Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1944, Blaðsíða 2
I ÞJÖtíVILJINN -- ■ ... . — . .. ■ ■_ •7~r-7-r.-g^rr Fimmtudagur 15. júní 1944, Hraía sióíiia: auhio iruosi - að sltio Rccöa Krísijárs Eyfjörðs, formanns Sjómanna^ félags Hafnarfjarðar,, flutf á sjótnannadagínn Sjómenn í Hafnarfirði tóku þátt í hópgöngu félaga sinna í Keykjavík á sjómannadaginn. Gengu þeir undir félagsfána sín- um. Um kvöldið gengust Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Kári fyrir samkomum sjómanna í Hafnarfirði í tveim húsum og voru þær mjög fjölsóttar. Auk þess var Sjómannablaðið og merki dagsins selt á götunum um daginn. Á Hótel Bjöminn vom ræðuhöld, leiksýning, söngur o. fl. Aðalræðuna flutti Kristján Eyfjörð, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar og fer hún hér á eftir. Heiðraða samkoma! Sjómannadagurinn á orðið rík ítök í hug allrar þjóðarinn- ar, sem er og engin furða, þar sem heita má að hvert heimili í landinu eigi fleiri eða færri venslamenn í þessari stétt. Og þó svo ekki væri, þá á þjóðin öll þessum mönnum svo mikið að þakka að það hefði verið ó- skaplegt vanþakklæti ef þessi dagur hefði ekki fengið góðar viðtökur hjá þjóðinni. Á þessum degi ‘ er minnzt þeirra manna sem horfið hafa úr röðipn stéttarinnar, mannanna, sem hafa lagt líf sitt í sölurnar, ekki eingöngu fyrir sína nán- ustu, heldur fyrir alla þjóðina í heild. En er það nóg að vera hátíðlegur og skrifa og tala fallega um þá menn sem hafa fórnað sjálfum sér til þess að þeir, sem í landi búa, geti lif- að sómasamlegu lífi? Vissulega ber þjóðinni að heiðra minn- ingu þessarra manna á sem virðulegastan hátt. En við þurf um líka að hugsa um þá sem eftir lifa og halda áfram bar- áttunni á sjónum, það þarf að tryggja þeirra.líf, eftir því sem mögulegt er, og til þess má ekkert spara. Nú mundi einhver vilja segja: Er ekki alltaf verið að gera eitt- hvað fyrir sjómennin.a? Jú, það er rétt, það hefur verið mikið gert og það væri ekki rétt að vanþakka það, en það er líka mikið eftir að gera og það þarf að gera strax. Við erum með gömul og úrelt skip sem eru að gliðna í sundur utan af sjó- mönni’oum og viðurkennt er af ráðarnönnum þessarar þjóðar, að skipin séu riðkláfar og fúa duggur. Samt hefur verið leyft að flytja inn í landið grautfú- in skip á seinni árum, og þessi skip hafa fengið haffærisskír- teini til þess að sigla milli landa og þau sem ekki hafa liðazt í sundur og farizt með mann og mús hafa verið klöss- uð, sem kallað er. Það er, smið- irnir hafa stundum ekki notað smíðaáhöld til þess að rífa með, nei, þeir notuðu skóflur, það hef ég horft sjálfur á. Því skipi var búið að sigla frá Ame- ríku til fslands og 3 ferðir til Englands með ísvarinn fisk og manni hlýtur að detta í hug að það sé annaðhvort að þeir menn sem sjá um skipaeftir- litið og fjöldi annarra, hafi ekki vit á því sem þeim er falið að gera, eða það sé ófyrirgef- anlegt skeytingarleysi eða öllu heldur ábyrgðarleysi, sem þeir sýna í starfinu, og í þriðja lagi að þessir menn séu það illa launaðir, að þeir verði að hafa eftirlitið sem aukastarf, og það það er líklega það sannasta í málinu. Ekki er betra þegar farið er að athuga eftirlit með hleðslu skipa sem lögleidd var árið 1943, þegar þar var sýnt að far- ið var að hlaða skipin svo, að það var hreinasta lífshætta að sigla með þann farm sem í þau var látinn, börðust sjómanna- samtökin fyrir því að hleðslu- merki væru sett á skipin til ör- yggis gegn ofhleðslu. Alþjóð er nú kunnugt um hvernig það eftirlit hefur ver- ið framkvæmt. Og um það mál hafa orðið mikil blaðaskrif, sem sjómenn hafa sjálfir tekið þátt í og lýst því ástandi sem ríkti í þessu efni og sýnt að hér þyrfti skjótra úrbóta. En það einkennilega skeði, að það fóru að koma hjáróma raddir í þessum skrifum sem vilja túlka það að hér sé verið( að ráðast á vissar persónur í sjó- mannastéttinni. En meining flestra þeirra manna sem skrif- uðu um þessi mál, var sú, að knýja það opinbera til þess að rækja betur starf sitt í þessum efnum, að framfylgja lögum um öryggi á sjó, því það er ekki vegna þess, að við eigum ekki öryggislöggjöf, sem eftir- litið er eins og það er, því við eigum eins góða öryggislöggjöf og margar aðrar þjóðir, en það er ekki nóg, að samþykkja og prenta lög, ef þau svo eiga að liggja í hillum og í skápum sem marklaust plagg sem ekk- ert er farið eftir. Og svo er eins og eigi að kvikuskera fulltrúa þjóðarinnar þegar farið er fram á peninga til þess að hægt sé að rækja þetta starf forsvaran- lega. Það sýnir bezt örlæti þessara herra að á árunum 1943 voru veittar til vegagerðar rúmar 8 milljónir króna ,en til hafna- og vitabygginga rúm 1 milljón króna, og í öðru lagi veitir rík- issjóður 6 milljónir og 8 hundr- uð þúsundir til landbúnaðar- mála en 510 þúsundir til sjávar- útvegsins, en á sama tíma verða sjómenn að berjast á hafinu á % Kristján Eyfjörð. 22 til 54 ára gömlum skipum við að ausa gulli úr greipum Ægis við þau veðurskilyrði og vitaleysi, sem okkur öllum er kunn. Þeir sem í þorpum búa, verða fyrir meiru eða minna manntjóni og eigna fyrir hafn- leysi og vangetu eiganda eða að- gerðarleysis þess opinbera. Hvernig getur þjóðin hugsað sér að verða sjálfstæð ef þannig á að láta fiskiflotann ganga úr sér og senda sjómenn í óvissu út á hafið og láta tilviljun ráða hvort þeir komast lífs af eða ekki, þenna sjómannahóp, sem er frá ca. 950—5500 menn, eftir árstíðum, en sem hefur aflað 95—97% af útflutningsverð- mæti þjóðarinnar á undanförn- um árum. Nei, svona má það ekki ganga, það verður að bæta úr þessu strax. Sjómenn geta ekki unað við það lengur að það verð- mæti sem þeir afla gangi til annars en til endurnýjunar fiskiflotans með þeim fullkomn ustu tækjum sem völ er á og til að koma upp fullkomnu vita- kerfi við strendur landsins. En til þess að þetta fáist fram gengt, verður sjómannastéttin að standa sameinuð um þær réttlætiskröfur að ný skip, stærri og betur út búin heldur en þau sem nú verður að not- ast við, verði fengin strax og ástæður leyfa, og þá verði nægilegt fjármagn til staðar svo hægt verði að hefjast handa. Við vérðum að gera það skilj- anlegt þeim herrum, sem með fjármál fara í þessu landi, að það er fyrst og fremst sjávar- útvegurinn sem er lífæð þjóð- arinnar. Það er hægt að sanna það með óhrekjanlegum stað- reyndum. Það er ekki eingöngu sjómennirnir sjálfir sem njóta góðs af starfi þeirra, heldur öll þjóðin. Mín skoðun er sú, að það verði ekki 'hægf að fá fullt ör- yggi fyrir sjómenn nema þeir fái sjálfir þessi mál í sínar hendur, og að þeir sem eiga að hafa eftirlitið með höndum, verði það vel launaðir að þeir þurfi ekki að hafa það sem aukastarf, heldur geti gefið sig óskipt að starfinu og þurfi ekki Nú gengur það Það er ánægjulegt að sjá hve miklum stakkaskiptum bærinn okk- ar tekur nú með degi hverjum. Nú láta margir hendur standa fram úr ermum við að búa hann undir komu hátíðarinnar. Margir leggja mikið að sér, vaka fram á nætur við að mála hús sín og skreyta garða sína. Ákafinn, sem lýsir sér í þessu er hliðstæður áhuganum við hinar nýafstöðnu kosningar. „Nú megum við ekki vera lægstir, helzt þyrfti það að vera 100%“, sögðu menn þá, „því á að vera lokið fyrir 17. júní“, segja menn nú og þurrka svitann af enninu. Aðrir fara sér hægar. „Við ætl- um nú að lifa lengur en til 17. júní“, segja þeir. Þeir hafa líka nokkuð til síns máls, og þó að mjög sé æskilegt að allur undirbúningur undir hátíðahöldin 17. júní fari vel úr hendi og sé þjóð og einstakling- um til sóma, þá er ekki minna vert um það á komandi árum, að við viljum vera frjáls þjóð og gefum engum tilefni til að véfengja rétt okkar til að njóta fullkomins frels- is. . Ó. Þ. Bjóðum ekki Bakkusi með Þjóðhátíðarárið 1930 var Áfengis- verzlun ríkisins lokað án íyrirvara nokkrum dögum áður en hátíða- höldin hófust. Sama aðferð hefur verið notuð nú, en þó munu menn hafa byrgt sig upp af vínföngum áður en lokað var, því síðustu dag- ana fyrir lokunina kvað Áfengis- verzlunin hafa sett met í sölu. ðb vera vinnuþyggjendur hjá atvinnurekendum Sjómannadagurinn er fyrst og fremst dagur sjómanna og getur hann verið það í þrenn- um skilningi. Fyrst og fremst eins og áður er sagt til þess að minnast þeirra manna sem hafa látið lífið við störf sín á sjónum fyr- ir land sitt og þjóð. f öðru lagi til þess, að minn- ast þeirra sigra sem unnizt hafa til hagsbóta fyrir sjó- mannastéttina í heild, eða sigra einstakra félaga eða sambanda. Og í þriðja lagi til þess að minna á það sem á vantar og hvetja alla sjómenn til að standa saman um það að stjórn- arvöld landsins láti ekki tillög- ur og ábendingar sjómanna sem vind um eyrun þjóta. Það verð- ur að ýta við valdhöfunum, ef þeir geta eða vilja el:ki vakna og mér finnst að tveir síðustu sjómannadagar hefðu átt að geta íátið hvern mann vakna ef þeir annars ætía sér það. Því ekki hafa verið það fáar stjörnur í fána drukknaðra sjó- manna að ekki hefði mátt fara að líta í kringum sig og athuga hvernig hægt væri að verjast því að það yrðu svona margar stjörnur á ári hverju. Merkið á að vera sett hátt. Hvaða ár verða stjörnur fæstar og hvaða ár verður engin. Mark ið er að berjast fyrir því að sem fæstar stjörnur verði í fána drukknaðra sjómanna. Og þó Framh. á .5. síðu. Sú saga var komin í umferð í bænum í fyrradag, að þrátt fyrir auglýsingu Áfengisverzlunarinnar um lokun, voru fastir viðskiptavin- ir afgreiddir á laun bakdyrámegin. Hér skal ekki rætt um sannleiks- gildi þessarar furðusögu. En ótrú- leg er hún og lík þeim ósvífnu kjaftasögum sem einhverjir spinna upp til að bera óhróður á vissa menn. Slíkar sögur, nema sannar séu, á að kveða niður í eitt skiptí fyrir öll. En umfram allt íslendingar. Lát- um nú ekki sjást að þessi miklu: áfengiskaup undanfarnar vikur or- saki þjóðarsmán á komandi hátíð» hins íslenzka lýðveldis. Sýnum nú að við getum haldið glæsilegan ‘mannfögnuð án þess að bjóða Bakkusi með. Ó. 1». Meira þarf að hreinsa, og ekki sízt svínabúin Það er ekki aðeins hinn ágætí vinur Bæjarpóstsins hann Ó. Þ. sem talar um þá hreingerningaöldu, sem nú fer um bæinn. Fjöldi manna hefur talað um þetta mál við Bæjarpóstinn og allir á einnt veg. allir hafa sagt eitthvað á þessa leið: Svona þyrfti það alltaf að vera, allir samtaka, bæjaryfirvöld og ein- staklingar, um að halda bænum hreinum og fögrum. Einn úr hópn- um hafði þó dálítið lengri sögu að segja. Hann sagði: Það er gott og blessað að verið er að hreinsa til í bænum, en það þyrfti sannarlega að gera ögn bet- ur. Eitt versta „svínarí" í þessumi bæ eru svínabúin, sem til skamm&' tíma hafa verið rekin inni í sjálí- um bænum, og enn eru rekin, öll- um til leiðinda í þéttbýlum út- hverfum. Jafnvel sjálfur yfirlög- regluþjónninn rekur eitt þessa búa og má í því sambandi sannarlega segja, „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Fjarri sé það mér að hafa á móti svínarækt sem atvinnugrein, ég hel<i að við íslendingar ættum að stundai þá atvinnu meira, en að hafa svína- bú inni í þéttbýlum hverfum, þótt; í útjöðrum borgar sé, er hreinn og. beinn sóðaskapur, sem er með öllu: óþolandi og það því fremur, semi svo virðist að þeir sem þessi bú reka, kunni ekki einu sinni að gæta þess hreinlætis, sem krafizt er í. svínastíu. Rottur og fúll lækur í einu af þessu hreinlætístali barst talið að rottunum og Lauga- læknum. Sögumanni blaðsins fórust þann- ig orð: Allir þekkja Laugalækinn. Lækur þessi er nú orðinn svo fúll og and- styggileg óþrifaveita, að öllum er: til skapraunar sem búa þar í nánd. Skolpræsi frá mörgum húsum fallat i þennan læk, og merkur læknir- hefur sagt við mig, að af þessu gæti stafað hin mesta hætta, lækur- inn gæti orðið gróðurstía tauga- veikissýkla og þaðan gætu þeir hæg-- lega borizt meðal annars til þess barnafjölda sem daglega leikur sér: við lækinn. Og svo er það rottumergðin vi0 þennan læk. Þvílíkir herskarar. Hvað er gert til að útrýma þeim?' Mér virðist ekkert gert, þvert' á móti, rottunum er svo að segja boð- ið heim í hænsna- og svínabúin, sem eru á þessum slóðum, þar fái þær „frítt“ fyrsta flokks fæði. Væri' ekki hægt að krefjast þess að menn gerðu hænsna- og svínahús sín rottuheld ef þessar byggingar eiga á annað borð að leyfast í bænum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.