Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN 7 Föstudagur 14. júlí 1944. SAGAN AF ÞORSTEINI KARLSEFNI (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar). og að þeirri veizlu hefur Þorsteinn bónorð sitt og biður kóngsdóttur- Það mál var auðsót't’ við hana. Sneri þá kóngur fagnaðarölinu upp í brúðkaupsveizlu þeirra Þor- steins og kóngsdóttur, og bauð þeim að vera hjá sér, svo lengi sem þau vildu, því hann þóttist eiga þeim að launa Kf og lausn sona sinna. Kóngssynirnir lýstu því þá yfir, að þeir vildu gefa Þorsteini alla þá von, sem þeir ættu ífeil ríkisins eftir dag föður þeirra, og launa honum svo og kóngsdóttur lífgjöf þeirra og lausn. Þessu varð kóng- ur samþykkur og tók svo Þorsteinn við ríki eftir lát kóngs og settist að því með drottningu sinni- Síðan hafa iáar sögur frá þeim gengið. k Robert Bruck: ÞRÍR FÖRUSVEINAR Einu sinni voru þrír ungir piltar, þeir voru vinir og höfðu ákveðið það með sér að fara eitthvað langt út í heiminn. Hétu þeir hver öðrum að láta eitt yfir alla ganga og þola hver með öðrum hungur, þorsta, kulda og hita, einnig skyldu þeir hjálpa hver öðrum í öllum hættum. Síðan héldu þeir af stað einn góðan veðurdag, gengu gegnum borgarhliðið og út á þjóðveginn. Þegar þeir höfðu gengið í marga daga yfir fjöll og dali, engi og beitilönd, og jafnan sofið á nót’tinni undir trjám í skóginum, þá urðu þeir þess varir, sér til skelf- ingar, að nesti þeirra var að þrotum komið. Um hádegisbilið voru þeir staddir í skógi einum, þar sem þeir höfðu leitað sér skýlis 1 skuggum trjánna, því að sólarhitinn var nærri óþolandi. Þeir lögðust 'til hvílu undir tré einu miklu og voru hálf daprir yfir því að hafa ekki neitt að borða, því að þeir höfðu þá nýlokið við hið seinasta af nestinu. Þó áttu þeir eftir lítið eitt af mjöli. Og var einn þeirra sendur til að safna sprekum, svo að þeir gætu kynt bál og bakað sér brauð úr mjöl- inu. .,,if Árið 1918 féll Mac Donald við kosningar, og var því um kennt, að hann hefði litið byltinguna í Rússlandi hýrara auga en enskurn sósíaldemókrata sæmdi. Síðar komst hann þó á þing og varð 1924 forsætisráðherra. Þá var það haft eftir honum, að það væri fásinna að undir- búa byltingu til þess að breyta þjóðskipulaginu. Annað mál væri það, að gott væri að vera við því búinn, að slík bylting yrði gerð. Þegar verklýðsflokkurinn i Bretlandi fékk í fyrsta skipti fulltrúa í stjórninni, sagði Ge- org konungur við Maríu drottn- ingu sína: Nú neyðist ég til að taka yerkamenn í ríkisstjórnina. ÞETTA Þú gerir þá líklega þær kröf- ur til þeirra, að þeir vinni átta tíma á dag, svaraði drottning- in. Maður nokkur var ákærður fyr.ir að hafa sagt undir votta, að helmingur bæjarfulltrúanna væru fábjánar. Hann var dæmd ur til að taka orð sín aftur op- inberlega og gerði það á þenn- an veg. Eg undirritaður lýsi því yfir, að helmingurinn af bæjarfull- trúunum er ekki fábjánar. Norðmenn hafa fundið upp þessa útleggingu á nafni Kvisl- ings. Hann heitir Vidkun Quisl- ing: Vidkjendt Usling (alþekkt- ur þorpari). ARFUR PHYLLIS BENTLEY: ekki í góðu lagi, gufan of lit.il og lestin stanzaði inm í jarð- göngum hálfa mílu frá Chest- er. Litlu seinna kom næsta lest. Til allrar heppni hafði hún líka lélegt gufuafl og fór hægt. Hún rakst á fyrri lestina inni í jarð göngunum. Farþegarnir köstuð- ust ónotalega til í vögnunum en engin slys urðu. Göngin fylltust af reyk, og bó að ein- hver hefði haft rænu á að kveikja rautt ljós, mundi það varla hafa sézt. Þriðja lestin kom. Það voru fáir vagnar og farþegar ekki margir. Hún var því léttari en hinar. Gufuaflið var nóg og hún ók inn í jarð- göngin á fullri ferð. Brigg sá ofsjónir: náfölt konu andlit, augu, starandi af skelf- ingu og hálfopinn munn. Nei, það gat ekki vei.’A Sopia gat ekki hafa farið með iiUnni þessari lest, sagði hann hvað eft ir annað við sjálfan sig. Sophia litla var sjálfsagt heil á húfi. Þau höfðu auðvitað gist í Chest- ir og voru þar enn, því að nú voru göngin ófær.. Lestin, sem Brigg og Enoch voru með staðnæmdist á næstu stöð við jarðgöngin. Þeir hittu stöðvarstjórann og hann lét þá fylga sér í áttina að tveimur litlum húsum rétt hjá járn- brautinni. Hann staðfesti allt, sem Enoch hafði frétt og bætti við einstökum atriðum, — sem höfðu þau áhrif á Brigg, að hann sá í anda mölbrotna vagna og heyrði kvalaópin. „Sex dóu“, sagði maðurinn, „þar á meðal var kona með hermilínkraga. Og tíu meiddust meira, eða minna“. „Eg held, sagði Sopia v v „Eg held, að Sopia hafi ekki átt hermilíns-loðkraga“, sagði Brigg við Enoch á leiðinni. ,,En þó getur það verið. Hún á svo mikið af kápum og kjólum og þess háttar“. „Nýr kjóll í hverri viku, hef ég heyrt“, sagði Enoch. Þeir gengu mjóan stíg eftir graslend: og komu að húsunum. BUgg óskaði að hann hefði mátt ganga að minnsta kosti mílu vegar, cn nú voru þeir komnir að dyrunum og þær voru opn- ar. Eneeh gekk inn á undan hon- um. Þeir gengu upp mjóan stiga og inn í lítið herbergi. Á miðju gólfi stóðu börur og lér- eft breitt yfir. Ókunnur maður hafði fylgt þeim upp á loftið. Hann tók það sem breitt var yfir börurn- ar. Brigg sneri sér undan og grét. ^ .,Það er erfitt að sjá — “ stamaði Brigg. Hverr.ig átti hann að sja, að þetta væri and- lit systur hans. Og þó gat hann ekki annað en þekkt glóbjörtu hrokknu hárlokkana, sem komu niður undan hattinum, og lið- uðust niður á loðkragann. En hann vildi ekki trúa því, að þetta væri Sophia — að gleði þyrstu lífi hennar væri lokið, að mikillæti hennar, metnaður og ævintýraþrá væri slokknuð að fullu. Var hún ekki fædd til annars en njóta þessara fáu ára? „Eg skil ekki hvaða erindi Sophia átti á veðreiðarnar“ hvíslaði Brigg ósjálfrátt einu sinni enn og andlit hans af- myndaðist af hugarkvöl. „Þetta er áreiðanlega Sop- hia“, sagði Enoch Smith og rödd hans var óvenjulega vin- gjarnleg. „Og þetta sannar það líka — “ Hann benti Brigg að koma til sín og Enoch lyfti upp klæðinu af börunum sín megin. Lítið, gráfölt andlit og barnslíkami kom í ljós við hlið konunnar. „Þetta er Freddie“, stundi Brigg. Dauði Sophiu var fullkomin staðreynd. Hér lá barn hennar liðið lík. Ekkert var til framar, sem minnti á að Sophia hefði lifað. Hún var horfin, eins og hún hefði aldrei verið til. „En litla stúlkan!“ sagði Brigg allt í einu. Hann var svo utan við sig, að hann hafði eitt augnablik gleymt barninu. „Hvar ætli litla stúlkan sé? — Jane, eða hvað hún nú heit- ir. — Mamma hennar var ný- búin að venja hana af brjósti og hún var ekki einu sinni far- in að ganga“. „Enoch leit spyrjandi á mann- inn, sem hafði fylgzt með þeim, en hann hristi höfuðið. „Hún hlýtur að vera einhvers staðar“, sagði Brigg og horfði örvinglaður í kringum sig. „Við verðum að finna hana. — Það getur verið að Fredrich hafi haldið á henni“. Nú vaknaði hjá honum von um að barnið væri lifandi. „Eg veit ekki betur en Fred- rich sé í andarslitrunum. Hann liggur í hinu húsinu hérna rétt hjá“, sagði Enoch kuldalega. Brigg gat ekki að því gert, að honum létti við þessa fregn. Dauði Sophiu hefði verið enn sárari, hefði Fredrich lifað. „Sophia hlýtur að hafa skilið barnið efti^ heima“, sagði hann. „Nei, hvorugt barnanna var heima“, sagði Enoch. „Við verð- um að leita að barninu, en fyrst komum við inn til Fredrichs“. Fylgdarmaðurinn ætlaði að breiða ofan á líkið, en Brigg gekk að börunum, kraup á kné og bar kalda höpd Sophiu að vörum sér. 1— En þetta var ekki hönd Sophiu. Sophia litla syst- ir hans var ekki til framar. Hann stóð á fætur. Tárin runnu niður vanga hans. „Þetta hefði pabbi ekki af- þorið. Það er gott að hann er ’áinn11, sagði hann við Enoch. Enoch horfði rannsakandi á hann. „En frú Oldroyd? Verður þetta henni ekki þung sorg?“ „Jú, auðvitað — en hún er eigingjörn, sljó fyrir öllu, síðan pabbi dó. Hún er að verða gam- almenni11, sagði Brigg. Hann var óstyrkur á fótunum. „En hvaða erindi átti Sophia á veðreiðarn- ar?“ tautaði hann einu . sinni enn um leið og þeir gengu út. Þeir gengu yfir að hinu hús- inu. Brigg rak sig á haltan mann í dyrunum og hörfaði til baka. Þetta var Jonathan. Hann var alvarlegur, magur og orðinn ellilegur. Brigg yrti ekki á hann en hneigði sig lítið eitt, eins og hann hefði mætt ókunnum manni. Það hvarflaði að Brigg að kenna Jonathan um dauða Sop- hiu. Hann hefði átt að hæna hana að sér, þegar þau voru heima og hafa áhrif á hugsun- arhátt hennar. Þá hefði hún ekki orðið svona eigingjörn og óstýrilát. Jonathan leit alvarlega á bróð ur sinn og hélt þegjandi áfram. Enoch og Brigg gengu inn í hús ið. Fredrich lá í rúmi, vafinn og reifaður. Andlit hans var öskugrátt. Hann var auðsjáan- lega að skilja við. Litla krossgátan LÁRÉTT: ■ 1. hungur — 7. urg 8. vinj — 10. kennimerki — 11. treg — 12. velgju — 14. spúi — 16. fljót (sém.) — 18. þyngdarein. — 19. ber — 20. gjaldmiðill — 22. algeng skst. — 23. harðsnúinn — 25. sveitafólk. LÖÐRÉTT: 2. forsetn — 3. tíndi — 4. traust — 5. ending — 6. hniðjuna — 8. galla — 9. safnaði — 11 hnoðri — 13. jörð — 15. skóa — 17. nudda — 21. skreppu — 23. fornafn — 24. frumefni. RÁÐNING SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1. hítina — 7. lóna — 8. ós — 10. RN — 11 ást. — 12. AB — 14. innar — 16. firra — 18. rý — 19. trú — 20. gá — 22. at — 23. ólag — 25. slarka. LÓÐRÉTT: 2. il — 3. tóm — 4. innir — 5. NA — 6. ástrík — 8. ósar — 9. raftar — 11. an — 13. birt — 15. nagla — 17. rú — 21. áar — 23. ól — 24. GK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.