Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. júní 1944 — ÞJÓÐVTLJINN "ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. júní 1944 þlÓÐVEMl Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sosíalistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfus Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181>. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. ÍSLENDINGAR! Baráttan gegn hinni amerísku innlim- unarstefnu Goca-cola-valdsins verður nó að hefjast fyrir alvöru Lýðveldið er stofnað. Erfiðleikarnir, sem í vegi þess voru innan- lands, voru yfirstígnir. Fjandskapur Alþýðublaðsklíkunnar gegn stofn- un þess varð aðeins til að þjappa þjóðinni þéttar saman um lýðveldis- stofnun 17. júní. Þrotlaust níð Vísis um Alþingi féll máttlaust niður, þegar þjóðin sá að það var einmitt Alþingi íslendinga, sem vísaði leið- ina öruggt og markvíst og hafði festu til að visa a bug þeim raðlcgg- ingum, er því bárust um leiðir, sem ekki hefðu leitt til marksins. • Lýðveldið er stofnað. Nú er að halda vörð um það og varðveita það gegn þeim fjandmönnum, sem vilja ofurselja það erlendu valdi. Og það verður vafalaust nú hlutverk alþýðunnar fyrst og fremst og allra þeirra annarra, sem vilja frelsi og farsæld lands og þjóðar, hvar í flokki sem þeir standa. Og það þarf engum blöðum um það að fletta hvaðan hættan stafar nú. Þeir menn, sem vilja granda frelsi lands og lýðs, fara ekki svo dult með áform sín: Á sama tíma, sem þjóðin tekur undir óskina fögru í Huldu- söngnum: Aldrei framar ísland verði öðrrnn þjóðum háð, — þá lýsa amerísku agentamir því yfir, að ísland sé amerískt áhrifa- svæði, — að það sé ekki nema eðlilegt og sjáifsagt að þau herveldi, sem ráði Atlanzhafinu, ráði líka fyrir felandi. Svona opinskáir og óskammfeilnir eru quislingar ekki vanir að vera í undirbúningi landráðastarfs síns, neina þeir álíti að þeii þurfi að dæmi Júdasar að gera það fljótt, sem þeir ætla að vinna. © íslendingum hefur ofboðið sá sleikjuskapur, sem „Vísir“ hefur sýnt undaufarið gagnvart hinum amerísku áhrifum. Þegar Bandaríkin út- nefna hér sérstakan sendiherra, þá setur Vísir það upp með sex-dálka fyrirsögn á forsíðu og skrifar leiðara þar sem þetta eru talin mestu gleðitíðindi, sem íslendingum hafi nokkru sinni borizt!! Þegar Breta- konungur útnefnir sérstakan sendiherra, þá er það sett upp eindalka á þriðju síðu. Þjóðin sýndi það á Þingvöllum, er hún fagnaði norska sendiherran- um af slíkri hrifningu að önnur eins hefur vart sézt hér, hvaða ríkx það er, sem íslenzka þjóðin fyrst og fremst vill hafa vináttu við. — Þau fagnaðarlæti voru í senn túlkun á aðdáuninni að norsku þjóðinni og mótmæli gegn þeim fjandskap, sem Vísisliðið Iiefur reynt að ala á gegn frændþjóðum vorum á Norðurlöndum, til þess að toga land og þjóð í vesturátt, en slíta þau mcnningar- og vináttubönd við Norðurlönd, sem Vísir kallar „kúgunarbönd".. Og þjónusta vesturheimsagentanna í Vísi gengur enn lengra. Stefna þeirra og bandamanns þeirra, Jónasar frá Hriflu, er að gera Island að herstöð í stríði gegn meginlandi Evrópu, — og það þýðir m. a. gegn Norðurlöndum. Jónas frá Ilriflu hcfur opinberlega gerzt málsvari þess að ísland yrði einnig eftir þetta stríð amerísk herstöð gegn meginlandi Evrópu. Og Vísir hefur talið slíkt sjálfsagt — eins og New York Times, sem lýsir því yfir, að ef íslendingar ljái ekki land sitt góðfúslega til þess, sem amerískt afturhald vilji nota það fyrir, þá verði landið tekið með valdi. Þannig tala málpípur ásælnisvaldsins erlenda nú á tímum, máski eru sendar vinargjafir um leið. Það gerði Ólafur konungur emnig, er Þórarinn Nefjólfsson rak erindi hans á íslandi. En það er nauðsynlegt að vera vel á verði þegar sjálft stjórnar- blaðið gerist svo opinbert að þjónustusemi við erlenda valdið sem Vísir nú. ar ir HHiDsniii iminiD Niddflag ræðu Kfíslitis E, Aodfféssonair Hátíðahöld íþróttamanna 18. júní Ég er þeirrar skoðunar, að nú sé stund Íslands, til að taka á- kvörðun um samstarf við aðrar þjóðir, tryggja aðstöðu sína út á við og leggja grundvöll að nýjum atvinnuliáttum, velmegun og menningu í landinu. Ég er þeirrar skoðunar, að nú eigi þjóðin fjöl- mörg tækifæri, sem hún vérður að grípa strax, tækifæri, sem geta gengið henni úr greipum og ekki koma aftur, ef þeim er sleppt nú. Á grundvelli alls þess, sem ég hef hér sagt, er mér það sárt hryggðarefni, ef forusta þjóðarinh- ar á Alþingi ætlar að bregðast og neita að skilja þá stund, sem nú slær, og er stund íslands. Ég end- urtek, að við eigum nú áður ó- þekkt tækifæri til að vinna fram- tíð íslands gagn. Við höfum bund- henni að vinna af dugnaði og á- okkar um huga að framkvæmd þeirrar áætl- unar. Vegna allra þessara verkefna, og hinna einstöku tækifæra, sem em- mitt nú eru til að tryggja fram- kvæmd þeirra, fellur mér það sér- staklega illa, að Alþingi skuli fara heim án þess að hafa falið ríkis- stjórn framkvæmd ákveðinna verkefna, sem brýnast kalla á úr- lausn. Rétt að baki er stqfnun lýðveld- isins, viðurkenning margra ríkja á hinu nýstofnaða lýðveldi, athygli vakin og aukinn skilningur á þjóð okkar, þjóðin sjálf í vakningar- hug, erlendis að renna upp nýir tímar, þar sem allt stefnir að al- izt vináttutengslum við aðrar þjóð- þjóðlegu samstarfi og vísindalcga ir, sem aldrei hafa vcrið slík í sög- unni. Þjóðin hefur aldrei verið jafn auðug, aldrei vitað fyrr, að hún ætti jafn auðugt land. Hún hefur lifað vakningarstu: I, srm hún hef- ur um aldir þráð. Aldrei hefur hún vænt sér jafn mikils af fram'.ið- inni, sem nú, og aldrei átt jafn mikla möguleika til þess að um- skapa atvinnuhætti sína og lífs- skilyrði sín öll. Við gerum okkur alls ekki grein þess, hve stórkost- leg umsköpun gæti farið fram á atvinnuháttum, ef varið væri 400 —500 milljónum eingöngu í því skyni. Við getum keypt nýtízku atvinnutæki í stórum stíl, tugi togara, fjölda vélbáta, reist verk- smiðjur,. hafnargerðir, raflýst bæi og byggðir, hagnýtt afl fossanna, ræktað landið, í stuttu máli lagt grundvöll að nýju atvinnulífi. Jafnframt eigum við tækifæri til að tryggja viðskipti okkar við aðr- ar þjóðir og markaði fyrir afurðir okkar, ef við höfum djörfung til að skilja, að við eigum ekki að reka neina stafkarlapólitík eða sultarpólitík lengur í landinu, heldur snúa okkur með einbeittum kröftum að stórum viðfangsefn- um, sem skapa okkur auð og grundvöll menningar, viðfangsefn- um, sem sameina okkur, og fá okk- ur til að gleyma nöldri og argi um deilumál, sem í Jjósi hins nýja viðhorfs og nýrra möguleika eru smávægileg og verða aukaatriði, áður en við vitum um. Við eigum í fyrsta skipti í sögunni nægilegt fjármagn til þess að hefja þetta starf, verulegt viðreisnarstarf þjóðfélagsins, ef við aðeins viljum nota okkur þetta fjármagn. Ég er þess algerlega viss, að ekkert myndi vera þjóðinni, þúsundun- um, sem íramtakið þrá meira en allt annað, kærara en að fjármagn hennar væri notað til að skapa öruggari framtíð mcð verklegum og menningarlegum framkvæmd- um. Ég veit, að þjóðin bíður að- eins eftir því, að forustumenn hennar leggi henni skynsamleg verkefni upp í hendurnar, gefi henni hagsýna áætlun til að vinna eftir, og þá mun ekki standa á skipulögðum þjóðarbúskap. A stundu sem þessari, er þjóðm væntir nýrra athafna, ber okkur, sem hér sitjum, skylda til þess að hagnýta tíl blessunar fyrir þjóð- ina þau tækifæri, sem skapast, og vinna jafnframt að því með öðr- u:u frjálsum þjóðum að græða sár- in eft.'r þessa styrjöld. Á svona stunuu tel ég, að Alþingi beri skylda til aí- vera vakandi og finna þau verkefni og velja þau ur, sem við, þingmenn af öllum flokkum, getum sameinast um, og orðið geta til eflingar lýðveldi Islr.nds. Við höfum orðið einhuga um 'að stofnsetja lýðveldið. ÖIl þjóðin hefur séð hinn glæsilega árangur af því, að við gátum orðið einhuga. En þá hljótum við næst að spyrja: Eru ekki jleiri málefni, sem við get- um staðið saman um, málefni, sem varða þjóðina alla, og eru svo milc- ilvœg, að önnur smærri ágreinings- efni geti horfið í skuggann fyrir þeim? Við vitum, að þessi mikil- vægu mál eru til. Þau eru trygg- ing lýðveldisins og þjóðarvið- skipta út á við og aukning at- vinnulífs og öryggis innanlands. Ég fæ ekki skilið — og tel ekki fullreynt — að við getum ekki sameinað kraftana um framkvæmd á þessum málum. Ég vil, að verði framhald á því samstarfi, sem ver- sjálfstæði okkar. alla framtíð. Ég skír- skota til þingmanna af öllum flokkum, að þeir láti ekki bráðlæti sitt að komast heim af þessum fagnafundi við lýðveldisstofnunina verða til að hindra, að flokkarnir taki sér enn dálítinn frest, í sam- ræmi við brtt. liv. 2. þm. Reylc- víkinga, til að.gera ýtrustu tilraun að ná samkomulagi. Mér finnst, að við megum ekki fara héðan heim fyrr en við höfum komið okkur saman um fá en ákveðin verkefni, sem við felum ríkisstjórn, sem helzt væri mynduð á þingræð- islegan hátt, að framkvæma nú þegar. Sú ríkisstjórn yrði að hafa á bak við sig traust þingsins, allra flokka þess, til framkvæmda á þessum ákveðnu verkefnum, sem henni eru falin. Það er ekki víst, að, þau tækifæri, sem nú bjóðast þjóðinni, komi nokkurn tíma aft- ur. Ég skírskota til ábyrgðartil- finningar hvers þingmanns. Ég tala hér ekki oft. Mér er ekki lag- ið að blanda mér í afgreiðslu allra mála, og ég tala nú, 'af því mér finnst brennandi nauðsyn og skylda, að við höfum ekki nein tækifæri af þjóðinni með deyfð okkar og sljóleika eða ábyrgðar- leysi. Ég skora á þingmenn, að þeir samþykki tillögu hv. 2. þm. Reykvíkinga.' Eins og áður hefur verið getið var aðalhátíðahöldum íþrótta- manna frestað til 18. júní, sum- part fyrirfram ákveðið og sumpart vegna veðurs á Þingvöllum. Þar fór aðeins fram hópsýning karla, 170 menn undir stjórn Vignis Andréssonar, og tókst hún alveg prýðilega. Var furðulegt að sjá hve Vigni hcfur tekizt að samæfa þenna hóp. Vakti sýningin al- menna lirifningu áhorfenda. Sýn- ingum úrvalsflokka karla • og kvenna varð að fresta, vegna rign- ingar. Eins og venja er fyrir hvert 17. júní mót fóru íþróttamenn í lit- klæðum sínum í hópgöngu um bæ- inn. Söfnuðust þeir saman á Lauf- ásvegi þegar dagskrá lýðveldis- nefndarinnar var lokið og gengu fylktu liði undir félagsfánum gegn- um miðbæinn og suður á völl. Gekk stjórn I. S. í. í fararbroddi, ásamt borgarstjóranum í Reykja- vík, Bjarna Benediktssyni. Forseti I- S. í. setti mótið með ræðu og bauð heiðursgest mótsins, dr. Richard Beck, velkominn á völlinn. Þá flutti Bjarni Benediktsson borgarstjóri snjalla ræðu. Síðan hófust fimleikasýningar, stúlkur úr Ármanni, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, þá sýndi úr- valdsflokkur karla úr Ármanni, í. R. og Iv. R„ undir stjórn Davíðs Sigurðssonar, síðast sýndi úrvals- flokkur kvenna úr í. R. og Ar- manni, undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar. Veður var mjög óhagstætt til findeikasýninga,- bæði kalt og stormur, svo fólkið naut sín ekki, Rltstfóragr ein í dlaðf norsku stjórn- mm „fiorsk Tfdend<s 17. júní Frá norska blaðafulltrúanum. „í dag, þann 17. júní, er lýst yfir frjálsu og óháðu lýðveldi á ís- landi. Norðmenn, bæði heima og er- lendis, bjóða íslendinga velkomna í tölu alveg sjálfstæðra ríkja. — Norðmenn skilja betur en nokkrir aðrir tilfinningai' íslendinga í dag. —- Við háðum sjálfir langa og harða baráttu fyrir frjálsum fána okkar. Við stöndum nú í nýrri, styttri, en harðari baráttu fyrir ið hefur við lýðveldisstofnunina. Við leysum vitanlega ekki and- stæður stéttanna, ágreiningsmál flokkanna né margvíslegan skoð- anamun okkar. Það, sem hér er um að ræða, er einungis að taka út úr nokkur veigamildl mál, sem örlagaríkust eru fyrir þjóðina alla, sameinast um að styðja að fram- kvæmd þeirra, í beinu framhaldi af því, sem unnið hefur verið með stofnun lýðveldisins, til frekari tryggingar því, stjórnarfarslega, atvinnulega og menningarlega. Ég veit, að þjóðin ætlast til þess af okkur, og hún á kröfu til þess af fulltrúum sínum, að þeir sleppi ekki, vegna ágreinings um stétt- armálefni innanlands, þeim tæki- færum, sem þjóðinni nú bjóðast, í samvinnu við aðrar frjálshuga þjóðir, til þess að styrkja aðstöðu Við horfum fram til þess dags, er við verðum aftur frjáls þjóð. Þess vegna skiljum við miklu bet- ur, hvernig hugsanir og tilfinning- ar frændþjóðar okkar eru í dag, þegar hún varpar af sér síðustu böndum ósjálfstæðisins, enda þótt ísland hafi öðlazt frelsi sitt á frið- samlegan hátt. Skilnaðurinn við Danmörku er framkvæmdur í fullu samræmi við samninginn, sem bæði löndin sam- þykktu 13. nóvember 1918. íslenzka þjóðin hefur með yfir- gnæfandi meirihluta, yfir 97%, samþykkt það, sem nú fer fram. Stríðið hefur því niiður hindr- að liinar formlegu viðræður við Danmörku, en jafnvel þótt þær hefðu getað átt sér stað, mundi það eklci hafa breytt þróuninni neitt. Noregur þekkir það af reynslu, að sambandið miíli tveggja ná- skyldra grannþjóða verður aldrei betra og vingjarnlegra en þegar þær geta hitzt sem óháðir aðilar með jöfnum réttindum. Það mun líka sýna sig í sambandinu milli íslands og Danmerlcur eins og það hefur sýnt sig í sambandi Noregs og Svíþjóðar. 17. júní mun því áreiðanlega minnzt í sögunni sem dags, er muni stuðla að því að styrkja og varð- veita norræna samvinnu. Norðmenn hafa með þakklæti þegið þá samúð, sem hinir íslenzku bræður okkar hafa sýnt okkur. Og Noregur vonast eftir náinni sam- vinnu milli þessara tveggja frænd- þjóða, sem éiga svo margt sameig- inlegt í þúsund ára sögu. Stríðið hefur kennt bæði Noregi og íslandi, að þær þjóðir, sem lifa og starfa við norðurhluta Atlants- hafs, verða að standa saman og verða að gæta og vai'ðveita frið- inn og frelsið í þessum hluta heims- ins. Við bjóðum ísland velkomið í þessa samvinnu í von um, að vin- áttuböndin milli þessara tveggja frœndþjóða verði sterlcari og innv- legri en noklcurn tíma áður menn- ingarlega, efnahagslega og stjórn- málalega“. þó var því óspart klappað lof í fófa. íþróttakeppninni var svo frest- að. Þess má geta hér að kl. 8% að morgni þess 17. júní mætti stjórn I. S. í. og formenn íþróttafélaga við leiði Jóns Sigurðssonar og lögðu á það blómsveig. ÍÞRÓTTAIvEPPNIN. Á mánudagskvöld hófst svo keppnin. Byrjaði hún á úrslitum í 100 metra hlaupi, að vísu 18 míntúum eftir auglýstan tíma. Úrslit Finnbjörn Þorvaldsson (Í.R.) 11.8. Sævar Magnússon (F.H.) 12.1. Brynjólfur Ingólfsson (K.R.) 12.2. Hljóp Finnbjörn öruggt og leidcli hlaupið alla leið, en keppn- in milli Brynjólfs og Sævars var alltaf tvísýn, og var það vcl af sér vikið af Sævari að halda velli móti Brynjólfi. Kúluvarp. Gunnar Huseby (K.R.) 15.32. Jóel Kr. Sigurðsson (Í.R.) 13.19. Bragi Friðriksson (K.R.) 12.28. Þessi árangur Ilusebys er bezti árangur sem náðst hefur í frjáls- um íþróttum á íslandi og er furðu- legt hve hann bætti metið mikið, eða úr 14.79, þegar líka er tekið tillit til þess að hann hefur elcki æft mikið í vor. Fyrir þetta afrek hlaut hann líka konungsbikín’inn, en Skúli Guðmundsson var hand- hafi hans. Hástökk. Skúli Guðmundsson (K.R.) 1.93. Brynjólfur Jónsson (K.R.) 1.73. Jón Hjartar (K.R.) 1.70. Þetta mct Skúla er mjög gott, eldra metið var 1.85, svo hann lief- ur bætt það um 8 cm. Allt frá því í fyrra hefur það legið í loftinu að Skúli mundi þá og þegar breyta þessu meti. Ég hafði gert mér í hugarlund að hann mundi á þessu sumri losa 1.90 m., en nú er liann kominn yfir það, svo manni ligg- ur við að gera ráð fyrir að stutt sé í 2 metrana, en þó má gera ráð fyrir að hann sé nærri toppæfingu í ár, þar sem hann mun liafa byrj- að æfingar snemma. Allt getur þó skeð. S00 metra hlaup. Hörður Hafliðason (Á.) 2.06.5. Páll Hallclórsson (K.R.) 2.12.6. Aðcins tveir keppencþir komu til leiks. Hörður hélt forustunni alla leið. Langstókk. Skúli Guðmundsson (K.R.) 6.18. Jón Hjartar (K.R.) 6.10. Brynjólfur Jónsson (K.R.) 6.06. Árangur er ekki sórlega góður, enda koma allir þessir menn úr hástökkinu. 5000 metra hlaup. Óskar Jónsson (Í.R.) 16.55.8. Steinar Þorfinnsson (Á.) 17:35.4. Vigfús Ólafsson (K.V.) 17.49.0. Óskar tekur þegar forustuna og heldur henni alla leið og kemur um hálfan hring á undan að.marki. Óskar sýndi það enn einu sinni að hann er gott hlauparaefni. Isiriireln l .Frll Oiurl', llill frtftan lin l Moi, n. |M 17. júní hefur árum saman ver- ið þjóðhátíðai'dagur á íslandi. Á morgun mun hann ekki aðeins verða þjóðhátíðardagur til minn- ingar um Jón Sigurðsson, þjóð- hetjuna, heldur þðlast sérstakan Ijóma, sökum þess að íslenzka þjóðin hefur nú náð því marki, sem liún hefur barizt fyrir öldum sam- an. Við Danir, sem sjálfir metum sjálfstæði og fullveldi þjóðar okk- ar meir en allt annað í heiminum, munum skilja íslenzku þjóðina og tilfinningar hennar á þessari miklu stundu. — Á meðal Dana heima og erlendis mun ríkja sú eina ósk og von, að íslenzka þjóðin muni njóta hamingjusamrar og hagsáell- ar framtíðar í samræmi við hina stoltu sögu sína. — Opinber, danskur fulltrúi getur ekki mætt á Þingvelli til að færa íslendingum hjartanlegar hamingjuóskir dönsku þjóðarinnar. Sambandsleysi Dan- merkur við umheiminn og afstaða sú, sem tekin hefur verið heima, liindrar það. Enginn ísléndingur mun álasa okkur fyrir að segja, að Danmörk liafi auðvitað vonað, að þessi sam- bandsslit, — þessi endarilegu og algjöru sambandsslit —, hefðu getað beðið þangað til hin nýja sókn Bandamanna gegn virki naz- ismans hefði fært þeim sigur. — Þéim, sem eru í fangelsi, virðist það ekki erfitt fyrir þá, sem eru frjálsir að bíða með að slíta bönd, seln aldrei liafa þjakað. — En ís- lendingai' vildu ekki bíða, og ný- afstaðin þjóðaratkvæðagreiðsla talar skýru máli. Stofustjórnspekingar, sem spáðu þessu og liinu, og að það mundi verða erfitt að framkvæma lýð- veldisstofnunina, hafa orðið til at- hlægis. Tout comprendre cest tout par- donner er gamalt spakmæli,1 og sá, sem þráir svo ákaft frelsi lands síns, skilur íslenzku þjóðina. — Því má heldur ekki gleyma, að lýðveldi er hið sögulega stjórn- skipulag á íslandi rétt eins og konungdæmi í Danmörku. En sá, sem hefur fylgzt vel með Kringlukast. Gunnar Huseby (K.R.) 42.89. Ólafur Giiðmundsson (Í.R.) 42.10. Bragi Friðriksson (K.R.). 1000 metra boðlílaup. Sveit 1. R. 2.8.5. B-sveit K. R. 2.'l2.0. Hlaup þetta var mjög skemmti- legt. Tveir fyrstu menn' K. R. gcfa mikið „forskot“, en Finn- björn byrjar að vinna á, og þegar Kjartan tekur keflið er Óskar Guð- mundsson (A-sveit K. R.) góðan spöl á undan (um 15 metra), en þá er einn hringur eftir. Kjartan sækir stöðugt á, bilið styttist sí- fellt, fyrir framan stúkuna er Ósk- ar brjóstþykkt á undan. Við mark- ið er Kjartan annað eins á undan, en þar hrasar Óskar og dettur, þegar aðeins eitt skref er eftir. í fljótfærni tók einhver í Ósk- ar og dró hann yfir markið, eri það skoðast lijálp, svo sveitin varð úr leik. Yfirleitt gekk mótið vel og var skemmtilegt. stefnu íslands síðan 1918, hefur aldrei getað efazt um, hvað ís- lendingar vildu, þegar samningur- inn væri útrunninn. — Þeir vildu það, sem nú fer fram. — Á morg- un verður lýðveldið ísland stað- reynd, viðurkennd af sigursælum heimi hinna sameinuðu þjóða. Á meðan næstum allar aðrar þjóðir líða af völdum stríðsins nýt- ur ísland hagsældar sökum hinn- ar sérstöku aðstöðu sinnar. Ef til vill er þessi hagsæld of mikil, og erfiðari tímar koma kannski á eftir. En alveg eins og íslenzka þjóðin sýndi þróun og framfarir á fyrstu tuttugu sjálf- stæðisárunum, sem vakti aðdáun allra, eins vonum við og treyst- um, að það haldi áfram á komandi árum. Allir Danir án tillits til skoð- unar um einstakt formsatriði senda íslenzka Iýðveldinu hlýjar óskir um framfarir, hagsæld og þrótt. Við óskum íslandi stoltrar fram- tíðar í hópi norrænu bræðraþjóð- anna í hinu komandi heimsbanda- lagi frjálsra þjóða. Landnám Dagsbrúnar Framh. af 2. síðu. uðust með sétningu orlofslag- anna. Með byggingu þess er ætl ast til að Dagsbrúnarmenn og fjölskyldur þeirra geti notið lands síns áhyggjulítið nokkra sumardaga árlega. Og engjn stétt hefur þess ríkari þörf en verkalýðurinn, sem vinnur allt árið við misjöfn skilyrði í van- hirtri borg, að öðlast tækifæri til þess að hvíla sig og safna nýjum kröftum fjarri önnum dagsins, í fagurri sveit, þar sem íslenzk náttúra ræður ríkjum og beinir hugum þegna sinna að fögrum, háum og eftirsóknar- verðum markmiðum. Dagsbrún kallar oft á með- limi sína til vaskrar framgöngu, þegar þarfir þeirra sjálfra og verkalýðsstéttarinnar yfirleitt krefjast þess. í þetta sinn kall- ar félagið á okkur alla til þess að leggja hönd á plóginn vjð fyrsta4 landnám Dagsbrúnar og til þess að byggja fyrsta orlofs- heimili verkamanna á fslandi. Ámi Ágústsson. Réttarstaða konunnar Framh.af 3. síðu gæfu og gengis. Hún á varalið, sem er konan, fús til að ganga út í bar- áttuna fyrir fegra og betra íslandi, nýrri gullöld frelsis og frama, sé henni aðeins gert það kleift. Megi íslenzka lýðveldinu takast að leysa þessa þraut og yeita kon- unni fullkomið jafnrétti við karl- manninn, þá mun okkar kæra land verða bezta land í heimi. (Úr ,,Melkorku“). Dýrleif Árnadóttir. Þáttur starfsmanna ríkisútvarpsins Eftirfarandi hefur Þjóðviljanum borizt frá skrifstofu úfc- varpsstjóra: Eitt dagblaðanna í Reykjavík hefur í smáletursdálki sínum að verðugu minnzt á og þakkað ýms- um af þeim, sem unnu að undir- búningi hátíðahaldanna og aðstoð- uðu við framkvæmd þeirra, og tel- ur upp nokkra aðila, svo sem veit- ingafólkið á Þingvöllum, starfs- menn Landssímans og póstsins, lögregluna, skáta, hjúkrunarfólk og vegagerðarmenn, en án þess að minnast á starfsmenn Ríkisút- varpsins. Með því að það mun ekki vei'ða talinn ómerkur þáttur í hátíða- höldunum, að öllu, sem fram fór þann 17. og 18. júní, var útvarp- að, svo að nálega allir landsmenn áttu þess kost að hlýða þar á, og athöfninni á Lögbergi var einnig útvarpað til útlanda, þá þykir mér hlýða, vegna starfsmanna stofn- uriarinnar, að þáttur þeirra verði ekki með öllu látinn liggja í^þagn- argildi. Þess skal þá fyíst getið, að gerð- ar voru sérstakar ráðstafanir til þess að afla efnis og tækja til und- ri'búningsins, og naut Ríkisútvarp- ið um það aðstoðar utanríkismála- ráðuneytisins og þjónustumanna þcss erlendis. Fæst af þessu efni var þó fáanlcgt af stríðsástæðum. Er vert að geta þess, að upplýs- ingaþjónusta Breta í London sýndi Ríkis'útvarpinu þá sérstöku velvild að láná því gjallarhorn og hljóð- nema, og voru þau tæki send flug- leiðis í tæka tíð. Þá má geta þess til dæmis um það, hversu tæpt stóð um suma hluti, að mjög mik- ilsverð tæki, eða hljóðnemar, bár- ust Ríkisútvarpinu frá Ameríku aðeins tveim dögum áður en há- tíðin skyldi hefjast. Við gjávegginn, bak við Lög- berg, var byggð cins konar mið- tengistöð fyrir útvarpið. Frá henni voru lagðar neðanjarðarlciðslur, samtals um þriggja kílómetra veg, til 14 hljóðnemastæða og 10 gjall- arhorna, en víralengd í leiðslum þessum var samtals yfir 40 kíló- metra. 12—15 útvarpsstarfsmenn unnu samtals um 100 dagsverk á Þingvöllum að undirbúningi og framkvæmd. Jón Alexandersson, forstöðumaður Viðgerðarstofu og Viðtækjasmiðju, annaðist allar framkvæmdir, undir umsjá verk- fræðings útvarpsins, Gunnlaugs Briem. Efni og tæki, sem þurftu til þessarar framkvæmdar, voru samtals fjórir bílfarmar. Starfs- menn Landssímans aðstoðuðu og við línulagnir. í magnarasal annaðist Dagfinn- ur Sveinbjörnsson, yfirmagnara- vörður, upptöku á grammófónplöt- ur alls, sem fram fór og ástæða þótti til að varðveita, báða há- tíðisdagana. Klukknahringingunni kl. 2 var útvarpað frá magnara- sal, og var hún þannig saman sett, að upp höfðu verið teknar á grammófónplötur klukknahring- ingar frá öllum kirkjum Reykja- víkur og nokkrum kirkjum í ná- grenninu, og var þeim síðan öll- um steypt saman í eitt. Hinn 17. var útvarpað frá Austurvelli og frá tveim stöðum á Þingvöllum. Hinn 18. var útvarpað frá Stjórnarráðs- húsinu, III j ómskálagar ðinum, I- þróttavellinum og Hótel Borg, og var fjöldi starfsmanna á þönum allan þann dag að flvtjá. tæki á milli þessara staða og koma þeim fyrir. Samkvæmt skýrslum, sem Rík- isútvarpinu hafa borizt, hefur út- varpið yfirleitt tekizt vel, og var athöfnin á Þingvöllum sums stað- ar felld inn í hátíðardagskrá á samkomum úti um land. Eins og áður var getið, var þeirri athöfn einnig útvarpað til útlanda, yfir Stuttbylgjustöð Landssímans. Höfðu áður verið sendar tilkynn- ingar til útvarpsstöðva þeirra, er til náðist í Evrópu, til tveggja stærstu útvarpsfélaganna í Banda- ríkjunum, blaðamanna Heims- kringlu og Lögbergs í Winnipeg og, að tilhlutun utanríkismálaráðu- neytisins, til sendimanna íslands í öðrum löndum. Skeyti hafa þegar borizt frá London og Stokkhólmi um það, að stuttbylgjuútvarpið hafi heyrzt á- gætlega, og eru íslendingar erlend- is mjög þakklátir fyrir þessa þjón- ustu. Mér þótti hlýða, að þessi fræðsla um þátt R íkisútvarpsins í hátíða- höldunum lægi fyrir, og ég nota tækifærið lil þess að þakka öllum þeim starfsmönnum, er með miklu og ótrauðu starfi unnu að því, að vel mætti takast. Reykjavík, 20. júní 1944. __________Jónas Þorbergsson. Frð LandsræBslusjöði Frá Landgræðslusjóði hefur bor- izt eftirfarandi: Fyrir skömmu kom ónefnd kona til formanns Skógræktarfélags ís- lands og færði Landgræðslusjóði að gjöf fórkunnarfagran skaut- búning, óskar gefandinn eftir því að harifa megi á einhvern hátt verða til þess að klæða landið gróðri. Bæjarbúai’ geta skoðað þessa verðmætu og höfðinglegu gjöf í glugga Blómaverzlunarinnar Idoru í Austurstræti. Að sýning- unni lokinni verður Biiningurinn seldur liæstbjóðanda. Hér er tilvalið tækifæri fyrir ein- hvern smekkmann að klæða konu sína hinum fegurstu klæðum um leið og hann klæðir landið gróðri. Það þarf varla að taka það fram að klæði þessu eru ófáanleg og afar dýrmæt. Tekið er á móti til- boðum á skrifstofu skógræktar- stjóra, Laugaveg 3 og í blóma- verzluninni Flóru. .V esturvígstöðvarnar Framhald mf 1. LOFTÁRÁSIN Á BELÍN. Yfir 2000 amerískar flugvélar réðust á Berlín í gær. Meir en 1000 stórar sprengju- flugvélar réðust á járnbrautar- stöðvar og önnur liernaðarmikil- væg mannvirki í borginni. Um 1200 orustuflugvélar fylgdu sprengj uf lug vélunum. L hunderboltorustuflugvélar voru nú í fyrsta skipti yfir Berlín. Samkvæmt bráðabirgðatölum skutu orustuflugvélarnar niður 21 þýzka flugvél, en sprengjuflugvél- arnar 15—20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (22.06.1944)
https://timarit.is/issue/211996

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (22.06.1944)

Aðgerðir: