendinga að stofna lýðveldi á íslandi, um leið og sambandsslit við Dan- mörku færu fram. Það eru eigi aðeins íslend- ingar, sem hafa litið svo á, að slík ráðstöfun væri rökrétt af- leiðing sambandsslita. í nefnd- aráliti meiri hluta fullveldis- nefndar Alþingis um sambands lögin 1918 er það tekið fram, að það hafi verið skoðun Dana við samningana 1918, að sam- bandsslitin hljóti að valda skilnaði, og er án efa átt við konungssambandið, þegar þann- ig er gerður munur á sam- bandsslitum og skilnaði. Þeim, sem kunnugir eru sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, mun aldrvei hafa blandazt hugur um, að stofnun lýðveldis á íslandi hefur verið markmið þjóðarinn- ar og að þáð spor hlaut að verða stigið, þegar sambandsslitin færu fram. Þessi hefur og verið stefna Alþingis og þjóðarinnar í mál- inu við undirbúning þapn, sem fram hefur farið á Alþingi og utan þings nú síðustu árin, og sérstaklega er henni yfirlýst í þingsályktunartill. frá 17. maí 1941 og þá einnig í sambandi við stjórnarskrárbreytingu', er í gerð var 1942, til undirbúnings lýðveldisstofnunar. Eftir samþykkt þessarar þingsályktunartilögu 1941 varð það ljóst, að undirbúa þurfti gagngerða breytingu á stjórn- skipunarlögum landsins. Var í þessu skyni skipuð sérstök milliþinganefnd á árinu 1942. Nefndinni var falið „að gera tillögur um breytingu á stjórn- skipunarlögum ríkisins í sam- ræmi við yfirlýstan vilja Al- þingis um, að lýðveldi verði stofnað á íslandi". Frumvarp það, er hér liggur fyrir, er samið af milliþinga- nefnd þessari, en lagt fyrir Al- þingi af ríkisstjórninni. Meðan milliþinganefndin starf aði, var á stjórnskipulegan hátt nánar kveðið á um það, hvern- ig framkvæma skyldi stofnun lýðveldisins, og mótaði sú á- kvörðun það dtjórnarskrár- írumvarp, sem hér -liggur fyrir. Sú var ákvörðun Alþingis, gerð með sérstakri stjórnarskrár- breytingu á árinu 1942, að þeg- ar Alþingi gerði þá breytingu á stjórnskipulagi íslands, að ís- land yrði lýðveldi, þá hefði sú samþykkt eins Alþingis gildi sem stjórnarskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna á landinu hefði með leyniiegri atkvæðagreiðslu sam- þykkt bana. Þó væri óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarsþránni en þær, sem beinlínis leiddu af sambands- slitum við Danmörku og því, að ísleningar tækju með stöfn- un lýðveldis til fullnustu í sín- ar hendur æðsta vald í málefn- um ríkisins. Með þessari samþykkt, sem síðan var lþgð fyrir þjóðina í almennum alþingiskosningum haustið 1942 og síðan staðfest á lögformlegan hátt, va'r mörk- uð lpiðin síðgsta áfangann. Samkvæmt þessp gerir stjórn- arskrárfrumvarp það, sem hér liggur nú fyrir, ekki ráð fyrir öðrum efnisbreytingum á stjórnarskránni en þeim, sem nauðsynlegar eru til þess að stofna lýðveldi og ráðstafa æðsta valdinu, er verið hefur í höndum konungs og nú síðast ríkisstjóra. Hefur nefndin athugað frum- varpið sérstaklega frá því sjón- armiði, að eigi verði farið út fyrir þau takmörk, sem stjóm- arskrárbreytingin frá' 1942 heimilar, og flytur af því til- efni nokkrar breytingatillögur, fremur til þess þó að taka af allan vafa í þeim efnum, en að nefndin vilji halda því fram, að farið hafi verið í frumvarp- inu út fyrir þessi takmörk. Það mun almenn skoðun í landinu, að mikil þörf sé gagn- gerðrar endurskoðunar stjórn- arskrárinnar og að sú breyting .ein sé ekki fullnægjandi, að lýðveldi verði stofnað í stað konungdæmis. Þessi skoðun er einnig ríkj- andi á Alþingi, og sést það á því að með þingsályktun 8. september 1942 er ákveðið að fela milliþinganefndinni í stjórn arskrármálinu til viðbótar því verkefni að undirbúa lýðveld- isstjórnarskrá „að undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipu laginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“. Stefna Alþingis í þessum mál um hefur hinsvegar verið og. er enn sú að blanda alls ekki framtíðarendurskoðun stjórnar- skrárinnar saman við ákvörðun Alþingis og þjóðar um stofnun lýðveldis og setningu lýðveldis stjórnarskrár. Telur nefndin þessa stefnu heppilegasta til þess að fylkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins. Það leiðir af eðli málsins, að í sambandi við allsherjarendur skoðun stjórnarskrárinnar rísa mörg vandamál og deilumál, sem með engu móti má draga inn í skilnaðarmálið. Er að sjálfsögðu gert ráð fyr- ir að horfið verði að frekari endurskoðun stjórnarskrárinnar þegar lokið er afgreiðslu lýð- veldismálsins. Nefndin hefur athugað gaum gæfilega stjórnarskrárfrumvarp ið, og er hún einhuga um, að nú sé tímabært að samþykkja lýðveldisstjórnarskrá, og mælir eindregið með því, að Alþingi sameinist nú um samþykki stjórnarskrárfrumvarpsins; og skorar jafnframt á þjóðina að fylkja sér samhuga um málið við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem ákveðin hefur verið. Nefndin flytur nokkrar breyt ingartillögur við frumvarpið. Þótt þessar breytingartillögur séu fluttar af nefndinni, þá hafa einstakir nefndarmenn ó- bundnar hendur um sumar til- lögurnar, eins og > koma mun fram við meðferð málsins á Al- þingi og í þessu nefndaráliti. Þessi fyrirvari nefndarmanna um einstök atriði í tillögunum raskar hinsvegar í engu fylgi þeirra við frumvarpið sjálft, þótt tillögur nefndarinnar verði samþykktar, né dregur úr á- skorun nefndarmanna allra til Alþingis og þjóðarinnar um að fylkja sér einhuga um lýðveld isstjórnarskrána. Byggist þessi afstaða nefndarmanna á þeirri sameiginlegu skoðun, að ágrein ingur um einstök atriði verði að víkja fyrir þeirri höfuðnauð- syn, að þing og þjóð samein- ist um stofnun lýðveldisins og setningu stjórnarskrár. Leggur nefndin á það mikla áherzlu, að þannig verði á þessu stór- máli haldið á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem framundan er. Verður þá vikið að breyting- um þeim, sem nefndin leggur til að gerðar verði á frumverp inu. Nefndin leggur til að heiti forseta verði: Forseti íslands. Þykir bezt við eigandi, að for- setinn verði kenndur við land- ið, og gleggst til aðgreiningar frá forsetum Alþingis og for- setum einstakra félaga. í stjórnarskrárfrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að Alþingi kjósi forsetann. Nefndin leggur til að frá því ráði verði horfið og í þess stað ákveðið, að for- seti verði þjóðkjörinn. Þykir nefndinni sem sú breyting muni vera í samræmi við vilja og óskir mikils þorra þjóðarinn ar, eftir því sem næst verður komizt. Er þetta meginbreyt- ingartillaga nefndarinnar, og af henni leiðir ýmsar aðrar breyt- ingar. Hefur nefndin orðið að eyða miklum tíma til þess að athuga heppilegustu aðferðir við þjóðkjör, og verður vikið að því í öðru sambandi. Nefndin lcggur til, að gerbreytt verði 5. gr. frumvarpsins til sam- ræmis við tillögu néfndarinnar um þjóðkjör forseta í stað þingkjörs. Er ætlast til, að allir alþingiskjós- endur hafi kosningarrétt. Rétt þykir að gera nokkuð strangar kröfur um meðmælendafjölda við forsetakjör, og er hér gert ráð fyr- ir minnst 1500 meðmælendum, en mest 3000, eftir því scm nánar verður tiltekið í kosningalögum. Þá er lagt til, að í lögum megi ákveða, að meðmælendur skuli vera úr öllum landsfjórðungum að jafnri tiltölu við kjósendafjölda. Byggist sú tillaga á því, að rétt- mætt sé að krefjast þess, að for- setáefni geti sýnt fram á, að hann hafi nokkurt. fylgi víðs vegar um landið, en þó megi ekki gera frek- ari kröfur í þessu efni en tiltekið er. Nefndin leggur Lil, að sá sé rétt kjörinn forseti, sem flest fær at- kvæði, ef fleiri en einn eru í kiöri. Mjög var um það rætt í nefndinni, hvort rétt væri að setja ákvæði til tryggingar því, að forseti yrði endanlega kosinn af meirr hluta þeirra, er þátt taka í forsetakjöri. Komu ýmsar tillögur fram í því sambandi, og mikil vinna var lögð í athugun þcirra, en engin þeirra var samþykkt í nefndinni. Varð því niðurstaða nefndarinnir sú, sem að ofan greinir. Er sú tillaga flutt í trausti þess, að þjóðinni takist að fylkja sér þannig uni försetaefni, að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram. I Nefndin leggur til, að kjörtíma- bil forseta verði óbreytt, 4 ár, en hefjist 1. ágúst og endi 31. júlí að 4 árum liðnum. Ennfremur, að forsetakjör fari í’ram í júní eða júli. Þykir sá tími hagkvæmastur eftir þeirri reynslu, sem fengin er um almennar kosningar. Nefndin gerir ráð fyrir, að falli forseti frá, skuli fara fram forseta- kosningar, og skuli þá kjörtímabil nýja forsetans vera frá kosningu hans og til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu. Yrði því kjörtímabil væntanlega að jafnaði ofurlítið styttra en venjulega, þegar þannig stæði á. í tillögum nefndarinnar er á- kvæði um, að kosrring skuii í’ara fram, ef forseti dcyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið. En rétt er að taka það fram, að nefndin gerir ráð fyrir, að þegar þetta ber að höndum, verði valinn heppilegur tími til forsetakjörs, og losni sæti forseta á þeim tíma, sem óheppilegur er til forsetakosninga, þá verði farið eftir ákvæðum 8. gr. væntanlegrar stjómarskrár, unz forsetakosning getur farið fram. 1 11. gr. stjórnarskrárfrumvarps- ins eru ákvæði um það, að Alþingi geti leyst forseta frá störfum, ef alveg sérstaklega stendur á. Nefnd inni sýnist óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir því, að nauðsyn geti til borið að leysa forseta frá Störfum, þótt hann fallist eigi á það sjálfur. Þykir nefndinni það í samræmi við tillögur hennar um þjóðkjör forseta, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli skera úr um það, hvort for- seti skuli láta af störfum eða eigi, þegar svo stendur á. En til þess að eigi verði ráðizt í slíkt ófyrirsynju, leggur nefndin til, að % hlutár Alþingis verði að gera kröfu uin þjóðaratkvæðagreiðsluna. Til enn frekari tryggingar því, að eigi vcrði stofnað til slíkrar þjóðarat- kyæðagreiðslu, nexna knýjandi nauðsyn beri til, þykir nefndinni rétt, að skylt sé að rjúfa Alþingi og cfna til nýrra kosninga, ef til- lag'a þess um að leysa forselá frá starfi hlýtur cigi samþykki þjóð- arinnar, og jafnframt, að kjörtíma bil forseta þess, cr í hlut á, hefjist af nýju frá þeim tíma, er þjóðar- atkvæðagreiðsla fór fram. Er þá ætlazt til, að hið nýja kjörtímabil verði reiknað eftir sömu reglum og í 7 gr. segir. Nefndin gerir breytingartillögur .v I ;• Ví;.; úy i-þ] - ■'/’.>J •'. /f- ’ few' ;=• i., Alþingishúsið við Austurvöll — staðurinn þar sem lýðveldis- stjórnarskráin verður samþykkt við 14., 20. og 23. gr., og eru þær breytingar aðallcga orðabreyting- ar. Þótti rétt að færa þessi ákvæði í sama horf og nú er í gildandi stjórnarskrá, þar sem þau snertu hvorki sambandsslit né flutning æðsta valdsins í hendur íslendinga. I stjórnarskrarfrumvarpinu voru ákvæðin um þingrof og þingrofs- kosningar færð í nýjan búning, án þess þó að með því væri gerð nokk- ur veruleg efnisbreyting frá því, cr þau ákvæði gildandi stjórnarskrár hafa verið skilin og framkvæmd, Niefndinni þykir rétt að færa þessi ákvæði aftur í samá horf og í gild- andi stjórnarskrá, og telur nefndin sjálfsagt, að þau verði framvegis skilin og framkvæmd á sama hátt og verið Iiefur. Sú breyting frá gildandi stjórnarskrá cr þó látin haldast, að nú er svo að orði kom- izt, að Alþingi komi saman eigi síðar en 8 mánuðum eftir, að það var rofið, en i gildandi stjórnar- skrá segir, að Alþingi skuli stefnt saman innan þess tíma. Er þessi breyting talin heimil, þar sem hún snertir verkefni konungs áður og forseta nú. í stjórnarskrárfrumvarpinu er tekið fram, að lýðveldisstjórnar- skráin öðlist gildi 17. júní 1944. Einn nefndarmanna, Stefán Jóh. Stefánsson, taldi þetta ákvæði frumvarpsins valda því, að liann mundi eigi geta mælt með sam- þykki þess á Alþingi né við þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hins vegar lá það fyrir i nefndinni, að yrði þetta ákvæði tekið út úr frumvarpinu, mundi nefndin öll verða einhuga um að mæla með því, að frum- varpið yrði samþykkt á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einnig var vitað, að yrði þannig á málinu haldið, mundi Alþingi standa saman að afgreiðslu þess fi'á þinginu og allir flokkar þings- ins fylgja frumvarpinu við þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Með hliðsjón af þessu og til þess að koma á einingu um afgreiðslu málsins á Alþingi hafa fulltrúar Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðisflokksins í néfnclinni lagt til og samþykkt ásamt Svefáni Jóh. Stefánssyni, en gegn atkvæðum fulltrúa Sósíal- istaflokksins, að á frumvarpinu yrði gerð sú Iireyling. að stjórnar- skráin öðlist gildi, þegar Alþingi geri um það ályktun, í stað'þess, að gildistökudagurinn sé ákveðinn ; frumvarpinu sjálfu. Jafnframt hafa fulltniár Fra,msóknarflokks- ins. og Sijálfstæðisflokksins gefið svo liljóðandi yfirlýsingu í nefnd- inni, sem færð er þar til bókar: „Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins Iýsa yfir því, að þeir hafi samþykkt breyt- ingartillöguna um gildistöku stjórn arskrárinnar með þeim fyrirvara, að þeir eftir sem áður séu bundnir órjúfanlegum samtökum um að láta stjórnarskrána taka gildi eigi síðar en 17. júní n.k.“. Telja full- trúar þessara flokka því eftir scm áður tryggt, að lýðveldisstjórnar- skráin gangi í gildi eigi síðar en 17. júní n.k. og öryggið þó meira en áður vegna aukins fylgis við májið. Stefán Jóh. Stefánsson tekur það frarn, að brottfelling ákveðins gild- istökudags úr stjórnarskrárfrum- varpinu sé af hans hálfu studd þeim rökum, að hann telur, að ekki sé nú tímabært að ákveða sérstak- an gildistökudag, hvernig sem að- stæður verða hérlendis og erlendis þá, og eins af þeim ástæðum, að hánn telur, að ná eigi sambandi við konung, áður en gildistaka lýð- veldisstjórnarskrárinnar er ákveð- in. Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson taka sérstaklega fram, að þeir séu algerlega mótfallnir því. að ákvæðið um, að stjórnar- skráin öðlist gildi 17. júní 1944 sé tékin út úr stjórnarskrárfrumvarp- inu. Muni þeir beita sér gegn brtt. þeirri, er meiri liluti nefndarinnar hefur samþykkt við 81. gr. Með því að taka þetta ákvæði út álíta þeir: 1. að stjórnarskrármálinu sé sjálfu stefnt í hættu, sökum þess að cftir að þétta ákvæði sé tekið út, sé hægt að fresta stofnun lýðvddisins án þess að þjóðin fái að gert, 2. að þjóðinni sé nieinað að dæma um þetta sjálfri og á- kveða gildistökudaginn. þann- ig að hann verði eigi síðar en 17. júní 1944. Enn fremur taka þeir fram, að þeir álíta, að brottfelling þessa á- kvæðis samrýmist ekki samkomu- lagi milli þriggja flokka þingsins um framgang stjórnarskrármálsins. Út af þessu taka fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins fram, að þeir telja fyrir- hugaða afgrfeiðslu málsins í sam- ræmi við áður gert samkomulag þriggja flokka um stofnun lýðveld- isins 17. júní. Nefndin hefur athugað gaum- gæfilega, hversu bezt yrði fyrir koniið forsetakjöri fyrsta sinni. Athugaði nefiiflin sérstaklega, hvort mögulegt væri að gera ráð fyrir því í stjórnarskránni, að þjóð- kjörinn forseti gæti tekið við völd- um, um leið og lýðveldið væri stofnað. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að slíkt væri með öllu ókleift að tryggja og yrði því að ákveðá í stjórnarskránni kjör for- seta til bráðabirgða með öðru móti. Þótti þá rétt að Alþingi annaðist þetta kjör til bráðabirgða, um leið og lýðveldisstofnun yrði ákveðin, en þjóðkjör fari fram að ári liðnu. Skilnaðarnefnd sameinaðs þings skilaði í gœr eftirfarandi áliti um sambandstiUöguna: Nefndarálit um till. til þál. um niðurfélling dansk-íslenzka sam- bandslagasamniiigsins og um rétt danskra ríkisborgára heimilisfastra á íslandi. — Frá skilnaðarnefnd. Skilnaðarnefnd, er Ivosin var til íhugunar tillögu þessari, hélt fyrsta fund sinn 21. jan. s.I. Síðan hefur nefndin starfað í náinni samvinnu við sameinaðar stjórnarski-árnefnd ir beggja aðila, sem skipaðar eru sömu mönnum og skilnaðarnefml, og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Meginhluti starfsins liefur beinzt að því að koma á samkomulagi um, að allir flokkar þingsins vinni saman að því á Alþingi, að skiln- aðartillagan og lýðveklisstjórnar- skráin verði nú samþykkt, og vinni einnig utan þings að því á allan liátt, að þjóðin sameinist sem bezt í atkvæðagTeiðslu um þessi mál. Er nú loks fengin niSurstaða í því efni. Um skilnaðartillöguna var að meginstefnu ágreiningur um það eitt í nefndinni, hvern meiri hluta á Alþingi og við þjóðaratkvæða- greiðslu þyrfti, til þess að hún yrði talin lögformlega samþykkt. Allir nefndarmenn nema einn telja, að einfaldur meiri hluti nægi, en einn (Stefán Jóh. Stefánsson) telur, að um þetta beri að fylgja ákvæðum sambandslaganna. Þrátt fyrir þenna ágreining eru allir nefndarmenn þó á einu máli um það, að mjög æskilegt sé, að þátt- taka í atkvæðagreiðslu og fylgi við tillöguna verði sem allra mest, til þess að sýna seiú. fúllkomnasta þjóðareiningu. Tclur Stefán Jóh. Stefánsson einnig mjög brýna nauðsyn til þessa vegna ákvæða 18. gr. sambandslaganna. Þessum ágreiningi er því ekki svo varið, að hann geti sundrað þeim um fylgi við tillöguna, sem efni hennar eru sammála, sem sé því, að dansk-íslenzki sambands- lagasamningurinn falli nú form- lega úr gildi. Allir þeir, sem þess óska, hljóta að beita sér af alefli fyrir sem mestu fylgi við tillög- una, bæði nú á Alþingi og við þjóð- aratkvæðagreiðsluna, til þess að engiini ágreiningur geti átt sér stað, hvorki um eindrægni þjóðar- innar né formlegan rétt liennar til sambandssjita. Því fleiri íslending- ar sem taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni og veita tillögunni sam- þykki sitt, því meiri likur eru til. að af sjálfu sér hverfi úr sögunni skoðanamunur, sem í nefndinni hefur komið fram um, hvert at- kvæðamagn þurfi til samþykktar tillögunni. Allir nefndarmenn munu af alhug beita sér fyrir, að þeim ágreiningi verði eytt með þcssum hætti. Er þess því fastlega að vænta, að allir þingmenn geti á ný goldið tillögunni samjiykki sitt, er Alþingi kemur sainan til lokaákvörðunar málsins að aflok- inni þjóðaratkvæðagreiðslunni. En nefndinni, Iivort setja skyldi í til- löguna sjálfa ákvæði um, hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram. Þess þótti þó eigi þörf, því að ráð- gert er, að sérstök lög verði sett um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og þá, sem fram á að fara um lýð- veldisstjórnárskrána, og verður þetta að sjálfsögðu ákveðið í þeim. En um það er samkomulag, að eigi henti að láta þessar atkvæða- greiðslur fara fram fyrr en 20. maí n.k. Nefndin íhugaði rækilega ákvæði f.illögunnar um rétt danskra ríkis- borgara heimilisfastra á fslandi. Að athuguðu máli þótti betur fara á að hafa alls engin fyrirmæli um þetta í þessari tillögu. Það er ljóst, að hvort eð er, þarf að setja um það sérstök lög, svo sem frá upp- hafi var ráðgert um þau ’efni, er stjórnarskráin tekur til, sbr. ákv. stjórnarskrfrumvarþsins um stund arsakir, og var þá óþarft að víkja að þessu í tillögunni. En þar við bætist, áð samkomulag er um að tímabinda nú þegar þann rétt, sem dönskum ríkisborgurum verður veittur hér, jafnframt því sem eðli- legt virðiJst að minnka hann eigi frá því, sem nú er, á meðan þau bráðabirgðaákvæði eru í gildi. verður nánar kveðið á um þetta í sérstökum lögum, sem verið er að undirbúa að tilhlutun nefndar- innar. Til viðbótar þessari breytingu á tillögunni léggur nefhdin til, að nokkuð verði vikið ivið orðum, án þess að það hafi nokkra efnisbreyt- ingu í för með sér. Nefndin er því sammála um að leggja til, að tillagan verði sam- þykkt með svofelldum breyting- uin: 1. Tillgr. orðist svo: Alþingi ályktar að lýsa vfir því, að niður sé fallinn dansk- íslenzki sambandslagasamn- ingurinn frá 1918. Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþingis- kjósenda til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæða- greiðslan vera leynileg. Nái ályktunin sainþykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefur samþykkt liana að nýju að aflokinni þessari atkvæða- greiðslu. 2. Fyrirsögn lillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918. Alþingi, 21. febrúar 1944. Gísli Sveinssno, form.; Bernh. Stefánsson, fundarskrifari; Bjarni Benediktsson, frsm ; Ólafur Thors; Eysteinn Jónsson; Sveinbjörn Högpason; Einar Olgeirsson; Her- mann Jónasson; Gunnar Thorodd- sen; Stefán Jóh. Stefánsson; Magn- ús Jónsson: Brynjólfur Bjarnason. tryggt er. að Alþingi komi saman i þessu skyni eigi síðar en uin miðj- an júnímánuð n.k. Nokkuð vav um það rætt í UIYIB ætí 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.