Þjóðviljinn - 09.05.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1944, Blaðsíða 1
• ‘ J- V .‘ijjfiiS 9. árgangur. Þriðjudagur 9. maí 1944. 101. tölublað. Lýoveldiskosningarnar : í gær greiddu 274 atkvæðl hér í bænum um lýðveldismál- ið. Alls hafa nú greitt atkvæði 975 kjósendur. Þar af eru 375 Reykvíkingar, en hinir eru ut- anbæjarmenn. Vegavítintiverkfallíd smmtas hiá ríMMzim Það er nú senn vika liðin síðan ríkisstjórnin stöðv- aði alla vegavinnu í landinu með hinum þjösnalegu kauplækkunarkröfum sínum. Alþýðusambandið tilkynnti ríkisstjóminni í gær, að hafi ekki náðst samkomulag í deilu þessari n. k. þriðjudag, muni verkaménn hjá ýmsum ríkisfyrirtækj- um gera samúðarverkfall þann dag. Bréf Alþýðusambandsins til ríkisstjórnarinnar fer hér á eftir: „Vér viljum hér með tjá hæstvirtri ríkisstjórn, að vér höfum ákveðið, að ef ekki hefur fengizt samkomu- lag í yfirstandandi vinnudeilu um kaup- og kjör vega- og brúargerðarmanna að morgni þriðjudagsins 16. maí n. k., verður þá hafin samúðarvinnustöðvun hjá Skipa- útgerð ríkisins, Síldarverksmiðjum ríkisins í Siglufirði, Landssmiðjunni, Reykjavík, og hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, bæði við prentverk og bókband. Þá munu og þeir, sem eru í Félagi símalagninga- manna, sem er deild innan Dagsbrúnar, einnig leggja niður vinnu. Með bréfum og símskeytum, dags. í dag, höfum vér tilkynnt ýmist stjórnum eða forstjórum framangreindra fyrirtækja þessa ákvörðun vora. Virðingarfyllst, í. h. Alþýðusambands íslands (Undirskrift)“. Loftárásin á Kjeller Frá norska blaðajulltrúanum. Aðfaranótt 28. apríl gerði brézki flugherinn mikla árás á stóra Kjellerflugvöllinn og flugvéla- verksmiðjuna hjá Lilleström í ná- grenni Óslóar. Hafa nú fengizt nánari upplýsingar um árangurinn. Það voru um 100 Lancaster- flugvélar, sem flugu lágt yfir Ósló. Þær sveimuðu lengi yfir Kjeller áður en árásin byrjaði, svo að fólk gat leitað skjóls. Fyrst var svifblysum sleppt nið- ur og því næst byrjaði sprengju- varpið, að sumu leyti með 2 smá- lesta sprengjum. Heita má að allt væri nú eyði- lagt, sem upp stóð eftir árás Bandaríkjamanna í vetur. Rennibrautirnar tættust sundur og vélaverkstæðið, flugskýlin og margir hermannaskálar eyðilögð- ust, Reykurinn gnæfði við himin úr benzín- og olíugeymunum, sem urðu fyrir sprengjum. Framhald á 8. síðu. Dagsbrúnarfundur um lyðveldísmálíð Verkamannafélagið Dagsbrún hélt mjög fjölmenn- an fund um lýðveldismálið í Iðnó í gærkveldi. Formað- ur félagsins, Sigurður Guðnason, setti fundinn og skip- aði fundarstjóra Jón Agnarsson og fundarritara þá Al- freð Guðmundsson og Kjartan Guðnason. Leiksviðið var skreytt hátíðlega með fjölmörgum íslenzkum fánum og félagsfána Dagsbrúnar. Voru fán- arnir bornir af félagsmönnum. Yfir leiksviðinu var borði með áletruninni: „ísland lýðveldi 17. júní“. Mjög mikil hrifning ríkti á fundinum. Ræður fluttu: Benedikt Sveinsson, fyrv. alþingisforseti, Ólafur Frið- riksson, fyrv. ritstjóri, Stein- grímur Steingrímsson, fcún- áðarmálastjóri, Einar Olgeirs- son, alþingismaður, og Ámi Ágústsson, skrifstofumaður. Yoru ræöur þeirra þrungn ar hinum eindregna vilja ís- lenzku þjóðarinnar til sjálf- stæöis og til þess að standa fast á hinum óskoraða rétti sínum til þess áð ákveða sjálf stjórnarform sitt. Alþýðusambandið hefur með þessari ákvörðum sinni svaraði á verðugan hátt hinni fjandsamlegu árás ríkisstjórnarinnar á verklýðs- samtökin, kaup þeirra og kjör. Verkamönnum er ljóst að kaup- iækkunarkrafa rikisstjórnarinnar var upphafið á allaherjarárás á samtök þeirra, 8 stunda vinnu- daginn og önnur réttindi. Verka- menn eru því einhuga um að standa saman sem einn maður í þessari deilu og sigra. Ársþing Sveinasambands byggingamanna i Rv(k Ársþingi Sveinasambands byggingamanna í Reykjavík, er nýlega lokið. Hafði þingið til meðferðar mörg mál, varðandi félags- og hagsmunamál bygg- ingaiðnaðarmanna. Stjórn Sveinasambandsins var meðal annars faliö: „AÖ hefja 'nú þegar samvinnu við önnur stéttafélög hér 1 bæ, um aö matmálstíma verði breytt þannig, að kaffitímar veröi Frh. á 4 síðu Aðalvarnarlínan utan víðlborgtna rofín Rússneska herstjórnin tilkynnti 1 gærkvöldi, að fót- göngulið úr rauða hernum hefði í tveggja daga bardaga rofið skarð í víggirðingar Þjóðverja fyrir utan Sevasto- pol og sótt fram 5 km. Er nú barizt í úthverfum sjálfr- ar borgarinnar. Víggirðingar þær, sem rauði hei'- inn hefur rofið, voru ákaflega öfl- ugar. Landslagið er hæðótt, og hafa Þjóðverjar byggt fjölda stein- steyptra virkja í klettabeltum og uppi á hæðum. Sprengjuflugvélar og stórskota- lið ruddi brautina fyrir fótgöngu- liðið. Rauði herinn hefur nú á sínu valdi nokkrar hæðir, sem gnæfa yfir úthvei'fi borgarinnar. í liði því, sem nú sækir að borg- inni, eru rnargir hermenn, sem tóku þátt í hinni frægu vörn boi’g- arinnar 1941. Þjóðverjar reyna ennþá að koma liði undan frá borginni sjó- leiðina. í gær sökktu Rússar um 1000 smálestum flutningaskipa auk 7 ferja og annarra smærri far- artækja. Á' öðrum vígstöðvurn segja Rússar, að engar verulegar breyt- ingar hafi orðið. SAMNINGUR TÉKKA OG RÚSSA ENDURSKOÐAÐUR. í gær var í London undirritað- ur samningur milli Tékkoslovakíu og Sovéti'íkjanna, eða nánar til tekið milli æðsta herstjóra rauða hersins (Stalíns) og tékkoslovaskra stjórnarvalda. Er samningurinn þess efnis, að borgaraleg stjórnarvöld Tékko- slovakíu eiga að taka í sínar hend- ur alla stjórn landsvæða þeirra í Tékkoslovakíu, sem rauði herinn Framhald á 8. síðu. Sósíalistar! Maníd!fuodínn St' í kvöld Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld að Skóla- vörðustíg 19. Verður þar rætt um vega- vinnuverkfallið, konungsboð- skapinn og lýðveldisstofnunina og lýðveldiskosningarnar. Framsögu um vegavinnuverk fallið hefur Jón Rafnsson en Einar Olgeirsson um konungs- boðskapinn og lýðveldisstofn- unina. Sérstaklega er skorað á alla sósíalista, sem hafa verið kvadd ir til starfa í sambandi við lýð- veldiskosoingamar að mæta á fundinum. Ollum ræðumönnunum var tekiö með dynjandi og lang- varandi lófataki fundar- manna. í fundai-byrjun og á milli ræðna voru leikin ættjarðar- ljóð, og þjóðsöngur íslendinga í fundarlok. Svohljóðandi tillaga var ein róma samþykt af fundinum meö lófataki og fögnuði fund- ar manna: „Fjölmennur fundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, hald- inn 8. maí 1944, lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar og þingflokk anna um, að það sé réttur ís- lenzku þjóðarinnar sjálfrar og hennar einnar að taka ákvarð- anir um stjómarform sitt, og mótmælir hverri tilraun, hvað- an sem hún kemur, til að skerða þennan rétt. Fundurinn heitir á öll launþegasamtök landsins að beita sér af öllum mætti fyrir algerri þjóðareiningu jrvið kom- andi allslierjaratkvæðagreiðslu og að íslendingar greiði sem einn maður atkvæði með sam- bandsslitum og stofnun lýðveld is á íslandi“. Loltárás á Berlín Um 1500 bandarískar flugvélar réðust i gærdag á Berlín, og var helmingurinn sprengjuflugvélar. Loft var skýjað, en samt sem áður geysuðu harðar loftorustur allan tímann, sem bandaríkja- mcnn voru yfir meginlandinu. Miklar skemmdir urðu á járn- brautastöðvum og verksmiðjum í borginni. Orustuflugmenn árásarflugsveit- arinnar segjast hafa skotið hiður 59 orustuflugvélar Þjóðverja, en slcyttur sprengjuflugvélanna 60, samtals 119. Bandaríkjamenn sakna sjálfir 36 sprengjuflugvéla og 13 orustu- flugvéla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.