Þjóðviljinn - 11.07.1944, Page 1

Þjóðviljinn - 11.07.1944, Page 1
ðtiskemmtun „Hringsins" Afarmikil aðsókn var að skemmt un Kvenfélagsms ,,Hringsins“ í Hljómskálagarðinum um helgina. Félagskonur höfðu líka lagt sig mjög í líma til þess að allt gæti farið þar sem bezt fram. Eigi er enn vitað, hve mikill hreinn ágóði af skemmtununum og sölu merkja og happdrættismiða Framhaid á 8. aiðti. Rauðí hefíiin tekur Sloním og Lúmtnets Hin stórkostlega sókn sovétherjanna heldur áfram á allri víglínunni frá Litháen til Pripetfenjanna. í sókninni inn í Litháen hafa náðst miklir árangr- ar um helgina. í gærkvöld höfðu sovétherirnir umkringt Vilnius, höfuðborg Litháen, og bardagar voru að byrja í borginni sjálfri. Sovétherjunum tókst í gær að rjúfa eina mikilvæg- ustu samgönguleið Þjóðverja í Eystrasaltslöndunum, járnbrautina milli Dvinsk í Lettlandi og Kovno í Lithá- en, með því að taka járnbrautarbæinn Útsanie. í dagskipunum sem Stalín birti FINNAR SKELKAÐIR í gærkvöld tilkynnti hann töku borgarinnar Slonim, sem er 50 km. suðvestur af Baramovitsi. í sókninni til Pinsk tók rauði herinn borgina Lúmínets, sem er 40 km. frá Pinsk. Er sóknin á þess- um vígstöðvum mjög hröð, og hafa Rússar tekið fjölda fanga og mikið af hergögnum. 1 rússneskri frcgn segir fið Hitl- í?r hafi flutt aðalstöðvar sínar frá Austur-Prússlandi, lengra inn í Pýzkaland. Framsveitir rauða hers ins vovu í gær um 150 km. frá landamærum Austur-Prússlands. lands. Hitler hefur gefið fyrirskipuif xim að skjóta skuli hveru þann liðs foringja, sem geri ráðstafanir til að gefast upp, og hefur einnig hótað að fjölskyldur þeirra liðsforingja er það geri skuli fá að kenna á því. í Helsinki ríkir þessa dagana mikill órói og kvíði yfir hinni hröðu framsókn Rússa, eftir því sem Stokkhólmsfregnritari brezka útvarpsins skýrir frá. Sérstaklega eru menn kvíðafullir yfir sókn Rússa til Eystrasalts, sökum hinn- ar.miklu hættu, er vofir yfir þýzka hernum í Finnlandi, ef sókn Rússa verður ekki stöðvuð. Aðalfundar Lelhfélags Reykjavlkur Aðalfundur Leikfélags Reykja- víkur var haldinn nýlega. I vet- ur hefur Leikfélagið sýnt sex leik- rit við góða aðsókn, enda er fjár- hagur félagsins góður, þótt það hafi lagt í mikinn kostnað við upp- setningu sumra leikritanna, svo sem Péturs Gauts. Á fundinum var stjórn félags- ins kosin. Valur Gíslason, sem ver- ið hefur formaður félagsins, baðst undan endurkosningu, og var Brynjólfur Jóhannesson kosinn formaður í hans stað. Frú Þóra Borg Einarsson var kosin gjald- keri, en Ævar Kvaran ritari. í nefnd til að vera í samráði við félagsstjórnina í vali leikrita voru kosnir: Gestur Pálsson og Jón Aðils. og sskja fran á ðllum vígstöðvum Eftir langa og harða bardaga tókst Bandamönnum loks að taka Caen að fullu um helgina. Sækja þeir nú frá borginni. Bandamenn sækja fram suður eftir Cherbourgskaga og verður nokkuð ágengt, þó er mótspyma Þjóðverja jafnan hörð. Flugvélar Bandamanna hafa gert árásir bak við víglínu Þjóðverja. Fulltrúi dðnsku leynihreyfingarinnar fer til Hoskva Sovétstjómin hefur viðurkennt Frelsisráð Danmerkur, leyni- stjóm frelsishreyfingar dönsku þjóðarinnar, að því er segir í fregn frá danska blaðafulltrúanum. Stjóm Sovétríkjanna fékk í apríl í vor tilmæli frá danska | frelsisráðinu um að veita móttöku fulltrúa ráðsins, og taka þann- ig upp að nýju stjórnmálasamband milli Danmerkur og Sovét- ríkjanna. í tilmælum þessum leggur frelsisráðið áherzlu á að slit stjórnmálasambandsins 1941 hafi verið gegn vilja þjóðarinn- ar og gert vegna mikillar þving- unar af Þjóðverja hálfu. Síðan 29. ág. 1943, er danska ríkis- stjórnin fer frá og Danakonung- ur varð fangi Þjóðverja, er danska Frelsisráðið eini aðilinn, sem getur komið á sambandi milli dönsku þjóðarinnar og Sov étríkjanna. Sovétstjórnin svaraði þegar 23. apríl að hún liti þannig á að Frelsisráð Danmerkur sé nú hinn eini opinberi stjórnarað- Framhald á 8. síðu. Bretar hafa unnið að því að hreinsa til í Caen og sigrast á einstökum hersveitum Þjóð- verja þar. Þeir halda áfram framsókn sinni frá borginni á 6 km. breiðri víglínu og hafa sótt fram um 4 km. Sérstaklega harðir bardagar standa um hæð eina, sem nefnd er 112. Þjóðverj ar eiga erfitt með undankomu yfir fljótið, þar sem Bandamenn hafa sprengt einu brúna, sem liggur yfir fljótið á stóru svæði Voru það Typhoonflugvélar, sem gerðu það. Bandamenn sækja suður eftir Cherbourgskaga. Hafa þeir tek ið nokkur þorp á leið sinni, en mótspyrna Þjóðverja er afar hörð. Halifax lávarður sendiherra Breta í Washington heimsótti Eisenhower yfirhershöfðingja Bandamanna í bækistöðvum hans í Normandle í gær. Hali- fax hefur nú verið gerður jarl. Sjómenn I Veslmannaeyium fengu aðalkröfu sinní framgengti Samningar voru undirrilaðir í fyrradag Deila síldveiðisjómanna í Vestmannaeyjum er leyst. Samningar voru undirritaðir nokkru eftir háðegi s.l. sunnudag milli fulltrúa sjómanna og atvinnurekenda. Sjómenn fengu framgengt þeirri aðalkröfu sinni að gilda skuli sama kaup á öUum bátunum, einnig tvílemb- ingum. Atkvæðagreiðsla fór tvisvar fram um miðlunartillögu sáttasemjara og var hún samþykkt í seinna skiptið með 43 atkv. gegn 33. Samningar þessir eru tfýímælalaust sigur fyrir síld- veiðisjómennina, þar sem aðalkrafa þeirra náði fram að ganga. A Þjóðviljinn mun innan skamms skýra nákvæmlega frá deilu þessari. Sandgerðisdeilan fyrir Félagsdómi il Wuaoiianilli sflBiua tu ianl l snala Mf oi aetlir l.h. urialijflaHlaialta Dómamrnír voru ósammála Félagsdómur kvað í gær upp dóm í máli því sem Vinnuveitendafélag íslands f. h. Finnboga Guð mundssonar gegn Alþýðusambandi íslands eða til vara Alþýðusambandinu f. h. Verklýðs- og sjómanna félags Gerða- og Miðneshrepps. Alþýðusambandið var sýknað af kröfuð stefnanda, en dæmt til að greiða f. h. Verklýðs- og sjómanna- félagsins 1500 kr. skaðabætur, 200 kr. sekt og 300 kr- málskostnað. Dómararnir voru ekki sammála, tveir töldu að sýkna bæri félagið af skaðabótakröfunni og annar þeirra taldi að sýkna bæri það með öllu. í forsendum dómsins segir m. a. svo: „Mál þetta er höfðað með stefnu, dags. 7. maí f. á„ af Vinnuveitendafélagi íslands f. h. Finnboga Guðmundssonar, útgerðarmanns gegn Alþýðu- sambandi íslands f. h. Verka- lýðs- pg sjómannafélags Gerða og Miðneshrepps. Tildrög máls þessa og máls- atvik eru þessi: Haustið 1942 kom til kaup- deilu um kaup og kjör verka- fólks í venjulegri verkamanna- vinnu milli Verkalýðs sjómanna félags Gerða- og Miðneshrepps annarsvegar, sem hér eftir verð ur nefnt Verklýðsfélagið. og þriggja vinnuveitenda hinsveg- ar, Hraðfrystihúss Gerðabát- anna h.f., H.f. Miðness og H.f. Garðs. Auglýsti verkalýðsfélag- ið taxta 8. okt. 1942, en nefndiir vinnuveitendur neituðu að fara eftir honum og 4. jan. 1943 til- kynntu þeir verklýðsfélaginu, hvaða kaup þeir ætluðu að greiða. Þetta sama haust sagði verk- lýðsfélagið einnig upp samningi um kaup og kjör verkafólks í venjulegri verkamannavinnu, sem það hafði gert við Útvegs- bændafélag Gerðahrepps 7. jan. 1942, en útvegsbændafélagið virðist ekki hafa átt í neinum samningum við verklýðsfélagið þetta haust um endurnýjun þess samnings. Hinsvegar var þá í gildi og er enn samningar milli verklýðs félagsins og útvegsbændafélags- ins ódagsettur, en að sögn beggja aðilja frá 7. jan. 1942, um hlutaskipti í vélbátum og náði sá samningur til þeirra, er störfuðu að útgerð bátanna, sjó- manna og landmanna. Hinn 12. jan. 1943 hafði enn eigi komizt ái samkomulag í Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.