Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN B Dagrenníng „Veit þá engi að eyjan hvíta á sér enn vor ef fólkið þorir“. Gegnt dyrum, þegar komið er inn í sjöttu deild sögusýn- ingarinnar, blasir við málverk Kjarvals af Sólarupprás á Þing- völlum. - Það er táknmynd af tímabil- inu sem þar hefst, og lýst er í þessari deild, sem nefnist Dagrenning og hefur verið val- in að einkunn þessi orð Jónas- ar Hallgrímssonar: „Veit þá engi að eyjan hvíta á sér vor, ef fólkið þorir“. Tímabilið, sem þarna er lýst, nær frá því í lok átjándu aldar og fram til þjóðfundarins 1851. Það er tímabil nýrrar dagrenn- ingar í frelsisbaráttu þjóðarinn- ar. Nýjar frelsiskröfur eru born- ar fram í heiminum, endrómur þeirra bergmála hér úti á eyj- unni hvítu við yzta haf. Öldur júlíbyltingarinnar í Frakklandi 1830 berast hingað út. Fjölnis- menn reyna að hrista þjóðina af dvalanum, „Hvað er þá orð- ið okkar starf í sex hupdruð sumur?" spyrja þeir, „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Fjöldi mætra mann skipar sér í brjóstfylkingu í baráttunni fyrir frelsi og endurreisn ís- lenzkrar menningar. Það er hækkandi birta yfir þessu tímabili, sem er björtust um endurreisn alþingis 1843 og réttindakröfur Þingvallafundar- ins 1850. Nýr dagur er að rísa úr djúpi langrar nætur. „Sól skín á tinda sofið hafa lengi dróttir og dvalið . draumþingum á. Vaki vaskir menn“. ÍSLENZKIR MENNTAMENN KALLA ALÞÝÐUNA TIL DÁÐA Sú þjóð, sem lotið hefur er- lendri kúgun öldum saman, slíkri, að við lá að tilvera henn- ar máðist út, er eigi auðvakin af dvala sinnuleysis hins þraut- pínda manns, sem engu hefur megnað að ráða um örlög sín, og orðinn er dofinn undir okinu. Tómlæti íslendingsins hefur lengi verið við brugðið, og enn í dag er oft til þess tekið. Og þó er næsta erfitt að gera sér fyllilega ljósa þá erfiðleika, sem brautryðjendur frelsis- og menningarbaráttu íslendinga á þessu tímabili áttu við að etja. Það þurfti að vekja þjóðina af alda svefni, slíta fjötra kúg- unar, vana, fáfræði og fátæktar sem þjakað höfðu kynslóð eftir kynslóð. Þjóðin var fámenn, dreifð um strjálbýlt land, engir fjölmennir bæir við sjóinn, næstum engin skilyrði til f jölda samtaka, atvinnutæki engin, vinnumenning — vinnutækni — Sögttsýníogía Xf. íslenzhrar i engin, aðeins frumstætt búhok- ur. Brautryðjendur þessa tíma- bils hafa þurft á ofurmannlegu áræði og bjarsýni að halda. Og þeir hófust handa, Hafnar stúdentarnir, íslenzku náms- mennirnir í höfuðborg Danmerk ur, stofnuðu félög og tímarit og reyndu að vekja þjóð sína af svefninum, sameina hana og brýna til dáða. Tilfinningum þessara manna hefur vafalaust enginn lýst bet- ur en Þorsteinn Erlingsson í þessu erindi: „Að vísu er það harmur, að vísu er það böl, hvað við erum fáir og snauðir; en það verður sonunum sárari kvöl að sjá að við búum í þessari möl, og allir til ónýtis dauðir“. Þeir hrópuðu á þjóð sína að vakna, „Sól skín á tinda... vaki vaskir menn“! Með tilvitnunum í „fornaldar frægð“, hetjuljóma sögualdar- innar eggjuðu þeir þjóðina lög- eggjan til nýrra dáða. Og bjartsýni þeirra og traust á þjóðinni lét sér ekki til skammar verða. Með hinni fá- tæku sveitaalþýðu, sem varð- veitt hafði dýrmætasta arf þjóð arinnar: tunguna og bókmennt irnar og ástina til þeirra, lifði enn neisti frelsisþrár, sem smátt og smátt glæddist í bjartan loga fyrir ósérhlífna, fórnfúsa baráttu íslenzkra menntamanna — Hafnarstúdentanna — ís- lenzka alþýðan brást ekki kalli þeirra — en, „munið að ekki var urðin sú greið, til áfangans þar sem vér stöndum“, því: „Oft hefur frægasta foringjans blóð á fjöllunum klappirnar skolað, en það hefur örvað og eggjað hans þjóð, því alltaf varð greiðara þar sem hann stóð; það blóð hefur blágrýtið holað“. FÉLAGSSAMTÖK OG TÍMARIT Meðal þeirra félaga sem fyrst ber að nefna er Lærdóms- listafélagið, stofnað 1779 og gaf út ársrit í 15 ár frá 1781—1793. Forystumaður þess var Jón Ei- ríksson. Landsuppfræðingarfélagið var nokkurs konar óbeint framhald hins fyrrnefnda félags, en það var stofnað hér heima 1794. Það gaf út tímaritið Minnisverð tíð- indi frá 1796—1808, auk ann- arra rita'. — Aðalmaður þess var Magnús Stephensen. Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað 1816. Aðalhvatamað ur þess var Daninn Rasmus Kristján Rask. Það hóf útgáfu tímaritsins Skímis, sem enn kemur út og er nú elzta tímarit sem út kemur á Norðurlöndum. Svo mjög sem Jslendingar l hötuðu hina dönsku kaupmenn og kúgara, eins dá þeir og meta Danann Rask, sem vann íslenzk unni og íslenzkum málstað ó- gleymanlegt og gott verk. „Hví mundi þó ísland ei minnast á hann, sem meira en flestir því unni, sem hvatti þess drengi, sem drengur því vann og dugði því allt hvað hann kunni, ... því lætur það börnin sín blessa þann mann. og bera sér nafn hans á munni“. Baldvin Einarsson gaf út Ár- mann á alþingi frá 1829—1832. Hann skrifaði fyrstur um hina nýju frelsiskröfu: endurreisn Alþingis. Þá er komið að Fjölnismönn- um, en um nöfn þeirra hefur einna mestur ljómi staðið. Það voru þeir Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Brynjólfur Péturs- son. Fjölnir kom út árin 1835— 1846. í inngangsorðum að fyrsta ár- gangi Fjölnis, kemur greinilega fram hvað fyrir útgefendunum vakti, ekki aðeins Fjölnismönn- um, heldur og öðrum er þástofn uðu til útgáfu tímarita. „Tímaritin eru hentugri en flestar bækur aðrar, til að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun. í út- löndum eru menn svo sann- færðir um nytsemi þeirra, að þau eru um allan hnöttinn; þau koma út daglega svo þúsundum skiptir og eru lesin af mörgum milljónum. ... Enginn þarf að furða sig á þessu um tímaritin, því þau eru rödd tímans, en tíminn er aldur mannkynsins, og þeir sem ekki fylgja honum verða á eftir í framförunum. Allir lesa þau, sem vilja kynna sér tímann sem líður og veröldina sem er.... Þjóðirnar þurfa líka að kynna sér hver annarar framfarir og yfirburði, til að geta fært sér í nyt það sem aðrir hafa fundið, og umbætt í sínum högum. En þetta gætu þær með engu móti án aðstoðar tímaritanna, ekki einu sinni, þar sem löndin liggja áföst, hvað þá þær þjóð- ir sem liggja afskekktar á hnettinum og eiga lítið sam- neyti við önnur lönd. Á meðal þessara þjóða erum við íslend- ingar. Eigum við nú, með nokkru móti að geta staðið öðr um þjóðum jafnsíða í nytsamri menntun og dugnaði, eigum við að halda því áliti, sem við höf- um' haft hjá útlendum þjóðum, fyrir almenna uppfræðingu — í stuttu máli, eigum við að geta fylgt tímanum, þá eru tímarit- in eitt af því sem okkur er öld- ungis ómissandi“. Þeíta voru orð Fjölnismanna fyrir meira en 100 árum. Framhald á 8. síðu. Föstudagur 14. júlí 1944„ Snorri skrifar Bæjarpóstinum langt bréf um „baráttuna gegn kommúnismanum“, og eru þar í þessir kaflar: Ætlar Morgnnblaðið að verða aftur úr? Það er oft auðheyrt á ritstjórn- argreinum Vísis, að þeim Coca- Cola-mönnum finnst Morgunblað- ið ansvíti lint í baráttunni gegn kommúnismanum. Og annað veif- ið reynir Moggi að reka af sér sliðruorðið og fiskar þá venjulega meira eða minna myglaða grein úr forðabúri bandarískra trotskista, eins og þá sem birtist fyrir nokkr- um dögum eftir Eugene nokkurn Lyons. Stundum er Morgunblaðið veru- lega óheppið með þessar greinar, eins og þegar það glæptist á trotsk- istagrein um Mihailovitsj, júgó- slavneska kvislinginn, þar sem því var haldið fram að Tito marskálk- ur væri bandamaður Þjóðverja og þjóðfrelsisherinn hvergi til nema í áróðri rússneskra útvarpsstöðva. Svo koma fjárans staðreyndirnar: Tito viðurkenndur öflugasti stuðn- ingsmaður Bandamanna á megin- landi Evrópu, og Mihailovitsj sett- ur á sinn rétta stað, meðan sósíal- demókratar, trotskistar fasistar gráta í sameiningu örlög þessarar þjóðhetju sinnar. Allt í lagi ef barizt er gegn kommúnismanum Það er eftirtektarverð staðreynd, að liðinu, sem hefur tekið upp merki Hitlers um „baráttu gegn kommúnismanum“, er alveg sama hverjum það fylgir að málum, bara ef slegist er gegn „kommúnism- anum“. Þess vegna dýrka sósíaldemó- kratar hér á landi, ef dæma má eftir blaði þeirra Alþýðublaðinu„ kvislinga og afturhaldsseggi eins- og Mihailovitsj, þess vegna er á- kveðnasti bandamaður Ilitlers meðal finnskra stjórnmálamanna, Tanner, hetja í þeirra augum, þó reynt sé að draga fjöður yfir sam- band hans við Þjóðverja. Alþýðu- blaðið gerði sig að athlægi með- ]jví að birta stóra fyrirsögn um að Tanner væri andvígur samkomu- lagi því við Þjóðverja er síðast var gert, og seldi Finnland endan- lega á vald Ilitlers, á sama tíma. og öllum fréttastofnunum ber sam- an um að Tanner væri aðalstuðn- ingsmaður þýzku nazistanna. Og það var finnski sósíaldemókrata- flokkurinn, sem brást vinstri flokk- unum, er þeir mótmæltu þessum landráðum, og rauf fylkingar þeirra. Alþýðublaðið heldur ál'ram að reita fylgið af Alþýðu- flokknum Það sama er áberandi í innan- landsstjórnmálunum. Hér nuddar Alþýðublaðið sér upp við hvaða, afturhald sem er, Hrifluafturhald- ið í í. S. í., heildsala-Coca-Cola- vald Vísis og álíka þokkaleg öfl, bara af því að það skoðar þau sem bandamenn i „baráttunní gegn kommúnismanum“. Hitt þykir Alþýðublaðinu sýnilega aukaatriði, þó þessi afstaða sé- sjálfsmorðspólitík fyrir Alþýðu- flokkinn, finnst sýnilega ekki nóg að gert í því starfi sem þetta að- almálgagn flokksins hefur stundað- trúlega um margra ára skeið — að reita fylgi heiðarlegra og rót- tækra alþýðumanna af þeim flokki j sem heldui' blaðinu úti, Alþýðu- | flokknum. Snorri. Nokkrar hugleiðingar um laun og kjör starfsmanna Landsbanka Islands (Eftirfarandi grein birtist í ný- útkomnu „Bank.ablaði“ og birtist hér nokkuð stytt). Ekki alls fyrir löngu kom merkjasölubarn inn í afgreiðslusal Landsbanka íslands, gekk að ein- um starfsmanna óg mælti: „Kaup. þú eitt merki af mér, það kostar aðeins fimm krónur!“ „Ég á cngan aur, barnið gott“, anzaði af- greiðslumaðurinn. Barnið leit stundarkorn á hann og sagði síð- an: „Átt þú engan aur? Þú, sem vinnur í banlta!“ Það mun nú að vísu útbreidd skoðun, að laun og kjör starfs- manna Landsbanka íslands sén ó- venju hagstæð, en þó verð ég að viðurkenna, að þetta barnslega svar kom mér, og öðrum er á hlýddu, mjög á óvænt. Þegar ég hugði betur að, varð mér þegar ljóst, að þetta var í raun og veru 1 ekki annað en spegilmynd almenn- ingsálitsins um kaup og kjör bankamanna almennt, og starfs- manna Landsbankans sérstaklega. — Hefur þetta hvað eftir annað komið fram, bæði í ræðu og riti, einkum á kreppuárunum, þegar menn áttu í vök að verjast og lítið var um atvinnu. — Mun mörgum hafa orðið á að líta til bankastjór- anna, scm þá voru meðal hæst launuðu opinberra starfsmanna„ og gengið að því vísu, að laun ó- breyttra þjóna bankans væru í samræmi við laun þeirra. — Ég; hef fulla ástæðu til þess að ætla„ að þetta sé rétt, því að ekki eru nema tæp tíu ár síðan fullyrt var í bæklingi einum (Bankahneykslin. afhjúpuð, eftir Terror), að sauð- svartur almúginn þyrði ekki einu sinni að líta upp til bankastjór- anna og að „jafnvel bankastarfs- mennirnir væru æðri stétt í huga almennings, sem ekki ætti sér heit- ari ósk en þá, að fá einhverntíma. stöðu í banka“. (Greinarhöfundur kvartar yfir því, að reglugerð um störf og launakjör starfsmanna Lands- bankans sé hvergi aðgengileg og heldur áfram): Afieiðingin af þessu er sú, að þeir, sem ráða sig í þjónustu bank- ans, hafa ekki minnstu hugmynd um, að hverju þeir ganga og verða oftast fyrir sárum vonbrigðum þegar við heimt fyrstu mánaðar- launanna. — Um eldri starfsmenn er ]iað að segja, að þeir eru telj- andi, sem kunna skil á launaflokk- um og öðrum ákvæðum reglugerð- Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.