Þjóðviljinn - 27.06.1944, Page 7
'Þriöjudagui' 27. júní 1944.
ÞJÓÐVILJINN
7
Elsa Beskov:
UPPELDISVÉLIN.
um. Þeir sögðu, að Pési gæti ekki fengið að vera í skól-
anum lengur, því að aðrir drengir tækju eftir honum
óþægðina.
Meistari Gráskeggur varð ofsareiður. Hann fór að
svipast um eftir Pésa og ætlaði að flengja hann ærlega.
En Pési sást hvergi.
Mtistari Gráskeggur gekk fram og aftur um stofuna
í þungum þönkum. Stofan var fjörutíu álna löng og á
henni voru tólf gluggar. Hann var að hugsa um, hvað |
hann ætti að gera við Pésa> því að í bréfinu stóð greini-
lega, að í öllu Kringluríki væri ekki 'til skóli, sem vildi
hafa hann.
En meistarinn hafði alls ekki tíma til að kenna Pésa
sjálfur. Hann hélt áfram að ganga fram og aftur um
gólfið, og í hægri hendi hélt hann á vendinum, sem hann
ætlaði að flengja Pésa með, strax og hann kæmi í aug-
sýn.
En Pétur lá á grúfu undir borðinu og beið eftir því,
að pabbi hans færi að hugsa um uppfinningar sínar.
Þá var hann ævinlega úti á þekju og Pési bjóst við að
geta forðað sér, án þess að hann tæki eftir.
Allt í einu staðnæmdist meistari Gráskeggur og
lagði lófann á ennið.
Hann hafði fundið ráð.
Honum hafði dottið í. hug að smíða uppeldisvél. Þá
þyrfti hvorki skóla né kennara í Kringluríki framar og
börnin yrðu menntuð og vel upp alin, án þess að for-
eldrarnir þyrftu að grípa vöndinn.
Annað eins hafði meistara Gráskegg aldrei dottið í
hug. Hann snaraði sér að stóra skrifborðinu og fór að
gera uppdrátt að vélinni.
Pési gægðist fram undan borðin og ætlaði að skjótast
burt, en rétt í því opnuðust dyrnar og þjónn tilkynnti,
Meðal þekktustu ..gullgerðar-
manna“ og undralækna á sín-
um tíma var Spánverjinn St.
Germain (Sumir segja að hann
hafi verið frá Portúgal). Hann
var fæddur í byrjun átjándu ald
ar. St. Germain kom síðan fram
á sjónarsviðið við helztu kon-
ungshirðir Evrópu undir ýms-
um nöfnum en allaf með greifa-
nafnbót. Hann kvaðst geta ,,bú-
ið til“ gull og gimsteina, gert
kraftaverk og gefið gömlum
konum aftur æskufegurð sína.
Af þessum ástæðum naut hann
hylli madame Pompadour og
hún trúði á fegurðarmeðul
hans. St. Gei’main dvaldi hjá
þjóðhöfðingjum í París, Berlín
og Pétursborg og vakti alls
staðar jafn mikla hrifningu.
Hann sagðist hafa fundið upp
„lífs-eleksír“ og geta lifað eins
lengi og hann vildi, enda kvaðst
hann hafa þekkt Krist og post-
ula hans persónulega og sankti
Pétur hefði verið' sérstakur
vinur sinn.
Ökumaður „greifans“ var
einu sinni spurður, hvort það
væri satt, að húsbóndi hans
væri fjögur þúsund ára gamall.
Ökúmaðurinn hugsaði sig um.
„Eg veit það ekki“, sagði hann
seinast, „en ekki finnst mér
honum hafa farið aftur þessi
hundrað og þrjátíu ár, sem ég
hef unnið hjá honum“.
St. Germain kunni ýmisar
listir sem styrkti menn í þeirri
trú að hann væri kraftaverka-
maður. Meðal annars skrifaði
hann með báðum höndum í
einu, jafnhratt og jafn vel, eft-
ir því sem samtíðarmenn hans
hafa um hann ritað. Ludvik
fimmtándi fékk honum íbúð í
höllinni Chambort og greiddi
honum 100.000 franka í laun á
ári. „Greifinn“ dó að síðustu 1
sóma og yfirlæti árið 1780 hjá
vini sínum Karli greifa í Hess-'
en-Kassel.
Annar „greifi“ að nafni Cagl-
iostro var óheppnari. Hann rak-
aði saman fé með gullgerðar-
fölsun og bjó til „lífs-elexir“,
en var settur í ævilangt fang-
elsi í Róm. Goethe og Dumas
hafa gert hann frægan í skáld-
verkum sínum.
ir
PHYLLIS BENTLEY:
ARFUR
tveir ultu í gólfið.
reyndi að koma ofan í hann
brennivíni, en hann skók höfuð-
ið af öllum mæti og stundi hátt.
Vissu þeir ekki að hann var
bindindismaður? Síðan fann
hann til ógurlegra kvala í fót-
unum. Það var verið að draga
af honum stígvélin. Köld og
mjúk hönd var lögð á enni hans
og hann heyrði þýða kvenrödd.
En það var ekki móðir hans,
sem var hjá honum.
„Vesalings drengyrinn.11
Röddin var raunaleg og blíð.
Hann leit upp og sá frítt og fín-
gert konuandlit, stór, grá augu
og ljóst hrokkið hár. Helena
Singleton laut niður að honum
og breiddi sængina þéttar að
herðum hans og hálsi! Hann
hreyfði höfuðið og kyssti hönd
hennar með brennheitum vör-
um.
3.
Heima í New-House/ hafði ver
ið búist við Jónathan um morg-
uninn og gert ráð fyrir, að hann
kæmi með næturvagni. En þeg-
ar hann kom ekki, þá var hans
vænzt um hádegi, því að þá var
vagn á ferðinni. En Jónathan
kom ekki.
Wil var að hugsa um að senda
Brigg til Annotsfield til þess að
spyrja frétta. En Brigg hafði
tekið sér fyrir hendur meiri
háttar hreingerningu í litargerð
inni og fengið einn Thorpe-
drengjanna sér til hjálpar.
Brigg sagðist ekki hafa tíma til
að fara.
Seinna um daginn komu tveir
fátæklega klæddir menn til
Syke Mill. Þeir sögðu að ekki
væri ómaksins vert að taka upp
vinnu í verksmiðjunni í dag.
Jafnframt spgðu þeir þau tíð-
indi, að Joth hefði flutt meist-
aralega ræðu í York og að þeir
hefðu síðast séð hann með
Singleton presti.
Will varð rólegur, þegar hann
heyrði þetta og flýtti sér til
Maríu til að segja henni það.
Iiún sat hjá Brigg gamla.
„Það lítur út fyrir að Joth
hafi vakið mikla eftirtekt í
York,“ sagði hann þurrlega. Það
var óvíst, hvort hann var ánægð
ur eða reiður, en María leit á
hann innilega glöð
Brigg gamli spurði önugur:
„Er drengurinn ekki kominn?“
„Ekki enn,“ svaraði Will ró
lega, eins og hann byggist við
Jónathan á hverri stundu.
En Jonathan kom ekki. Og
þegar Will hafði heyrt það ell-
efu, tólf sinnum, að Jonathan
hefði flutt ágæta ræðu í York,
var hann orðinn hinn versti og
spurði verkamennina, sem
komnir voru úr ferðalaginu,
hvers vegna þeir hefðu svikizt
um að líta eftir Joth.
Einhver | Þeir afsökuðu sig með því, að
þeir hefðu álitið að honum væri
borgið, þegar þeir sáu hann hjá
prestinum.
Will reyndi að sannfæra bæði
sjálfan sig og Maríu um, að
Jonathan hefði orðið eftir í
bænum, því að þar hefði átt
að vera einhver annar fundur.
En hann trúði þessu ekki sjálf-
ur frekar en María.
Því lengra sem leið á kvöld-
ið því hræddari urðu þau um
son sinn.
Will og Brigg sátu einir að
kvöldverði. María sat við ofn-
inn og skalf af óró og kvíða.
Þá var allt í einu barið að
dyrum og maður úr spunahús-
inu bað Will að tala við sig.
Will gekk með honum út fyrir
stofudyrnar og var sannfærður
um að maðurinn kæmi til þess
að segja honum lát Jonathans.
„Nei, nei“, sagði maðurinn,
því að hann sá hvað Will hugs-
aði. „Svo illt er það ekki, herra
Oldroyd. Hann er bara veikur,
hefur hita og einhver sár á fót-
unum. Singleton — presturinn
í Eastgate-kapellunni, fór með
hann heim til sín. Þar er nóg
húsrými. Þau eru ein prestur-
inn og systir hans. Ungfrú
Singleton sagði að ég skyldi
segja móður hans að þau skyldu
gera allt sem hægt væri fyrir
Jónathan og að hún þyrfti ekki
að vera hrædd um hann“.
„Er Joth dáinn?“ kallaði hás
öldungsrödd.
Will sneri sér við og sá Brigg
gamla standa við stigauppgöng-
una og styðja sig við handriðið.
María heyrði hróp hans og
kom út úr stofunni. Andlit henn
ar var afmyndað af skelfingu.
Will gætti einskis annars en
hughreysta hana og gleymdi
Brigg gamla alveg. Þegar hann
loksins mundi eftir honum
hafði Brigg hnigið niður í efsta
stigaþrepinu og hallaði sér upp
að handriðinu. Hann var náföl-
ur í framan, greip andann á
lofti og baðaði út höndunum.
Will kallaði á Brigg og þeir
báru gamla manninn inn í her-
bergi hans og lögðu hann í rúm-
ið.
„Nú er úti um hann“, taut-
aði Will. „Sæktu niömmu þína
og biddu hana að koma með
brennivín“.
Will vakti yfir Brigg gamla
um nóttina, en um morguninn
reið hann til Eastgate, þar sem
Singleton bjó.
Singleton prestur og systir
hans buðu Will inn í stofu, þar
sem bókaskápar nær því huldu
veggina.
Presturinn skýrði Will í fám
orðum frá mótinu í York og
sagði, að Jonathan hefði lungna
bólgu.
Helena Singleton fylgdi Will
upp á loftið, sýndi honum her-
IWiÍÉÉilM. _ _ _
bergi Jonathans og skildi hann
síðan einan eftir hjá syni sín-
um.
Jonathan lá á hliðinni, hreyf-
ingarlaus og rjóður í kinnum.
Will virtist lTann ekki sérlega
þjáður, hann þekkti föður sinn
og svaraði spurningum hans
þurrlega eins og hann var van-
ur. Will varð rólegur hvað
heilsu hans snerti.
En allt í einu lét Joth aftur
augun og tautaði samhengis-
lausar setningar. Will varð ó-
rólegur og yrti á hann. Jona-
than leit upp. Augnaráðið var
flóttalegt og skilningslaust. Will
andvarpaði og fór að hugsa um
hvað hann ætti að segja móður
hans. Og hvernig stóð á því, að
þessi drengur hafði alltaf ver-
ið svo einrænn og- þrályndur.
Hvernig hafði honum dottið í
hug að ganga til York og heim
aftur, eins og hanp var fatlað-
ur?
Will stóð á fætur og ætlaði
að fara. Þá datt honum allt í
einu í hug, að hann hafði aldrei
kysst son sinn. Hann laut nið-
ur og kyssti brennheitt enni
Jonathans.
Hann kom auga á tvo gull-
peninga á borðinu hjá lyfja-
glasinu. Þá var honum nóg boð-
ið.
Litla krossgátan
Lárétt:
1. gráta — 7. lifandi — 8. kall —-
10. titill — 11. espa — 12. jökull —
14. trylltar — 16. stig — 18. tveir
samhljóðar — 19. illt umtal — 20.
mint — 22. læti — 23. ekki notandi
— 25. skreyta.
Lóðrétt:
2. sund — 3. tæti — 4. ákveð —
5. einkennisstafir — 6. spyrni — 8.
reykir — 9. ósannar — 11. líffæri —
13. rittæki r— 15. leysast — 17.
stoppað — 21. magur — 23. fór —
24. tvisvar sá sami.
RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR
I SÍÐASTA BLAÐI
Lárétt:
1. bóngóð — 7. karp — 8. æt. —
10. mí — 11. átt — 12. t. d. — 14.
námur — 16, fráir — 18. ræ — 19.
lið — 20. B.P. — 22. úf — 23. bíar
— 25. sítrón.
Lóðrétt:
2. ok — 3. nam — 4 grini — 5.
óp — 6. áttræð — 8. ætur — 9. út-
flúr — 11. óm — 13. drif — 15 ár-
bít — 17. áð — 21. par — 23. bý —
24. ró,