Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.05.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. maí 1944. ÞJOÐ VILJINN S % 17. mai og Henrik Wergeland Eftir A. H. Winsnes ptófessor Guðmundur Davíðsson: -------------------------- | EIIíh MMh- oi llfirarielttarsiads Stjórnarskráin, tákn frelsisbar- áttu Noregs, hefur samlagazt svo hugsunum og tilfinningalífi Werge- lands, að eins dæmi mun vera fyrr eða síðar. — Faðir hans, prestur- inn Nicolay Wcrgeland, var með- Iimur þjóðfundarins á Eiðsvelli. Sjálfur ólst hann upp á Eiðsvelli. Þar hlaut hann sögulegan skilning á samhenginu í lífi þjóðar okkar. Hann skrifar: „Ef maður sér ein- hvern Norðmann, sem kom til Eiðsvalla, vera hugsandi í skugga bjarkanna þar, þá getur maður veðjað tíu á móti einum um að ! það, sem hann er niðursokkinn í, eru hugmyndir um endurfæðingu hins gamla Noregs í hinum unga Noregi“. Hrifningin af liinu nýunna frelsi Noregs og trúin á framtíð hans var honum ekki einkamál. Aðrir urðu að fá hlutdeild í henni. Hann varð að sýna hana, — úti á götunni. 17. maí var auðvitað dagurinn. En Karl Johan konungur var á móti því. Hversvegna 17. maí? spurði hann. Af hverju ekki alveg eins 4. nóvember til að minnast sambands ins við Svíþjóð? Wergeland gamli prófastur var smeykur og reyhdi að draga úr ákafa sonar síns. En 17. maí 1829 voru allir á- minningar gagnsjausar. Það var fjörugt-í Christianiu síðari hluta dags. Sólskin og sumarblíða. Fólk gekk niður að höfninni til að horfa j á stærsla gufuskip Noregs. Það hét j „Cortstitutionen“ (stjórnarskráin). „Lifi Constitutionen!" hrópaði Wergeland. Fögnuðurinn var mik- j ill. Fólkið hrópaði húrra. Sungin : voru ættjarðarljóðin „For Norge kjempers födeland“ og „Sönner av Norge“. i Svona var haldið áfram í þrjá stundarfjórðunga. Því næst gekk fólkið upp Kirkjugötu til Stórtorgs ins. „Það líktist grunsamlega mikið kröfugöngu" segir í lögregluskýrsl- unni. A stórtorginu voru herlög lesin upp, hermenn skárust í Jeikinn og mannfjöldanum var sundrað. — Wergeland fékk „töluvert sverðs- högg á bakið“. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni var fullyrt, að hann hefði verið drukkinn. Hann svaraði, að það hefði koinið fyrir áður, að fólk hefði haldið, að liann væri drukk- inn, þó að hann hefði ekki smakk- að dropa. Ilér er önnur mynd af Werge- land og 17. maí. Það er 15 árum seinna, vorið 1844, árið áður cn hann dó. í þetta skipti var það ekki kvíði íyrir andúð Karls Jóhanns konungs sem torveldaði þátttöku hans í borgaragön^u þeirri, sem var skipu lögð af þessu tilefni, cn sjúkdóm- ur sá, sem nokkru seinna dró hann til dauða, hafði þegar náð tökum á honum. Systir hans, Camilla Collett, ætl aði að líta inn til hans þennan dag og hugga hann vegna þess, að hann skyldi þ.urfa að liggja í rúm- inu. Hún gengur upp Slottsbakken. Sér til skelfingar mætir hún honum þnr. ..S'-T’-.orr^ir og A. 11. Winsnes prófessor í bókmenntum kom til London i fyrra og er nú m. a. forstjóri norsk-brezku stofnunarinnar. Hann hefur skrifað þessa grein um 17. maí og hið mikla norska skáld, snillinginn Henrik Wergeland, sem var sá fyrsti, sem bar fram þá hugmynd, að Norðmenn yrðu að halda upp á stjómarskrár- daginn. skrifar hún, „,en með 17. maí- glampann í augunum hraðaði hann sér niðureftir“. Drukkinn? Já, víst var hann drukkinn. En það var andleg ölv- un. Hann var ölvaður af guðaveig, af frelsinu. „Líkami þinn er bikarinn, andi þinn vínið. Drekktu vínið að morgni og kvöldi'*. Frelsið var, eins og Wergeland skiidi það, óþrjótandi uppspretta lífs, trúar og vonar. Frelsið var hon um ekki óákveðin hugmynd. Hann vissi meira um það en svo. Hann vissij að það var sjálfur guðdóms- neistinn í mönnunum. Hin fasta staða Wergelands í heimi liinna andlegu verðmæta má ekki gleymast, ef maður vill skilja eðli föðurlandsástar hans. Föðurlandsást hans einangrar ekki, heldur knýtir mennina sam- an. Það er hyldýpi á milli þjóðernis- tilfinningar Wergelands og hinnar villimannslegu, blóðidrifnu þjóðern- isstefnu nazista'. Henrik Wergeland og 17. inaí, Henrik Wergeland og stjórnarskrá- in eru órjúfandi samkhýtt í hug- um okkar. Þetta eru tvö tákn. sem eru orðin eitt. Sérhver sannpr 17. maí á að vera minning Wergelands. Ef við bregðumst öðru tákninu, bregðumst við líka hinu. — Þau eru tákn hins sanna. Tákn frelsis og manngildis, — tákn frelsis og anda. — Það eru eilífar hugsjónir. Þau gilda um alla tíma. Þau verða að vera mælikvarði allra nýrra hluta. Aldrei liefur arfurinn frá Wérge- land verið okkur Norðmönnum dýrmætari en í dag, — aldrei jafn- skuldbindandi. Aldrei hefur það verið sannara, sem Björnstjerne Björnson sagði við afhjúpun minn- isvarða Wergelands í Studenter- lunden í Osló, að sérhver ný hug- mynd í Noregi yrði að liafa vígslu hans, ef hún ætti að finna hljóm- grunn í sál þjóðarinnar. S KÁK Kejípuin um skákmeistaratitil Banda- ríkjanna átti að hefjast 15. apríl s. 1. og er því sennilega lokið núna. Búizt var við að flestir beztu meistarar Bandaríkjanna kepptu á mótinu, t. d. Fine. Kashdan, Horowitz, Kupschik o. fl. og auk þess átti að \elja átta þátttakendur á undirbún- ingsmóti, sem halda átti í marz. Ovist | var um þátttöku Reshevskys, en ef hann verður ekki með, hefur Fine iangmestar líkur til vinnings, l>ví að hann er einn af allra fremstu skákmönnum heimsins. A seinustu árunum fyrir stríð tók liann þátt i fjölmörgum mótum, bæði í Evrópu og Ameríku og alltaf með ágætum árangri. Bczta afrek hans mun hala verið á A. V. It. O. mótinu í Hollandi 1938, þar sem hanii og Keres urðu efstir, þótt allir beztu skák- | menn heimsins væru með. I fyrstu sex ; skákunum fékk Fine 5% vinning og er það I sennilega einsdæmi á jalnsterku móti. j Hér fer á eftir fyrsta skákin. sem hann ; tefldi í A. V. R. O. I i R. Fine. M. Botvinník. 10. aíxW BaS X bJ/ 11. BdS—65f Re 7—cö? Betra var Bd7 með svipuðu tafli.. 12. BbSXcOj! 67 X c6 13. Hal—elf! Nú vinnur hvítur peðið aftur með miklu betri stöðu. 13. BbiXcSi n. Bcl-—d2 Í7—16 15. 0—0 0—0 16. Bd2 X c3 diXcd 17. Ddl—el a7—aö 1S. DclX cS Bc8—a6 19. IIj 1—0,1 Ba6—6,5 20. Ilalf—</.}/ Fine lætur ekki blekkjast. Eftir 20. HXa5, HXaö; Hxa5, Ddlf eða 21. DXa5, Dxa5; .22. Hxa5, IId8 mundi svartur fá gott mótspil. Eftir hinn gerða leik ræður hvítur taflinu. HVITT: SVART: 1. e2—eJi e7—e6 2. d2—dh d7-—dð 3. Rbl—c3 Bf8—bl 4. eh—z5 c7—cð Gætilegra er fyrst 4 . Re7. Botvinnik vonast eftir 5. Dg4, Re7; 6. Dxg7. Hg8; 7. Dxh7, ckfl4; 8. aS, Bxc3f; bXc3, Dc7 með góðu mótspili. 5. dliXcB Rg8—t7 6. Rgl—jS Rb8—c6 7. Bjl—dS dð—di Nú vinnur svartur peð, en fær erfiða stöðu. Óruggara var þess vegna annað hvort BXc5 eða Rg6. 20...................... DcL8—e7 '21. II d!)—d(i! að—a.1/ 22. Dc3—e-1 HaS—oT 23. Rj3—d.2! ...... Hótar c4 og gegn þeirri hófun er engin fullnægjandi vörn. 23 • aJi—a3 21,. c2—c4 Bbo—aJt 25. eí>Xj6 De7xj6 26. Iíal Xa.3 " Hj8—eS 27. 1,3—1,3 lIa7—aS 28. Rd2—jS Dj6—b2 '29. RfS—e5 $ Db‘2—6í t .10: Kgl—h2 Dbl—jS 31. DeS—go! Sterkur leikur. Hótar bæði Hd7 og Hf3. 8. a2—a3 2bJt—a-5 Svartur átt: lítinn tímc eftir o;v gaf skák- P. hS—hí RcSxhí ina. þar sem staðan er h'ka a.vcg vonlatis. Mintiíngargjafír um fæðingu barna Meðan skógarins naut við, í j hverri sveit á landinu, mátti segja, að hann væri á flestum sviðum undirstaða að velmeg- un fólksins. En hann var ekki einungis bjargvættur þess hluta landsmanna, sem bjó í sveitum landsins, heldur líka — og ekki hvað sízt þeirri stétt manna, sem hafði fjöl undir fótum úti á hinum víða sæ. Margur sjó- maðurinn hefur átt skógartrján um líf sitt að þakka. frá því er sögur fara af, er fyrsta fleytan var útholaður trjábolur, og til fljótandi halla nútímans. Sjómannastéttin getur því ekki frekar en aðrir landsmenn, sneitt sig alveg hjá þátttöku í skógræktarstarfi. Á sama hátt og jarðyrkjumaðurinn, sem gróðursetur tré og fæ; það til að vaxa, ræk.tar þak yfir höfuð- ið, gæti sjómaðurinn stutt að gróðursetningu fjaia í bátinn undir fætur sér. Eg minnist á þetta sökum þess, að raddir hafa heyrzt um, .að skógrækt væri sjómánna- stéttinni óviðkomandi mál. Hvert sem litið er í þjóð lífinu og hvar sem athafnir manna, á sjó eða landi, eru aí- hugaðar, sér maður skógarirén, beinlínis eða óbeinlínis, grípa inn í verkahring manna. og eru nálega ekki síður lífsskilyrði fyrir fólk en matur og drykkur. Nýlega er stofnaður sjoður, er nefnist Trjáræktar- og blórn- ræktarsjóður. Hann er s’.ofnað- ur í því skyni að siyrkja tvo efnilega unglinga — dreng og stúlku, — á ári hverju, til að nema trjárækt og biomjurta- rækt, og til að verðlauna menn fyrir vei ræktaða sxrautgarða við heimili sín. Þeir. sem stofn- uðu sjóðinn, voru starfsfólk Al- þingis 1943. Var það gert í minn ingu um, að þá voru liðin rétt. 100 ár frá endurreisn Alþingis. Sjóðurinn er nú um 1760 kr., og ávaxtaðúr í Söfnunarsjóði Is- lands. Skipulagsskráin er birt í B-deild stjómartíðindanna. Þess er vænzt, að allir, sem unna trjárækt og blómjurta- rækt í landinu, leggi af mörk- um dálitla upphæð sjóðnum til eflingar, svo að hann geti sem fyrst náð því marki sem hon- um er sett. Styrkveiting úr sjóðnum getur ekki komið til greina fyrr en vextir hans nema minnst 500 kr. á ári. Varla er ástæða til að fjölyrða mikið um að hverju gagni slík ur sjóður gæti orðið í framtíð- inni, til eflingar trjárækt og annarra fegurðarjurta ílandinu. Það ætti að vera augljóst mál. En hann ætti líka að skapa sið- bætandi hugsunarhátt h‘;á æskufólki og koma þeim skiln- ingi inn í meðvitund manna, að gróður jarðar, hverju nafni • sem nefnist, hafi rótt á að lifa ^ cg þro:’:as', rr.-nmm t” gagns, og að hann eigi að rækta fólk- inu til framfara og menningar. en ekki spilla honum að óþörfu, eins og oft hefur átt sér stað og enn gætir óþarflega mikið. % Lítið trjáfræ getur með tím- anum orðið að risavöxnu tré, et það nýtur góðra vaxtarskilyrða og því vilja engin slys til. Svo er um þennan litla sjóð. Vöxtur hans og framför í landinu er undir því komið, að fólkið sýni honum álíka ræktarsemi og náttúran gerir, þar sem hún ræktar og elur upp hinn feg- ursta trjágróður og blómjurta- safn. . Auk gjafa og áheita, sem vænta má að sjóðnum hlotnist frá fólki, sem hefur áhuga á trjárækt og blómjurtarækt, skal benda hér á aðferð, er vel mætti verða honum til skjótra framfara, og áformað er að tekin verið upp frá og með 1. júlí n.k. Hún er sú, að farið er fram á, að öll hjón á landinu greiði í sjóðinn minnst 10 kr„ sem minningargjöf um fæðingu hvers barns, sem þau eignast. Fæðingardagur barns er gleði- dagur foreldranna, ef móðir og barni heilsast vel. En dánardæg ur er sorgardagur, þó er hann oft heiðraður með minningar- gjöf um hinn dána, sem færð er einhverri stofnun. Hví skyldi þá ekki gleðidagsins vera minnst með fæðingardagagjöf, þegarný lífvera er í heiminn borin, ekki síður en þeirrar, sem úr hon- um hverfur. Þó að hér sé gert ráð fyrir að foreldrar barnsins gefi sjóðnum minningagjöf, er ekki síður vel við eigandi, að skyldmenni og vinafólk foreldr- anna samgleðjist þeim og heiðri minningu barna þeirra á sama hátt, með fæðingardagsgjöf. Sem kvittun fyrir mótteknar fæðingardagsgjafir, mun stjórn sjóðsins afhenda sérstök smekk leg kort með áletruðu nafni barnsins, fæðingardegi þess og heimilisfangi. Er því nauðsvn- legt að glöggar upplýsingar um þetta fylgi hverri gjöf. En hún gæti vitanlega ekki verið af- hent fyrr en eftir að barnið er skírt. Þó að minningargjöf um fæð- ingu hvers barns sé áætluð 10 kr., er þó hver sjálfráður um, hvað hann greiðir til sjóðsins fram yfii þá upphæð. Sjóðurinn þarf að vaxa svo, að hann verði að minnsta kosti jafn að krónutali og tala íslend inga er í landinu. Hann ætti á næstu árum að vera fær um að styrkja minnst 10 unglinga á ári til að nema trjárækt og blómjurtarækt, og geta þó veitt ríflegar verðlaunatnafir handa þeim, sem fóstra við heimili sín tré og blómjurtir — þessi eftir- lætisbörn náttúrunnar. (Önnur blöð eru vinsamlega ' ’oe“ln að birta þassa grern).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.