Þjóðviljinn - 02.06.1944, Side 7

Þjóðviljinn - 02.06.1944, Side 7
Föstudagur 2. júní 1944. ÞJÓÐVILJINN 7 í PHYLLIS BeNTLEY: Halvor Floden: ARFUR SKÓLABÖRN. I jörðinni. Gunnar greíp hann og lamdi í kringum sig. J Einn strákanna náði seinast í staurinn og tók hann af honum. Þá réðust allir krakkarnir að honum og leituðu í vösum hans. Gunnar var svo hræddur, að hann gat varla hreyft sig. Nú hlutu krakkarnir að finna tveggja krónu pen- inginn. Og þá héldu allir að hann væri þjófur — og mamma hans mundi gráta, þegar hún heyrði hann kall- aðann það. Hann fleygði fjöðrunum frá sér. Krakkarnir hópuð- ust utan um þær, til að |tína þær upp, og þá komst Gunn- ar á fætur. En þá kallaði einhver: „Hann hefur annan unga í vasa sínum. Eg fann þar eitthvað innan í bréfi“. Gunnar lagði enn á sprett og krakkarnir eltu hann. Honum sortnaði fyrir augum. Peningurinn! Enginn mátti sjá peninginn. Hann hljóp niður brekkuna og niður að ánni. Þegar hann kom fram á bakkann, fleygði hann krónunum eins langt og hann gat út í hylinn. í sama bili náðu krakkarnir honum. Nú varði hann sig ekki. Hann bara lagðist niður á grúfu og hágrét. Allt í einu var mamma hans komin. Hún spurði krakk- ana, hvern af öðrum, hvað gengi að honum, en en'gihn svaraði. Öll börnin skömmuðust sín og laumuðus’t burt. „Hvað gengur að þér, Gunnar minn?“ spur.ði hún blíðlega og klappaði á herðarnar á honum. Aldrei hafði hann vitað það svona vel hvað mamma hans var góð. Hann sagði við sjálfan sig, að hann skyldi aldrei fara í neina skemmtiferð — aldrei fara að heiman frá henni. Og svo sagði hann henni frá peningnum og öllu. Þá kom kennarinn til þeirra. „Vertu ekki að gráta, Gunnar litli. Þú færð að fara. Eg þekki mann, sem ætl- ar að gefa þér föt“. „Eg vil ekki fara. — Eg vil heldur vera heima hjá mömmu“, sagði Gunnar kjökrandi. „En út af hverju ertu þá að gráta?“ TfíttMÞETYA „— Þjóðfélagið er eins og eim- lest, sem þýtur áfram með alla farþegana sofandi hvern í sínum klefa. Það er sofandi ábyrgðar- tilfinning, sem veldur því, að engin sannindi ná til að festa rætur í mannfélaginu. Væri þessi svefn ekki staðreynd, mundi mót- setningin milli tæknihraðans og andlegra framfara ekki vera til. Hver félagsleg hreyfing á við þá erfiðleika að etja, að vekja þá, sem sofa í lestinni. María Montessori. „ — Barnið er hinn eilífi Mess- as, sem stígur niður til jarðarinn- ar til að frelsa mannkynið frá villu síns vegar“. Emerson. ★ „Með því að gleyma heilag- leikanum og sleppa hyggindun- um, mundu menn verða hundrað- fallt betri. Ef þeir hirtu minna um kærleika og skyldur við ná- ungann, mundi verða meira um sanna velvild. —-------Ef hætt væri að keppa um gróða, mundu þjófar og ræningjar hvebfa.----- Á frumöldunum tóku þjóðimar ekki eftir konungum sínum. Næstu kynslóðir unnu þeim og töluðu vel um þá, síðan óttuðust menn þá og loks fyrirlitu menn þá. — — Engum er treyst iiema hann beri traust til annarra.--- Þegar ættrækni hnignar, hafa menn hátt um sonarskyldur og föðurumhyggju.-------Þegar þjóð er á fallanda fæti, talar hún mest um hlýðni og hollustu við yfir- völd landsins.-----“. Lao-Tse. ★ „Þeir, sem meta sjálfan sig rétt 'og skynsamlega, eru hörunds- sárir fyrir niðrandi ummælum". Schopenhauer. „Það er satt“, hvíslaði María og byrgði andlitið við öxl har.s „Jæja, fjandinn hafi það. Eg skal borga yður það allt“, hróp- aði Will. Marta roðnaði: „Nei, þér þurf- ið þess ekki. María er systir þess besta manns, sem nokkurn- tíma hefur fæðst í Iredalnum. Henni er alltaf velkomið að vera hjá mér og drengnum lika, og það skal alltaf eitt yfir okkur ganga“. „En þetta er mitt hús“, bættl hún við með kulda og virðu- leik. „Viljið þér ekki gera svo vel og fara út. Þér eigið konu og barn heima og ættuð heldur að vera þar“. Will bölvaði sárt í hljóði, en ástarvíman var runnin af hon- um undir þessum reiðilestri og hann skildi það fullvel sjálfur, að hann varð að fara. „Þetta er satt“, sagði hann lágt við Maríu. „Eg má ekki koma hingað framar. Vertu sæl“. Hann kyssti hana að skilnaði. „Vertu sæll Will“ hvíslaði hún og reikaði að stólnum við eld- stæðið. „Getið þér nú hafið yður af stað?“ hvæsti Marta og gaf Will olnbogaskot. „Ætlið þér að eyði leggja hana alveg fyrir mér?“ Hann fór þegjandi en sneri sér við í dyrunum, til að sjá Maríu einu sinni enn. En hann sá ekki andlit hennar, því Martha laut niður að henni. Hann gat ekki annað en hugs- að til þess, að Jonathan hafði í tólf ár alizt upp hjá konu, sem hataði föður hans og leit á hann sem morðingja Joe. „Djöfullinn hafi allan Iredal- inn“, sagði hann við sjálfan sig um leið og hann gekk út. Þegar hann kom út á heiðina, steig hann af baki, lagði hand- legg á makka hestsins, grúfði andlitið niður í faxið og gaf tilfinningum sínum lausan tauminn. Kirkjuklukkan í Marthwaite sló sjö og vakti hann til skyn- samlegrar athugunar. Hvað skyldu þeir hafa tekið sér fyrir hendur í verksmiðjunni á með- an hann var í burtu? Hann hélt áfram ferð sinni, kom við í „Rauða ljóninu“ og drakk eitt glas af öli. Þegar hann kom heim, var Brigg að leika sér í garðinum og hljóp á móti hon- um. „Þér er svo heitt, pabbi“ sagði drengurinn og horfði á rautt og sveitt andlit föður síns. „Er það furða?“ sagði Will og stökk af baki. , Ertu búinn að lesa?“ Brigg gekk í skóla í Marth- waite, en honum leiddist það. Hann sagðist ekki hafa lesið neitt, en það hefði heldur eng- inn hjálpað sér. Mamma þans 1 hafði verið þreytt og lagt sig útaf. Og þegar hann kom til afa síns, var gamli maðurinn að sofna. Brigg benti heim að hús- inu. Þar sat afi hans og blund- aði í djúpum, stól undir hús- hliðinni. „Jæja, þá verð ég að hlýða þér yfir sjálfur“, sagði Will. „Hvenær, pabbi?“ hrópaði hrópaði drengurinn glaður. „Hvenær, hvenær, hvenær“, sönglaði hann, eins og bífluga væri að suða. Þegar þeir komu að verk- smiðjudyrunum, staðnæmdist Brigg og sagði gramur: „Mamma vill ekki, að ég sé þar“. I Will varð feginn að losna við hann. Það var eins og hann hefði búizt við, að margt hafði orðið að bíða þess, að hann kæmi. I Honum var líka sagt að hann ! yrði að líta inn í spunahúsið Þar vann sonur hans. Jonathan stóð við glugga úti í horni og var að vinna, Will leit á hann og tók eftir því, að hann var þreytulegur, fölur og hafði dökka bauga kringum augun. Hafði Martha ekki sagt. að hann væri lasinn? Um leið og Will gekk fram hjá, heyrði hann, að maðurinn. sem vann með Jonathan við vél ina, hreytti út úr sér: „Geturðu ekki gert þetta almennilega asninn þinn?“ Það sem Jona- than átti að gera var að stinga þráðum inn í vélina á hverju augnabliki. Þræðirnir máttu ekki lenda á ská inn í vélina, heldur alveg beint, annars varð garnið ójafnt. En Will datt í hug, að það væri ekki von að drengurinn væri handstyrkur og fingrafimur, eftir að hafa staðið við þessa vinnu allan daginn. Hann gat heldur ekki varizt þeirri hugsun, að hér hefði irengurinn staðið í sömu spor- um og gert sömu handtökin, meðan hann reið sjálfur upp til Moorcock, talaði við Maríu, fór heimleiðis og hvíldi sig í „Rauða ljóninu“. Hann gekk sneyptur leiðar sinnar. En í sama bili heyrði hann manninn orga á ný: „Bölvaður hvolpurinn þinn. Geturðu aldrei gert eins og þér er, sagt?“ Will sneri sér snöggt við. Jon athan lá á gólfinu og maðurinn stóð yfir honum með uppreitt hamarskaft í hendinni. „Ertu vitlaus?" kallaði Will, stökk að manninum og sló hann heljarhögg í höfuðið með krepptum hnefa. Hann lagði alla sorg sína, reiði og samvizku kvöl í þetta högg, og maðurinn féll endilangur á gólfið. „Eg skal kenna þér það, að berja ekki börnin í minni verk smiðju. Burt með þig, og komdu. aldrei hingað aftur“, öskraði Will. Maðurinn reis hægt á fætur. „Drengurinn eyðilagði spunann og einhver annar hefði verið látinn gjalda þess. Það er ekki mín sök að börnin vinna þang- að til þau geta varla staðið“. „Út. með þig! Farðu heim til þín undir eins“, sagði Will. „Eg fer hvert sem mér þókn- ast. Það kemur yður ekki við“, svaraði maðurinn og strauk blóðið af kinninni. Will gekk nær honum og leit svo ógnandi á hann að hann hörfaði aftur á bak. Hann gekk út en leit um leið á félaga sína, sem næstir voru, eins og hann langaði til að spyrja þá hvern- ig þeim litist á framkomu hús- bóndans. Þegar hann var farinn, sneri Will ^ér snöggt. við og allir mennirnir toku af kappi til vinnu sinnar, ncma Jonathan. Hann stóð í sömu sporum og hafðist ekkert að. „Á ég líka að fara heim?“ spurði hann svo varla heyrðist. Þegar hann talaði svona lágt minnti hann Will á Maríu og honum hlýnaði um hjartaræt- umar. „Þú getur farið út og látið Brigg lesa“, sagði hann. Litla krossgátan LÁRÉTT 1. sölnuð —.7. ás — 8- ‘'farinn — Hl- þekkt ljóðskáld — 11. kveðið — 12. — 14. bera — 16. votar — 18. bor — 19. stafur — 20. athuga — 22. ös — 23. spræna — 25. líffærinu. LÓÐRÉTT 2. aðgangur — 3. felling 4. hsettá — 5. greinir — 6. tímamarks — 8. baun — 9. saurguð — 11. þrœldómur — 13. for- föðurins — 15. þrælmenni — 17. sama og 10. lárétt — 21. vatnsfall — 23. ræð hús- um — 24. stjórnleysi. RÁÐNING KROSSGÁTBNNAR í SÍÐASTA BLAÐI Lirétt 1. rólfær — 7. fjáð — 8. S. R. — 10 Án — 11. kví — 12. ró — 14. gaman — 16. al'tar — 18. R. E. — 19. mön — 20. tuv — 22. il — 23. fasi — 25. héraðs. * Lóðrétt 2. óf — 3. ljá — 4. fanga — 5. a-ð — 6. þrímein — 8. svar — 9. framir — 11. km. — 13. óföl — 15. armar — 17. tn. — 21. ýsa — 23. fé — 24. ið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.