Þjóðviljinn - 24.02.1944, Blaðsíða 2
1
Fimmtudagur 24. febrúar 1944.
ÞJÓÐVILJINN
Sigfás Sigurhgaffarson:
Hneykslanleg ræða eða
hneykslanlegur forseti
Flokkur allra stétta talar
Það gat auðvitað ekki hjá því
farið að .,flokkur allra stétta“ —
Sjálfstæðisflokkurinn — léti til
sín heyra í tilefni af sigri Dags-
brúnarverkamanna. Það er dag-
blaðið Vísir" sem er flokksins
munnur að þessu sinni. Leiðari
blaðsins í fyrradag sýnir á dá-
samlegan hátt afstððu „flokks
allra stétta“ til verkamanna.
Flokknum, til „gagns og sóma“,
skal nú þessi leiðari birtur í
heild. þó leyfum vér oss að
skipta honum í smá búta og velja
hverjum bút fyrirsögn, svo efnið
njóti sín betur, Sömuleiðis leyf-
um vér oss að skjóta inn í ein-
stöku athugasemd frá eigin
brjosti, allt í hinum sama til-
gangi, að rödd Sjálfstæðisflokks-
ins — „flokks allra stétta“ —
verði sem skýrust. Leiðarinn heit
ir: ,.Samningar kommúnista",
og er bannig:
V erklýðssamtökin
„hafa alla samninga
að engu.“
„Kommúnistar hafa hafizt til
valda innan verklýðsfélaga vjða
um land og mega heita einráðir
í Dagsbrun. Frá því er áhrifá
þeirra fyrst fór að gæta hefur
margt sígið á ógæfuhlið fyrir
verkamenn, sem þeir þykjast vera
fulltrúar fyrir, enda má segja að
í rauninni sé gersamlega tilgang-
laust að vera að semja um kaup
og kjör við núverandi stjórnend-
ur verkalýðssamtakanná, með
því að allir samningar eru að
engu hafðir“.
Gerðardómslögin voru
„samningar“
„Þessu til sönnunar nægir að
skírskota til smáskæruhernaðar-
ins hér við höfnina eftir að samn
ingar höfðu verið gerðir, sem
báðir aðilar töldu sig geta við
unað. Kommúnigtar beittu sér
' fyrir því' að einstakir vinnuflokk-
ar, sem unnu að afgreiðslu skipa,
lögðu niður vinnu, settu hendur
í vasa og neituðu að afgreiða
skip þau, sem afgreiðslu þurftu,
þótt þeir vissu. — og raunar af
því að þeir vissu, — að íslenzka
þjóðin mátti undir engum kring-
umstæðum við því að skipin
stöðvuðust, enda va.r þá sultur
og neyð fyrir dyrum, Hafnar-
verkamenn skelltu skolleyrum
við öllu slíku. Fulltrúar kommún-
ista stjórnuðu þeim, en flokkur-
inn sem slíkur þóttist þar hvergi
nærri koma. Ríkisstjómin var
veik og treystist ekki til að reisa
rönd við ófögnuðinum, en hvarf
að því ráði að miðla málum og
sernja um verulegar kjarabætur
frá því, sem ákveðið hafði verið
milli vinnuveitenda og verka-
manna“.
Þegar ,.flokkur allra stétta“
talar hér um að smáskæruhenað-
urinn við höfnina" hafi hafjzt
eftir að aðilar höfðu gert samn-
inga, hlýtur hann að eiga við að
,,gerðardómslögin“ frægu hafi
verið slíkir samningar, því verka- [
menn og vinnuveitendur höfðu I
um nokkurra njánaða skeið ekki
átt kost á að semja, gerðardóms-
lögin bönnuðu þeim það. og það
voru þessi lög sem féllu fyrir
vopnum skæruliðanna við höfn-
ina, en engir samningar milli
verkamanna og vinnuveitenda,
En þetta var nú bara skýring,
og gott er að vita hvað Vísir
kallar samninga, og fær nú blað
Sjálfstæðisflokksins orðið aftur:
„Gríman féll af smetti
kommúnista“
„Þegar hér var komið málum
féll gríman af smetti kommún-
ista og stærði Þjóðviljinn sig af
því að fyrir forgöngu flokksins
hefðu kjarabæturnar hafzt fram,
þótt blaðið hefði meðan á deil-
unni stóð afneitað því oft og
mörgum sinnum að það styrkti
málstað verkfallsmanna á nokk-
urn hátt. Hér í blaðinu var bent
á að með þessu væri verkamönn-
um ger bjamargreiði með því að
óvandaður kynni eftirleikurinn
að reynast. og ef gerðir samning-
ar væru ekki haldnir af öðrum
aðilanum, væri heldur ekki við
því að búast, að hinn teldi sig
bundinn. við þá og gæti þá gold-
ið í sömu mynt ef með þyrfti“.
Verkamenn „gera sér leik
að því að svíkja
samninga“
„Þeim mun óafsakanlegra var
allt þetta framferði, sem vinnu-
löggjöfin mátti heita nýgengin í
gildi, en hún byggist fyrst og
fremst á því að ábyrgir aðilar
eigi hlut að málum. sem .standi
við gerða samninga, en geri sér
á ehgan hátt leik að því að
'svíkja þá við fyrsta tækifæri
sem býðst, einkum ef svikin geta
bitnað harkalega á öllum almenn-
ingi, og líkurnar fyrir happasæl-
um málalokum því meiri en ella
fyrir þann er samninga rýfur“.
„Varla í mál takandi að
gera samninga við verka-
menn“
„Svo lágt lögðust kommúnist-
ar þó og var þeim það samboðið,
en hinsvegar var blettur settur á
verkamannastéttina í landinu, og
hannsvo dökkur að vart var tak-
andi í mál, ef miðað var við slíka
reynslu, að gera við hana nokk-
ura samninga, nema því aðeins
að tryggt væri jafnframt að sið-
leysi kommúnista gætti þar ekki
á eftir, þannig að rift yrði á ó-
löglegan og óverjandi hátt gerð-
um samningum“,
/
„Verkamenn töldn skoeru-
hernaðinn smánarblett“
„Fullyrða má að verkamenn
litu almennt svo á að hér væri
um smánarlegt athæfi að ræða.
en með því að umræður voru
látnar njður falla um málið,
komu viðhorf" þeirra ekki svo
ljóst fram sem skyldi. Hinsvegar
er það kunnugt að verkamenn
telja það ekki til vegsauka að
gengið sé á gerða samninga og I
brotið í bága við allan drengskap, |
svo sem kommúnistar létu sér I
sæma að þessu .sinni. Slík samn-
ingsrof af hálfu kommúnista
ættu í rauninni að útiloka með
öllu nokkura samningsgerð milli
vinnuveitenda og verkamanna, ef
kommúnistar hafa forystu af
hálfu hinna síðarnefndu. Má þó
segja að ekki sé rétt að láta svik-
semi kommúnista bitna á verka-
mönnum, en linkindin getur verið
of mikil og undansiátturinn of á-
byrgðarlaus",
Engin frambærileg rök
fyrir kauphækkun
„Afurðasölusamningar hafa ný
lega verið gerðir milli íslenzkra
stjórnarvalda annarsvegar. en
Breta og Bandaríkjanna hinsveg-
ar, og verður verðlag allt óbreytt
frá því, sem áður var. Nú
heimta kommúnistar kauphækk-
un verkamönnum til handa, án
þess að færa nokkur frambæri-
ieg rök fyrir málstað sínum önn-
ur en þau, að verkalýðsfélag hér
í nágrenninu sé betri kjara að-
njótandi, en félagsmenn í Dags-
brún“.
Samanburður á kjörum
verkamanna og kjörum
annarra stétta — ef nauð-
syn krefur — en fyrr ekki
„Jafnframt berja þeir lóminn
og láta heita svo, sem verkamenn
beri ekki jafnt úr bítum og aðr-
ar stéttir, en þar er ekki nema
hálfsögð saga og auðvelt að gera
samanburð á hvaða tíma sem er
og er þá óvíst um hvað uppi
verður á teningnum. Þetta skal
verða gert ef nauðsyn krefur, en
fyrr ekki, Hitt er víst að hafi
verið kreppt að greiðslugetu at-
vinpuveganna á síðasta ári, verð-
ur það enn frekar nú. Atvinna
verður minni og stopulli og verð-
gildi eða kaupmáttur krónunnar
fellur að sama skapi og verðbólg
an eykst. Kjarabæturnar — aur-
arnir — sem verkamenn fá verða
þeim lítils virði, og allt það fé
sem þjóðin hefur aflað rýrnar að
sama skapi og verðþennslan
eykst. Bitnar það ekki sízt á
verkamönnum. Hitt er víst að
kommúnistarnir kunna að græða.
— en þeir græða þá aðeins á
hruni og öngþveiti,“
Hví ekki að bera saman kjör
verkamanna og Claessens?
Oss finnst rétt að gera það,
getið þér, kæru stéttarbræður við
Vísi ekki fallizt á það?
Eru samningarnir þáttur
í svikavef og siðlausri
brigðmælgi?
„Samningar hafa tekizt, en
verða þeir enn einn þáttur i
svikavef og siðlausri brigðmælgi
kommúnista, — höfuðfjand-
manna íslenzks verkalýðs og al-
þjóðar? Það sannast á sínum
tíma“.
Svo mælti
„flokkur allra sétta“
Vér höfum hér rneð birt leiðara
Vísis um Dagsbrúnarsamningana |
í heild. Vér væntum að „flokkur j
SíðastliÖinn mánudag í'lutti
ég í neðri deild Alþing-
is ræðu, í tilefni af tillögu
hæstvirtrar ríkisstjórnar um
aö vísa svohljóðandi þingsá-
lyktunartillögu til ríkisstjórri-
arinnar: „Aiþingi ályktar að
kjósa 5 manna nefnd til þess aö
annast undirbúning hátíðar á
Þingvöllum og víðar 1T. júni
1944 vegna gildistöku lýðveld
isskrár íslands þann dag.
Kostnaður við störf nefndar-
innar greiðist úr ríkissjóði“.
Ræð'a mín var einkum flutt
sem andsvar við ræðu hátt-
virts 6. þingmanns Reykvík-
inga Bjarna Benediktssonar,
er talaði næstur á undan mér.
Forseti sameinaðs Alþingis,
herra Gísli Sveinsson, fann á-
stæöu til að víta mig af for-
setastóli fyrir ræöu þessa, og
neitaði naér um orðið, sem ég
þó átti fullan rétt á aö þing-
sköpum, er ég vildi bera af
mér sakir.
Ræða mín birtist hér orð-
rétt og stafrétt eins og hún
er skráð af þingskrifurum, ég
hef ekki notaö mér þann rétt
að færa til betra máls, þar
sem miður er orðað en skyldi.
þar sem ræðan var flutt sem
svar án undirbúnings og
blaðalaust. Einnig eru hér
birtir ávítur forseta eftir
sömu heimildum.
Eg læt svo lesendur um aö
dæma hvort ég hef flutt
hneykslanlega ræöu, eðahvort
sameinað Alþingi hefur
hneykslanlegan forseta.
S. A. S.
Herra forseti! Háttvirtur 6.
þingmaö'ur Reykvíkinga hóf
sitt mál á því að lýsa yfir, að
sig undraöi sá þytur, sem
fram hefði komiö út af til-
lögu hæstvirts forsætisráö-
herra, umaðvísaþessariþings-
ályktunartillögu til ríkisstjórn
arinnar. Eg get ekki tekið
þátt í þessari undrun þessa
háttvirts þingmanns, því að
mér finnst mikiö tilefni til
þess, að nokkur þytur skapist
út af svo furðulegri tiliögu.
Og vitanlega er þaö með þeim
tíðindum, sem margur maður
mundi láta segja sér oftar en
einu sinni, að þingsályktunar-
tillagan, sem flutt er af 13
þingmönnum, fái þá meöferö
á hæstvirtu Alþingi, að hún sé
afgreidd með þeim einfalda
hætti aö vísa henni frá til
ríkisstjórnarinnar.
En við skulum nú athuga
efnishlið þessa máls nánar.
Hv. 6. þm. Reykv. hélt því
allra stétta“ sé oss þakklátur og
geri sér ljóst að fyrirsagnir vor-
ar og skýringar eru til stórra
bóta.
fram, að meö þessari meðferö,
að vísa þáltill. til ríkisstjórnar
innar, væri bókstaflega öllu
náð, sem fram á væri farið
í þáltill., því að till. fjallaði
eiginlega um það eitt að
skora á hæstv. ríkisstjórn að
verja fé til hátíöahalda á
Þingvöllum ogvíðarísamibandi
við stofnun lýðveldis á ís-
landi. — Eg verð að segja það,
aö ég er dálítið hissa á þess-
um málflutningi, einmitt frá
þessum hv. þm., sem ég hef
annars reynt, að væri enginn
undirhyggjumaður, heldur ær
legur í málsmeöferö og svo
skýr, að yfirleitt vefðist þaö
ekki fyrir honum að skýra
einföldustu hluti. Hver, sem
les þessa þálthi., gerir sér
Ijóst, að aöalatriði hennar
felst í þessum orðum, sem ég
vil lesa, með leyfi hæstv. for
seta, að nefndin, sem þáltill.
leggur til, að skipuð verði. á
að „annast undirbúning há-
tíðahalda á Þingvöllum ogvíð-
ar 17. júní 1944 vegna gildis-
töku lýðveldisstjórnarskrár ís-
lands þann dag“, Þetta er
mergur málsins, aö í þáltiil.
lýsir Alþ. því yfir, aö lýöveld-
isstjórnarskráin taki gildi 17.
júní 1944. Og það þarf eng-
um blööum um þaö að fletta,
aö sú till., semhæstv.forsætisr.
kom fram meö, er komin
fram vegna samninga, sem
geröir hafa verið bak við
tjöldin, um það, aö Alþ. skuli
ekkert samþ., sem bendi til
þess, að lýðveldisstjórnarskrá-
in taki gildi 17. júní 1944. Það
er þetta, sem hér er um að
ræöa fyrst og fremst, en ekki
heimild til þess að verja fé til
hátíðahalda. Það er þetta,
sem nokkur þytur er út af,
hvort þaö eigi einnig aö
hverfa úr þessari þáltill., aö
Alþ. ætlist til þess, að lýðveld-
isstjórnarskráin taki gildi á-
kveöinn dag.
Eg get ekki komizt hjá því
að fara nokkuö aftur í tím-
ann til þess að gera grein
fyrir því, hvers vegna. ég álít
eölilegt, að nokkur þytur fari
um þingsalinn, þegar þetta
kemur fram. Og þá er þess
fyrst að minnast, að 8. apríl
s. 1; ár var undirskrifaö hér
í Alþingishúsinu samkomulag
fulltrúa frá öllum stjórnmála-
flokkum um frv. aö lýðveidis-
stjórnarskrá og um gildistöku
hennar. Allir þessir fulltrúar
allra þingflokkanna voru þá
sammála um aö leggja til, aö
lýðveldisstjórnarskráin skyldi
taka gildi eigi síðar en 17.
júní 1944.
Og oröalagið „eigi síðar en
17. júní“ var notað af vfir-
lögðu ráði, því aö þaö var
Framh. á 8 síðu.