Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 1
Rjssar sækja fram Framsókn rauða hersins held- ur áfram á Kirjálaeiði. — í gær voru teknir margir vel víggirt- ir staðir. Finnar og Þjóðverjar segja orustur vera háðar norður á landamærum Finnlands og Sov étríkjanna. í Moskvuútvarpinu var sagt í gær: „Þróunin á Kirjálaeiði mun einnig hafa úrslitaþýðingu fyrir þýzku herina í Norður- Finnlandi og Norður-Noregi.“ Rauði flugherinn gerði harðar árásir í gær á flugvelli nálægt Brest-Litovsk og víðar á austur- vígstöðvunum. Margar þýzkar flugvélar voru eyðilagðar á flug völlunum. Tvær bækur frá Víkingsprenti Heildarútgáfa af ljóðum Páls Ólafssonar í útgáfu Gunnars Gunn arssonar skálds og Ævisaga Niels Finsens. Ljóð Páls Ólafssonar þekkir hvert mannsbarn á íslandi, en þó 'hafa ljóðin aðeins einu sinni komið rit, fyrir nærri liálfri öld. Gunnar Gunnarsson skáld, skrifar langa rit gerð um Pál og list hans og hefur hann valið kvæðin og ráðið formi útgáfunnar. Ævisaga Niels Finsen er eftir .Auker Aggebo, læknir og þýdd af M. Iíallgrímsdóttur, lækni, en Dr. 'Gunnlaugur Claessen skrifar ítar- legan formála. „Vísindin um áhrif ljóss og sól- .skins á mannslíkamann eru afrek lians“, segir Dr. Claessen i formál- ;anum. — Það er vel við eigandi að })essar tvær bækur komi út á þess- um tímamótum þjóðarinnar. ötFll llí C Bandamenn yítrgzia Montbourg Bretar og Kanadamenn láta hvergi undan siga fyr- ir. látlausum gagnáhlaupum þýzkra vélahersveita milli Caen og Tilly. — Þjóðverjar hafa nú þarna 4 skriðdreka- herfylki. Bandaríkjamenn hafa verið að hörfa úr Montbourg á Cherbourgskaga. — Þeir halda enn landi báðum megin við bæinn. Skriðdrekaorustan- við Caen er enn í fullum gangi. Innrásarherinn heldur öllum stöðvum sínum og hefur unnið á. — Óvenjulega blóðugir bar- dagar hafa verið háðir í þorpun- um á milli Caen og Tilly. — Hörð orusta er háð milli Tilly og Courmont, — einkum í hæð- unum umhverfis síðarnefndan bæ. — Flugvélar Bandamanna gera ákafar árásir á stöðvar Þjóðverja þarna. Herskip að- stoða með skothríð úr stórum fallbyssum. Kanadisk herdeild (battalion) hefur vakið sérstaka athygli fyrir frækilega framgöngu hjá Caen. Herdeildin var flutt þang að í flugvélum. Nokkru fyrir sunnan Mont- Verður sjóbaðstaður vii Tjörnina? Tillöjur Gisla Halldórssonar verkfræðings Gísll Halldórsson verkfræðingur vakti nýlega máls á því að koma þyrfti upp heitum sjóbaðstað í Reykjavík. í gær ræddi hann við blaðamenn um þá hugmynd sína að gera syðri hluta tjamarinnar að slíkum stað. Hann sendi einnig borgarstjóra til- lögur sínar í þessu máli. „Það er eigi meining mín, að eigi þurfi í einhverju að víkja til tillögum mínum á þessu sviði, heldur <er aðalatriðið að umræður hefjist um málið og rannsökuð verði skilyrði og möguleikar þess að þetta komist í framkvæmd á sem beztan hátt,“ sagði hann. Bréf hans til borgarstjóra fer hér á eftir: „Reykjavík 14. júní 1944. Fyrir nokkru vakti ég máls á möguleikum til að koma upp heitum sjóbaðstað í Rfeykjavík. Eg vil nú leyfa mér að benda á stað þar sem hægt er að koma oipp slíkum baðstað í hjarta borgarinnar. Með því að dýpka syðri tjörn- ina og steypa í hana botn og af- líðandi barma, er væri síðan þaktir ca. hálfs meters þykku Ilagi af hvítum sandi, en veita 'heitum vatni og hreinum sjó inn :í lónið mætti. á þessum stað :skapa ákjósanlegustu baðskil- yrði fyrir þúsundir manns. Með því að láta vatnið seitl- ast að nokkru leyti gegnum sandfláann mætti velgja sand- inn þannig að þægilegt væri að liggja í honum og -gæti þetta gert almenningi kleift meiri úti vist og sólböð en nú tíðkast. Með þessu móti yrði syðri tjörn in sannkallaður heilsubrunnur. í sambandi við þessa hvítu og blýju náttúrlegu baðströnd yrði höfð nýtízku baðhöll þar sem unnt væri að njóta styrkj- andi gufubaða, vatnsbaða, loft- baða, ljósbaða, nudds o. fl. í höll þessari væri nýtízku veitingastaður byggður að mestu úr stáli og gleri með pálmagarð.i og suðrænum jurt- um og væri úr honum hin feg- ursta útsýn yfir skemmtigarð- inn, tjörnina, baðstaðinn og til suðurfjallanna. (Frh. á 5. s.) bourg hafa Bandaríkjamenn unnið á. Hörðum gagnáhlaupum Þjóð-- verja hjá Carantan hefur verið hrundið. DE GAULLE f NORMANDÍ Leiðtogi stríðandi Frakka, de Gaulle, fór yfir Ermarsund í gær á frönskum tundurspilli. í fylgd með honum voru franskir og brezkir herforingj- ar. De Gaulle stanzaði í nokkra klukkutíma í Normandí og tal- aði við landa síria, bæði íbúana og hermenn. De Gaulle kom til Frakk- lands með dauðadóm yfir höfði sér. Árið 1940 lét Vichystjórnin dæma hann til dauða „fyrir landráð“. — Hafði hún skipað honum að koma aftur til Frakk- lands. En de Gaulle sagðist koma aftur, þegar hann og Bandamenn væru nógu öflugir. Og hann stóð við orð sín. — Hann kom aftur til Frakkiands 14. júní og voru þá liðin 4 ár síðan Þjóðverjar héldu inn í París og næstum 4 ár síðan hann sjálfur ávarpaði landa sina í brezka útvarpinu og hvatti þá til að gefast ekki upp, heldur halda baráttunni áfram bæði heima og erlendis. FRANSKR FLUGMENN SNÚA HEIM Ein deild (squadron) orustu- flugvéla lenti í gær heilu og höldnu í Normandí. — Flug- J mennirnir voru allir franskir. Sumir höfðu ekki stigið á franska jörð í 4 ár, en aðrir komizt til Bretlands síðan, — einn hafði verið 20 mánuði í fangelsum Vichy-stjórnarinnar Brezkur fréttaritari segir fögn uð þeirra hafa verið innilegan. Hvarvetna gullu við hrópin: Vive la France! Breytinqar á daqskrá hátíððhf I íanna 17.-18. júnl Eftirfarcmdi breytingar a dag- skrá hátíðahaldanna 17. og 18. júní hafa verið gerðar: Fánahyllingin fer fram kl. 4,30 á íþróttapallinum, en ekki á Lög- bergi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Meðal farartækja sem Bandaríkjaherinn notar í innrás- 1 inni eru þessir „jeep“bílar, sem komast leiðar sinnar jafnt á vatni og landi. Sendihepra Bandarihianna mur á ítind riHissfidra Frá utanríkisráðuneytinu barst Þjóðviljanum í gær eftirfar- andi tilkynning: Sendiherra Bandaríkjanna herra Louis G. Dreyfus gekk í dag á fund ríkisstjóra og afhenti honurn embœttisskilríki sín. Ennfremur af- henti hann ríkisstjóra skilríki fyrír því að hann verði sérstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta sem ambassador ad hoc á lýðveldishátíðinni. í fylgd með sendiherranum voru Benjamín Ilulley og Francis Sjialding sendiráðsritarar. En ásamt ríkisstjóra voru viðstaddir, utan- ríkisráðherra og ríkisstjóraritarí. Blyndlisfðr^ýning í tilefni af hióðintíðinni Geni Gneg hyllt Leikfélag Reykjavíkur sýndi Paul Lange og Thoru Parsberg í Iðnó í gærkvöld. Norska leikkonan, frú Gerd Grieg, sem leikið hefur aðal- hlutverkið, er nú á förum héð- an og var þetta í síðasta sinn sem Reykvíkingum gafst kostur á að sjá leik hennar í þessu hlut verki hér. í leikslok bárust henni blóm- vendir og áhorfendur hylltu hana ákaflega. — Valur Gísla- son, formaður Leikfélagsins færði henrii íslenzkan borðfána að gjöf. Forseti íslands tekur á móti gestum i Ilátíðasal Iláslcólans j Hallgrímsprestakall. Morgunmessa , i verður sunnudaginn 18. iúní í bió- sunnud. 18. num Id. 4—5, og er \ . , ,, , .J , sal Austurbæiarskolans. Sira Jakob Jónsson prédikar, síra Sigurbjörn Myndlistarsýning að tilhlutun þjóðhátiðarnefndar vcrður opnuð í Sýningarskála listamanna á föstudaginn. Sýningarnefnd Félags íslenzkra myndlistarmanna sér um sýning- i una. Á sýningunni verða verk eft- ir 28 listamenn, cru það 46 mál- verk, 15 höggmyndir og 14 vatns- litamyndir og teikningar. Verður sýningin opnuð kl. 1,30 fyrir boðsgesti en kl. 3 fyrir al- menning. Sýningin verður opin til 24. þ. m. daglega frá kl. 10—24. öllum hcimill nð ganga á hans fund, er þess óska. Einarsson þjónar fyrir altari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.