Þjóðviljinn - 09.05.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.05.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. niaí 1944. ÞJÓ0VILJINN 7 Phyllis Bentley: Halvor Floden: ÞEGAR ÉG VAR TÖFRAMAÐUR. Eg fékk svo mikla skömm á brúðum, að ég þoldi ekki að sjá þær. Þær minntu mig á kerlinguna, sem datt nið- ur af véggnum og dó. Það þurfti enginn að segja mér, að hún hefði ekki verið lifandi, sú kerling, áður en hún dó. Mér fannst stundum renna kalt vatn niður hrygginn á mér, þegar ég sá brúðuskammirnar, því að þá datt mér kerlingin í hug. Aftur á móti hafði ég gaman af því, þegar Jens var að æfa „búktal.“ Hann þandi út brjóstið, barði á mag- ann, saup hveljur og gerði sig ráman í röddinni. Við stóðum í kringum hann, góndum á hann og hlógum. Þetta hlaut að vera líkt „búktali“. Hinir strákarnir æfðu sig í að kasta smásteinum og grípa þá. Sumir reyndu að bera allt mögulegt á nefinu. Jón fékk sér járnþráð, sneri hann, svo að hann varð eins og tappatogari í laginu og reyndi að láta hann standa á nefinu á sér. Það var ómögulegt. Jón sagði, að það væri bara vegna þess, að efri endinn væri of léttur. Hann fór inn í eldhús, sótti disk og reyndi að stöðva diskinn á skrúfu'nni. Diskurinn datt og mölbrotnaði. Þá hefði ég ekki vilj- að vera í sporum Jóns. Eg var viss um, að ég hefði hæfileika til að verða töframaður. En eg byrjaði á því, sem var hættuminnst. Eg fékk mér þykkan pappír, bjó til úr honum strók og tyllti honum á nefið á mér. En hann datt jafnóðum. Þá festi ég hann með títuprjónum. Og það dugði. Nefið á mér varð sárt og bólgið, en ég vann það til. Og mér er óhætt að segja, að ég hélt lengur áfram á listabrautinni, en allir hinir krakkarnir. Eg reyndi að bera spýtur og göngustafi á nefinu. Það gekk ekki vel og ég var alveg að eyðileggja á mér nefið. ARFUR ÞETTA Úr brúðkaupssiðabók þggerts Ólafssonar: „--------Með því minna forn- sagnirnar eru þennan dag miklu styttri en verið hafa fyrirfarandi daga, þá verður máltíð tímanlega úti. Skal þá stytta fyrir sér stund- ir með ýmissu saklausu gamni, gleðum eður leikum, sem lofleg venja var forfeðra vorra: Nú eru slíkar skemmtanir mikinn part aflagðar sökum þess, að oft hafa yfirboðnir af ótímabærri vandlæt- ingu þær með öllu bannað og af- tckið, vegna einhverra misjafnra manna vanbrúkunar og gárunga- skaps, sem hneyksli og annan vondan vana liefði kunnað orsaka. En ekki vitum vér þess getið, að fyrirmenn hafi tekið sér fyrir hendur að lagfæra svoddan leiki, hverjir þó sennilega hafa við sig bundna sína nytsemi, miklu stærri en menn almennilcga ætla. Það má sjá af dæmum annara landa, hversu dofnar þjóðir hafa við lystilegar komediur cður sjónar- spil uppörfast, samt þorparalegt fólk kurteislegt og siðlátt orðið, að ég ei tali um- hve mjög þeim hefur fram farið við æfing líkams hreystileika. Hví skyldu þá ekki sömu meðöl tjá oss íslendingum, sem slenfullir og dofnir erum orðn- ir, af því vér höfum misst öll tæki- færi til örfandi siðlátlegrar skemmt anar og ekkert fáum vér að'sjá er oss kann að vera til lærdóms eður aukningar í bæjarlegum sel- skap, svo þar er engin þjóð í ver- öldu (ég undantek skrælingja og villimenn hins nýja heims) jafn hrygg og dauf og þegjandi sem vér, hverjir ekkert höfum að gamna oss með annað en hið naganda, brennanda ólukku-vín, Ixvers af- reksverk vér of oft sjáum. Fylgir þar af annað, nefnilega ráðleysi, nær finna þarf nokkuð nýtt til gagns, þegar liið gamla brestur —“ Barnið: Til hvers er rigningin, mamma? Móðirin: Guð lætur rigna, svo að grasið geti gróið. Barnið: En til livers lætur hann rigna úti á sjónum? æðvitunin um það að vei'a ekki lengur lieiðarlegur maður. Hann hafði viljað leggja allt í söl- í sölurnar til að vera félögum sín- urn að liði. Og þetta var árangur- inn. Hvað hafði annars gerzt? Hann vissi ekki hver það var, ! sem hafði komið ríðandi niður veg- inn. j „Hvern skutu þeir, Walker?“ ! spurði Joe loks, þegar þeir | gengu inn Emsleydalinn. Walker sendi honum ein- I kennilegt augnaráð. „Eg býst við það hafi verið Oldroyd.11 „Oldroyd," endurtók Joe hryggur. Sástu hann?“ ,,Nei,“ svaraði Walker fljót- mæltur. Joe trúði honum ekki. „Heldurðu að þeir hafi hitt hann?“ spurði hann lágt. „Eg veit það ekki,“ svaraði Walker. Joe heyrðiát á röddinni að þetta mundi vera satt „En hvers vegna ætli hann hafi farið frá verksmiðjunni og_ vélunum? Eg skil ekkert í þessu,“ ságði Joe eftir nokkra þÖgn. „Ætli þeir hafi ekki sent þetta barn, sem við sáum, með boð til hans,“ sagði Walker. „Það datt mér ekki í hug." „Það var Aú ekki vandi að láta sér detta það í hug,“ svar- aði Walker í hæðnisrómi. „Jæja, það er þó bót í máli fyr- ir okkur, að við skutum ekki.“ „Við erum jafn sekir hinumh sagði Joe þurrlega. ,„Við hefð- um átt að hindra þá í að skjóta.“ „Já, þú heldur það,“ sagði Walker órólegur. „Er ekki rétt- ast, að ég grafi skammbyssuna mína hérna?“ „Það getui’ðu gert.“ Þeir grófu skammbyssuna og héldu áfram ferð sinni, þar til þeir komu inn á veginn. Joe hafði ekki fundið tit neinnar hræðslu álla leiðina, en þegar þeir komu til Emsley greip hann ósegjanleg skelfing Fólk horfði forvitnislega á þá, al því að þeir voru ókunnugir. Það var farið að skyggja. Menn voru að koma heim frá vinnu. Konurnar stóðu úti í dyrum í góðviðrinu. Börnin léku sér úti. Joe varð hugsað til þess, hví- líkum óhug mundi slá yfir þetta fólk, ef það vissi, að Walker og hann væru Luddist ar, sero komu beina leið frá morðtilraun. Alla mundi hrylla við þeim og telja þeim ofaukið meðal heiðarlegra manna. Hver minnsti grunur hlaut að leiða til þess að þeim yrði fleygt i fangelsið 1 Annotsfield- — þröngt og óþokkalegt svarthol, mnan um fjölda fanga. Joe smeygði fingrinum niður með hálsmálinu á skyrtunni, því að nonum fannst hann vera að kafna. Hann horfði flótta- lega í kringum sig og skildi nu það, sem Walker hafði sagt — að hann væri hræddur við af- leiðingarnar / „Við skulum fá okkur hress- ingu,“ sagði Walker, þegar þeir gengu fram hjá veitingakránm „Vagninum“. — „Mellor lét mig hafa aura.“ Þegar Joe heyi'ði minnst á Mellor og Thorpe, minntist hann þess, að afdrif þeirra gætu verið undir honum sjálf- um komið. Þeii’ra vegna varð hann að gæta fyllstu varkárni, hvað sem honum sjálfum leið. i Hann beitti öllu viljaþreki til að líta glaðlega út. Nú fyrst minntist hann þess, að hann hafði ekkert borðað allan dag inn. Hann féllst á tillögu Walk- ers og þeir gengu inn í veitinga stofuna. Það var mikið um að vera í veitingastofunni. Veitingakon- an mætti þeim í dyrunum skellihlæjandi. Þeirfélagar urðu þess vísari, að öll þess kæti var i sambandi við námumann fra Emsley, stórvaxinn og hrikaleg- an náunga, sem var svartur um andlit og hendur og mjög ölv- aður. Joe fyrirleit drykkjuskap. Þar að auki fannst honum allir horfa á' þá, og allir hlytu að sjá eithvað óvenjulegt í fram- komu þeirra og útliti. Þess vegna' fékk hann sér sæti úti í horni og bað um mat. En þegar hann fékk matinn, koma hann engum bita niður. Hann starði á drykkjulæti gest anna og hugsaði með sér, að fyllisvín stæðu þó morðingjum miklu ofar. 5. Will reið yfir Marthwaite- brúna í rökkrinu á heimleið frá Scape Scai'e. Hann hafði dvalið hjá Maríu nokkrar klukkustund ir og var niðursokkinn í drauma sína. En við brúarsporð inn varð fyrir honum hópur manna í æstu samtali. ..Farið þið af veginum,“ kall- aði hann gramur, því að hann vildi njóta drauma sinna. „Er þetta Will 01droyd?“ spui'ði alvarleg rödd í hópnum. Sá, sem talaði brá um leið upp ljóskeri til að vita vissu sína. Will sá, að það var -Enoch Smith. „Hvað viljið þér mér?“ spurði Will. „Hefur nokkuð komið fyr ir?“ „Eg hef beðið hér eftir yður í fullan klukkutíma, Will,“ sagði Enoch og lagði hönd sína á handlegg Wills. „Hvar hafið þér verið? Faðir yðar var skot- inn. Luddistar hafa gert það.“ Það fyrsta, sem Will flaug í hug var: ,Nú dregst það enn að ég geti átt Maríu.“ En á sama augnabliki skammaðist hann sín fyrir að hafa látið sér detta þetta í hug, og spurði byrstur: „Hvar voru hermennirnir þá þessar lyddur?“ „Þetta gerðist ekki í verk- smiðjunni, heldur uppi á veg- inum,“ svaraði Enoch* „Hvaða erindi átti pabbi frá vei'ksmið j unni ? ‘ ‘ „Það er sagt að hann hafi fengið boð. En nú skulið þér ilýta yður að finna hann. Hann er í ,,Rauða ljóninu“, sagði En- och. „í Rauða ljóninu,“ hafði Will upp eftir honum og hann fór smámsa-man að gera sér einstök ati’iði ljós. „Við þorðum ekki að flytja hann lengra,“ sagði Enoch og bætti við í vingjarnlegum tón: „Farið þér strax.“ Will hleypti af stað, óttasleg- inn og áhyggjufullur vegna föður sins og stökk af baki ut- an við „Rauða ljónið“. Honum skildist" strax, að al- vara væri á ferðum, því að hon- um var tekið með virðulegri hluttekningu. Ókyrrð og æsing lá í loftinu inni í veitingahúsinu. Menn stóðu í hópum í veitinga salnum og í stigunum. Allir töluðu í hálfum hljóðum. Undir eins og einhver hækkaði rödd- ina heyrðist aðvörunarhljóð: Uss-uss Fólkið rýmdi fyrir Will, þeg- ar hann gekk gegnum salinn. Menn, sem hann vai’la þekkti klöppuðu á axlir hans og hann sá raunasvip á hverju andliti. Það var auðséð, að ofbeldisverk eins og það, sem nú hafði átt sér stað, var gjörsamlega. ö- þekkt fyrirbrigði í Iredalnum. Will gekk upp stigann. ,,Til hægri — til hægri,“. var kallað lágt á eftir honum. Hann gekk þá leið, sem honum var vísað. Fyrsti maðurinn, sem hann mætti uppi á loftinu var Henry Brigg. Hann var lágur vexti og feitur, rauður í andliti með lítil dökk augu og grátt hár. Það var auðséð að hann var mjög æstur. „Þei. þei,“ sagði hann, áður en Will hafði nokkuð sagt, „þúmátt ekki koma inn strax. Stanclif friðdómari og fleiri embættis- menn frá Annotsfield eru inni hjá honum. Hann er að gera erfðaskrána." „Er þetta alvarlegt?“ spui’ði Will. „Honum líður illa,“ svarað: Brigg hátíðlega. „Það blæðn úr stóri æð. Læknirinn segir að alvara sé á ferðum.“ Will stundi við. ,,En hvernig vildi þetta til? í guðs bænum segið þér mér allt, sem þér vit-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.