Þjóðviljinn - 14.05.1944, Qupperneq 7
Sunnudagur 14. maí 1944.
» JÓ® YIL JINN
7
Halvor Floden:
PHYLLIS BeNTLEY:
ARFUR
ÞEGAR ÉG VAR TÖFRAMAÐUR.
„Eg er hræddur um að hrífunni hafi orðið illt í höfð-
inu,“ sagði pabbi og leit á hrífuhausinn minn. Og ég,
sem hélt, að ég gæti leynt þessu allan sláttinn!
„Lofaðu mér að sjá,“ sagði pabbi og tók hrífuna.
„Eg er búinn að gera við hana. Er hún ekki ágæt?“
sagði ég.
„Jú, mér sýnist þú hafa gert bærilega við hana. Þú
hefur klofið hausinh með stærðar nagla, svo að hann er
alveg ónýtur“.
Eg gat ekkert sagt við þessu, fór út og lofaði að rigna
á mig ofan af þakinu.
Eg var bæði hryggur og reiður. Það var ómögulegt
að gera fullorðnu fólki til hæfis. Alltaf var eitthvað
fundið að því, sem ég gerði. Eg bjóst varla við að mega
standa lengi úti í rigningunni, án þess að fundið yrði
að því líka.
„Hvernig brotnaði hrífan?“
„Hún bara — hún bara — hún bara datt“. Eg kom
varla upp orðunum. Mér varð eitthvað svo ónotalegt
innanbrjósts. Það var eins og einhver hvíslaði illilega
að mér: Nú skrökvarðu!
„Þarna sérðu hvernig það fer, þegar þú berð alla
skapaða hluti á nefinu,“ sagði pabbi. . Allt fólkið hló
og pabbi líka.
Mér létti heldur. Það var ekki hætta á ferðum, fyrst
pabbi hló. Eg hafði ómögulega kjark til að gera hann
reiðan og .segja honum eins og var, að ég hefði drepið
froskinn — sköpunarverk guðs. Það var miklu, miklu
minni synd, að iðka töfrabrögð og bera hrífuna sína á
nefinu, en að drepa froska.
Þessvegna lofaði ég pabba að halda það, sem hann
vildi.
„Eg verð víst að lána þér gömlu hrífuna mína. En
ef þú reynir að bera hana á nefinu, verður það flatt.
Hún er svo þung,“ sagði pabbi.
Hann orðaði ekki hrífuna-eftir það. Mér fór að þykja
Qg ÞETT4
Margar sögur eru til um menn,
sem hafa haft óskiljanlegt minni,
hvað sem hæft er í þeim.
Themestoldes á að hafa munað
nöfn allra Aþenubúa, en þeir voru
um 20 þús. Alexander mikli og
Kyros mundu, að sögn, nöfn allra
hermanna sinna.
Maður nokkur á Korsiku, Guillo
Guide, náði ótrúlegri æfingu í að
muna orð, sem lesin voru upp fyr-
ir honum. Ilann komst svo langt
að muna 3600 samhengislaus orð.
Danski fræðimaðurinn, Madvig, á
að hafa verið svo næmur, að hann
gerði kunningjum sínum það til
gamans, að læra dagblað utan að
á hálftíma. Einnig fara sögur af
franskri konu, sem kunni Gamla
testamentið utan að — en þess
er ekki gtetið, hve lengi lnin var að
læra það.
Fjölda margar sagnir eru til- á
íslandi um næma menn og minn-
uga. Ein segir frá manni, sem
vakti hneyksli með því að leika
sér að kindarvölu allan messutím-
ann í kirkjunni. Prestur ávítti
hann, • sem vonlegt var, en hinn
kvaðst ekki hafa tekið verr eftir
en aðrir og hafði upp ræðu prests
orðrétta.
Síðari tíma undramenn af þessu
tagi hafa verið rannsakaðir af vís-
indamönnum. Þar á meðal var
þýzki stærðfræðingurinn, lluckle.
Það tók hann eina mínútu að festa
sér í minni sextíu stafa tölu. Ilann
kvað þetta árangur langrar æfing-
ar.
Annar töluvitringur, Diamandi,
nam í réttri röð 204 einstafa töl-
ur á 75 mínútum.
Franskur piltur vakti eftirtekt
á sér með því að standa við járn-
braut og festa sér í minni töluna
á hverjum vagni í langri lest, sem
þaut framhjá. Hann reyndist ó-
skeikull í þessu. Aftur á móti hafði
hann litla hæfileika á öðrum svið-
um.
fram ferð sinni. Vegurinn var
vondur og verkurinn í,fætinum
óx. Því fór hann hægt, það sem
eftir var leiðarinnar og kom
seinna til Scape Scare, en hann
hafði ætlað.
Will hafði búizt við að Joe
yrði kominn heim, en sér til
mikillar undrunar, sá hann ekki
ljós í glugga. Hann leit inn um
gluggann og sá Maríu sitja við
eldinn og horfa inn í logann.
Ef til vill var hún að hugsa um
hann. Hann fékk hjartslátt,
hraðaði sér að dyrunum og
barði.
Hann undraðist hvað hún
kom skjótt til dyra. Hún opn-
aði, rýndi út í myrkrið og
spurði í ákafa: „Hver er þar?
Svaraðu mér. Hver er þar?“
„Það er ég — Will,“ svaraði
hann og hélt enn í tauminn á
hestinum.
,,Will!“ hrópaði hún í
hræðslu. „Er nokkuð að? Hvar
er Joe?“
„Vertu róleg. Það er ekkert
að, svo eg viti. Og Joe er sjálf-
sagt á leið heim úr verksmiðj-
unni.“
„Kemur þú ekki frá verk-
smiðjunni?"
,>Nei, ég kom yfir heiðina, frá
markaðinum í Annotsfield, —
til að sjá þig. — Og það eru þá
viðtökur sem ég fæ.“
Hún svaraði engu en lagði
hendur um háls honum og
kyssti hann.
„Hvað er að þér, María? Þú
ert svo óróleg?“
„Eg bíð eftir Joe,“ tautaði
hún.
„Þú færð mig í staðinn. Eg
meiddi mig í fætinum. Eg held
að ég verði að bíða þangað til
Joe kemur heim og biðja hann
að fara með mér heim.“
María var ánægð með þetta.
Þau sprettu af hestinum og létu
hann inn í litla skemmu bak við
húsið. Þar hafði Bamforth
gamli haft hestinn sinn María
kveikti ljós og bætti á eldinn.
Hún hjálpaði Will úr stígvélun-
um og setti kalt vatn við ökl-
ann, sem var orðinn mikið bólg-
inn.
Hún bar honum mat — graut
og hafrabrauð — og bað hann að
afsaka, hvað það væri ómierki-
legt.
Will var hin ánægðasti. Hann
fylgdi Maríu eftir með augun-
um hvert sem hún fór, dáðist
að henni og vonaði að það dræg
ist enn um stund, að Joe kæmi.
María gekk til dyra, opnaði
og horfði út í myrkrið. Haust-
vindurinn næddi gegnum hús-
ið, þyrlaði upp hárinu á kettin-
um og blés í eldinn.
Enn leið klukkustund og Joe
var ekki kominn. María var
auðsjáanlega orðin mjög hrædd
um hann. Hún fór oft út til að
horfa eftir honum. Seinast bað
Will hana að setjast niður og
vera rólega.
„Vertu ekki að hugsa um Joe.
Hann er fullorðinn maður og
ætti að geta gætt að sér sjálfur
— þó hann hafi ekki verið burð
ugur í seinni tíð.“
l María leit- spyrjandi á hann.
„Hann tók það svo nærri sér,
þegar pabbi dó,“ sagði Will.
! „Já, hann gerði það.“ María
stundi við.
| Það varð löng þögn. María
horfði kvíðafull út í bláinn.
Hendur hennar héngu niður
með mjöðmunum. Hún hlustaði
I öðru hvoru.
„Komdu og seztu hjá mér,“
sagði Will í bænarrómi.
María sneri sér að honunr
„Hvar heldurðu að Joe sé?
Lizzie segir að maður hennar sé
ekki heldur komin heim.“
„Þeir hafa þá náttúrlega báð-
ir gengið inn á „Rauða ljónið“
og fengið sér ölglas,“ sagði
Will.
María fleygði sér niður á lág-
an stól og andvarpaði: „Ekki er
Joe vanur því “ Hún hugsaði sig
um og bætti við í glaðlegri tón:
„En þó gæti það náttúrlega ver-
ið.“
Þegar Will nefndi „Rauða
ljónið“, datt honum 1 hug að
hann hafði hevrt getið um verk
smiðjueiganda, sem hafði orðið
gjaldþrota. Og því var um
kennt, að hann hefði alltaf set-
ið á. veitingahúsinu.
„Viltu lána mér blaðið.“ sagð;
Will. Hann mundi að hann
hafði gefið Joe það daginn áð-
ur. „Eg ætla að sjá auglýsingu
um uppboð á þrotabúi.“
María leit flóttalega á hann
og roðnaði. , Eg hef ekki blað-
ið.“
„Fór Joe með það með sér í
morgun?“ spurði Will.
„Nei, hann brenndi því í gær-
kvöld. Hann brennir alltaf blöð
in, sem þú gefur honum nú orð-
ið.“
„Brennir þau!“ Will varð orð-
laus. „Því —?“
„Eg veit það ekki,“ svaraði
María, hikandi.
Will vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið og einhver óhugur
greip hann. Hvernig gat Joe
dottið í hug að brenna blöðin.
Will gramdist. Joe var sannar-
lega að verða eitthvað undar-
legur, Hann leit á Maríu og sá
að hún var ákaflega döpur.
„Þú skalt ekki taka þetta
nærri þér,“ sagði hann blíðlega.
Tíminn leið. Will var orðinn
viss um að Joe kæmi ekki, og
mundi af einhverjum ástæðum
hafa gist annarstaðar. Var þá
sjálfur heim í nótt? Auk þess
fann hann til í öklanum.
nokkur ástæða til að hann færi
Þau höfðu setið lengi þegj-
andi og horft inn í eldinn.
Storminn hafði lægt og þau
heyrðu kirkjuklukkuna í Marth
waite slá.
„María,“ sagði hann. „Bróðir
þinn kemur ekki eftir þetta. Eg
verð ,held ég, að vera hjá þér
í staðmn.
María leit undan og roðnaði.
„Hvað segir þú um það?“
spurði hann og lagði handlegg-
inn utan um hana og yfir brjóst
hennar.
Hún þagði og fann hjarta sitt
slá undir hönd hans.
Stormurinn rauk upp aftur
með dynjandi rigningu og hvein
á húsunum í Scape Scar. En
þau voru úr traustum steini.
Óveðrið og veðurhljóðið úti
gerði kyrrð stofunnar enn
dýpri.
Óveðrið lægði undir morgun-
inn. Það hafði birt upp með
frosti — fyrstu frostnótt hausts-
ins. Will vaknaði um sólarupp-
komu. Hann sá út um gluggann,
hvernig himininn breytti lit —
jfyrst hvítleit rönd yfir hæðar-
brúninni, sem breyttist í gult
og smám saman varð himininn
eldrauður úti við sjóndeildar-
hringinn og það var eins og hæð
irnar stæðu í ljósum loga.
Honum datt ósjálfrátt í hug,
að svona eldrauður morgunroði
væri aldrei talinn góðs viti.
María svaf enn og hallaði
höfðinu að brjósti hans. Hann
snerti hár hennar og heita,
rjóða vanga hennar með hend-
inni. Ást hans varð fáein augna-
blik nærri því sársaukablandin.
Það dró fyrir sólina. Himin-
inn gránaði og morgunroðinn
fölnaði, þar til hann dó út. Til-
finningar Will kyrrðust við
þessa sjón og hann fann til
þunglyndis. Hann óskaði þess
eins, að María vaknaði og segði
eitthvað.
Hann sofnaði aftur en hrökk
allt í einu upp. María var farin.
í sama bili heyrði hann háreysti
úti. Reiðileg karlmannsrödd tal
aði, kona grét ákaflega og börn
kveinuðu hvert í kapp við ann-
að.
Hann heyrði aðra kvenrödd,
óstyrka en örvæntingarfulla.
Var þetta ekki rödd Maríu?
Will gekk út að glugganum
en sá engan, nema grátandi
barn, sem hafði hendurnar fyr-
ir andlitinu. Þar þekkti hapn
drenginn, sem hann hafði gefið
sixpence fyrir að halda í hest-
inn. Hitt fólkið stóð svo nálægt
húsinu, að hann sá það ekki.
Eftir litla stund kom í ljós
kona, sem auðsjáanlega vai'
vanfær. Hún laut niður að barn
inu og reyndi að hugga það.
Will klæddi sig og var á leið
niður stigann, þegar honum
datt í hug, að mannorð Maríu