Þjóðviljinn - 24.02.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtuciagur 24. febrúar 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 Aldarspegill Menning |)jóðar er undir því komin að sem víðast hittist ein- staklingar sem sinna andlegum verðmætum át' ólíku tagi í tóm- stundum frá hrjúfum skyldustörf- umrgeri sér einhverjar menningar- greinar kærar, ótrauðir að leggja fram erfiði og fjármunj þeim til eflingar. Culta placent, sögðu Rómverjar í fornöld, — rækt er til fagnaðar. Það má einu gilda þó byrjunin sé smá og óra.vegur að markinu; ekkert liggur á; elja mannsins, einlæghi og ósérplægni í starfinu, veitir honum sjálfum þroska og eflir manngildi hans hvort hann kemst langt eða skammt; jafnvel smávægileg þjón- usta í þágu menningarinnar mvnd- ar jarðveg fyrir annað meira. menn í ýmsum áttum, heil þjóð mun njóta þar góðs af. Tökum til dæmis Markús ívarsson járnsmið. , Fyrir ekki all-löngu, þá roskinn maður, á þeim árum þegar hvers- dagslegum vanamönnum er tam- ast að falla í heimskulega smá- borgaralega værð. þar scm viski- drykkja og bridge-spilamennska kemur í stað áhugamála og menntunar, þá fer þessi lang- þreytti járnsmiður, sem var að byrja að komast ofurlítið í efni, að leggja stund á list með því tak- marki að geta orðið dómbær kaup andi og safnari íslenzkrar sam- tímalistar, og kemur sér á rúmum áratug upp merkilegu listasafni. ekki af auðlegð og fordild, heldur fyrir ósérplæginn áhuga og sanna menningarþrá, með þeim árangri að listamenn landsins og allir listelskir menn nefna í dag nafn hans með ást og virðingu. 156 myndir úr listasafni Mark- Úsar ívarssonar eru til sýnis í Listamannaskálanum þessa daga, frá 19.—29. febrúar. Ilér eru myndir, aðallega málverk, eftir flesta helztu málara hinnar nýju kynslóðar myndlistarmanna á Is- landi. I*ó er sýningin ekki vottur samfelldrar þroskasögu neins þeirra, — flestar myndirnar gerðar á tímabilinu 1930—40, og lista- mennirnir því á ólíku stigi að þroska, nokkrir á hámarki, aðrir enn á frumskeiði, sumir e. t. v. i nokkurskonar hnignun, a. m. k. í bili. Þó eru þarna myndir, og þær sannarlega ekki í hópi hinna létt- vægustu, frá því um og eftir lok fyrra heimsstríðs, þar á meðal lítið uppkast, ákirflega gáfuleg mynd, af altaristöflu eftir Guðmund Thorsteinsson, Jesús læknar blinda (nr. 52). og hið einstæða snilldar- verk Jóhannesar Kjarvals, í skrautlistarstíl, af riddurum og tré, nú kallað ósmekklegu dellu- nafni, „Islenzkir listamenn við skilningstréð“, sýningarnúmerið er 107, en þessa mynd vil ég leyfa mér að kalla drottningu sýningar- innar. Gildi þessa safns er ekki falið i því að það skari í heijd, né cin- stakar myndir þess, fram úr mynd- iist samtímans, sennilega er hér fátt af beztu myndum listamann- anna, og sumir þeirra, einsog I. d. Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Gunnlaugur Blöndal og Þorvaldur Skúlason mjög ónægilega fram bornir. í nokkrum tilfellum má sjá þess merki að liinn mæti eig- andi hefur látið styrktarsjónarmið ráð# og keypt sem mest af ung- um * efnismönnum sem voru að vaxa, úr grasi og áttu erfitt upp- dráttar, óviðurkenndir af þeim sem kaupa listaverk við stórfé fyr- ir fordildarsakir. En það er líka mjög fátt slæmra mynda frá hand- iðnaðarsjónarmiði á þessari sýn- ingu, nema nokkrar sem eigand- inn hefur bersýnilega keypt til skemmtunar, bernskumyndir sem hafa einvörðungu sálfræðilegt gildi, svo sem Stúlkan við ærnar eftir Asgrím og Snæfellsjökull eft- ir Kjarval. Merkileg er sýningin fyrir þá sök að hún má vel kallast þvcr- skurður íslenzkrar myndlistartúlk- unar á tímabili síðasta áratugar- ins fyrir seinni heimsstyrjöldina, cða nánar tiltekið spegill þess ald- arfars sein kennt er við heims- kreppuna miklu. Undir áhrifum kreppunnar lifðum við allir og störfuðum, íslenzkir listamenn, síðasta áratugjnn fyrir stríðið, livort sem við höfðum gert orð, tóna eða lit og línu að miðli okk- ar, enda hlaut hið hagræna ástand tímabilsins, og sá hugur sem það skapaði, óhjákvæmilega að birt- ast í verkum okkar allra. Sncmma á þessu tíinabili fer að draga úr þeirri hneigð til tilrauna- starfsemi og útþenslu í formi. sem er einkenni sterkra lífsstrauina og var einkenni eftirstríðsáranna fyrri, en ímyndunarafl listamanna sljóvgast, dirfskan hverfur, bölsýn undirgefni undir „náttúruna“, hið ytra, gerir sín æ meira vart og þarmeð vantrú á tilgang sjálf- stæðrar listsköpunar, samdráttur, korpnun, og umfram allt tilhneig- ing til uppgjafar gagnvart lausn þeirra viðfangsefna sem listin lief- ur að takmarki. Menn eins og Guðmundur Thorsteinsson cru ekki leingur. Finnur Jónsson legg- ur expressjónismann á hvlluna. Jóhannes Kjarval. sem í liinurn beztu myndum sínum kringum 1920 dró í flugnum arnsúg vold- ugra listrænna sýna, dregur æ meir saman seglin sem lengra líður á tímabilið, bej'gir sig æ meir undir drottinvald hinna tilviljunar- kenndu ytri forma náttúrunnar, unz hann kemst til botns í fátækt með sýningunni í Grænmetisskál- anum haustið 1942, þegar hann tekur höfn í dauðum fotógrafiskum natúralisma — þó vonandi aðeins um stundarsakir. Ásgrímur Jónsson er í einlcenni- legri sérstöðu. Heimurinn hefur aðeins takmörkuð áhrif á einsetu- mannssál hans, eða a. m. k. orkar á hana eftir óvenjulegum lögmálum. Ásgrímur heldur að vísu alltaf tryggð við fyrirmyndaval æslcu sinnar, landslagsfyrirbrigði, aðal- lega sýnir til fjalla af láglendi. náttúra í prófíl. ef t il vill mést j fyrir þá sök, að hann hefur per- | sónulega yndi af að dveljast upp til dala. En í- skiptum hans við fyrirmyndirnar er í öllum starfs- ferli hans stígandi listræn lína, sem hvergi brotnar, en getur lækk- að um stundarsakir, eins og í til- hlaupi til enn hærra stökks. Á- horfandi sem neitar afdráttarlaust sérstöku gildi fjalla eða jökla sem fyrirmynda í list. hlýtur að bevgja sig fyrir þeim litarheimi með að- eins takmörkuðum stuðningi í „náttúrunni", sem verður æ full- komnari í list Ásgríms, litarækt hans, oft einstæöri að auðlegð og göfgi. Um obbann af liessum myndum má segja að málararnir séu heið- arlegir í viðleitni sinni eins langt og hún nær, en oft er það sá heið- arleiki sem gjarna er fylgja fátækt- ar og munaðarleysis; mennirnir kunna að vísu margt, en skortir ef svo mætti segja hina konung- legu vitund,* vitund þess að eiga algild umráð ekki aðeins vfir með- ulum og tækjum, heldur yfir fyrir- myndinni sjálfri, umhverfinu, lieiminum, náttúrunni. Fátækur, umkomulaus maður er hræddur við að hreyfa sig á almannafæri, þótt góður sé. Sérhvert viðbragð lians er bundið ótal hömlum. I þessum myndum kennir mjög hinna biindnu viðbragða. Það ger- ist of lítið á léreftinu, miklu minna en efni standa til. engin barátta uppá líf og dauða einsog í eplum van Goghs, seni vitur maður kvað fela í sér rneira stríð en heil stvrj- öld. Ný útgáfa af Heimskringlu Snorra Sturlnsonar Mikið höfuðeinkenni þessarar listar er undirgefni listamannanna undir það sem cr „stórt“ í náttúr- unni: frægur foss. frægt fja.ll, fræg- ur jökull; eða þá frægur sögustað- ur. Menn eru búnir að gleyma því, að það er alveg sama hve fjall er frægt, ef það eignast ekki sinn Hókusai einsog fjallið Fútsíjama, þó sá Hókusai sé af smæstu gerð, ,þá* er. það einskisvirði í list. Fjall léreftsins hefur eitt gildi í mál- verki. Postulíhskál á hvolfi er gagnvart myndlistinni nákvæm- lega jafnverðugt yrkisefni og fræg- ur jökull. Landslag cr ekki virðu- legra myndarefni en hlutir á borði. Það er umkomuleysi í list að beygja sig undir sýndarútlit nátt- úrunnar, gerast ef hægt væri lit- filma Ijósinyndavélar í normalstill- ingu. í mörgum þessara mynda cr svo langt gengið í undirgefni við ytrisýnd, óðfýsi til að beygja sig undir ytriform umhvcrfisins sem æðstavald, að jafnvel fjarvídd Ijós- myndarinnar cr lialdið. Stundum takmarkast hin skapandi viðleitni af svokallaðri stílfærslu, t. <1. ljót- ur skúr eða gaddavirsgirðing í fyr- irmyndinni er felld burt, án þess myndin gcri þó annars kröfu til að vera kompósisjón, samkvæmt þeirri stefnu sem vörtur eða bólur eru útmáðar af andlitsmynd hjá ljósmyndara. Stundum er lands- lagið látið vera svo snurfusað, að það verkar á áhorfandann éinsog það væri nýbúið að raka sig. A öðrum stöðum er eitthvert nátt- úrufyrirbrigði eða landslags tekið og bónað. Þesskonar retússéring á náttúrunni er vitaskuld aðeins náttúruþrælkun í annarri mynd. Oftar ríkir þó i listaverkunum sérstakur þungi og drungi, skort- ur á hrynjandi og hrevfingu. jafn- vel svo lifandi vcrur, dvr og menn, Hinn sívaxandi áhugi þjóð- arinnar fyrir íslenzkum bók- menntum og þó sérstaklega fornbókmenntum, er glæsilegt tákn um vaknandi sjálfs- traust hennar og þjóðernis- vitund. Fer vel á því, að sá áhugi láti á sér bera einmitt nú, er öll þjóðin býr sig und- ir að veröa stjórnarfarslega al- frjáls. Helgafellsútgáfan hefur um þessar mundir í undirbúningi vandaða útgáfu á einu glæsi- legasta öndvegisverki norræns anda, Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Hefur útgáfan fengið leyfi til aö nota um þrjú hundruð myndir, er sex frægustu málarar Norðmanna geröu fyrir síöustu aldamót i hina stóru, norsku heimilisút- gáfu af Heimskringlu og munu þær hafa átt sinn þátt í því að greiða götu þessa mikla snilldarverks inn á svo að segjá hvert einasta norskt nálgast eftii'líkingu á einhverskon- ar steingervingum. stundum standa fígúrurnai' svo kyrrar í myndinni, að maður getur orðið hræddur. Ottinn við að gæða lif- andi veru hreyfingu í mynd er mjög talandi einkenni kreppunn- ar. Þó á Jón Engilberts mypd á sýningunni sem stingur hér í stúf sakir liins létta tóns, fjarri drunga, bælingu og uppgjöf gagnvart dauð- uin hlutum, — hressandi sýn ann- ars tilverustigs. Kreppan hefur ekki haft áhrif á hann. II. K. L. heimili, enda eru myndirnar hin ágætustu listaverk og ein stakar í sinni röð. Þaö hefur lengi verið oss mikil vanvirða, hversu þetta höfuöafrek frægasta og mesta ritsnillings íslendinga hefur fram að þessu verið x fárra höndum í' sjálfu ætt- landi höíundarins, þó Heims- | kringluútgáfa Fornritafélags- ins, sem hafin er fyrir nokkr- um árum, kunni að hafa bætt þar nokkuð úr. Aldrei hefur þó verið brýnni þörf á því en einmitt nú, að æskulýður landsins kynnist slíku riti og sæki þangað heilbrigðan metn að og ást á tungu sinni og þjóöerni. Það g;’ því i' alia staði vel til fundið, að þessu fullveldisári verði fagnað meö vandaðri og v’eglegri útgáfu þessa ómetanlega íslenzka snilldarverks. Myndirnai', sem fylgja þess ar' grein verða í hinni nýju útgáfu og er önnur af því, er Olafur konungur helgi brýt- ur Lundúnabrúna, en hin, úr Ölafs sögu Tryggvasonar, sýn ir menn Eiríks ganga um borð í Ormínum langa. T. Heilbrigt iíf I Heiibrigt líf, tímarit Rauða ! Ivross íslands, er koniið út. Er það :>.—4. liefti II. árg. 1943. Ritið flytur margar fróðlegar greinar, er myndum prýtt og prentað á góðan pa]ipír. Frasnhalfli á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.