Þjóðviljinn - 27.02.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 27.02.1944, Side 3
 V Sunnudagui' 27. febrúar 1944. ÞJOÐVILJINN RITSTJÓRI: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Vöflusaumaður kjóll WiH Hér getið þið séð hve vöflu- saumúr getur prýtt einfaldan kjól. Hann er sniðinn út í eitt, með líningum í hálsinn, sem bundin er í slaufu aö framan, vöflusaumaður á börmum og tekinn saman í mittið með breiðu leðurbelti. Það er mjög auöveit aö vöflusauma og með þessum myndum og einföldu leiðbein- ingum ætti hver og einn að geta það. Byrjið á að rykkja efnið x smáar fellingar og halda þeim saman með því aö dtaga þráö í gegnum þær. Það má nota hvaða efni sem er, léi’eft, silki, flauel o. fl. .1 Áður en rykkt er eru mark- aðar punktalínur eða raöir yfir allt svæðið sem á að sauma. Hver punktaröð beint upp af annari. Þá er þrætt á röngunni frá hægri' til vinstri með jöfnum, smáum spomm, frá einum punkti til annars. Notiö sérstakan þráö fyrir hverja röð. Síðan dragið 2 og 2 punktaraðir saman og fest- ið með prjóni eins og sýnt er á 2. mynd. Dragið fellingam- ar ekkí of þétt saman svo að hægt sé að hreyfa þær til þegar saumað er í. Nú er efniö allt smáfellt og þá er saumað frá 1. fellingu til annarar, eins og sést á myndinni. Takiö upp tvær 'fellingar með litlum sporum, stingið síðan nálinni frá röng unni í neöri punktalínu á 2. feli. og saumiö 2. og 3. sam- an, síöan upp aftur og saum- ið næstu 2 fell. saman. Hald- ið áfrarn sitt á hvað, eins og sýnt er á 2. mynd. Kaffísoplnn mndæll ctr Kaffi þekktist ekki hér á ís- landi fyi’r en á seinni hluta 18. aldar, en tóbaksneyzla varð aimenn strax á 17. öld. Er til gömul saga um karl og kerlingu sem þótti tóbak- ið gott. Karlinn tók upp í sig, en kerlingin reykti. Þegar karlinn var búinn að tyggja mesta kraftinn úr tuggunni, tók kerling þær og þurrkaði og reykti þær svo í stuttri járnpípu. Svo tóku þau ösk- una x nefið, og verður varla lengra komizt í nýtnirmi. Russneskar konur Hve margar eltkjur eru nú í Sovéti’íkjunum? Engar opin- bei’ar skýrslur eru til, en hægt er að gera sér það nokk uð í hugarlund. Rússar gift- ast mjög ungir. Stúlkur gift- ast oft sautján ára; Karl- menn kunna illa viö, að vera ógiftir eftir tuttugu ára aldur. Hvorki byltingin né vélaöldin hefur lamað eða eytt hvöt íþeirra til að giftast ungir. Maður eöa kona sem náð hef- ur tuttugu og fimm ára aldi’i og ekki hefur enn fest ráö sitt, vekur umtal jafnvel með- al kommúnista, og verður oft fyrir góölátlegri glettni nán- ustu vina sinna. Liðsforingj- ar í rússneska hernum, frá lið þjáifum til herforingja Qg marskálka eru næstum ein- göngu giftir rnenn. Hermenn yfir tuttugu ára að aldri eru oftast nær giftir. Þar sem fjórar milljónir manna hafa fallið í rússneska hernum, er ekki nema eðlilegt að áætla, aö þeir nafi látið eftir sig að minnstakostiþrjár milljónir ekkna. Eg hef sjaldan heimsótt i’ússneska fjölskyldu, þar sem kunningj- ar koina saman, svo ekki hafi veriö ekkjur í þeirn hóp. Þetta á sérlega viö í Moskva. Þutig Vcru áföll þeirra sjálfboöaliðs- sveita sem tóku þátt í að hrekja Þjóöverja rir útjöðrum borgarinnar. Samt sem áöur, þessar ekkjur eru rússneskar konur. Þær geta borið þaö. Þær .bera það meö þeirri tign, serh vek- ur hjá útlendingunum meir en aðdáun. Hversu mikið hafa þær ekki lagt á sig, þessar ó- trauðu, rússnesku konur. Iðju leysingjar finnast ekki meöal þeirra. Þær gegna bæöi auö- veldustu og erfiðustu hlut- verkum þjóöanna. Þær hafa tekið viö af karlmönnum í iönaöinum svo milljónum skiptir. í enn stærri stíl hafa þær tekiö aö sér landbúnað- arstörfin. Hvar sem maöur kemur í Rússlandi, sér maöur þær ekki aöeins hjálpa, held- ur bera uppi fi’amleiösluna. Án þeirra myndu rússnesKu ílutningarnir vera ófullnægj- andi, rússneski iðnaöurinn svipur hjá sjón og jarðyrkj- an ofraup. Vegna stai’fa þeirra í verksmiðjunum auk- ast skotfærabirgðirnar til víg- stöövanna meir og meir. Vegna starfa þeirra viö plóg- inn, við garöyi’kjuna og í * Eftir Maurice Hindus mjólkurbúunum aukast sífellt matvælaflutningamir ------ smjör, kjöt, ostur og græn- meti — til hermannanna. Vegna starfsorku þeirra og leikni, getur herinn fengiö aila þá karlmenn sem hann þarf á áð haida til vígstöðv- anna og jafnvel þar standa þær við hlið karlmannanna. Ógleymanlegt verður starf og hlutverk hinnar rússnesku konu. Ennþá hafa konur ekki náö æðstu stööxxm innan stjórnar- innar eöa í stjórnmálum Rúss-; lands. Engin kona hefur ennþá verið kosiní„politburo“ Kommúnistaflokksins. Áöeins fáar konur hafaoröiö þjóöfull- trúar, það samsvarar ráö- herrastööu hjá okkur. En al- staöar annai’s staöar taka konurnar fullan þátt í þjóö- málum. 1 Æðstaráðinu eru 189 konur. í æöstaráðum hinna ýrnsu lýðvelda Sovét- ríkjanna eru 1.436 konur. Alls eru í bæja-, sveita- og héraðsstjórnum 422,279 kon- ur. Og í verkalýðsmálum taka þær enn virkari þátt en í stjórnmálum. 29 prósent af Kommúnistaflokknum eru kon ur og þær hafa í sínum hönd- um einn fimmta hlua af fram kvæmdastööum stjórnarinnar og Kommúnistaflokksins. Miklu hafa þær áorkaö í öllum greinum iönaöar og ak- uryrkju og 1 menntamálum. Árið 1939 unnu yfir tíu millj- ónir kvenna í iönaðinum, þar ar 100 þúsund verkfræðingar og faglærðar konur. Þær eru meira en þriðji hluti alls iðn- aðarfólks. Fyrjr stríð var helmingur allra þeirra, sem unnu við landbúnaðarstörf, konur, þar af tíu þúsund sér- fræöingar og bústjórar á sam- yrkjubúunum. Áriö 1939 voru fjögur hundruö konur stöðv- arstjórar á járnbrautarstööv- um; 1,400 voru aöstoöarmenn. í læknastéttinni er urmull kvenna. Fyrstu árin eftir bylt inguna voru. ekki fleiri en •2000 kvenlæknar. Nú eru 150.000 læknar í ríkjunum og minnsta kosti helmingur þeirra kvenmenn. Konurnar ei’u kunnar fyrir frábær störf sín í vísindastofnunum, viö lögfræðistörf og kennslu. Stríðið hefur þroskað og eflt afköst þeirra í iðnaöi, jai’öyrkju og hinum ýmsu sér- greinum. í mörgum verk- ‘smiðjum, auk vefnaðarins, sem ailstaðar 1 heiminum hef- ur verið talinn heyra undir vei’kahring kvenna, hafa þær auðveldlega tekið viö af karl- mönnunum sem kvaddir hafa verið í herinn. Verkafólk og verkstjórar verksmiðjanna eru nú frá tveimur þi’iðju upp í þrjá fjórðu hluta konur. Og landbúnaöurinn hvílir nú að mestu eöa öllu leyti á heröum þeirra. Aöeins sá dugnáður og leikni, sem konurnar hafa sýnt í lífsbaráttunni, hefur gert Rússunum kleift að mynda hinn mikla og öfluga her, sem þeir hafa nú á að skipa. Hjá engri stríðandi þjóð, hvorki meöal Banda- manna né Möndulveldanna, hafa konurnar tekiö aö sér jafn stórt hlutverk og í Rúss- landi. Þær eru í öllu og al- staöar og taka þátt í öllum vandamálum hinsvíöáttxxmikla ríkjasambands. Ekkert starf er of erfitt fyrir þær, engín ábyrgð of þung né hættuleg. A víðavangs Allt fram á 17. öld þekktist það ekki að» konur lékju op- inberega. Fram til þess tíma fóru kai’lar einnig með öli kvennahlutverk. • ® Þaö var einu sinni að Cov- entryborgarar rituöu Elísa- betu Englandsdrottningu svo- hljóöandi ávarp: „Oss Cov- enrtyborgarmönnum er mikill Tögnuöur að sjá yöar náðugu hátign. Drottinn minn! mikil ósköp eruð þér fríðar“, Eiísabet svaraði: „Minni náöugu hátign er ánægja að sjá Coventryborgarmenn. Drottinn minn! Mikil skelfi- leg flón eruð þic''. • Það er ekki 29. febrúar, sem er hinn í’aunverulegi hlaupársdagur eins og ætla mætti, heldur sá 25. „24 febrúar er kallaöur Hlaupársmessa, því á hlaup- árum er þar einum degi skot- iö inn í og heitir Matthías- messa. Sá dagur er þá 25. dag ur í febrúar11, segir í Þjóð- vinafélagsálmanakinu. VERKAMENN! Gerizt áskrifendur að Þjóðviljanam.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.