Þjóðviljinn - 19.04.1944, Side 2
X
HÖÐVIWÍWW
Miðvikudagur 1». apríl 1944..
,FllWn saii. Hoiiin lzl‘
Nútíma menningarskiiyrði í sveitunum fást aðeins með sam-
færslu byggðarinnar
Vitalð við Bjðrn Jónasson bðnda á HámundarstSðum ( Vopnafirði
Björn Jónasson bóndi á Hámundarstöðum í Vopna^irði, hefur
dvalið 'hér í bænum undanfama daga.
Hann verður sjötíu og fjögurra ára eftir nokkrar vikur, en
hann er enn kviklegur í hreyfingum sem ungur maður og marg-
ir okkar, sem yngri emm, mættum öfunda hann af áhuga hans
fyrir því sem er að gerast í heiminum í dag.
Það hefur margt á daga hans drifið um ævina og hann segir
vel og fjörlega frá. Fréttamaður Þjóðviljans hitti hann að máli
um daginn og fer frásögn Bjöms hér á eftir.
BÆNDUR ALDREI
EINS VEL STÆÐIR
EJÁRHAGSLEGA OG NÚ.
Talið berst fyrst að almennum
fréttum austan úr sveitinni.
— Ég lít svo á, segir Björn, að
bændur hafi aldrei verið eins vel
stæðir fjárhagslega og nú og aldrei
hafvt eins mikið handa á xnilli al-
mennt, og í hverri sveit munu þeir
vera fáir sem ekki hafa getað
borgað skuldir sínar á undanförn-
um árum.
Það er mikill munur á lífi þjóð-
arinnar nú og fyrr, lífsskilyrði eru
nú ÖII betri þótt margir séu örð-
ugleikarnir, einkum í dreifbýlinu.
Munurinn á þægindum í sveit
og kaupstöðum er mjög mikill og
fólkið flykkist þess vegna úr sveit-
unum og fámennið gerir alla hluti
erfiðari í sveitinni.
„FLYTJUM SAMAN.
BYGGJUM BÆI“.
— Á hvern hátt álítur þú að sé
bezt að jafna muninn á lífsþæg-
indum í sveit og kaupstöðum?
— Það er strjálbýlið sem mest-
um örugleikum veldur. Þess vegna
myndi borga sig bezt að færa
byggðina samkn og byggja þorp
og bæi. Þá skapast skilyrði til
samtaka, rafvirkjana og notkunar
stórvirkra landbúnaðarvéla. Oll
framleiðsla verður léttari, ódýrari
og afköstin verða meiri. Með sam-
tökunum skapast félagsandi og fé-
lagsþroski.
Síðan á að byggja landið á ný
og færa byggðina út þegar fólk-
inu fjölgar.
Ég álít að góðar jarðir við sjó
eigi fyrst og fremst að sitja fyrir
um samfærslu byggðarinnar vegna
þess að þar eru tveir möguleikar
fyrir hendi til þess að bjarga sér.
Það er mikils virði fyrir slíkt þorp,
þó að það geri ekki meira cn fram-
leiða sjávarafurðir til sinna eigin
þarfa.
— Hvað álítur þú helzt standa
í vegi fyrir því að byggðin verði
færð saman?
— Það er gömul bændahugsun
að vilja hafa sem mest land til
þess að geta búið stórbúi.
Sumir segja einnig, að ef byggð-
in færist saman verði bændurnir
smáir, — smáir bændur og smáir
í hugsunarhætti. En með sam-
færslu býggðarinnar skapast ein-
mitt skilyrði til samtaka, er geta
gert bændurna máttuga og stóra í
samtökum sínum.
STYRKJAPÓLITÍKIN
SKAPAR SÍVAXANDI
EFNAIIAGSMUN.
— Hvað segja bændur um —
uppbóta- og styrkjapólitíkina?
— Það mun nú vera ærið mis-
jafnt, en fleiri munu þeir vera,
sem telja hana óréttláta.
— ILvernig verkar hún?
— Hún verkar þannig að sumir
fá 500 kr. en aðrir 25 þús. kr.
Dæmi er um að heimili með 4
fullvinnandi maiineskjum fær 25
þús. kr. í uppbætur og annað þar
sem eru Htil efni, erfið aðstaða og
4 börn í heimili fær 500 kr. í upp-
bætur.
Peir, sem sízt þurja styrks með
já rnest, en þeir sem mesta þörj
haja jyrir styrlc fá minnst.
Hið sama kemur fram í jarð-
ræktarstyrknum. Þeir sem hafa
góða aðstöðu geta haft styrksins
góð not, en hinir fá svo lítið að
þá munar ekkert um hann.
SKAPAST JARÐ-
EIGENDASTÉTT ?
— Heldurðu að jarðirnar færist
á færri hendur?
— Eins og ég sagði áðan hefur
efnahagur bænda almennt batnað,
en þó er efnahagsmunurinn meiri
en áður var, því stórbændurnir
eru orðnir miklu ríkari en áður í
hlutfalli við hina smærri bændur.
Það er því ekki ósennilegt að þeir
noti aðstöðu sína til þess að
leggja fleiri jarðir undir sig.
ÁTTI EINU SINNI
75 AURA INNI.
— Þú sagðir áðan að allir bænd-
ur vildu búa stórbúi, dreymdi þig
um að verða stórbóndi?
— Allir bændur munu með þeim
ósköpum fæddir, að þá dreymir
um að verða stórbændur. Auðvit-
að vildi ég búa stórubúi, en hvern-
ig ég hef framkvæmt það, sér þú
bezt á því, að á öllum þessum ár-
um síðan ég kom að Hámundar-
stöðum 1895 átti ég einu sinni inni
75 aura. — Ég á alla mína reikn-
inga frá liðnum árum.
Þó hefur enginn af viðskipta-
vinum mínum verið óánægður, ég
lief borgað mínar skuldir, og það
hafa margir grætt á mér, en ég
ekki á þeim.
— Það er kannski þess vegna,
sem þú hefur aldrei átt meira inni
en 75 aura.
— Já, það er ekki ósennilegt að
það sé einmitt þess vegna.
fíjörn Jómasson.
ÆSKAN VAR ÓBLÍÐ.
— Viltu ekki segja mér eitthvað
frá gömlum tíma, hvernig lífið var
í þínu ungdæmi og ævi sjálfs þín?
— Ég er fæddur að Fossi í Vest-
1870.
Ég missti föður niinn þegar ég
var þriggja ára gamall og var á
hrakólum fyrstu árin og dvaldi
hjá vandalausu fólki fram yfir
fermingaraldur.
BÉZT VIST IIJÁ
IIINUM FÁTÆKU.
— Hvernig var aðbúðin í þá
daga?
— Ilún var nú upp og niður, en
útkoman hjá mér var sú, að mér
þótti betra að vera hjá fátæku
fólki heldur en því ríka, því þeg-
ar nóg var til hjá fátæku fólki þá
hafði maður nóg, en svalt kannski
á milli, en hjá þeim efnuðu var
alltaf jafn skammtur, miðaður við
það minnsta sem hægt var að kom-
ast af með. En svo var elcki ótítt
að þeir hentu ónýtum mat á vorin.
HRÍSSÆNG — MOLDAR-
GÓLF — SKJÁGLUGGI.
— Hvernig voru húsakynnin í
þínu ungdæmi?
— Ég var á litlu koti frá því
ég var 9 ára til 12 ára aldurs.
Skipun bæjarhúsanna var þannig:
Til annarrar handar við bæjar-
dyrnar var búr, en hinum megin
eldhús, allt úr torfi. Síðan var
gengið í baðstofuna. í henni voru
tvö rúm meðfram öðrum veggn-
um. I öðru þeirra voru hjónin og
börn þeirra, en ég í hinu. Lengd
baðstofunnar var ca. 0 álnir,
breidd ca. 5 álnir.
Rúmin voru bálkar, hlaðnir úr
torfi. Fyrir ofan annað rúmið'voru
lagðar fjalir upp með veggnum.
Fyrir ofan mitt rúm var strengd-
ur strigi. Franian á endilangan
bálkinn var sett fjöl og gafl milli
rúmanna. — Aðrar fjalir voru
ekki í baðstofunni. Inn í miðjan
bálkinn var hola, var hella lögð
yfir og var næturgagnið geymt
þar.
Ofan á bálkinn var látið hrís
og hey og breiddur strigi yfir, á
því var sofið.
3=2
'MaiiGt’toéðtnrink
Þýðingarlítill áróður
Tvö stórveldi hafa tekið upp
þann sið að útvarpa fréttum á ís-
lenzku við og við. Auðvitað er
þetta gert í áróðursskyn;. Þessum
útvarpssendingum er æOað að ut-
breiða stríðssjónarmið hvorra aðila
um sig. Sennilega mundu þessi stór
veldi ekki eyða dýrmætum tima og
orku i þessar sendingar ef þau
vissu hve gjörsamlega þýðingar-
lausar þær eru. Það mun leitun að
íslending sem á þær hlustar og þó
að einhverjir slíkir kunni að vera
til, láta þeir þessar fréttir áreið-
anlega eins og vind um eyru þ.óta,
því að íslendingar eiga sem belur
fer frjálsan aðgang að frét.aser^I-
ingum beggja stríðsaðila. fsl mzka
útvarpið og blöðin flytia pær. Að
sjálfsögðu er Bretum og Þjóðverj-
um ekki of gott að útvarpa a ís-
lenzku við og við og engum er það
til meins, en það svarar roiðan-
lega ekki kostnaði og líklega verk-
ar það öfugt við tilganginn eí nokk-
uð er.
„Mikil er sú vitleysa“
Vitið þið, að einn fermeter af
landi hérna í miðbænum er nú
seldur á meira en 1000 kr.
Það er ekki furða þótt manni
nokkrum sem um þetta heyrði ný-
lega, yrði að orði: „Mikil er sú
vitleysa"
Með þessu söluverði kostar með-
allóð við Austurstræti svona frá
6000 þús. til einnar milljónar.
Mál þeirra sem kaupa
„En þetta er mál þeirra sem
kaupa, og kemur ekki öðrum við“
segja sumir. „Ef þeir geta lagt fé
í þetta þá þeir um það“. En þetta
er ekki aðeins mál þeirra sem
kaupa. Þetta er mál allra Reyk-
víkinga- og raunar allra lands-
manna. Þeir, sem slikar lóðir kaupa
gera það til að reka þar verzlanir,
og viðskiptavini þessara verzl
ana láta þeir borga lóðarverðið og
annan kostnað, með ærnu álagi.
Moldargólf var í baðstofunni
og var það skreytt fyrir hátíðar
með því að sópa það vel og bera
á það ösku, varð það þá dálítið
hvítt og þokkalegt.
Þekjan var reft upp, ofan á
raftana var Iátið tróð (birkilim —
hrís) til þess að hægt væri að liafa
færri rafta og þeir fúnuðu síður.
Glugginn var, að mig minnir,
kringlóttur — skjágluggi.
— Var kalt þarna?
— Ekki var það nú svg mjög.
Einn veturinn, frostaveturinn
1881 mynduðust reyndar svo
mikil grýlukerti fyrir framan bað-
s'tofuhurðina af ylnum innan frá,
að ísströnglarnir á gólfi og í lofti
náðu saman svo erfitt var að
opna hurðina, sem opnaðist út.
ÞRÖNGT í BÚI.
— Var alltaf nógur matur?
— Stundum var þröngt í búi.
Þessi hjón áttu enga kú, en 30 ær,
og sat ég yfir þeim frá því ég var
9 ára gamall.
Versta vorið lifði fólkið á ein-
tómuin fjallagrasagraut, því eng-
inn annar matur var til. Framan
af var hami blandaður banka-
byggskorni, en svo þraut það.
Engin sigling var þá komin, en ég
man enn hvílíkt hnossgæti okkur
Það er því fjöldinn sem borgar-
hinar dýru lóðir í Miðbænum en
ekki þeir sem kaupa þær, að nafni
til. Þessir verzlunarhættir hafa víð-
tæk áhrif á alla efnahagsstarfsemi
og öll viðskipti í landinu. Það er
því alþjóðarmál þegar einn fermet-
er af landi er seldur á 1000 kr. eða
meira í miðbænum.
Svo er það hliðin sem að
bænum veit
Mest varða þessi mál bæjarfé-
lagið. Það eru ráðstafanir bæjar-
félagsins, gatnagerð, hafnargerð o.
s. frv. sem gert hafa þessar lóðir
verðmætar. Hinsvegar stendur
þetta gífprlega verð oft mjög í vegi
þess að bærinn geri nauðsynlegar
umbætur á gatnakerfi sem og skipu
lagi: Hin ibinnsta breyting á gatna-
kerfi á hinum dýru svæðum, kost-
ar of fjár vegna þess að bærinn
þarf að kaupa hina dýru fermetra.
En þéssar aðgerðir bæjarins leiða
svo að jafnaði til þess að einhverj-
ar lóðir sem áður voru ekki í ýkja-
háu verði, stórhækka og jafnvel
hinar dýrustu lóðir verða ennþá.
dýrari. Allt er þetta hinn herfileg-
asti vítahringur. Bærinn ger-
ir ráðstafanir sem leiða til verð-
haékkunar á landi, en sú verðhækk-
un leiðir aftur til að torvelda eða
gera bænum ill kleift að gera nauð
synlegar umbætur á götum og;
skipulagi.
Aðeins ein leið
Út- úr þessum ógöngum er aðeins:
ein leið fær, það er að bærinn
eignist allt það land sem hann er
byggður á og allt land í sínu næsta
nágrenni. Alþingi, þarf að setja lög
sem heimila öllum bæjarfélögum
að taka land það sem bæirnir ei;u
byggðir á eignarnámi, samkvæmt
fasteignamati, og greiða andvirðið;
með bæjarskuldabréfum til langs;
tíma. Sjálfsagt væri svo að tryggja
núverandi eigendum afnotarétt af
lóðum þeirra innan þeirra tak-
marka að samrýmst geti almenn-
ings heill.
þótti að fá þurra rúgköku glóðar-
bakaða þegar nijöl hafði verið sótt.
í kaupstaðinn.
— Sá ekki á ykkur af sulti?
— Það er áreiðanlegt að þetta..
hefur mjög dregið úr vexti og
kröftum, er. misdægurt hefur mér
eiginlega aldrei orðið um ævina
nema í þrjú skipti, sem ég hef
legið í lungnabólgu.
GENG TIL SUÐUR-
LANDS MEÐ ALEIGUNA
í BUXUM Á BAKINU.
Eftir ferminguna fór ég aðE
vinna fyrir mér á eigin spýtur.
Þegar ég var 17 ára gamall lagðí
ég af stað til Suðurlands með
Hannesi gamla pósti. Hitti hann
á Stað í Hrútafirði og var honum.
áhangandi suður.
Þá bar ég allar mínar eigur í
einum buxum. Batt fyrir streng-
inn og skálmarnar, hafði skálm-
arnar yfir axlirnar og hélt í þær.
Ég átti fátæka móður og föður-
bróður hér í Kaplaskjóli, til þeirra.
fór ég og kom öllum að óvörum,
— í þá daga var enginn sími.
Ég var síðan ráðinn vikadi^eng-
ur hjá Sigurði í Hrólfsskála á Sel-
tjarnarnesi. Þar var ég eitt ár, en
fór þá til frænda míns, Sveins
Framhald á I. gfða,