Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 8
Örborginní Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. 40 ára ’varð 21. þ. m. Jóel Sig- urðsson, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Skemmtiför Ferðafélags íslands um Norðurland. Ferðafélag íslands efnir til 8 daga ferðalags um Norð- urland. Komið við á öllum merk- ustu stöðum. Lagt af stað 1. júlí, að morgni og ekið þjóðleiðina norð- ur og gist á Blönduósi. Þá haldið um Skagafjörð og Eyjafjörð með» viðkomu á Akureyri að Laugum og gist þar.' Naesta dag dvalið í Mý- vatnssveitinni, ferð til Slútness, skoðaðar Dimmuborgir, komið í Reykjahlíð og ef til vill í Brenni- steinsnámurnar og víðar. Þá verður haldið til Húsavíkur og sfðan áfram norður Reykjaheiði að Dettifossi og Ásbyrgi og gist að Lindarbrekku. Næsta dag haldið til baka til Ak- ureyrar og dvalið sem svarar ein- um degi í höfuðstað Norðurlands. Þá verður farið í Skagafjörðinn og að Hólum í Hjaltadal og gist þar en seinustu nóttina gist að Blöndu- ósi. I annarri hvorri leiðinni verð- ur komið að Hnúki í Vatnsdal, í Hreðavatnsskóg, Grábrókarhraun, að Laxfossi, Glanna og víðar. Þá verður ekið um Húsafell suður Kaldadal um Þingvöll til Reykjavík- ur. Upplýsingar í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og farmiðar seldir 27. júní. Bálför Bálför frú Hólmfríðar Péturs- dóttur frá Borgarnesi fór fram í Edinborg þann 7. júní s.l. (Tilkynning frá Bálfarafélagi ís- lands). \-AÚ—, rTTTTt Skaftfellingur Verður hlaðinn til Vest- mannaeyja í dag. Esja austur um land fyrri hluta næstu viku. Tekið á móti flutningi til hafna frá Húsavík til Reyðarfjarðar á morgun (föstudag) og til hafna frá Reyðarfirði tþl Hornarfjarðar árdegis a mánudag. Pantaðir farseðl- ar óskast sóttir í dag. Áki Jakobsson héraðsdómsiögmaður og Jakob J Jakobsson Skrifstofa Lækjargötu 10 B. Sími 1453. Málfærsla — Innheimta Reikningshald, Endurskoðun þJÓÐVILIINN Heillaóskir fjögurra Suður-Amerikuríkja Eftirfarandi kveðjur hafa ís- lenzka lýðveldinu borizt frá lýðveldum Suður-Ameríku: Frá stjórn Brasilíu: „Þjóð og stjórn Brasilíu fagna því, að ísland hefur valið lýð- veldisleiðina. Endurfæðing þess er sveipuð samúð, virðingu og aðdáun allra þjóða, sem frelsi unna, og þær færa þakkir fyr- ir hugprúða hjálp, sem ísland hefur rétt sameiuðu þjóðunum í baráttu gegn óvinum menning arinnar. Stjórn Brasilíu sendir hinu nýja ríki beztu vinar- og árnaðarkveðjur á þessum stór- merku tímamótum í sögu þess með óskum um vöxt og viðgang lýðveldinu og hamingju fyrir hina göfugu og hugprúðu þjóð þess. Utanríkisráðherra Brasilíu“. Frá lýðveldinu Nicaragua: „Beztu árnaðaróskir til ís- lenzka lýðveldisins, sem vér bjóðum velkomið í hóp fr.jálsra þjóða. í nafni þjóðar og stjórn- ar Nicaragua og mínu eigin nafni sendi ég samfagnaðar- kveðjur til þjóðar yðar og stjórn ar, ásamt óskum um vöxt og viðgang lýðveldisins. Með sérstakri virðingu. Marino Arguello. utanríkisráðherra Nicaragua. Tfmarit Þjóðrsknisfélag- sins 25 ára Þjóðviljanum hefur borizt Tíma- rit Þjóðrœknisfélags íslendinga 19ý3, og er þetta 25. árgangur rits- ins. Ritstjóri tímaritsins er Gísli Jónsson. Efni þessa árgangs er sem hér segir: Aldarf j órðungsafmæli Þj óðrækn- isfélagsins (próf. Richard Beck), Andlegt atgjörvi íslenzkrar alþýðu (séra Sigurður Ólafsson), Á Fróns- móti febrúar 1943 (Þorst. Þ. Þor- steinsson), Bækur og rit (Gísli Jónsson), Ég oft þar dvel (kvæði, Jakobína Johnson), Fulltrúi ríkis- stjórnar íslands, Guðmundur Finnbogason sjötugur (dr. Stefán Einarsson), Heimsskoðun forfeðra vorra (séra Valdimar J. Eylands), Jón Sigurðsson (kvæði, Steingrím- ur Arason), Lokaróðurinn (kvæði, Páll S. Pálsson), Rithöfundar tímaritsins og verk þeirra (G. J.), Sálin (kvæði, Guttormur J. Gutt- ormsson), Séra Guðmundur Árna- son (G. J.), Sighvatur (saga, Jóh. Magnús Bjarnason), Skrifað fyrir leiksviðið (leikur, Guttormur J. Guttormsson), Tuttugasta og fjórða ársþing (dr. Sig. J. Jóhann- esson), Vetrarsýn (kvæði, dr. Ric- hard Beck), Við Rauðá (kvæði, Kristján Pálsson), Þegar ég var auðkýfingur (dr. J. P. Pálsson), Þjóðræknisfélagið 25 ára (kvæði, Einar P. Jónsson), Þrjár stakar vísur (G. J.), Þjóðsöngur íslands (G. J.), Þróunin (kvæði, dr. S. E. Björnsson). Frá forseta lýðveldisins Gua- temala: „Hæstvirtur herra forseti lýð- veldisins íslands, Reykjavík. Mér er heiður að færa yður, herra forseti, heillaóskir mínar, þjóðar og stjórnar í Guate- mala á þessum stofnunardegi íslenzka lýðveldisins og bjóða það hjartanlega velkomið í flokk hinna frjálsu þjóða. Beztu óskir um heill og ham- ingju hins nýja lýðveldis og um góða líðan fyrir yður sjálfan, herra forseti, og virðingarfyllstu kveðjur. 'Jorge Unico, forseti lýðveldisins Guatemala“. Frá lýðveldinu Paraguay: „Hæstvirtur forseti lýðveldis- ins íslands, Reykjavík. í nafni stjórnar Paraguay sendi ég yður óskir um heill og farsæld hinu nýja íslenzka lýðveldi. Heracio Chiriani, utanríkisráðherra Paraguay. Kveðjur Alþingis til Kristjáns konungs X Forsetar Alþingis hafa sent Hans Ilátign Kristjání X. Dana- konungi svohljóðandi símskeyti: Nú þegar stofnað er lýðveldi á íslkndi, liefur Alþingi ákvarðað að fela forsetum sínum að flytja Hans Ilátign Kristjáni X. konungi al- úðarkveðjur með þökkum fyrir á- gætt starf í þágu þjóðarinnar, með- an hann var konungur hennar. Jafnframt þakkar Alþingi hina lilýju kveðju konungs 17. júní, sem ber vott um skilning hans á fram- komnum vilja íslenzku þjóðarinn- ar og eykur enn hlýhug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóð- arinnar . Vilja forsetar í nafni Al- þingis árna lconungi, drottningu hans og fjölskyldu allri, giftu og farsældar á ókomnum árum, og dönsku bræðraþjóðinni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frænd- semisbönd þau og vinátta, er tengja saman öll Norðurlönd, megi haldast og styrkjast á ný fyrir alla framtíð. í. S. f. gefur Alþingi hamar Stjóm í. S. í. hefur álcveðið að gefa Alþingi sérstakan fundarham- ar. Er hamarsliausinn úr fílabeini, en skaftið úr svartvið (IbenholÞ við). Á hamarshausnum verður merki þjóðhátíðarinnar öðrumegin, en merki í. S. í. hinumegin. Á ham- arsskaftið verður letrað með rúna- letri: íþróttasamband Islands sendir Alþingi Islendinga kveðjur og árn- aðaróskir með endurreisn liins ís- lenzlca lýðveldis. Rcykjavík 17. júní 1944 Stjórn í. S. í. DIXIE Amerísk músikmynd í eðlilegum litum BING CROSBY DOROTHY LAMOUR. MARJORIE REYNOLDS BILLY de WOLFE Sýning á sunnudag kl. 5-7-9 Engin sýning 16. og 17. júní KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN 17. júní barst sendiráði íslands í Stokkhólmi ógrynni blóma og heillaskeyta, og í samkomu sendi- fulltiúa og frú Finsen kom mikill mannfjöldi, auk 72 íslendinga og venzlafólks þeirra. Öll blöðin í Stokkhólmi minnt- ust dagsins rækilega sama dag. Dagens Nyheter birtir langt samtal við Vilhjálm Finsen, sendi- fulltrúa íslands í Stokkhólmi. Stockholms Tidningen: „í dag hefur lýðveldið ísland göngu sína sjálfstætt og laust við þau bönd, er í nær 700 ár hafa tengt hina miklu eyju Norðurat- lanzhafs, fyrst við norsku, síðan við dönsku krúnuna. Síðasta sam- bandið, sem eftir var meðal tveggja norrænna þjóða, er þar með rofið, og einasta norræna rík- ið, sem hóf göngu sína sem lýð- vcldi, er aftur horfið að lýðveldis- formi eftir margar aldir“......... „Þessi atburður opnar yfirsýn yfir norræna sögu, réttar- og frels- iserfðir. Hann bendir einnig fram á við. íslenzka þjóðin, sem er af Norðmönnum komin og hefur lengi verði tengd Dönum, hefur jafnan notið virðingar og vináttu með Svíum. Vér vitum að Islendingar finna til þess ,að þeir eru mcnn norrænir og annað ekki, og að þeir muni vilja varðveita hið forna samband. Þegar þeir neyta réttar síns samlcvæmt samningum til að rjúfa sambandið við Danmörku, þá þýðir það enganveginn það, að þeir ætli að rjúfa nein tengsl við Norðurlönd. Form sambandsslitanna mun að vísu hafa vakið ilokkra óánægju í Danmörku og raunar kannski víð- ar. En göfuglyndi Dana og réttar- vitund verður á sama veg, enda bendir allt til þess að slík óánægja verði stundarfyrirbrigði eitt. Eng- inn lítur á sjálfstæðisyfirlýsingu íslands sem fjandskap eða þótta gegn Norðurlöndum. Með nokkru stolti geta Norðurlönd bent á IBB» Mtu BÉé Ættjðrðin umfram allt („This above All“) Stórmynd með TYRONE POWER og JOAN FONTANE Sýnd sunnudag 18. júní kl. 6,30 ög 9 Syngið nýjan sðng (Sing another Chorus) Dans og söngvamynd með JANE FRAZEE, MISCHA AUER. Sýnd kl. 5, 7 og 9, tvenn ríkjasambönd, sem rofin hafa verið, en hafa orðið samvinnu Norðurlanda til sóma og gagns. Þessir atburðir áttu sér stað 1905 og 1944. Vér Svíar óskum hinu endur- borna íslenzka lýðveldi hjartanlega allra lieilla. Það gerum við í ör- uggu trausti á styrk og varanleik þeirra tengsla, er knýta saman fjórar náskyldar þjóðir, og gera það að verkum, að þessar þjóðir munu aldrei lenda á öndverðum hliðum þeirra landamæra, er skilja rétt og mátt, skilja frelsi þjóða og einstaklinga og grimmilega kúgun. Íslandsglíman: Guðm. Agústsson varð glímukóngur Guðmundur Ágústsson varð glímukóngur, fékk auk þess feg- urðarglímuverðlaunin og bilcar þann er rikisstjóri gaf í tilefni af þessari liátíðaglímu. Afhenti formaður þjóðhátíðar- nefndar, dr. Alexander Jóhannes- son prófessor, gripinn. Forseti í. S. í. afhenti Guðmundi Grettisbeltið og fegurðarglímu- verðlaunin og sleit mótinu með stuttri ræðu. Glíman fór fram í liúsi Jóns Þorsteinssonar, þar sem varð að fresta henni vegna veðurs á Þing- völlum. Vinningar féllu þannig: Guðmundur Ágústsson (Á.) 8 vinnina, Finnbogi Sigurðsson (K. R.) 7, Eiuar Ingimundarson( U. M. F. Vöku) 5, Davíð Hálfdánarson 4, Andrés Guðnason (Á.) 3, Hall- grímur Þorkelsson (U. M. F. T.) 3, Haraldur Guðmundsson (Iv. R.) 3, Gunnlaugur J. Briem (Á.) 2, Sigfús Ingimundarson (Á.) 1 vinning. Grein um glímuna birtist síðar í blaðinu. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að son- ur minn og bróðir okkar MAGNÚS SVEINSSON varð bráðkvaddur að heimili sínu, Ásvallagötu 69, aðfaranótt hins 21. júní. Sigríður Magnúsdóttir. Axel Sveinsson. Kjartan Sveinsson. Sænsk blöð um fýðveldisstofnunina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (22.06.1944)
https://timarit.is/issue/211996

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (22.06.1944)

Aðgerðir: