Þjóðviljinn - 27.06.1944, Page 3
I’riðjudagur 27. júní 1944.
ÞJÓÐVILJINN
1B
eistar Ar þúsnnd ára
lffsbaráttn fslenzkrar
alþýin .
Rétt fyrir lýðveldishátíðina kom út nýstárlegt rit, „Neistar úr
|)úsund ára lífsbaráttu íslenzkrar alþýðu“ er hinn þjóðkunni og
vinsæli fræðimaður Bjöm Sigfússon hafði safnað. Bókin er hátt
á fjórða hundrað síður, og vel frá henni gengið, einnig hvað út-
lit snertir. Nýtt útgáfufélag „Þjóð og saga“ gefur bókina út.
Efnið er þess eðlis að bókin ætti að vera til á hverju einasta
heimili á landinu, hún opnar mönnum nýja heima, veitir með
stuttum en hnitmiðuðum tilvitnunum meiri innsýn í „lífsbar-
áttu íslenzkrar alþýðu“ en flestar aðrar bækur.
Bjöm Siffjússon
IaOiárn
Bókinni er þannig skipt í
tímabil og kafla:
FYRSTA TÍMABIL 970—1264
1. Úr álögum gullsins.
2. Uppreisn frá réttleysi og
örbirgð.
3. Hinir ofurseldu.
4. Eigi skal höggva.
5. Gegn drottnun og hervaldi.
6. Vörn sjálfstæðis.
ANNAÐ TÍMABIL 1264—1600
7. Vörn þegnfrelsis og þjóð-
frelsis.
8. Frá upplausnarskeiði mið-
aldamenningar.
9. Danska nýlendan mótast.
ÞRIÐJA TÍMABIL 1600—1800
10. í klóm fáeinna kauphöndl-
ara.
11. Verkafólk, þurrabúðir og
leigujarðir.
12. Réttur og refsingar.
13. ísland bundið, þungt okið
undir.
FJÓRÐA TÍMABIL 1800—1874
14. Barizt fyrir landréttindum.
15. Fjársöfnun og viðskipta-
klækir.
16. Atvinnuþróun og land-
flótti.
17. Mannréttindi.
18. Alþýðutungan og sníkjusið-
irnir.
í eftirmála segir Björn Sig-
fússon:
„Formála þurfti engan tií að
kynna lesbókarefni og þekking-
armola þessa rits. Þar verður
hver að finna þá hlutina, sem
hann varðar um, og láta hina
afskiptalausa, þangað til þeir
kunna síðar að koma honum
við. Finnist mönnum ritið eða
þættir þess sumir vera einhver
samræmd heild, hafa þeir mis-
skilið það — eða þá samning-
in mistekizt. — í sögu þjóðar
þar sem öll félagsfyrirbrigði
hafa hingað til sundrazt eða
hnigið löngu fyrir fullþroskann,
skýrist þáttur lýðréttar og fé-
lagsmála fullt eins vel af til-
viljunarkenndum heimildar-
greinum, sem knýja til íhugun-
ar, eins og af fræðitilraun til
yfirlits í jafnstuttu máli. í
sögu bókmenntaþjóðar er jafn-
an vænst til gleði og gagns að
beita orðum frumhöfundar í
hverri frásögn, ef unnt er. í
sögu þjóðar, sem skilur mál sitt
ellefu aldir aftur í fjarskann,
skjótast skammhlaupsneistar
milli nútíðarmanns og hverrar
aldarinnar, sem er, og geta kveikt
að óvörum í hugskoti hans, sagan
birzt honum leifturbjört úr einföld
um orðum. Af fortíðarauðnum á
efnissviðum ritsins birtist liér að-
eins fátt og srnátt af því, sem til
er, og þó nokkuð. Margir þættir
ritsins þurfa söguþekkingar, svo
að skilnings megi vænta. Almenn-
ar kennslubækur svo sem Islend-
ingasaga Arnórs Sigurjónssonar
verða að lyfta ólærðum mönnum,
sem áhuga hafa, yfir þann þrösk-
uld. Smáletursgreinar, sem marka
hér þáttaskil, gerðar af mér, eru
ekki mæld og vegin sögufræðsla,
heldur fyrst og fremst hvatning
til annarra að lesa eitthvað út úr
bókarefninu, hver sem honum er
lagið. Heimildartilvitnanir þótti
ekki þurfa nákvæmar í ljóðabæk-
ur, stuttar ritgerðir eða rit né þær
bækur, sem nafnaskrá fylgja í út-
gáfum, og er fróðleiksmönnum öll-
um ætlandi að leita til heimildar,
þegar þeir vilja sjá hlutina í fullu 1
samhengi. Ritið er rúms vegna
eintóm brot. Smáletursskýringar,
úrfellingarpunktar og fyrirsagnir
eru bráðabirgðahjálp við lestur og
eiga ekki að vera fræðigrundvöll-
ur. Ekki er bókmenntakennsla aðal
ritsins, því að mér þótti rétt að
gera Magnúsi Stephensen og
Bjarna Thorarensen einu sinni
jafnt undir liöfði með Ijóð sín og
ójafnt með lögspeki sína, og líkt
er farið með aðra mætismenn, sem
þurfa ekki að vera þýðingarminni
í landsþróun fyrir því, þótt minj-
ar þeirra sjáist hér ekki. Ókleift
var t. d. að gera 19. öld góð skil.
Þjóð og saga mun birta annað
bindi Neista um sömu efni og svip-
uð frá næstliðnum 70 árum eða lið-
lega það“.
Björn ritar stuttan og meitlað-
an inngang að hverjum kafla, og
skal hér sem sýnishorn birt inn-
gangsorðin að 12. kafla „Réttur
og refsingar“:
„Úr endalausum refsiréttum
annálanna skulu ekki birt hér
nema fáein sýnishorn og eigi val-
in n'ema sum hin átakanlegustu,
heldur sem fjölbreyttust og dreifð-
ust. Ekki virtist ástæða til að rekja
neitt öðru fremur hinar ótölulegu
smáréfsingar fyrir þrjózku við arð-
ránsvöld tímans sérstaklega, svo
sem þegar íslenzkur lögmaður lét
hýða í ómegin Asbjörn Jóakims-
son fyrir það, að hann liafði eitt
sinn átt of annríkt til að hlýða
kalli að flytja kóngsmann yfir
Skerjafjörð, eða þegar Hólmfast-
ur hjálcigumaður var hýddur ofsa-
lega í viðurvist Múllers amtmanns
fyrir að selja Keflavíkurkaup-
rnanni 3 löngur, 10 ýsur og 2 sund-
magabönd, sem Hafnarfjarðar-
kaupmaður átti einkarétt á að
kaupa, en var búinn að neita. Bú-
slóðamissir og Brimarhólmsvistir
manna fyrir ein og önnur lítilræði
gegn sömu völdunr liggja hér í
þagnargildi. 1 þessum þætti er hins
vegar horft á refsimál fyrir eigin-
lega glæpi og fyrir brot, sem reynt
var að fá þjóðina til að telja með
glæpum, um skeið með miklum ár-
angri.
Enginn má vikna við neitt í
fyrsta lestri þáttarins, það heimsk-
ar. Hitt heimskar nrenn rrrinna,
þótt þeinr finnist allt vera skrípa-
leikur, nreðan þeir geta ekki lifað
sig inn í það, skrípaleikur, senr
hefst með því spotti, að íslending-
ar verða að athlægi fyrir að kunria
ekki um 1600 þá nrætu list böðuls-
íþróttina, tíma ekki að lóga mjólk-
andi nróðurkind, fyrr en lrún hafi
skilað þeirrr dilknum, og gerast
skröfugir vel um þá rrýstárlegu sýn
er handjárnaður hugarórapiltur
var settur hátt á viðarköst og
brenndur „til dauðs“, — til kola.
— Kópavogseiðaárið byrjar meg-
inþáttur lráðlciksins. þegar Brynj-
ólfur og Árni lögmaður eru kúgaðir
til undanhalds andspænis byssu-
stingjum og í lögmannssæti er sett-
ur Þorleifur Kortsson, hinn Ijúf-
láti, hálfútlendi skraddarapatti
með galdraofstæki, sem jafnvel
Þingvellir eru síðan brennimerkt-
ir af, meðan þeir eru til. Sama
haust er fagnaðarboðskap nýortra
Passíusálma um kærleiksrefsing
föðurins við soninn iithverft í ljós-
lifandi verulcik við aldarinnar
smekk með kærleiksverki Sigurð-
ar á Grindli við son sinn, og í krafti
Sigurðar, meir en Hallgríms, hef-
ur börnum upp frá því verið keunt
að segja: „Vil ég vesöl barnkind,
á vönd föðursins kyssa“. Þegar
maður játar sig hafa nauðgað
stúlkubarni, er ekki nóg að höggva
hann, heldur þarf að hundelta
stúlkuna árlangt milli landsfjórð-
unga og sanna sekt og lífláta hana.
Jón grallari af Akranesi er hýddur
hátíðlega á þingi fyrir að skopast
að kónginum fullur (ekki þeim
franska), en fyrir skens um djöf-
ulinn er Halldór Finnbogason
brenndur lifandi. Þegar Jón greyið
frá Klúku álpaðist ókunna leið til
himnaríkis, blæðandi af hýðingu
með prestsreiði í ofanálag, og
drengur, sem saknar hans vestra,
Ásmundur Jónsson, er með kalls
og kjafthátt um, að nokkrir af
helztu höfðingjum landsins beri á-
byrgð á, hvert Jón frá Klúku sé
kominn, er engu líkara en dreng-
urinn Ásmundur sé orðinn voða-
legastur allra óvina þjóðfélagsins,
og í tvö óralöng ár veitir ýmist því
eða honum betur, unz það heppn-
ast að lyfta honum á gálga alþing-
is, iðrandi fyrir „lygina miklu“. Há
marki nær þessi gamanleikur, þeg-
ar Ranglátur Tímarímu hefur fellt
og útlistað líflátsdóm, nauðgað
samvizku Óttars til að staðfesta
allt, þótt augun hvítmati, en alda-
gömul nornarúlfúð höfðingjamóð-
urinnar ætlar að sprengja hana af
fögnuði yfir leikslokum: „Kerling-
ar var kjaftur flár / keyrður upp
með sköllum. / Hafði liún ekki í
hundrað ár / hlegið með honum
öllum“. Vildum við heldur hafa
þetta gamanleik en alvöru?
Jafnframt sýna einfaldar tölur,
að aftaka lögdæmdra var lítið brot
í umfangsmeira verki. Fé þeirra féll
upptækt konungi og umboðsmönn-
um hans til handa, en fé annarra
landsmanna smátt og smátt verzl-
uninni til handa'. svo að útkoman
varð þar lík. Þegar svo ber við
eins og stundum í dágóðum fiski-
árum, að nokkrar þúsundir, segj-
um níu þúsundir, tærast til dauða
af skorti eða átján þúsundir deyja
í einu úr farsótt, sem hætt var að
vera skæð í menningarlöndum,
hljóta einhver máttarvöld að vera
með slíku að framkvæma felldan
dauðadóm yfir þúsundfalt fleiri en
þeim lögdæmdu, — drottinn einn
veit, hverjum bar að réttu lagi að
deyja, en örlög dæmdu þúsund-
anna voru öll jöfn. — Sá þjóð-
stofn, sem sveikst frá dauðdaga
hungurs, höggstokks og’ ólar og
náði 19. öld, var minnihluti ís-
lendinga. Meirihlutinn laut dómi
og hvarf, og að sama skapi hvarf
ef til vill margt í þjóðareðli. í smá-
letursgrein undan XI. þætti var
því haldið fr.'pn, að niðurstaða
baráttunnar milli innlendra hús-
bænda og landsdrottna og þeirra,
sem undir þá voru gefnir, hefði orð-
ið sú að festa sem bezt fyrri alda
venjur um kjörin og sambúðina,
og þóttist innlenda yfirstéttin vel
mega því una. En öflin, sem þurftu
að einokíi ísland verzlunarlega og
trúarpólitískt í senn máttu engu
slíku jafntefli una, þau urðu að
umskapa Islendinga í auðsveipa
nýlenduþjóð eða bíða ósigur ella
með tímanum, og til þeirrar um-
sköpunar dugði ekkert minna en
refsingaræðið jafnt í sálmum sem
sakadómum og allar tortímingar-
aðferðir hallæra og höndlunar sam-
einaðra.
í höfuðborg íslendinga, Kaup-
mannahöfn, sátu þeir, sem aðferð-
um og hagnaðinum réðu, en þar
þroskuðust einnig menn, bæði
danskir og íslenzkir, sem vinna
tóku að gagnstæðri þróun í lönd-
um Danaveldis og náðu miklum
árangri á 18. öld, eigi sízt í refsi-
rétti og öðru því, sem sérréttinda-
mennirnir tímdu hclzt að sleppa
íhlutun um. Um stórt hundrað ára
frá lífláti Jóns Arasonar voru það
Danir, sem þröngvuðu Islending-
um til harðari og harðari böðuls-
starfa, en 18. öldina og lengur urðu
danskir menn alltaf öðru hverju til
þess að draga heldur úr refsihörku
íslenzkrar valdastéttar og kenna
þar heilnæmari sið“.
Samfidín
Samtíðin, 5. h. II. árg. er fyrir nokkrn
komin út. Fremst í heftinu er stór mynd
af Jóni Sigurðssyni, nokkur orð fylgja
myndinni. Prófessor Alexander Jóliannes-
son. skrifar: Stundin er komin, grein um
tímamótin í sögu íslands. Viðhorf dagsins
skrifar Páll Stefánsson bóndi á Ásólfsstöð-
um: Frá sjónarmiði sunnlenzks bónda. Þá
er smásaga eftir Franz Molnar: Ráð und-
ir rifi hverju, ennfremur úr dagbók Högna
Jónmundar eftir Hans Klaufa.
Björn Sigfússon skrifar um tunguna:
Forðumst innflutta ónákvœmni. Framhald
er á ritgerð André Maurois: Listin aS
verða gamall. Ennfremur eru í heftinu
merkir samtíðarmenn, bókafregnir o. fL