Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. júní 1944. ÞJÓÐVILJINN i RITSTJÓRl: RANNVEXG KKISTJÁNSDÓTTIK J W.Júní /944 n jKonan frjáls í frjálsu landi ■-----jjarlœg hugsun lengi var. Ánauð háð var hönd og andi, hlehkir vanans alstaðar. Innibyrgð í höll og hreysi húsmóðir og ambátt vann. JLoks gegn sagga og sólslcinsleysi ■svali morgunbjarmans rann. Konan frjáls í jrjálsu landi, jjélagsstejna okkar varð. JSysturþeli og bróðurbandi hyggja skyldi upp sérhvem garð. ■Senn þœr vöktu fleiri og jleiri, É%ngu gleggri og dýpri sýn, lárbjarminn varð alltaj meiri, \unz i heiði dagur skín. Nýi timinn kallar, kallar: Kona, þorðu að vera jrjáls. Lands vors dœtur allar, allar, ok ei þola og jjötra um háls. Hlekki úr járni og hleklci úr rósum hóndin jrjáls mun slíta jafnt. Aðstóðu vér einmitt kjósum eins og jrjálsar konur samt. Heilar'saman, systur állar. Sólarupprás heilsum vér. Stundin komin, starfið kallar, svarfssvið opið hvar sem er. Þroskist samtók, orka og andi oklcar systra og brœðralags. Konan jrjáls í jrjálsu landi jagnar sól hins nýja dags. Ingibjörg Benediktsdóttir. I !Ma ioelðii 7 Eftir Dýrleifu Árnadóttur Margar konur velta nú fyrir sér Iþeirri spurningu: Hver verður staða mín á komandi árum? Hver -verða mín kjör? Við fögnum því allar íslenzkar ikonúr, að aldagamall draumur ís- lenzku þjóðarinnar um fullt sjálf- stæði er að rætast. Jafnframt ósk- um við þess að hið nýja lýðveldi verði fullkomnara og betra þjóð- . skipulag, en það sem við nú bú- um við. Við gerumst meira að :segja svo djarfar að láta okkur dreyma um, að íslenzka lýðveldið muni ef til vill jœra okkur fyrr eða síðar fullt frelsi, fullt sjálfstæði, sömu laun fyrir sömu vinnu og þá aðhlynningu, sem ’þarf til þess að við getum notað krafta okkar sem frjálsir og óháðir samfélags- þegnar og í senn eiginkonur, hús- anæður og mæður. Hvílík orka fer ekki forgörðum S okkar litla menningarsamfélagi ameðan meginþórri kvenna má hýrast í eldhúsum sínum langa æví. Gáfukonur, snillingar, hug- vitskonur, skáld, konur, sem unn- :ið gætu afrek á ýmsum sviðum menningar og tækni, cf að þeim væri hlúð og þær fengju aðstöðú til að verja tíma sínum að nokkru leyti til sinna hugðarmála. Konur vinna enn fyrir svo smán- .•arlegum launum samanborið við :aðrar vinnustéttir, að þeim er of- viða að vera í senn fyrirvinnur heimila, eiginkonur og mæður. Vcnjulega verða þær því að velja um annað livort — neita sér um annað hvort. Og þó má með sanni segja að íslcnzkum konum hafi .-aldrei liðið betur en nú. Eigi að- -eins hafa þær, eða megin þorri þeirra, komizt hjá liinu mikla styrjaldarböli, sem þjáir ennþá Fjallkonan hopar af hólmi konur annarra landa, heldur hefur auðsæld íslenzku konunnar aldrei verið mciri. Aldrei fyrr hefur slílc- ur fjöldi kvenna unnið fyrir pen- ingum við framleiðslu og önnur störf, tiltölulega stuttan vinnu- tíma, getað kcypt sér sæmileg föt og veitt sér gleði og þægindi áður óheyrð. — Vinnukonuáþjánin er, sem betur fer, að afmást og skyldi aldrei framar rísa upp. En þetta eru aðeins ófullkomin stundar- gæði,.sem núverandi ýtri aðstæður liafa skapað í bili. Mikil hætta er á að fari á sömu leið eftir þetta stríð og hið fyrra, að reynt verði á allan hátt að bola konunni burtu af vinnumarkaðnum, cða lækka laun hennar gífurlega, sé hún ekki sjálf á verði um hagsmuni sína og efli að miklum mun samtök sín. Raunverulega er enn litið á kon- una sem aðskoladýr, sem þægilegt sé að grípa til þegar vöntun er á vinnuafli, henni megi bjóða svo að segja hvað sem er, að launum, og losna megi við hana, þegar hennar er ckki lengur þörf í framleiðsl- unni. Aldrei hefur konan sýnt jafn greinilega, livað hún megnar og í þcssu stríði. Sumir telja að Sovét- ríkin eigi ekki hvað sízt sigra sína því að þakka, að konan nýtur þar fulls frelsis og jafnréttis við karl- manninn, og hefur gctað leyst hann af hólmi á flest öllum starf- sviðum og þannig tvöfaldað getu þjóðarinnar til sóknar og varnar. Þó íslenzka þjóðin eigi ckki lönd að verja í sama skilningi og þjóð- ir, sem í stríði standa, þá reynir aldrei meir en nú á það, hvers hún inegnar, hvort sjálfstæðið verður henni að falli eða leiðir liana til Framh. á 6. síðu. Það var hátíð á Þingvöllum við Öxará, þjóðhátíð sem aldrei mun líða úr minni nokkurs manns sem þar var þátttakandi. Á engu and- liti sást æðrúsvipur, enginn lét sér bregða við vot klæði né vota skó. Þögul hrifníng og eftirvænting skein úr hverju andliti, og slík hrifning var meiri og dýpri en svo, að öll rigning veraldar gæti þveg- ið hana burt. Mönnum varð vissulega tíðrætt um veðrið, og margir létu í ljós þá skoðun, að ef bara veðrið hefði verið gott, hefði allt verið fullkom- ið. En mér fannst rigningin hjálpa til að gera hátíðina ennþá ógleym- anlegri og ennþá fullkomnari en hún hefði getað verið í sólskini. Rigningin varð fyrir mér táknræn fýrir hina erfiðu aðstöðu smáþjóð- arinnar í heimi þeim sem við lif- um í í dag og táknræn fyrir hina | jöfnu, hörðu lífsbaráttu íslenzku þjóðarinnar — og þjóðin okkar sigraði rigninguna eins og við von- um að frelsi smáþjóð til handa muni verða viðurkennd og sigr- andi stefna í stríðslok. Hátíðahöldin fóru fram sam- kvæmt áætlun og voru þjóðinni og hátíðanefndinni til sóma, en fjallkonan brást. Það var annað tákn hátíðarinnar, tákn sem ekki var jafn ánægjulegt og hið fyrra, tákn sem við vonum að sé aftur- ganga hins liðna tíma, en ekki for- boði komandi ára. Ilin eina kvenlega vera, sem oþ- inberlega var ætlað að setja svip á hátíðina, var ung stúlka í gcrfi fjallkonunnar. Koma fjallkonunn- ar var boðuð hvað eftir annað, en fjallkonan rann af hólmi, og munu flestir hafa saknað þess. Ef til vill var þetta smáatriði, en það var svo órökrétt á einhvern liátt, að það skildi eftir vonbrigða- tóm í hjörtum margra. Þingheim- ur Iét sig veðrið engu skipta, þing- menn og ræðumenn kipptu sér ckki upp við það þó regnið skylli á skalla og ásýnd, hinir erlendu sendimenn sýndu hinn mcsta hetjuskap — að renna ekki af hólmi —, og hví þoldi þá ekki fjallkonan okkar einnig veður og vind? „Fjallkonan fríð“, ímynd íslands, þolir ekki lengur regn það, er fellur yfir fósturjörð vora. Eru kvcnnaminna hugsjónir karlmann- anna búnar að villa þeim svo sýn, að þeir sjá nú ekkert annað í þessu kvenlega tákni fósturjarðarinnar en viðkvæma fegurð sem ckki má vökna. Er það einungis hin „jagra Vanadís“ sem enn einu sinni á að meðtaka „lof og prís“? Er fjall- konan ísland orðin veizluskraut, eins og einhver liáttvirtur útvarps- ræðumaður hafði komizt að orði um konuna annan hvorn hátíðar- daginn? Skilja menn ekki lengur, að því aðeins gerðu menn kven- lega veru að tákni íslands að í henni sáu menn grómagnið, styrk- leikann og staðfestuna — og svo halda menn að slíkt tákn þoli ekki lengur sól og regn, það tvennt sem nauðsynlegt er svo að landið beri ávöxt. Ég hlakkaði til að sjá fjallkon- una bjóða veðrinu byrginn, brosa gegn regninu, kasta höfði við storminum, hefja raust sína, hylla fánann og hjálpa til að auka enn- þá sólskinið í hugum fólksins. Sjónin brást, en það var ekki það sem olli mér sárastra von- brigða, heldur hitt, að slíkur at- burður bar svo ótvíræðan vott um skort hinnar karlsetnu hátíðar- nefndar á hinni háttmetnu dyggð kynsins — rökréttri hugsun. Fjallkonan hopaði og kvæði Huldu var lesið af karlmanni. Er þá veizluskrautinu einnig synjað máls, eða töldu menn kvenrödd mundi spilla helgi þingstaðarins? Ef frú Bjarklind ekki gat lesið kvæði sitt af einhverjum orsökum (um það er mér ekki kunnugt), hví völdu menn þá ekki konu í hennar stað, t. d. Soffíu Guðlaugs- dóttur eða einhverja aðra af leik- konunum? Svarið er ofur einfalt. Konurnar hafa brugðist skyldu sinni við þjóðina, með því að taka svo lítinn þátt í opinberum mál- um. Á þingi er engin kona. Þess vegna skipa menn heldur ekki konur í nefndir, konurnar létu allt afskiptalaust og árangurinn er sá, að á myndum þeim, sem teknar hafa verið af framkvæmd lýðveld- isliátíðahaldanna, er ekkert konu- andlit nema sem þúst í mann- fjöldanum. Myndirnar munu geymast sem sögulegar minjar og eftir hundrað ár munu börnin spyrja: Voru þá engar konur til á íslandi. — Því að eftir hundrað ár vona ég að hliðstæðir atburðir yrði ekki látnir afskiptalausir af kvenþjóðinni. Ég býst við að sú von geti verið von okkar allra, og til þess að hún rætist verðum við nú, íslenzku konur, að skilja vorn vitjunartíma, hrista af okkur mók- ið og gangast undir þær skyldur sem fylgja því að vera þegn hins unga endurfædda íslenzka lýðveld- is. Við eigum eftir að umskapa lýð- veldið eftir þörfum almennings og treysta líf þess. Til þess að það mcgi vel takast verður alþýðan í landinu, hinir vinnandi þegnar, að talca málin í eigin hendur, og mun- ið konur, að við erum meira en helmingur íslenzkra þegna. Munið einnig, að með breytni vorrí get- um við fyrst aftur rétt við rök- vísa hugsun karlkynsins og skiln- ing þess á fjallkonunni. Landsfundur kvenna 19. júní, þann dag er íslenzkar konur hlutú kosningarrétt og síð- an hefur orðið hátíðisdagur þeirra, var fundur settur í Hátíðasal Há- skólans. Það var Landsfundur kvcnna. Við setningu fundarins voru fjöldamargar konur mættar, að- komnar frá öllum landshornum. — Fundurinn hófst með guðsþjón- Hciðursgestir fundarins voru frúr forseta og borgarstjóra. ustu í háskótakapcllunni. Síðan var gengið í Hátíðasal Háskólans. Þar setti frk. Laufey Valdimars- dóttir ,forseti Kvenréttindafélags íslands, fundinn með stuttri ræðu, þar sem hún minntist látinna fé- lagskvenna íslqnzkra og tveggja þeirra forgöngukvenna hinnar al- þjóðlegu kvenréttindahreyfingar, er, síðan síðasti Landsfundur var haldinn, hafa látið lífið í barátt- unni gcgn nazismanum, en eins og kunnugt er liafa nazistar svipt konuna öllum borgaralegum rétt- indum. Síðan ávarpaði frú Aðalbjörg Sigurðardóttir fundinn. Gaf hún ofurlítið yfirlit yfir stöðu konunn- ar í fortíð og nútíð, minntist á hið nýstofnaða lýðveldi, sem hún kvað vera eins og barn í reifum, barn sem þyrfti* góðs uppeldis og aðhlynningar ef það ætti að verða góður þegn í samfélagi þjóðanna og liollur sjálfum sér, skírskotaði hún síðan til kvennanna og kvaðst vona að þetta unga óskabarn ís- lenzku þjóðarinnar yrði ekki móð- urlaust á fyrstu þroska árum þess. Minntist hún síðan á þau tvö aðalmál, sem fyrir fundinum Iiggja. En þau eru: í fyrsta lagi skipulagning Landssamtaka kvenna um kvenréttindamálin, og í öðru lagi lcröfur þær er konurnar vilja gjöra til hinnar nýju stjórn- arskrár lýðveldisins. Hvatti hún síðan fundarkonum- ar til að bindast samtökum um að fá konurnar til meiri þátttöku í opinberum málum. En aðalá- lierzluna lagði frú Aðalbjörg á skyldur þær er frelsinu fylgdu. Ivonurnar kvað hún hafa fengið mikið frelsi, en ekki ennþá gengist undir þær þegnlegu skyldur er frelsinu fylgdu, viðvíkjandi hinu opinbera lífi, en með þeirri vakn- ingu er lýðveldisstofnuninni fylgdi kvaðst hún vona að einnig fylgdi vakning kvennanna til umhugsun- ar um stöðu sína og skyldur við hið unga lýðveldi. Að lokum lýsti hún því yfir að við þennan fund væru af sinni hálfu svo miklar von- ir tengdar, að hún ætlaðist til að hann yrði sögulegur atburður með þjóð vorri. Að lokum flutti frú Ingibjörg Benediktsdóttir kveðju þá í ljóð- um er hér birtist einnig. Síðan var setzt að kaffidrykkju í Oddfellow- liúsinu. Að morgni þess 20. var svo lagt af stað til Þingvalla og þar á fund- urinn að halda áfram tvo til þrjá daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (22.06.1944)
https://timarit.is/issue/211996

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (22.06.1944)

Aðgerðir: