Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. júní 1944. ÞJÓÐVILJINN Carl Ewald: KÓRALEYJAN. Gamli kórallinn var ánægður. „Nú erum við tveir — nú erum við þrír — “ sagði hann við sjálfan sig. Hann sagði fyrsta kóralnum strax frá eynni og nýi kórallinn var sammála. Þeim kom saman um að byggja ey og þeir skutu nýjum og nýjum greinum. Seinast stóð fagurt kóraltré á klöppinni. Greinarnar voru örmjóar. Þær skutu út fíngerðum þráðum, sem iðuðu í vatninu og drógu til sín næringu. Einu sinni kom krossfiskur skríðandi. Hann nam staðar og var öldungis forviða. „Á þetta að heita þangtré, eða hvað?“ spurði hann. „Eg er ekki þangtré. Eg er stjörnukórall“, sagði kór- allinn. „Nei, ert það þú. En hvað þú hefur breytzt. Eg þekkti þig ekki“. „Eg segi sama. Við höfum heldur ekki sézt sðan við vorum börn. Nú er ég byrjaður á eynni“, sagði kórallinn. Krossfiskurinn skellihló: „Nei, ertu alltaf sama barn- ið. Þú hefur ekki orðið greindari með aldrinum. En hvernig er þetta annars? Ekki er þetta allt saman ein skepna“. „Nei, við erum margir. Og okkur er alltaf að fjölga. Við ætlum að byggja okkur ey“. „Já, einmitt það“, sagði krossfiskurinn. „Það er svo sem skiljanlegt, að þú hefðir ekki getað orðið að ey aleinn. Kemur ykkur vel saman?“ „Prýðilega“, svaraði kórallinn. „Það er'ekki hægt að hugsa sér samrýmdari fjölskyldu. Við stöndum sam- an í blíðu og stríðu. Og þegar einn etur sig mettan, þykir hinum vænt um það“, „Það finnst mér ganga of langt“, sagði krossfiskur- inn. „Þegar ég fse góðan bita sjálfur, er mér sama, hvort aðrir fá nokkuð eðá ekki neitt“. „Þú skilur mig ekki“, sagði kórallinn. „Vertu sæll“, sagði krossfiskurinn. „Gangi þér vel með eyna“. Ameríkumaðurinn Barnum, sem kallaður hefur verið aug- lýsingakóngurinn og átti tíu milljónir dollara þegar hann dó, kvaðst eiga gróða sinn auglýs- ingum að þakka. Hann sagði: „Þeir, sem ‘segja að þeir hafi ekki efni á að auglýsa, hafa ekki efni á að vanrækia það. Það er með auglýsingar eir>s og menntun, of iíUð af hvort- tveggja er hættulegt“. v Franskur kaupsýslumaður seg ir enn fremur: „Lesondi dag- blaðsins tekur ekk> auglýsing- unni í fyrsta sinn. Næst sér hann hana en les ekki. í þriðja sinn les hann hana. í fjorða skiptið hugsar hann um verðið. í fimmta skiptið segir haníl konunni sinni- frá vörunni sfern auglýst er. í sjötta skiptið fer hann og kaupir hana“.‘ ★ í New York var eillU sinr.i ÞETEA fyrir löngu síðan haldið upp- boð á aðgöngumiðum að hljóm- leikum frægrar söngkonu. Hatta gerðarmaður nokkur bauð 225 dollara í fyrsta miðann og hlaut hann. Þetta þótti flestum óðs manns æði, en maðurinn gerði þetta ekki út í bláinn. Morgun- inn eftir fluttu blöðin þessa fregn og næsta ár seldi hann 10.000 fleiri hatta en árið áður- og endaði ævi sína sem miilj- ónaeigandi. ★ •Surftathótelin í Aiftexíku hafa oft ke.ppt um að vera sem ó- líkftst hvert ÖÖru og finna Stundum upp á ólíklegustu hlut um til þess að vekja á sérí eft- irtekt, og æsa forvitni ferða- manna. í New Jersey er stórt hótel, sem er í laginu eins og fíll og herbergin því fáránleg í lögun. Þar kvað vera mjög I gestkvæmt. María færði stólinn sinn, svo að hún gat séð framan í son sinn, meðan hann var að borða. Hún brosti öðru hvoru en yrti ekki á hann, því að Will vildi ekki láta trufla sig, þegak hann var að lesa blöðin. Gasloginn suðaði veikt. Ofan af loftinu heyrðist skipandi rödd Sophiu og góðlátlegur hlátur Briggs. Jonathan varð þyngra og þyngra í skapi. Jafnvel Sophia litla systir hans, sem honum þótti svo vænt um, tók Brigg fram yfir hann. Það var eitthvað í blaðinu, sem kom Will í versta skap. Hann laut yfir það, fylgdi lín- unum eftir með fingrunum og varð rauðari og rauðari í fram- an, því lengur, sem hann las. Seinast fleygði hann blaðinu frá sér og hvæsti: „Þetta er bandvitlaus maður“. Hávaðinn uppi á loftinu fór vaxandi. Will opnaði dyrnar og kallaði öskuvondur: „Brigg, geturðu ekki fengið krakkann til að vera rólegan? Hún á að sofna á augabragði“. „Hún segist ekki bera syfj- uð“, svaraði Brigg ofan af loft- inu. „Sophia“, kallaði Will byrst- ur. En í sama bili kom Sophia hlaupandi niður stigann og fleygði sér í fangið á pabba sínum. „Þú ert ljóta stelpan“. sagði Will og rödd hans var mild af ástúð og aðdáun. „Þú ert ó- þægðarangi, heyrirðu það. „Sop- hia hló og grúfði andlitið að hálsi hans. HanA kyssti bjart- an koll hnenar, setti hana nið- ur á gólfið og sagði henni að fara að sofa. „Gólfið er svo kalt“, sagði Sophia og tók upp bera fæt- urna á víxl. „Viltu bera mig ípp, pabbi?“ Hann greip hana í fang sér aftur og hún vafði handleggj- unum um háls hans, eins og hún ætlaði að kyrkja hann. „Jæja, bjóddu þá mömmu góða nótt“, sagði hann. María stóð hjá þeim og horfði ástúðlega á þau bæði. Sophia laut niður ftð henni og ■ kyssti hana. Þegar Jonathan heyrði þetta, stóð hann 4 fætur, haltraði til dyranna Og ætlaði líka að bjóða Sophiu góða nótt með kossi. En hann kom of seint. Fjölskyld- an var öll á leiðinni með Sop- hiu upp sigann. „Góða nótt, Sophia“, kallaði Jonathan. „Góða nótt, Joht“, anzaði Sophia kæruleysislega án þess að líta við. Jonathan sneri aftur og lit- aðist um í stofunni aleinn. Blaðið, sem faðir hans hafði verið að lesa lá á gólfinu. Hann tók það ósjálfrátt upp, en mundi þá, hvað blaðið hafði komið pabba hans í illt skap, og varð forvitinn. Hann kom strax auga á feitletraða fyrir- sögn: „Þrælkunarvinnan í Yorks hire“. „Hvað er þetta?“ sagði Jon- athan upphátt við sjálfan sig og hélt áfram að lesa. Þetta var opið bréf: • „Til ritstjóra „Leeds Merk- ury“. — Það er heiður og metn- aður Breta að hafa þrælahald hvergi við líði í löndum sínum, og þekki ég rétt hinn brezka anda, væri slíkt gagnstætt hugsunarhætti þjóðarinnar“. Þannig talaði R. W. Hamilton á andmælafundi gegn þræla- haldi 22. september 1830. Kæru landar! Enginn áheyr- andi var hrifnari en ég, þegar þessi frelsis-trúarjátning var flutt. Aðeins eitt skyggði á gleði mína. Hinir göfuglyndu vinir negranna í nýlendunum leituðu langt yfir skammt eftir eymd og áþján. Þeir hefðu ekki þurft að leita útfyrir átthaga sína. Innan héraðs síns hefðu þeir, við nánari athugun, fund- ið þá kúgun og vinnuþrælkun, sem þá langar til að afnema í Vestur-Indíum. Þúsundir samborgara okkar í Yorkshire búa við kjör, sem ganga þrældómi næst og eru saklaus fórnarlömb gráðugra fjáraflamanna. Þeir eru hvern morgun reknir til vinnu — að vísu ekki með svipu* negra- svipu, heldur keyri verksmiðju- harðstjórans. Hálfklæddir en tæpast hálfmettir flykkjast þeir í vefnaðarverksmiðjurnar Yorkshire — sem er miðstöð barnaþrælkunar Bretlands. Þúsundir barna, frá sjö til fjórtán ára aldurs, vinna þar frá klukkan sex að morgni til klukkan sjö að kvöldi og fá á þeim tíma aðeins hálfrar stund ar vinnuhlé til máltíðar og hvíldar. Roðnar þú ekki af blygðun, brezka þjóð! Ef guð veitti mér mælsku og orðsnilld, skyldi ég vekja hverja sál þjóð- arinnar, svo að allir strengdu þess heit að leysa saklaus börn- in úr ánauð tafarlaust. — “ Jonathan stundi hátt. Blaðið. féll á gólfið. Hann byrgði and- litið í höndum sér og grét. Hann hafði þá haft á réttu að standa, þegar hann hafði þjáðst af meðaumkun með verlc smiðjubörnunum.. Maðurinn, sem ritaði þetta hafði sömu skoðanir og hann. Þetta var hvatning til að hefja baráttu. Hann tók blaðið upp aftur og hélt lestrinum áfram. „ — Erum við ekki reiðubún- ir til að berjast gegn því að barnaþrælkunin í Yorkshire haldi áfram — “ „Jú, það veit guð almáttug- ur, að ég er reiðubúinn. Það sver ég við drengskap minn“, hugsaði Jonathan Nú fyrst skildi hann, hvað það hafði verið, sem alltaf skyggði á gleði hans og eitraði lífið: Hann var sjálfur sloppinn úr verksmiðjunni, lítilsháttar fatlaður, en önnur börn héldu áfram stritinu ár eftir ár og biðu óbætanlegt tjón á sál og líkama. „En hvað get ég gert?“ hugsaði hann úrræðalaus. Hann hélt áfram að lesa: „Löggjöf er það eina sem bjargað getur börnunum í verk smiðjunum“. Greinin var undirrituð Ric- hard Oasler. „Þarna kemur það“, hugsaði Jonathan. „Lög frá þinginu — auðvitað“. Hann var hrifinn, vongóður og bránn af ákefð. Það var eins og heitur straumur færi um líkama hans og gæfi honum nýtt þrek. Fjölskyldan var komin niður af loftinu og Will horfði með undrun á náfölt og afmyndað andlit sonar síns. Litla krossgátan Lárétt: 1. barna — 7. stirð — 8. ríf — 10. keyr — 11. beita — 12. skautabraut — 14. gefur upp sakir — 16. lofar — 18. ókenndur *— 19. sterk — 20. esp. — 22. á nótum — 23. jarðeignir — 25. niðurdregin. Lóðrétt: 2. á bolta — 3. forföður — 4. bogna — 5. lengdarein. — 6. ó- gengna 8. heyverkfæri — 9. tilbiður — 11. staðnæmst — 13. tónn — 15. þora — 17. eyða — 21. nokkur — 23. sendiboði — tveir eins. RÁÐNING KROSSGÁT- UNNAR í SÍÐASTA BLAÐI. Lárétt: 1. bryddi — 7 álar — 8. af — 10. m.i. — 11- ern —* 12. ör — 14. innti — 16. firra — 18. in — 19. trú — 20. um — 22. út — 23. smár — 25. slagæð. Lóðrétt: 2. rá — 3. ilm — 4. dalir — 5. dr. — 6. ofninn — 8. orti — 9- höft- um — 11. en — 13. ryrt — 15. nauma — 17. rú — 21. mág 23. sl. 24. ræ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.