Þjóðviljinn - 11.07.1944, Page 5

Þjóðviljinn - 11.07.1944, Page 5
****'+ ? ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 11. júlí 1944 ÍS0fi¥lPl Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Btjóramálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjóraarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, sími 218%. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Frentsmiðja: Víkingsyrent h.f., Garðastrœti 17. Eins dauði -- annars dauði eins velmegun - annars velmegun Morgenthau, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu á hinni alþjóðlegu f jármálaráðstefnu, er nú stendur yfir. Hann kvað velmegunina, eins og friðinn, hljóta að ganga jafnt yfir alla, — ella yrði hvorki velmegun né, friður fyrir neinn. Ummæli hans hafa verið birt hér í blöðunum athugasemda- laust. • Fyrir nokkru síðan var hér í blaðinu sýnt fram á, að það hlyti að verða stefna hverrar þjóðar að bæta lífskjör fjöldans í landi sínu og hvert það tækist, væri undir því komið að einnig í öðrum löndum bötnuðu kjörin. Borgarablöðunum hér heima leizt ekki á þessa keruaingu. í>au eru mörg enn sem álfar, er koma út úr hól. Þau standa sem steingerfingar gagnvart þeim nýja tíma, sem er að skapazt. Stjórn- endur þeirra hugsa enn í gömlu formunum: eina ráðið til þess að láta sér líða vel, er að kúga aðra. Þeir menn, sem þannig hugsa, hafa ekkert lært af ægilegasta blóðbaði varaldarsögunnar. Þeir menn, sem þannig hugsa, leiða heiminn út í nýja styrjöld, ef þeir fá að ráða. Hugsunarháttur þessara steingerfinga birtist í „hugsjón“ Vísis: Það verður að brjóta verklýðshreyfing- nna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll. — Það er fyrsta stigið í undirbúningi þess að draga ísland inn í nýtt stríð. • Hugsunarháttur steingerfinganna á íslandi, sem aðeins geta hugsa sér velmegun með því að sitja klofvega á baki kúgaðrar . stéttar eða kúgaðrar þjóðar, er því í algerri andstæðu við stefnu Morgenthau fjármálaráðherra, — í algerri mótsetningu við stefnu Roosevelts og Wallace, — í algerrum fjandskap við hinar merku ákvarðanir Theranráðstefnunnar: hinar stórfenglegu hugmyndir Churchills, Roosevelts og Stalíns, um að tryggja komandi kyn- slóðum velmegun og frið. En hugsunarháttur steingerfinganna á íslandi er í fullu sam- ræmi við kenningar félagsskapar eins og „America first“, yfir- drottnunarseggjanna amerísku, sem vilja láta Ameríku drottna yfir heiminum og halda að á því byggist velfarnaður Ameríku- manna. Það er sami hugsunarhátturinn og nazistanna, sem nú hafa bakað mannkyninu óumræðilegar sorgir og tjón með því að reyna að framkvæma þá hugmynd sína að láta Þýzkaland drottna yfir veröldinni. • Mönnunum er að skiljast, að eins líf sé annars líf, en ekki annnars dauði. Ef hver kínverskur dráttarkarl heimtar bíl 1 stað handkerr- unnar sinnar eða hver indverksur bóndi traktor, þá þurfa bíla- framleiðendurnir í Detroit engu að kvíða, hvorki Ford né General Motors eða verkamenn þeirra. Ef hver fjölskylda á meginlandi Evrópu gerir álíka kröfur til góðs matar og t. d. Svíar gerðu, þá þurfa íslenzkir síldarfram- leiðendur ekki að kasta síldinni sinni, einni beztu matvöru heims- ins, í sjóinn. Og ef hver húsmóðir í Evrópu fer að heimta að fá sína síld niðurlagða í dós, eins og þær amerísku gera nú kröfur til, þá er óhætt að skapa fisk- og síldariðnað á íslandi og í honum myndi innan skamms verða lagðar niður nokkur hundruð þús- unda tunnur af síld í dósir. — En til þess að geta fullnægt þess- um kröfum, þá þyrftu íslendingar að kaupa ný fiskiskip, vélar í verksmiðjur, blikk í dósir, o. s. frv., o. s. frv., — og það þýðir aftur aukna vinnu, hvort sem það svo er í skipaverksmiðjum Kaisers eða Gautaborgar, vélaverksmiðjum í Birmingham eða Essen. Framfarir, batnandi lífskjör, aukin velmegun hjá hverri þjóð — í einu orði: hraðvaxandi kröfur til lífsins og alhliða starf að því að uppfylla þær, — það tryggir öllum þjóðum sívaxandi vel- megun og frið. — En gamla kúgunarstefnan: stéttakúgunin Fímmta greín Títos marskálks vv/wwvwwwvwwvwvwwwvn/uvvsA/wwvvvn/vwvfttVWVW1 frelsishersins GAGNSÓKN OKKAR Þar sem Þjóðverja skorti nægi- legan herafla til þess að halda bar- áttunni áfrain á þessum slóðum, beindu þeir nú meginstyrk sínum gegn Kozaraborg. Markmið Þjóð- verja var að bæla niður uppreisn- irnar í Bosanska Krajina héraðinu. ítölunum tókst heldur ekki að halda áfram baráttunni á þessum slóðum, vegna þess að þeim varð það nú nauðsynlegt að efla sveit- ’r sínar í Dalmatíu og Sloveníu, þar sem allsherjaruppreisnirnar voru orðnar svo hættulegar, (sér- staklega í Sloveníu, þar sem all- verulegur hluti landsins hafði ver- ið frelsaður;) að mikilvægustu sam- gönguæðum óvinanna var ógnað. Auk þess álitu óvinirnir, að her- sveitir okkar á þeim slóðum væru orðnar óhæfar til nokkurra veru- legra hernaðaraðgerða vegna hung urs og manntjóns. Við skildum eft- ir nokkrar litlar skærusveitir í Svartfjallálandi, sjöttu bosnesku úrvalssveitina og nokkrar skæru- sveitir í Austur-Bosníu og svart- fellska og Herzegovinska herdeild á Tentiste—Kalinovniksvæðinu til þess að verja sjúkrahús okkar og hafa á hendi minni hernaðarað- gerðir. Æðstaráðið ákvað að fara með þeim hersveitum, sem eftir voru af fyrstu og annarri serb- nesku, þriðju sandjanísku og fjórðu svartfeílsku herdeildinni til Austur-Bosníu. Nákvæm áætlun var gerð um leiðina, sem lá yfir hinar torförnu fjallaleiðir Treska- vica, Belasnica o. s. frv. Þessi áætl- un gerði ráð fyrir skyndiárásum á Sarajevo-Mostar-línuna frá Tar- cina Trama, til þess að eyðileggja allan járnbrautarútbúnað og brýr. Þessar hernaðaraðgerðir báru þann árangur, að pokkrar járnbrautar- lestir voru eyðilagðar, allar brýr frá Tarcina Trama, járnbrautar- teinarnír 1 km. að lengd voru rifnir upp, allar járnbrautarstöðvar eyði lagðar og um það bil fjörutíu eim- reiðir, sem að mestu leyti voru gerðar fyrir hálendi. Auk þess tóku hersveitir okkar Korsijic, Ostrozak og aðrar borgir. Við kornum óvin- unum algerlega á óvart og nokkur hundruð óvinahermenn, sem í lest- unum voru, voru teknir til fanga. Arásir voru gerðar á þessa járn- braut úr tveim áttum. Ein sveit sótti fram um Iguman (nálægt Sarajevo) og eftir að hafa lokið verki sínu við járnbrautina hélt hún í áttina til Kresevo, Fojnica, og Bugonjo. Önnur sveitin sótti fram til Konjie og járnbrautar- stöðvarinnar í Bradina. Síðan tók þessi sveit hina ramlega víggirtu borg Prozor, þegar hún hafði lokið árás sinni á járnbrautina í tveggja daga blóðugum bardögum. Eftir að fyrri sveitin tók Gornji, samein- uðust báðar sveitirnar til frekari aðgerða. En fyrir konm okkar tóku sveitir frá Bosanska—Krajina Prijedorborg til þess að auðvelda ástandið fyrir hina umkringdu Kozaraborg. Koma þessara sveita til Bosanska-Krajina örvaði frek- ari uppreisnir, ekki einungis í Bosanska-Krajina og Dalmatíu, heldur einnig í Króatíu og Sloven- íu. Með aðstoð skæruhópa frá Bosanska-Krajina tóku hersveitir okkar, auk Prozor og Gornji-Vakuf Livno, Tonislavgrad, Jajce, Mok- onjicgrad og aðrar borgir. Taka Livnoborgar var mikilvæg, sérstak lega til þess að hvetja til allsherj- aruppreisnar í Dalmatíu og varð til þess að myndaðar voru nýjar hcrdcildir og úrvalssveitir úr skæru hópum frá Krajina, Dalmatíu, Líka, Króatíu og Slóveníu. Þá var Þjóðfrelsisherinn stofnaður og æðstaráðið var kallað Æðstaráð Þjóðfrelsishersins og skæruhópa Júgóslavíii. Eftir töku Bihac brutust her- sveitir okkar áfram gegnum Mið- Bosníu, og eftir að þær höfðu frels- að allverulegan hluta hennar, tóku þær Prnjavor, Kotar, Varos, Teslic og aðrar boi'gir. Þá höfðu sveitir okkar leyst undan oki óvinanna verulegan hluta Mið-Bosníu, hér- umbil alla Lika, Kordun og meiri hluta Sloveníu. Mesta tjónið í allri þessari sókn varð samt við Kozara. Þriðja sókn óvinanna, sem lauk í Slóveníu, misheppnaðist, sökum þess að Þjóðfrelsishernum hafði vaxið svo mjög máttur og megin. Um haustið 1942 sendi æðsta- ráðið einn meðlim sinna til Make- dóníu til þess að bjóða út skæru- hópum og samræma hernaðarað- gerðirnar við skæruhópa Grikk- lands og annarra nágrannalanda. Það sendi einnig formann ráðsins ásamt tíu liðsforingjum til Slóven- íu til þess að skipuleggja skæru- hópa, sem þar voru, í reglulegar hersveitir. INNHÁSARHERIRNIR UGGA UM SINN HAG Hinir mikilvægu sigrar, sem þjóð ir Júgóslavíu höfðu unnið vegna hinnar ofurmannlegu baráttu sinni til haustsins 1942 gerði þýzku og ítölsku innrásarliðin verulega skelk uð. Þeir byrjuðu ]iess vegna þegar í desembermánuði undirbúning undir fjórðu sókn sína. Fjórða sóknin byrjaði með umkringingu liðs okkai' í þeim tilgangi að þrengja hringinn um meginliðsafla okkar. Óvinirnir beindu einnig nú, eins og jafnan áður, meginárás sinni á þann stað, sem æðsta her- ráð okkar hafði aðsetur (en það- an var hersveitum þeim sem fjær voru stjórnað). Þjóðverjarnir ein- („brjótum verklýðshreyfinguna á bak aftur í eitt skipti fyrir öll“) og nýlendukúgunin („ísland er áhrifasvæði Ameríku“) — það þýðir villimennsku og stríð. Og það er nú á valdi hverrar þjóðar um sig að ákveða hvora leiðina hún kýs. Aðst. Tító í byrj. 3. sókn. Þjóðv. =, Járnbrautir. Borgir á valdi Titó i byrj. 3. s. Þ. j|||||5n\ðsUiða Tító eftir2. sókn Þjóðv. r Stefna þýzku árásanna. “t Mikilvægustu orustusvæði. beittu hersveitum sínum við Karlo vac, Gliua, Bosanska, Kostajnica og Banja-Luka. Síðar einbeittu þeir sveitum sínum við Sarajevo, þegar þeir bjuggust við að mestur hluti hersveita okkar yrði neydd- ur til að hverfa úr Bosanska-Kra- jina til Neretvadalsins og til Urbas fljótanna. ítölskum herfylkjum var einnig beitt í þessari.sókn eins og í Gospic-Ogulín, Knin og Sinj í Dalmatíu. Við höfðum þegar í desember- máiiuði 1942 náð í skjöl, sem sýndu, að Draja Mihailovitsj hafði komizt að samkomulagi við Þjóð- verjana um að sameinast þeim í fjórðu sókninni gegn okkur. í öllu Svartfjallalandi, Sandjak, Serbíu og Herzegovinu var sterkur áróð- ur rekinn meðal Sjetnikanna fyrir ]iví að takast á hendur sókn gegn Bosanska-Krajina, þar sem Sjet- nikarnir áttu að taka við völdun- um í borgunum og þorpunum og fyrir því að útrýma skæruliðun- um og Ústasjunum. Fjórða sóknin byrjaði í janúar. Þjóðverjarnir sóttu á sama tíma fram til Karlovac frá Slimj, Qlina og öðrum stöðum á Banijasvæð- inu, meðan ítalirnir gerðu ítrekað- ar tilraunir að brjótast í gegn um hið frjálsa svæði Lika. ítalir voru hraktir til baka og biðu mikið tjón, en eftir 15 daga orustur tókst Þjóðverjum, með því að tefla fram miklum fjölda sprengjuflugvéla og árásarflugvéla, að ná á vald 'sitt öllu Slunj og öllum bæjum allt til Kordun og Banija. Meira en 50 þúsund flótta- menn frá Kordun og Banija sem hörfuðu með her okkar (sem varð stöðugt að heyja blóðuga bardaga) urðu fyrir grimmilegum sprengju- árásum Þjóðverja. Fjöldi manna lét lífið. Þegar óvinirnir nálguðust Bihac flutti yfirherstjórnin til Petrovac- svæðisins. Þar lagði herstjórnin eftirfarandi áætlun: Króatisku hersveitirnar áttu að vera kyrrar á svæði sínu í Lika og vcrja það. Sjöunda Banja Lukaherfylkið, sem hafði aðsetur á Slunj Bihacsvæðinu, átti að heyja varnarbardaga og tefja sókn óvinanna inn í frjálsu svæðin. Fyrsta Bosníuherdeildin átti að tefja óvinaherinn sem sótti hratt fram í fjallahéruðunum Grmec og Mrkonjicgrad. Fyrsta og þriðja herfylkið voru þá í Mið-Bosníu ná- lægt Savaánni og borginni Doboj, og annað herfylki á Livnosvæðinu í Dalmatíu. Yfirherstjórnin ákvað að einbeita þessum þremur her- fylkjuin tafarlaust í snöggri hern- aðaraðgerð til að mola hin fáliðaðri setulið óvinanna í dölum ánna Neretva og Vrabas og vernda járn- brautarlínuna frá Ivan Sedlo fjalla skarðinu til borgarinnar Mostar, svo her okkar gæti hörfað með um 4000 særða félaga. Auk þess ákvað yfirherstjórnin, eftir undanhaldið yfir Neretvaána, að hefja meiriháttar hernaðarað- gerð gegn Sjetníkum Draja Mihai- lovitsj til að hrekja þessa þjóna inn rásarhersins út úr Montenegro og Sandjak, ,eins og þeir höfðu verið hraktir burt úr Herzegovinu. Oðru herfylkinu var falið að gera snögga árás og reyna að taka bæinn Imot- ski og ryðjast inn í Neretvadalinn nálægt Mostar til að rjúfa sam- gönguæðar milli ítölsku herstjórn- arinnar og setuliðs Itala í Prozor Konjic, Jablanica, Trama og fleiri bæjum. Þriðja herfylkinu var falið að taka hina rammlega víggirtu borg Prozor, er Italir náðu á vald sitt máuuði áður. Einum brígaða úr fyrsta herfylkinu var falið að taka Ivan Sedloskarðið og rjúfa þarmeð Konjico-Sarajevolínuna. Tveimur öðrum brígöðum fyrsta herfylkisins var falið að verja veg- inn til Bugonje. Eftir þriggja daga látlausa hergöngu komst liðið á áfangastað og nú skyldi Prozor tekinn, hvað sem það kostaði, vegna þess hve sá bær var mikil- vægui' fyrir samgöngukerfi okkar. VIÐ STÖÐVUM FJÓRÐU SÓKNINA Eftir tveggja daga blóðuga baf- daga tóku tveir brígaðar úr þriðja herfylkinu borgina og ítalska setu- liðið (um 1000 manns) var alger- lega þurkað út. Mikið var tekið af hergögnum, einkum skotfærum og matarbirgðum, því óvinirnir höfðu ætlað sér að hafa þessa borg fyrir miðstöð sóknar er átti að um- lykja þjóðfrelsisherinn hvenær sem Þjóðverjar gæfu merki. Ann- að herfylkið tók Imotski, eyddi ítalska setuliðinu í Dreznica og sótti hratt fram í átt til Jablanica þar sem ítalska hersveitin hafði að- setur sitt. Eftir harða bardaga tók her okkar Jablanica, eyðilagði nær allar brýrnar yfir Neretva og náði miklum birgðum. Ivan Sedloskarð- ið var einnig tekið, en vegna þess að Þjóðverjar tefldu fram öflugum her, hörfuðu brígaðar okkar í átt til Konjic (sem þeir náðu ekki heldur í fyrstu árásinni). ítalska Murgeherfylkið, sem varði allan þennan vígstöðvarkafla, var nær gereytt, aðeins nokkur hundruð manna lifðu, og öll hergögn þess féllu þjóðfrelsishernum í hendur. Nú hafði brautin verið rudd til Neretvaárinnar. En hersveitir okk- ar á þessum kafla voru bundnar af særðu hermönnunum, sein við þurftum að koma burt og það um langan veg. Við hin erfiðustu veð- urskilyrði og mjög slæma vegi flutt’u bílar okkar særðu hermenn- ina til Prozorsvæðisins, en þaðan varð að flytja þá yfir Neretva þegar er Konjic félli. Orusturnar á þessum vígstöðvakafla stóðu 37 daga. Þjóðverjarnir fluttu í skvndi hersveitir þangað. í Bugojno var 369. herfylkið, 36 sveitir úr 114. herfylkinu og auk þess öflugar sveitir júgóslavneskra manna, sem þeir höfðu boðið út, og Ústasjar, 118. herfylkið, sem í voru fjölmarg- ir Ústasjar, sótti fram hjá Sara- jevo. Svikarinn Draja Mihailovitsj sendi yfir 10000 Sjetnika yfir Pren- fjall frá Mostar og Glavaticero sem áttu að ráðast aftan áð okkur ásamt ítölunum og loka leið okk- ar. En þar áttum við í ein- hverri frækilegustu orustu gegn ó- vinunum með því að flytja her- sveitir okkar til í skyndi. Orusturnar milli Donji-Vakuf og Prozor urðu mjög áhrifamiklar. Þjóðverjunum hafði heppnazt að brjótast í gegnum varnarlínur okkar til staðar, sem var tvo km. frá hinum særðu hermönnum okk- ar. En sökum þess að hin hetju- lega fjórða svartfellska herdeild og þriðja Krajinaherdeildin skárust í leikinn í skyndi, var hinum særðu mönnum bjargað. Orusturnar héldu áfram dag og nótt. Við not- uðum hvert einasta vopn (svo sem stórar fallbyssur, skriðdreka og önnur vopn), sem við höfðum tekið er ítölsku herfylkin voru gersigr- uð. Nístandi kuldi ríkti í fjallahér- uðunum urn þetta leyti og stöðv- arnar við Maklin og Radusa voru ýmist í höndum okkar eða óvin- anna. Hermennirnir, sérstaklega úr sjöunda herfylkinu okkar, voru svo útmáttaðir sökum hinna stöð- ugu bardaga, að margir dóu blátt áfram af ofmikilli áreynzlu. Á þess- um tíma gerðu sveitir úr fjórða svartfellska brígaðinum og sveitir úr þirðja herfylkinu stöðugar árás- ir á Konjic, meðan meiri hluti þriðja herfylkisins var stöðugt í þrálátri baráttu við Þjóðverjana og Ústasjana við rætur Bitovunje En einmitt þegar sveitir okkar voru að ná á sitt vald nokkrum hluta borgarinnar á vinstri bakka Neretvafljóts, réðust hersveitir Draja Mihailovitsj á okkur. Fjög- ur herfylki okkar ásamt 4000 særð- um mönnuni lágu undir stöðugum árásum úr öllum áttuin. Æðsta herráðið ákvað samt sem áður að sigra óvinina hvað sem það kost- aði og flytja liina særðu yfir Ner- etva. Eftir margra daga þráláta baráttu og öfluga stórskotahríð frá okkar hálfu tókst hersveitum okk- ar að gersigra Þjóðv. á Gornji- Vakufsvæðinu og ráku þá undan á flótta til Bugonjo. Áður en hersveitir okkar fóru yfir Nervetafljót gaf herráðið út fyrirskipanir um að eyðileggja all- ar brýr yfir ána, sem enn voru hcil- ar, þrátt fyrir það að við áttum enn eftir að koma særðum mönn- um yfir ána. Þetta herbragð, sem átti að villa Þjöðverjum sýn og fá þá til að halda, að við hefðum ákveðið að brjótast í gegn í öfuga átt, heppnaðist algerlega. Nálægt Félagsdómur Þriðjudagur 11. júlí 1944 — ÞJÓÐVILJINN Framh. af 1. síðu. nefndri kaupdeilu og tilkynnti þá Alþýðusamband íslands vinnuveitendum að það hefði samkvæmt heimild í 12. gr. laga Alþýðusambandsins tekið málið í sínar hendur, að því er verk- lýðsfélagið snerti. Samningar tókust þó ekki og þann 17. jan. tilkynnti Alþýðusambandið framangreindum þremur hluta- félögum og Útvegsbændafélag- inu að verkfall mundi hefjast þann 25. s. m. ef samningar hefðu ekki komizt á fyrir þann tíma um kaup og kjör þeirra karla og kvenna er hjá þeim ynnu, en ákvörðun þessi hafði verið samþykkt í verklýðsfélag- inu með almennri atkvæða- greiðslu dagana 14. og 15i s. m. Að tilhlutan sáttasemjara ríkis- ins hófst verkfallið þó ekki fyrr en að morgni þess 27. jan. 1943 og náði það til allrar venjulegr- ar vérkamannavinnu hjá nefnd- um vinnuveitendum, þar á með- al hjá öllum félagsmönnum út- vegsbændafélagsins. Jafnhliða þessu stöðvuðust róðrar á bát- um félagsmanna í útvegsbænda félaginu. Þann 29. jan. að kvöldi, komust á samningar milli Útvegsbændafélagsins og verklýðsfélagsins. Hófust upp úr því róðrar aftur á bátum út- vegsbænda annarra en þeirra, sem riðnir voru við Hraðfrysti- hús Gerðabátanna h.f. og H.f. Garð. hinni eyðilögðu járnbrautarbrú tókst öllum hinum særðu og næst- um öllum her okkar að komast yfir ána. Auk hinna fjögurra her- fylkja, sem áður eru nefnd, fór níunda dalmatíska herfylkið, sem hafði hörfað undan frá Dalmatíu undan ofurefli óvjnanna, einnig yf- ir á vinstri bakka fljótsins. Særðu hermönnunum var komið yfir fljótið. Óvinirnir voru gersigr- aðir við Goirnji-Vakuf og þurftu langan tíma til endurskipulagning- ar hersveitum sínum. Þegar Sjet- nikarnir og ítalirnir höfðu verið gersigraðir á vinstri bakka Ner- etvafljóts, lögðu þeir á óskipuleg- an flótta. En þar sem við höfðum eyðilagt allar brýr, áður en við brutumst í gegn, urðum við að eyðileggja alla skriðdreka okkar og fallbyssur. En við tókum þegar í stað að veita Sjetnikum Draja Mihailo- vitsj eftirför. Hersveitir okkar sóttu fram í tvær áttir: Til Nerve- sinje í Hezegovinu og til Kalinov- nik. í fjallahéruðunum nálægt Glavaticero og Kalinovnik, biðu Sjetnikar Mihailovitsj svo eftir- minnilegan ósigur, að allt ])rek þeirra til áframhaldandi mót- spyrnu var gersamlega þrotið. Margii' þeirra komu nú yfir til okkar. En miklu fleiri rökuðu af sér skegg sitt og Jílæddust bændaklæðuni til þess að við þekktum þá ekki. Eftir erf- iðar hergöngur komust hersveitir okkar að Drinafljóti, fóru yfir ])að, enda þótt við mikið ofurefli væri að eiga og gersigruðu ítalska taurinesaherfylkið á hægri bakka Drinu. Nevesinje og Gacko í Heze- govinu voru herteknar á hraðri hergöngu, en liersveitir okkar í Svartfjallalandi komust til Kola- sin. Einn þeirra var stefnandi máls þessa, Finnbogi Guðmunds son. Á bátum þeim, sem hann er talinrt hafa gert út, Árna Árnasyni G.K. 70, Trausta G.K. 9 og Ægir G.K. 8 hófust róðrar ekki fyrr en eftir að samning- ur hafði komist á milli verk- lýðsfélagsins og hlutafélaganna þriggja, en.hann var undirritað- ur að kvöldi þess 1. febr. 1943, Stefnandi telur að róðrar á bátum félagsmanna Útvegs- bændafélagsins, þar á meðal á þeim bátum sem hann gerði út hafi stöðvast vegna ólögmætrá aðgerða hinna stefndu annars- hvors. Hafi hann af þeim sök- um orðið fyrir fjártjóni. Er mál þetta höfðað til greiðslu sekta og skaðbóta. Dómkröfur stefnanda sem að- allega er beint gegn Alþýðusam bandi íslands en til vara gegn Verkalýðs- og sjómannafélagi Gerða- og Miðneshrepps, eru þessar: i 1) að viðurkennt verði að um rætt verkfall, sem gjört var 27. jan. síðastl., hafi verið ólöglegt að því er snerti Útvegsbænda- félag Gerðahrepps og þar með að því er snerti Finnboga Guð- mundsson útgerðarmanna sem meðlim þess félags og ofan greinda vélbáta, sem gerðir eru út á hans vegum; en sérstaklega hafi verið ólöglegt framhald verkfallsins gegn téðum vélbát- um eftir 29. jan. síðastl. 2) að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sekt eftir á- kvörðun dómsins vegna hins ólöglega verkfalls eða hins ó- löglega framhalds þess gagn- vart Finnboga Guðmundssyni 29. jan. til 1. febr. s.l. 3) að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur aðallega að upp- hæð kr. 9053,49, til til vara kr. 6724.74 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi til borgunardags og til þrautavara að bætur verði ákveðnar eftir mati dómsins. 4) að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað úr hendi hans eftir mati dómsins. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að með hlutaskipta- samningnum frá 7. jan. 1942 hafi verið komnir á samningar um kjör hlutamanna. Þeir hafi því ekki átt í neinni deilu og verið óheimilt að leggja niður vinnu þótt deila væri um kaup og kjör í þesskonar landvinnu, sem ekki snerti róðra bátanna. Telur hann að bátarnir hafi stöðvast vegna þess, að verk- fallið hafi líka, að fyrirskipan Alþýðusambandsins eða verk- lýðsfélagsins, verið látið ná til hlutarmanna, bæði sjó- og land manna... Kvöfur eínar á hendur Alþýðu- sambandi íslands styður stefnandi þeim rökum, að með því að taka deilumálin í sínar hendur, sam- kvæmt 12. gr. laga þess, beri það ábyrgð ^ verkfallinu og afleiðing- um þess.. . Bótakröfur sínar byggir stefnandi á því, að bátar þeir, sem hann gerir út, og að framan eru nefndir, hafi misst af nokkrum róðrum vegna hins ólögmæta verk- falls. Héma sést tundurskeytaflugvél af „Avengergerð“ hefja sig á loft af brezku flugvélamóðuskipi. Stefndu hafa mælt sig undan allri ábyrgð eða skaðabótaskyldu út af umræddri vinnudeilu. .. . Þá lialda stefndu því fram, að, að svo miklu leyti sem róðrar bát- anna hafi stöðvast hafi það komið af sjálfu sér vegna .verkfalls land- verkafólksins, sökum þess. að þeir hafi ekki getað fengið nauðsynlega afgreiðslu t. d. á olíu og beitu, þar sem þeir menn er afgreiddu þess- ar vörur hafi verið meðal þeirra, er lögðu niður vinnu. Ekki hafi heldur verið hægt að hirða aflann. Hlutarmönnum hafi hinsvegar ver- j ið óheimilt að fara inn á verksvið iþeirra manna, sem í verkfallinu áttu. Mótmæla stefndu því, að ætlunin hafi verið, að verkfallið næði til hlutarmanna og neitaði því að hafa gefið fyrirskipun um slíkt eða að samþykktir þess efn- is hafi verið gerðar í verklýðsfé- laginu. Staðhæfingar stefnanda um að róðrar hefðu ekki þurft að stöðv- ast vegna verkfallsins, þar sem ])að sé í verkahring hlutamanna að vinna nauðsynleg störf í sambandi við róðra og hagnýtingu aflans, eru studdai' ýmsum gögnum sem telja verður næga sönnun þess að byggja megi á skýrslu stefnanda um þetta atriði. Kemur þá til álita hvort stefndu hafa átt þann þátt í því að róðrar féllu niður, að saknæmt sé. * ALÞÝÐUSAMBANDID Af þess hálfu hefur því verið staðfastlega neitað, að það hafi fyrirskipað hlutarmönnum að leggja niður vinnu, enda ekki til þess ætlast. Hinsvegar er viður- kennt að það hafi sett svokallað afgreiðslubann á báta og bíla deilu- aðilja hjá nágranna verklýðsfé- lögum. .... Þykja þó ekki alveg næg- ar sannanir fyrir hendi til þess að talið verði að framkoma hans (framkvstj. Alþýðusambandsins) liafi leitt yfir Alþýðusambandið sjálfstæða refsi eða skaðabóta á- byrgð út af umræddu verkfalli og ber því að sýkna það af kröfum stefnanda í máli þessu, en máls- kostnaður að því er það snertir verður látinn falla niður. VERKLÝÐSFÉLAGIÐ Enda þótt mótmælt sé af þess hálfu að nokkur félags eða stjórn- arsamþykkt hafi verið gerð þess efnis að hlutarmenn leggðu niður vinnu, er þó viðurkennt að forrnað- ur félagsins og aðrir trúnaðar- menn þess svo sem ritari og vara- formaður hafi beðið lilutarmenn um að vinna ekki meðan á verk- fallinu stæði. Þessi viðurkenning er studd framburðum ýmissa vitna, sem ýmist bera þáð að menn þessir hafi beðið hlutarmenn um að leggja niður vinnu eða beinlín- is lagt svo fyrir þá, sbr. yitnis- burð Óskars Illugasonar, Tryggva Einarssonar, • Þorvaldar Halldórs- sonar, Þorsteins Halldórssonar, Guðjóns Hanssonar og einnig Óskars Jónssonar, Stefáns Svein- björnssonar og Árna Árnasonar. Verður að telja nægilega sannað að þessi framkoma nefndra trúnað armanna verklýðsfélagsins hafi orðið þess valdandi að róðrar féllu niður. En með því að í gildi var áðurnefndur hlutaskiptasamning- ur frá 7. janúar 1942 þurftu út- vegsbændur ekki að gera ráð fvr- ir að verkfallið næði til hlutar- manna, án þess að slíkt væri boð- að sérstaklega, samkv. ákvæðum II. kafla laga nr. 80/1938. Þetta var ekki gert og verður þegar af þeirri ástæðu að telja að nefndir trúnaðarmenn verkalýðsfélagsins hafi skapað þau skilyrði er leitt gætu til refsiábyrgðar fyrir félagið og skaðabótaskyldu gagnvart þeim útgerðarmönnum, sem verk- fallið bitnaði á“. Þá segir dómurinn að þar sem ekki hafi verið lögskráð á nema einn bátinn, Árna Árnason. fyrr en eftir að samningar voru gerðir, hafi Verklýðs- og sjómannfélag Gerða- og M iðneshrepps eigi unn- ið til refsingar né orðið bótaskylt nema fyrir þann róður er niður féll á fyrrnefndum bát vegna verk- fallsins. ,, .. . Þar sem verkfalli þessu var komið á án þess að fylgt hafi verið fyrirmælum 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 hefur verklýðsfélagið gerzt brotlegt við nefndar greinar og þykir refsing fyrir það hæfilega akveðin samkvæmt 70. gr. sömu laga 200 króna sekt í ríkissjóð. SKAÐABÓTAKRAFAN Við munnlegan flutning málsins var af hálfu stefndu fyrst borin fram su sýknuástæða, að undir samninginn 1. febr. milli verklýðs- félagsins og hlutafélaganna hefði einnig verið skrifað af hálfu Finn- boga Guðmundssonar persónulega. Hefði hann með þeirri undirskrift fii'rt sig rétti til þess að koma síðar fram með kröfur á hendur verklýðsfélaginu út af verkfallinu. Þessu er eindregið mótmælt af hálfu stefnanda, og á það bent, að gera hefði þurft um það sér- stakan áskilnað ef bótakröfur allar hefðu þar með átt að falla niður. Þykir mega fallast á þessa skoðun stefnanda, enda hafði hér verið beitt ólögmætum vcrkn- aði gegn stefnanda. Verður þessi sýknuástæða því ekki tekin til greina. Einn dómendanna, Gunnlaug- ur E. Briem, getur ekki fallist Niðurl.' á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.