Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. júní 1944. ííéÐVILJINN 7 „Hver er þar?“ spurðu kórallarnir, neðan úr sjón- um. „Það er ég“, svaraði gesturinn. „Hver ert þú“, spurðu kórallarnir. „Þekkið þið mig ekki? Ég er kókoshneta. Ég er íræg um allan heim. Það er ég, sem klæði eyjar, svo að þær eru taldar lönd með löndum og sýndar á landa- bréfinu. Það hafa meira að segja verið ortir um m: söngvar“. „Það getur vel verið“, sögðu kóraflarnir. „En vi< höfum ekki heyrt þín getið. Við höfum verið að byggja þessa ey og ekki haf.t tíma til að syngja og læra vísur“. „Já, það er hryggilegt hvað fáfræðin er mikil í heiminum. En er nógu mikill jarðvegur á eynni ykkar, svo að ég geti fest rætur og vaxið, þangað til ég verð pálmi“. „Pálmi!“ hvísluðu kórallarnir hrifnir hver að öðr- um. Þeir báðu hnetuna að koma seinna og sögðust þá skyldu hafa jarðveginn tilbúinn. „Það er gott“, sagði kókoshnetan. „Eg skal velta mér 1 sjónum eitt ár enn. Eg er svo þykk, að ég þoli flest.“ Hún kvaddi og fór. Kórallarnir báðu öldurnar að fleygja á land dauð- um fiskum, kröbbum og krossfiskum. Þetta rotnaði fljótt í sólarhitanum. Fuglar komu og dritu, og í fugladritn- um voru kirsuberjafræ. Það fór að vaxa fallegf kirsu- berjatré á eynni. Einn góðan veðurdag kom holur trjábútur og hann „— Hinn 8. júlí 1875 var Drevar skipstjóri á barkskip- inu „Pauline“ frá Englandi á sjó við norðurströnd Brasilíu. Það var um klukkan ellefu fyr- ir miðjan dag í fögru, heiðskíru veðri og sjólítið, þá segir skip- stjórinn í skýrslu sinni: „Um þetta leyti tókum við eftir ein- hverjum svörtum blettum á sjónum og einhverjum hvítleit- um strók yfir svo sem 15 fet á hæð. Eg hélt fyrst,, að það væri klettur, sem væri þannig litur og var ég hræddur um, að við værum *nærri einhverri grynningu. En allt í einu hrundi strókurinn með braki og skell- um og annar strókur kom upp. Þetta gekk nokkra stund, hvað eftir annað. Eg sá í kíki, að þetta var ógurlegur ormur, sem hafði tvívafið sig utan um hval. Þeir bröltu þarna í sjónum og ormurinn sneri hvalnum í kring eins og kefli með því að beita hausnum og halanum, en tveir hvalir voru þar rétt hjá og börðu sjóinn með bægslunum og sporðinum. Varð af þessu xnikil ólga í sjónum. Þetta-und- ur varaði eitthvað 15 mínútur og lauk svo að hvalurinn sýnd- ist steypast beint á höfuðið og sporðurinn upp í loftið. Síðan ÞETT4 hvarf allt og við héldum, að ormurinn hefði farið með hval- inn niður að grunni.“ Drevar skipstjóri ætlaði lengd ormsins allt að 90 álnum, þar sem hann var tvíofinn utan um hvalinn. Hann gapti alltaf og hausirm var ákaflega mikill. Fám dögum seinna, eður hinn 13. júlí, klukkan sjö um morg- uninn, vár skipið enn nálægt sama stað. Þá kom aftur sama skrimslið eða annað áþekkt upp úr sjónum. Það slengdi hausn- um og 20 álna lengd af skrokkn um lárétt hafsbrúninni og synti rétt fyrir aftan skutinn. Svo seg ir skipstjórinn: „Meðan ég var að hugsa um, hvað það mundi vera, sem þessari skepnu þættí svo ný- stárlegt, að hún elti okkur, hvort það mundi vera hvíta röndin á skipinu, þá var kallað: Þarna er það aftur! Eg sá þá skrimslið skammt frá skipinu, hossandi sér 60 feta hátt upp í loftið með ógurlegu augnaráði. Við höfðum allir axir til reiðu til að taka á móti því, ef það kynni að ráðast á skipið. En þá hvarf það.“ („Sjóvíti og sjóskrímsli", eff- ir Benedikt Gröndal). r PHYLLIS BENTLEY: A R F U R — Verkamennirnir urðu svo undr- andi, að Will gat ekki varist hlátri. Hann hélt áfram göngu sinni um verksmiðjuna, ávarpaði menn hér og þar og bað þá alla þess sama. Hann var ákaflega hrifinn af þessu bragði sínu og þóttist hafa slegið tvær flugur í .einu höggi. Á.hyggjum hans út af fundinum var þó ekki lokið, því að um kvöld- ið, þegar María frétti, að Jonathan ætlaði að fara, fór hún að gráta. Þá sagði Wijl við son sinn, að þarna sæi hann afleiðingar heimsku sinnar og bar honum á brýn ónær- gætni við móður sína. Jonathan fölnaði við og sagði lágt: „Mamma, ég verð að fara. Það er skylda mín“. „Hvað annað!“ sagði Will. María gekk út úr stofunni. Will fór á eftir henni til þess að hugga hana, en sér til mikillar gremju komst hann að raun um að ástæðan til géðshræringar hennar var einhver óskiljanleg liræðsla við York. Hún sagði að Joe hefði farið til York og aldrei komið aftur. Eitthvað gat komið fyrir Jonathan í þessari ferð. Það var eins og hún byggist ekki við að sjá hann fram- ar. Will sagði að þetta væri barnaskapur og ástæðulaus hræðsla, Joth væri fullorðinn maður og fær um að gæta sín sjálfur. En einmitt, þegar hann fór að hughreysta hana varð hann sjálfur kvíðinn og óróleg- ur. Það voru tíu mílur frá Marthwaite til York og hann hafði heyrt að verkamennirnir ætluðu að ganga alla leið. Það var varla hugsanlegt, að Jóna- than gæti gengið alla þessa leið, en hinsvegar var það líkt hon- um að reyna það. Og hvar ætl- aði hann að gista? Will greiddi sonum sínum ekki annað kaup en föt og fæði — og vasapeninga, þegar Brigg gekkst eftir þeim. Hann sá sér ekki annað fært en leggja Jónathan til farareyri og var honum það þó ekki ljúft. Við nánari athugun taldi hann líklegast,að Jónathanþægi ekki af honum peninga. Hann fékk því Maríu peningana og sagði henni að láta sem þeir væru frá henni — hún hefði dregið þá saman af því, sem hún hafði sjálf undir höndum. María gekk inn á herbergi sonar síns, lagði hendur um háls honum og bað hann grát- andi að fara ekki. „Eg verð að fara,“ sagði Jóna- than náfölur en ákveðinn. „Jónathan, þú ferð ekki, ef þér þykír eitthvað vænt um mig“, sagði hún. En hann end- urtók sömu orðin: „Eg verð að fara.“ „Taktu þá að minnsta kosti við þessu,“ sagði hún og stakk tveimur gullpeningum í lófa hans. „Eg þarf enga peninga,“ sagði Jónathan, því að hann vissi mjög vel, hvaðan þeir voru komnir. „Þú verður að taka við þeim,“ hrópaði móðir hans með ákafa, sem henni var ekki eiginlegur. „Þú verður —“ Jónathan varð hræddur við geðshræringu hennar og tók við peningunum eftir augnabliks umhugsun. Hann hugsaði með sér að hann þyrfti ekki að eyða þeim þó að þeir lægju í vasa hans. Og ásetningur hans var svo augljós, að María tók hönd- unum fyrir andlitið og fleygði sér grátandi niður á rúmið. Will hafði verið nærstaddur og heyrði hana gráta. Hann kom æðandi inn. „Ætlarðu að gera útaf við móður þína?“. hrópaði hann, laut niður að Maríu og tók hana í faðm sér. „Nei,“ sagði Jónathan, „en ég verð að fara.“ „Farðu þá til Helvítis," öskr- aði Will og ýtti Maríu varlega út á undan sér. Þetta var ekki friðsamt kvöld. Sophia háorgaði og neitaði að hátta. Seinast sló hún mömmu sína. Þegar Will sá þetta, varð hann eins og óður maður og lamdi Sophiu. Þessari viðureign var tæpast lokið, þegar Brigg gamli hringdi klukkunni, sem hann hafði við rúm sitt, ákaf- lega. Sophia hafði sagt Brigg það, sem hún vissi um ferðalag Jónathans og gamli maðurinn varð mjög órólegur, því að hon- um þótti vænt um Jónathan. Þegar komið var að Brigg gamla, hafði hann fengið eitt af þeim „köstum“, sem voru far- in að gera vart við sig, en þetta var það versta, og það leið á löngu, áður en hann jafnaði sig. Jónathan fann það sjálfur að hann var orsök þess, að öllum á heimilinu var svo þungt í skapi. Hann gat ekki sofnað, það sem eftir var næturinnar. Augu hans voru þurr og svíð- andi. Hjartað barðist í brjósti hans og hann kallaði sjálfan sig vesælt olnbogabarn •— en þó ekki eins sárt leikinn og börn- in, sem hann langaði til að frelsa. Hann varð að fara til York. Það var skylda hans Það var skylda hvers ærlegs manns. Öllum var þungt í skapi, þeg- ar Jónathan lagði af stað um morguninn. Brigg gamli lá í móki og enginn sinnti um hann. María grét. Will gaf lokuðum verksmiðjudyrunum illt horn- auga. Brigg skálmaði fram og aftur með hendurnar í vösunum og sagði: „Eg skil ekkert í þér Joth, að fara þegar afi er svona veikur.“ Jónathan hafði jafnan talið sig ættlausan og ekk-i sízt nú. Hann taldi sér engan veginn skylt að vera heima. Sophia var sú eina, sem var í góðu skapi þennan morgun. Hún dansaði um gólfið og gaf sér varla tíma til að vera kyrr, meðan Jónathan kvaddi hana með kossi. Þegar Jónathan kom að vega - mótunum við Marthwaite gekk hópur manna framhjá. Einn þeirra bar hvítan fána. Storm- urinn kippti í hann og breiddi úr honum. Stórir stafir voru saumaðir í hann með grófu ull- argarni: „Frelsið bömin í guðs nafni!" Jónathan leit á þessi orð og slóst í för með verkamönnun- um. 2. Það var fimtmudagsmorgun. Jónthan nálgaðist York. Hann var rennvotur, uppgefinn og hungraður. En augu hans leiftr- uðu af fögnuði. Hann hafði á- sett sér, að ganga til York og bráðum var hann kominn alla leið. En þetta hafði verið erfið ferð. Hann hafði tekið á öllu þreki sínu til að komast í tæka tíð Litla krossgátan Lárétt: 1. vegin — 7. éiðfestu — 8. girðill — 10. skordýr — 11. væta — 12. fæddi — 14. gamla — 16. þjakar — 18. greinir — 19. skal — 20. hræra — 22. læti — 23. mátti til — 25. ritaði, Lóðrétt: 2 goðinja — 3. fugl — 4. snjóa — 5 tveir eins — 6. flökraði — 8. ás (þgf.) — 9. ey-jar — 11. tímamælir — 13. hneigði sig — 15. megnar — 17. standa saman — 21. púka — 23. voði — 24. tvisvar sá sami. RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR 1 SÍÐASTA BLAÐI Lárétt: 1. sálmar — 7. laun — 8. ir — 10. K.R. — 11. álf — 12. Pá — 14. .kanna — 16. okkar — 18. an — 19. rök — 20. gó — 22. af — 23. naga — 25. sárnar. Lóðrétt: 2 ál — 3. — lak — 4. murka — 5. an — 6. arfana — 8. ilna — 9. spor- ar — 11. án — 13. áköf — 15. argar — 17. k.k. — 21. ógn — 23. ná — 24. AA'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (22.06.1944)
https://timarit.is/issue/211996

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (22.06.1944)

Aðgerðir: