Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.07.1944, Blaðsíða 5
UÓÐVILJINN — Föstudagur 14. júIí 1944 _ Föstudagur 14. júlí 1944 — ÞJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Btjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Aakriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17. Dómsdagur harðstjórnarinnar 14. .júli — dagur frönsku þjóðarinnar, — dagnr lýðræðisbylt- ingarinnar miklu, — dagurinn, þegar Bastillan, fangelsi einræðis- Ins, féll fyrir atlögu fólksins. Hve oft hafa ekki íslenzk hjörtu titrað í takt við þær trumb- ur, er slegnar voru í París, þegar herör var upp skorin meðal frelsissinna! Hve djúp er ekki sú þakkarskuld, sem vér stönd- um í við þá þjóð, sem þrisvar sinnum á einni öld reis upp, til þess að lýsa kúguðum þjóðum leiðina út úr myrkri harðstjómar- irtnar, — við frönsku þjóðina, sem með byltingum sínum 1789, 1830 og 1848 ruddi brautina fyrir lýðræði og þjóðfrelsi nútímans. Jafnt Magnús Stephensen sem Baldvin Einarsson, Jónas Hall- grímsson sem Tómas Sæmundsson eru óhugsandi án eldsins, sem frönsku byltingarnar kveiktu í hugum þeirra. Jafnt Norðurreið Skagfirðinga sem fyrsti Þingvallafundur- inn báru vott um frelsisandann, sem Febrúarbyltingin 1848 tendr- aði um alla Evrópu. í „Hugvekju“ Nýrra Félagsrita „til íslendinga“ sem í mögn- uðum ljóðum Gísla Brynjólfssonar þau árin er talað þeim tung- um, er þá hleyptu Evrópu í bál og neistinn hafði verið kveiktur 1 París. • ísland hefur aldrei verið svo fátækt, að þegar synir þess og dætur börðust fyrir frelsi þess, þá hafi þeir hatazt við frelsi ann- arra þjóða. Lengst af hefur þjóð vor verið það framsýn og frjáls- huga að henni hefur skilizt að því aðeins varð hún frjáls að aðr- ar þjóðir yrðu það líka. Þessvegna ortu frelsisskáld íslendinga hvern óðinn á fætur öðrum um þjóðfrelsisbaráttu annarra Evrópuþjóða á 19. öld. Þessvegna fylgdust Ný félagsrit og Skírnir svo vel með frelsis- hreyfingum annarra þjóða. Þessvegna gerðist sjálfur Jón Sigurðsson svo áhyggjufullur, er hann sá, hve lengi Dönum tókst að tefja það, að þjóðfundurinn væri kallaður saman. Hinn vitri foringi sá, að þegar þjóðfrelsis- byltingarnar á meginlandinu höfðu verð kæfðar í blóði, þá var lítil von orðin um frelsi íslands í það skiptið. Hann sá frelsis- ölduna, er Frakkar höfðu vakið 1848, vera að hníga, — og hann vissi hvað það þýddi fyrir ísland. • Þannig hafa örlögin tengt ísland við frönsku þjóðina, síðan hún eignaðizt sinn 14. júlí Þau sögulegu tengsl verða aldrei slitin og því verður aldrei gleymt hvað franska þjóðin vann oss — sem svo mörgum öðrum þjóðum, — vann oss einmitt er „Fróni reið allra mest á og aflvana synir þess stóðu.“ • Nú nálgast nýr 14. júlí — dómsdagur harðstjómarinnar. Enn er fanska þjóðin að vísu hneppt í fjötra kúgaranna. En áhlaupið á Bastilluna Evrópu er hafið. Að austan, sunn- an og vestan sækja herir þjóðfrelsisins, herir lýðræðisbylting- arinnar. Og innan fangelsismúranna taka fangamir að hrista af sér hlekkina og Maqui-amir, leyniherimir, smíða úr þeim sverð. Sigur frelsisins er í nánd. Sú harðstjóm, er nú hnigin að velli, hefur sameinað í sér allt það versta, sem kúgarar úr öllum fyrri yfirstéttum mánnkynsins, höfðu að geyma. Það er von mannkynsins að sú frelsisöld, sem nú rís, megi færa því það bezta, sem frelsisbyltingamar í Frakklandi, Rússlandi Ameríku og Englandi höfðu skapað: lýðræði, bræðralag, þjóðfrelsi, skoð- anafrelsi. Eigi Evrópa að ná sér fljótt aítur, eftir ógnaröld fasismans, þá er það ekki hvað sízt franska þjóðin, sem á reynir. Og Evrópa hefur alltaf getað treyst henni. Hún gerir það einnig nú, litla íslenzka lýðveldið líka. Og sú franska þjóð, sem síðan hún var sviltin í hendur fjand- Pjödsö onffur cfrakka / jremstu röð jrönsku jrelsishetjanna eru járnbrautarverka- mennimir. Þeir munu berjast, segir í grein þessari í „News oj the jighting France“, „þar til hið sœrða Frakklancl rís nj>p og kyssir svartar hendur þeirra“. .lUifinji/wvrirf^ryvinfifV1 — — m íwiwmmmi Hraðlestin — ein hinna fáu far- þegalesta, sem eftir eru í hinu eyði- lagða járnbrautarkerfi Frakklands — stefndi til suðurs gegnum Rhone dalinn. Hún var hlaðin farþegum, eins og allar járnbrautarlestir. I einum þriðja flokks vagninum var eina rúmið, sem ekki var hlaðið bögglum, fremri hluti fatageymsl- unnar, — þar var rakur gustur, er lagði gegnum brotna rúðu. í horninu við dyrnar stóð farþegi einn. Brautarþjónninn, sem tók við farmiðunum, sem hafði olnbogað sig áfram gegnum ganginn, nam staðar sem snöggvast, til þess, að hvíla sig áður en hann færi inn í næsta vagn. „Slæmar fréttir“, sagði farþeg- inn, um leið og hann rétti fram farseðilinn. „Eg sé, að fjörutíu járnbrautarverkamenn hafa verið handteknir í gær .... “. Járnbrautarþjónninn varð harð-, lcitur á svip. „Svo segja blöðin“, sagði hann með varúð. Síðan bætti hann við, og gaut augunuin til farþegans: „Þeir verða að búast við því . . . þessir náungar ....“. Farþeginn hló stuttaralega; svo laut hann áfram og sagði eitthvað lágri röddu. Járnbrautarþjónninn varð léttari á brún. „Afsakið, ég hefði átt að vita það ....“, tautaði hann. „En þér skiljið, við getum aldrei farið of varlega. Nazistarnir hafa njósn- ara í hverri lest. Já, þeir hafa látið fjörutíu af okkar mönnum í fang- elsi . . ., en það dregur þá ekki langt. Fyrir hverja fjörutíu sem þeir handtaka, eru fjörutíu aðrir reiðubúnir til að halda áfram starf- inu. Við erum í þessu stríði og munum halda. því áfram, hver járn brautarverkamaður, sem verð- skuldar það nafn. Þeir yrðu þá að láta okkur alla í fangelsi . . . og hvar stæðu þe'ir þá?“ ★ Þetta atvik, sem frá var skýrt í London af foringja úr liði and- stöðuhreyfingarinnar, átti sér stað fyrir mörgum mánuðum 'síðán þegar skipulögð andstaða ’ Frakka var rétt að byrja. En jafnvel þá túlkuðu orð járnbrautarverka- mannsins sannfæringu þúsunda af félögum hans. Þau voru frásögn af bláköldum staðreyndum. Þegar fyrstu vikurnar eftir að vopnahlé hafði verið samið, voru frönsku járnbrautarverkamennirn- ir „í stríði“. Strax og einstakir menn sýndu andstöðu, þaut krafan um andstöðu eins og eldur í sinu út til þjóðarinnar allrar. A ótrú- lega skömmum tíma varð þetta að ákveðinni, skipulagðri hreyf- ingu. I hernumda hluta landsins varð hreyfingarinnar vart svo að segja undir eins; þegar samgöngum milli hinna tveggja svæða var slitið, þegar allar póstsendingar hættu, þegar sérhver ferðamaður og hvert pund flutnings varð að komast í gegnum þéttriðið net Þjóðverj- anna, er náði yfir allt Frakkland. Því að járnbrautirnar fóru enn í gegnum þessa hindrun. . . . Frá því sumarið 1940 voru áhafnir þeirra hinn eihi flokkur Frakka brautarstarfsmaður verið ferða- prédikari fyrir andstöðuhreyfing- una, og (svo hundruðúm skipti voru þeir það. Járnbrautarverkamennirnir gerðu miklu meira . . . eins og þeir, sem til þekkja geta borið vitni um. Þessi fyrsti kafli, eins og svo margt fleira, er seinna kom fram í starfsemi þeirra, er ekki þannig, að hægt sé að birta hann. Við getum aðeins sagt það, að mál- staður frelsisins á járnbrautar- verkamönnunum geysimikla skuld að gjalda, fyrir hjálp þeirra og hugkvæmni á þeim mánuðum, sem andstöðuhreyfingin var að teygja arma sína um allt Frakkland og safna liði. Þjóðvcrjunum var þetta fylli- lega ljóst. Þeir fluttu mikinn fjölda járnbrautarverkamanna til Þýzka- lands. Þeir fluttu inn þýzka járn- brautarverkamenn (50.000 sam- kvæmt síðustu skýrslum) og létu þá á alla mikilvægustu staðina. Þeir tóku járnbrautarstöðvarnar í sínar hendur og létu hermenn og Gestapo-menn vinna við járnbraut irnar. Njósnarar þeirra voru al- staðar. Þeir reyndu allar venjuleg- ar aðferðir sínar: hótanir, æsingar, kúgunarráðstafanir. Allt var unn- ið fyrir gíg. „Fyrir hverja fjörutíu, sem handteknir voru, voru fjöru- ★ EFTIR T, Bergeref (að undanteknum „samverkamönn unum“, þ. e. þjónum Þjóðvérja), sem ennþá komust inn og út um hin afmörkuðu svæði í Norður- Frakklahdi, og fóru með vissu milli bili til vesturstrandarinnar og borg anna inni í landi, og milli Parísar og Miðjarðarhafsins. En einmitt, eðli starfs þeirra, hins mikla fjölda járnbrautarverka manna, varð mikilvægur þáttur í skipulagningu andstöðuhryefingar- innar. Þeir fóru frá hernumda hlut- anum (þar sem beint samband við innrásarmennina varð voldug hvatning fyrir hina vaxandi hreyf- ingu) inn í Vichy-Frakkland, þar sem þessa hvatningu vantaði og menn voru seinni að átta sig á umstæðum gat hver og einn járn- m Fransliir jlutningaverkamenn. mannanna fyrir 4 árum, hefur misst hundrað þúsund menn í frelsisbaráttu innanlands, — meir en sumar aðrar stórþjóðir í stríði, — sú fórndjarfa þjóð mun aldrei brejðast. Lifi Frakkla"d! tíu aðrir reiðubúnir að halda a- fram starfinu . . . Auðvitað voru meðal járnbraut- arverkamanna, eins og meðal allra annarra stórra hópa Frakka, viss hluti uppgjafarsinna; rosknir menn flestir, sem eru að nálgast það ald- urstakmark að fá eftirlaun og vilja ekki sleppa þeim. Menn, sem trúa því statt og stöðugt, að Þjóðverj- ar séu búnir að vinna stríðið og styðja þessvegna Vichy-stjórnina, í þeirri von að hún sé vammlaus. Enn eru aðrir, sem vildu eiga allt sitt á þurru; „bíða og sjá hvað sæti“ — og meðan þeir biðu, héldu þeir sér hreinum af allri „æsinga- starfsemi“. Ilér er ekki um að ræða nema örlítinn minnihluta, svo smá- staðreyndum. Undir slíkum kring- an ] samanburði við fjölda hinna stríðandi járnbrautarverkamanna að með sanni má segja að hinir ‘ A íðarnefndu segi með fullum rétti m sjálfa sig: „Við erum „l’ Armée u Rail“ (Járnbrautarherinn) 50.000 manns“. Hin hraustlega þátttaka félags- amtaka járnbráutarverkamanna í >aráttunni fyrir frelsinu er alveg amkvæm sögu þeirra og erfða- cenningum. Voldug samtök, vel kipulögð, sem eiga sér fortíð, er im síðastliðið tuttugu ára skeið lefur verið nátengt sögu þjóðar- nnar. Sérhvert tímabii, sérhver ireyting í þjóðmálastefnum, hvort ieldur hún var stjórnmálalegs eða 'élagslegs eðlis, fékk tilsvarandi bergmál úr fylkingum þessarar hreyfingar. Svo áberandi varð þetta, að farið var að líla á félags- samtök járnbrautarverkamanna sem næman loftþyngdarmæli, er af mætti ráða almenningsálitið. Aldrei hefur þetta orðið augljösara cn e: r.ú. Nú eru járnbrautir Frakklands orustuvöllur. „Andstaða", segir eitt lenyiblað járnbrautar- verkamannanna, „það er þýzka járnbrautarlestin, sem fer út af sporinu og veltur á hliðina, hlöðnu vöruvagnarnir, sem eiga að fara til Þýzkalands, sem kveikt er í o. s. i'rv.....Andstaða í járnbrautun- um þýðir þetta: Skipulagða eyði- leggingu flutningatækja og flutn- ings“. Um tíma var loftsókn Banda- manna beint gegn frönsku járn- brautunum. Nú varpa flugvélar Bandamanna sprengjum sínum á önnur skotmörk, því að „l’ Armée du Rail“ — járnbrautarherinn — hefur tekið að sér þetta hlutverk. — Á einni viku í janúar voru eyði- lagðar eða skemmdar þrjátíu og þrjár járnbrautir; seinna voru átta- tíu járnbrautir eyðilagðar á einni viku. Slíkar tölur sem þessar tala sínu máli. Jafnframt eyðileggingu járn- brautanna eru eyðilagðar her- gagnabirgðir og lestir, hlaðnar nauðsynjum eða hermönnum, eru sprengdar í loft upp eða settar út af sporinu. Að þessu vinna venjulega vandlega þjálf- aðar sveitir úr andstöðuhreyf- ingunni, í nánu samstarfi við járnbrautarverkamennina. („Andstaða: það er að koma á- leiðis mikilvægum upplýsing- um; hjálpa baráttufélögum okk ar að leysa hlutverk sitt af hendi“). Vera má, að járnbraut- arverkamennirnir séu ekki með- al þeirra, sem gera árásir á járn brautirnar, en þeir stýra járn- brautunum, sem eyðilagðar eru. Fyrir skömmu var foringi úr andstöðuliðinu spurður eftirfar- andi spurningar í London: „Þeg ar þið eyðileggið járnbraut, er þá áhöfn hennar þýzk?“ „Nei,“ svaraði hann, „það eru franskir járnbrautarverkamenn hinir sömu sem flytja skemmdarverkaflokkum okkar tilkynningar.“ Mennirnir í „járnbrautarhern um“ gera meira en fórna lífs- möguleikum sínum. Þeir fórna lífinu. En þeir bjarga líka mannslíf- um. í desembermánuði neyddu 2.000 járnbrautarverkamenn í Dijon Þjóðverja, með skyndi- verkfalli á heppilegum tíma, til þess að láta lausa sjö af félög- um þeirra, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir „samband við fjandmennina, skemmdar- verk og fyrir það, að hafa í fórum sínum skotvopn.“ Og svo heldur baráttunni á- fram. 58 járnbrautarárásir á einni viku; síðan 64 á tíu dög- um. Járnbrautarherinn er þar, sem bardaginn er. harðastur. Járnbrautarverkamenn Frakk- iands eru í hinu „stöðuga stríði“ — þar til sigurinn vinnst og svo að vitnað sé í hin spámann legu orð blaðsins. „Bulletiri'1: „hið særða Frakkland ris upp og kyssir svartar hendur Ejtir Rouget de l’Isle. — Þýðing ejtir Matthías Jochumsson. Fram ítil orustu ættjarðarniðjar upp á vígbjartri herfrægðarstund; mót oss helkaldra harðstjórnarviðja hefjast gunnfánar dreyrgir of grund: heyrið vígdunur hrægrimmra fjanda; húsfeður yðar og niðja þeir að brytja niður bitrum geir búast óðir milli’ yðar handa; því landar fylkið fljótt og fjandmenn höggvum skjótt; á storð, á storð, sem steypiflóð skal streyma níðingsblóð. Hvað vill hingað sá þrælafans þrjóta og hin þýbornu konungafjöld? skulu Frakkar þá hlekkina hljóta heljargreipum er svínbeygja öld? Já, vér Frakkar, þá forsmán og dauða oss fjandmanns bruggar grimmdarráð. Þeir vilja hneppa lýð og láð í læðing fornan þrældóms og nauða; því landar fylkið fljótt, o. s. frv. Hvort mun erlendur her vilja ráða hauðri voru á komandi stund? Á nú málalið aðkeyptra snáða ímun-þjóðir að leggja við grund. Ó, þau firn; skulu fjötraðar hendur frelsi oss ræna og hlekkjum þjá, og illir ránsmenn eigu slá yfir vorar byggðir og strendur? Því landar fylkið fljótt, o. s. frv. Heyrið bænir, harðstjórar, gjalla, hræðist og skjálfið, þér landráðamenn; skjálfið; hin banvænu brögð yðar falla bölsnúin yður um háls munu senn. Gegn yður hvervetna herþjóð er snúin hetjur þó ungar falli í mold; oss óðum vekur fósturfold frækna sveit, er til vígs stendur búin. Því landar fylkið fljótt, o. s. frv- Kjósið, Frakklands dáðrökku drengir dörrum yðar maklegan stað eirið þeim, sem ánauðin þrengir, að ota gegn yður blóðugum nað, rjóðið hjörinn í harðstjórans blóði, hengið grimmlega landráðadrótt, og ólmum tígrum eyðið skjótt, sem eta og helslíta brjóst yðar móður; því landar fylkið fljótt, o. s. frv. Ástin heilög ættjarðarbyggða, efldu syrkleika hegnandi mund; frelsisást, þú hin fegursta dyggða forvígi sértu nú vígmóðri grund. Sónhvellir herlúðrar sigurljóð kveði; sigraðra fjanda náföl brá vorn dýrðarljóma líti á, er leiftrar oss frá dreyrugum beði; því landar fylkið fljótt, o. s. frv. Yngri þjóðin skal vígi yðar verja, er vorir frumherjar hníga í blóð, og finna valslóðir fallinna herja, og fylgja dæmi er gáfu þeir þjóð; sælt er að lifa en ljúfara að falla liðnum með bræðrum, þeirra hefnd þér skuluð sjá af oss mun efnd, ella dauðir vér hnígum tii valla, því landar fylkið fljótt og fjandmenn höggvum skjótt; á storð, á storð, sem stevpiflóð skal streyma níðingsblóð. Launakjér Lmdsbankatnanna Framh. af 2. síðu. arinnar. Að minnsta kosti gat að eins einn maður frætt mig um nið urskipan launaflokka, er ég gerðist starfsmaður bankans. — Sjálfa reglugerðina hafði hann aldrei séð. — Ég hef oft furðað mig á þessu tómlæti og reynt að gera mér grein fyrir hvað veldur. Enga lausn hef ég fundið, enda ekki búinn að vera nægilega lengi í þjónustu bankans til þess að hafa skilyrði til þess. Ilitt er víst, að til þess að fá einhverju þokað til bóta, er nauðsynlegt að vera kunnugur öll- um aðstæðum, ekki sízt ákvæðum og reglum um eigin störf. Samkvæmt reglugerð um störf og launakjör starfsmanna Lands- banka íslands, sem gefin var út 18. desember 1930 og gekk í gildi 1. janúar 1931, eru launaflokkar fimm að tölu, sem sé fulltrúa fyrsta og annars launaflokks og aðstoðar- manna fyrsta, annars og þriðja launaflokks. Um laun fulltrúa skal ekki fjölyrt, enda koma þau al- mennum láunakjörum í rauninni ekki við, að öðru leyti en því, að mönnum er gjarnt til að miða við þau. Þykir mér ekki ósennilegt, að laun þeirra, að minnsta kosti full- trúa fyrsta launaflokks, geti talizt nokkuð há, þegar miðað er við launakjör annarra opinberra starfs manna og skrifstofumanna yfir- leitt. Það sem aftur á móti skiptir venjulega starfsrtienn máli eru launaflokkar aðstoðarmanna. Sam- kvæmt þeim þarf 16 ár, þegar bezt lætur, til þess að hækka úr byrjun- arlaunum 3. flokks til lokalauna 1. flokks. Þess ber þó að gæta, að sjaldnast kernur fyrir, að laun stárfsmanna hækki svo ört, þar sem engan veginn er víst að laun- in hækki sjálfkrafa frá einum flokki til annars. Slíkt er öldungis undir hælinn lagt og eingöngu kom ið undir framkvæmdastjórn bank- ans, sem samkvæmt 2. grein reglu- gerðarinnar gerir tillögur um laun starfsmanna til bankaráðs, sem á- kveður hve margir starfsmenn bankans skuli vera í hverjum launaflokki. Það er aðalregla, sam- kvæmt 4. grein reglugerðarinnar, að nýir starfsmenn skuli ráðnir fyrir lágmarkslaun þess launaflokks sem þeir eru í. Nú virðist það vera föst venja um velflesta starfsmenu, að þeir eru ráðnir samkvæmt 3. launaflokki og eru byrjunarlaun þeirra þá 1800 krónur á ári, eða 150 kr. á mánuði.*) Yfirleitt eru mánaðarlaun jmgstu starfsmanna eitthvað milli 7 og 8 hundruð krón- ur, ef miðað er við núverandi vísi- tölu. Getur hver meðíllsnotur mað- ur sagt sér sjálfur, að enginn get- ur séð sér farborða með slíkum launum í því verðbólgufári, sem nú virðist vera að sljga allt at- hafnalíf. . . Fullyrði ég hiklaust, að laun yngstu starfsmanna Lands- bankans hrökkva livergi nærri fyr ir brýnustu þörfum, þótt ýtrustu sparsemi sé gætt, enda engin von til þess að þeir gcti af eigin ramm- leik veitt sér þann nnað, sem menn ing og framifarir 20. aldarinnar hafa upp á að bjóða. — Reynslan er sú, að nærri allir vngri starfs- *) Hér má gera ]>á athugasemd, að samkvæmt loforði bankastjórnar Lands- bankans eru lægstu i::,'naðarlaun nú 200 krónv.r, liðnum f’n márrða r'—nsiutíma. rnenn Landsbankans hafa orðið að leita á náðir foreldra sinna eða annarra aðstandenda um skotsilfur og aðra aðstoð, og er slíkt ekki Vansalaust fyrir æðstu peninga- stofnun landsins. — Nú kann einhver að spyrja, hvernig það megi vera, að bank- anurn bjóðist stöðugt nægir starfs- kraftar, þar sem slík kjör eru í boði. Þeirri spurningu mun auð- svarað, enda er í rauninni ekki nema um tvennt að ræða. Annað hvort gengur hinni ungi nýliði í þjónustu bankans í því skyni að skapa sér öruggt framtíðarstarf með eftirlaunum og öðrum hlunn- indum og er það vorkunn, eða hann kemur án þess að gera sér hina minnstu grein fyrir að hverju er gengið, og mun það oftast. Að minnsta kosti veit ég ekki til. að nokkur hinna ungu manna, sem kornið hafa í bankann síðan ég kom þangað, hafi verið búinn að semja um kaup sitt og kjör áður en hann kom. Flestir urðu fyrir vonbrigðum er þeir komust að raun um, hvernig högum þeirra var komið, en hugguðu sig við, að Iaunin mundu hækka tiltölulega ört, er þcir væru orðnir vanir störf um, enda beinlínis verið gefið í skyn, að svo mundi verða. Það liggur í augum uppi. að slíkt á- stand er með öllu óviðunandi. Ætti þó að vera auðvelt að ráða bót á því, þar sem ekki þarf ann- að en að rétta hverjum þeim, sem óskar eftir starfi, prentað eða fjöl- ritað eintak af reglugerð um launa- kjör starfsmanna, með viðeigandi skýringum og athugasemdum. Á þann hátt gerir bVnkinn hreint fyrir sínum dyrum, en umsækjandi fer ekki í neinar grafgötur um hverjar framtíðarhorfurnar eru. Hitt er svo annað mál, hvort bank- inn verður samkeppnisfær á eftir og geti valið úr þeim starfskröft- um, sem í boði eru hverju sinni. — Það þarf naumast að taka það fram ,hver vandræði eru á ferðum, ef ekki verður gagngjör breyting á stefnu bankans gagnvart starfs- fólki sínu í mjög náinní framtíð. Launaákvæði reglugerðarinnar eru úrejt og þurfa, eins og málum er nú komið, gagngjörrar endurskoð- unar við. — Hér er ekki einung- is um almenna velferð starfsfólks- ins að ræða. heldur og um hags- muni bankans sjálfs. Launakjör um er, eins og þegar hefur sýnt ver ið, þann veg háttað, að cngar líkur eru til þess, að nýliðar og yngri starfsmenn bankans geti í náinni framtíð hjálparlaust staðið á eig- in fótum og orðið fjárhagslega sjálfstæðir. Þeir, sem með þraut- seigju og þolinmæði hefur tekizt að klifa upp í launastigann miðj- an, berjast í bökkum, einkum ef þeir eru kvæutir. Aðeins þeir fáu, sem ekki hefur brostið þolinmæði til þess að klifa launastigann á enda, gcta talizt una hag sínum sæmilega. Afleiðingar þessa úrelta launafyrirkomulags liggja í aug- um uppi. — Þegar störf manna eru vanmetin svo sem hér er gjört, hlýtur það að hafa í för með sér þverrandi starfsgleði, enda muú hægt að fullyrða, að meginþorri yngri starfsmanna gengur óánægð- ur að störfum og hefur það eitt í huga, að losna úr þjónustu bank- ans svo fljótt sem kostur er. Þari' ekki að fjölyrða um það, hver á- lirif slíkt, hefur, þegar til lengdar hútuv, c"da er re,-nslan taiandi tákn þess, sem vænta má i þessum efnum. Hún sýnir greinilega að bankanuin helzt ekki vel á starfs- kröftum sínum. Hefur þetta eink- •um verið áberandi undanfarin ár, eða eftir að atvinna jókst til muna. Eg veit nú að vísu ekki hversu margir hafa horfið úr þjónustu bankans undanfarin ár, en ég man eftir 12, sem farið liafa á rúmu ári. Þeir þóttu allir góðir. og sumir efni í afburða starfsmenn. í stað þeirra hafa jafnan komið nýir og óvanir menn og er auðsætt hve slíkt hlýt- ur að hafa lamandi áhrif á allan daglegan rekstur bankans. Hér að framan hefur verið revnt ,að leiða rök að "því, hvers vegna starfsmenn Landsbankans, eink- um hinir yngri, hafa gilda ástæðu til þess að una hag sínum miður en skyldi. Skal nú gerð tilraun til þess að gera lítillega grein fyrir því, hvernig ráða mætti fram úr þessum vanda á mjög einfaldan hátt, svo að allir megi vel við una. Þegar litið er á launaflokkana þrjá, er greinilegt að laun fvrsta launaflokks geta talizt vel viðun- anleg. Menn, sem vinna almenna afgreiðslu- og skrifstofustörf, geta varla með sanngirni krafizt hærri launa, einkum þegar tekið er til- lit til þeirra hlunninda, sem þeir óneitanlega njóta. að því er snert- ir atvinnuöryggi og eftirlaun. Þriðji launaflokkur er aldeilis óvið- unandi og annar láunaflokkur að- eins nothæfur fyrir alveg óvana starfsmenn. Samkvæmt þessu er augljóst, hverjar hljóta að vera samningskröfur af hendi starfs- manna Landsbankans. Þriðji launa flokkur verði lagður niður með öllu, en nýir og óvanir starfsmenn ráðnir samkvæmt launakjörum annars flokks. Nú má gera ráð fyr- ir, að nýr og óæfður starfsmaður sé orðinn sæmilega vanur öllum almennum afgreiðslustörfum eftir tveggja ára þjónustu. Að þeim tíma liðnum ætti hann að vera, kominn upp í hámarkslaun annars flokks og eiga kost á að verða ráð- inn fastur starfsmaður, hafi hann á annað borð reynzt starfi sínu vaxinn. — Eins og nú er, þyrfti 8 ár að auki til þess að komast að leiðarlokum. Augljóst er. að þetta er alltof langur tími. Má telja hæfí- legt að launin hækkuðu um 400 krónur á ári og þyrfti þá 4 ár til þess að komast í lokalaun fyrsta flokks. Með þessu væri tryggt, að ekki þyrfti nema 6 ár til þess að klifa launastigann á enda, í stað, að minsta kosti, 16 ár áður. — Jafnframt væri komið í veg fyrir, að yngra starfslið bankans sé ölm- usulýður, sjálfii sér til leiðinda og stofnun þeirri, sem það af fúsum vilja vill helga starfskrafta sína, til vansa og tjóns. — Samkvæmt þeim tillögum, sem hér hafa verið lagðar fram, yrðu launaflókkarnir eins og hér segir: Aðstoðarmaður 1. launáfl. byrj- unarlaun kr. 4800, hækkar árlega. um 400 kr. í kr. 6400. Aðstöðarmaður 2. launafl. byrj- unarlaun kr. 3600, hækar árlega um 600 kr. i kr. 4800. Þessí launaflokkun virðist vera í einna mestu samræmi við launa- kjör hinna bankanna, að því er ég hef koniizt næst, en þó öllu lak- ari. Að vísu munu ekki vera til ákveðnar reglur um launakjör hjá þeim, en það mun vera föst venja, FramhpU1 á 8. sifu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.