Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. júlí 1944. Ongþveitið í Siúsnæðismáinm Reykja- víkur er gersamlega óholandi „Það er eigi þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín“ . Ætli það sé vegna góðveðursins aö svo lítið hefur verið minnzt á húsnæðismálin nú upp á síð- kastið? Ef til vill eru allir orðnir uppgefnir á að skrifa um þau eða sannfærðir um að >slíkt sé þýðingarlaust, þær hetjur, sem hugðust stjórna bæjarmálunum, hafi algjörlega lagt árar 1 bát við úrlausn þessara vandamála. Hvað veld ur því, að hundruðum fjöl- skyldna hefur verið vísað í „bráðabirgða“ húsnæði,. sem erlent setulið hefur notað um mörg ár, eða því, að enn eru hundruð manna húsnæðis- laus? Ef hér væri um slíkar hörmungar að ræða, sem eiga sér stað 1 ófriðarlöndunum, ef t. d. Reykjavík væri hálf í rústum af völdum loftárása, eða aðeins það, að ómögulegt hefði reynzt að afla efnis til bygginga sökum siglinga- teppu, þá væri ástand þetta auðskilið. Við getum lofað guð fyrir að ekkert slíkt hef- ur hamlað eðlilegri þróun á þessu sviði. Hitt væri sönnu nær að ætla, að allsnægtimar sem við eigum öllum þjóðum fremur við að búa, samfara stórkostlegri auðsöfnuníkrónu tali, hafi truflað alla skyn- semi manna, og virðist þar eigi Jhægt að undanskilja suma ptjórnendur ríkis og bæjar. Það verður ekki um það deilt af hverju eftirspurn eftir hús- pæði fer sívaxandi, en við skulum ekki gleyma því, að aukinn kaupmáttur eykur eftirspurn húsnæðis á svipaö- an hátt og hann eykur vöm- eftirspurn. Hefðu hér oröið ▼eruleg takmörkun á innflutn ingi nauösynja og skömmtun ekki verið upptekin, þá hefði farið svo að þeir ríku og vel- stæðu hefðu keypt upp allar vörur, þeir fátækari hefðu soltið eða liðið skort á sama hátt og þá nú skortir húsnæði. Væntanlega hefði þeim þó ekki verið vísað á matarúr- ganginn frá setuliðinu. Við höfum nægan mat, okk- ur vantar ekki byggingarefni, ▼ið erum ríkasta þjóð í heimi. I vor var á það bent, hér í þessu blaði, að líklegt væri og æskilegt til þess dálítið að bæta úr húsnæðisvandræðun- um, að gefa mönnum kost á að byggja smáhús. Jafnvel ríki og bæjarfélagið legðu fram einhverja hjálp. Þó leit ég frekar á það sem sjálfs- björg út úr vandræðum. Und- irtektir ráðandi manna urðu eins og vænta mátti, ekki góð ar. Velgengni okkar Islendinga hefur skapað sundrung og auðshyggju í stað sameining- ar og bræðralags hinna undir okuðu bræðraþjóða okkar. Við höfum nýlega haldið há- tíd, viö vorxun aö fagna fullu frelsi Islands, eins og það er kallað. Eg tók innilegan þátt í þeim fögnuöi. Þann 17. júní á Þingvöllum fannst mér svip- ur hvers einasta manns bera greinilega vott um ást okkar á þessu hrjóstruga en fallega eylandi. Við hugsuðum og sögðum. Þetta er landið okkar. Hver hefði þá þorað að mót- mæla því, að þaö væri sam- eiginleg eign okkar allra. Þeg- ar ég kom frá Þingvöllum aft- ur og sá smáhús 1 úthverfum ibæjarins á fallegum lóðum og blaktandi þjóðfána hins frjálsa Islands, þá fann ég sárt til þess að í raun og veru ætti ég ekki lófastóran blett; sem mér væri heimilt að hafa á flaggstöng og draga fánan að hún. Þessi áhrif, samfara ólýsanlegu taugastríði í lélegri íbúð samviskulauss húseig- anda, gaf mér þor til að reyna áð byggja yfir mig smáhús. I þeirri öruggu vissu, að vera ekki gyðingur í landi Hitlers, en geta hinsvegar rakið ætt mína til Jóns Arasonar, hélt ég að nú mundi brátt rætast draumur minn um eigin kofa, þar sem ég gæti svo lifað óá- reittur af þeim sem hafa hús- in og völdin. Eg lagöi svo leið mína á skrifstofu bæjarins í þeim tilgangi að spyrjast fyr- ir um hvort ég gæti fengið lóð undir kofa, er ég hugðist byggja og hélt mig hafa út- vegað peninga til að koma úpp, með framlagi auka erfiðis sjálfs míns og velunn- ara minna. Eg náði tali af æruverðum byggingarfulltrúa bæjarins, sem svaraði mér taf- arlaust að tala við aðstoðar- mann sinn, sem mundi gefa mér upplýsingar viðvíkjandi 'erindi mínu. Hann hefur við- talstíma 1 klukkustund á dag. Eg komst strax áð raun um að fleiri mundu vilja byggja en ég, því „biðstofan“ var full. Þegar ég við þriöju tilraun gat náð tali af þessum ágæta manni, fékk ég að vita að lóöir undir slík smáhús væru ekki fáanlegar. Eftir að hafa fengið frekari staðfestingu á þessu hjá einum byggingar- nefndarmanni, sem ekki virt- Framh. á 5. síðu. Húsaleigivísitalan fyrir júli—septeraber 1944 Húsaleiguvísitala, miðuð við hækkun viðhaldskostnaðar húsa í Reykjavík 1. júní þ. á. í saman- burði við 1. ársfjórðung 1939, reyndist 137, og gildir sú vísitala frá júlíbyrjun til septemberloka 1944. Samkvæmt lögum um húsaleigu frá 7. apríl 1943 skal Kauplágs- nefnd, með aðstoð hagstofunnar, reikna út húsaleiguvísitölu fjór- um sinnum á ári, miðað við hækk- un viðhaldskostnaðar 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember í samanburði við 1. ársfjórðung 1939,' en samkvæmt ákvörðun fé- lagsmálaráðherra telst viðhalds- kostnaður hafa numið 15% af húsaleigunni 1939. í september- blaði Hagtíðinda 1941 er nánar skýrt frá grundvelli þessara út- reikninga. Þar til í fyrravor var húsaleiguvísitalan reiknuð tvisvar á ári, vor og haust. Eftirfarandi yfirlit sýnir vísitölur þær, sem reiknaðar hafa verið hingað til. Vísitölur viðh.kostn. húsal. Janúar—marz 1939 100 100 Vorið 1941 161 109 Haustið 1941 174 111 Vorið 1942 195 114 Haustið, 1942 266 125 Vorið 1943 316 132 Júlí—september 1943 311 132 Október—desember 1943 333 135 Janúar—marz 1944 336 135 Apríl—júní 1944 342 136 Júní—september 1944 344 137 (Hagtíðindi). VerzlBDin vlð eínstðk linð. JaBáar-msí 1944 Eftirfarandi bráðabirgðayfirlit sýnir skiptingu inn- og útflutnings eftir löndum frá ársbyrjun til maíloka samkv. skýrslum þeim, sem komnar eru til hagstofunnar. Ennfremur er settur innflutningur og út- flutningur á sama tíma í fyrra samkvæmt tilsvarandi skýrslur þá. Innflutningur Útflutningur Jan.—maí 1948 Jan.—maí 1944 Jan.—maí 1943 Jan.—maí 1944 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. Færeyjar 14 61 65 52 Brctland 29.096 17.226 70.399 90.834 írland 60 18 524 305 Portúgal 55 21 99 99 Spánn 99 78 1.870 99 Sviss 54S 565 99 99 Argentína 99 7 99 99 Bandaríkia 68.710 62.682 12.865 7.531 Brasilía 1.208 126 99 99 Grænland 99 99 S 99 Jamaica 40 99 99 99 Kanada 8.552 13.611 99 72 Indland 142 99 99 99 Ósundurliðað 1S 2.182 99 99 Samtals 98.438 96.569 85.521 98.794 (Úr Hagtíðindum). Kvæði um Sovétmyndasýninguna Reykvískur verkamaður sendi Bæjarpóstinum þessar vísur, sem hann orti, eftir að hafa séð ljós- myndasýninguna Leníngrad — Stalíngrad í Listamannaskálanum í Reykjavík“. Stynja þjóðir undan oki einræðis, um víðan heim þar, sem heimska, heift og hroki halda vörð og ógna þeim. Blóð og tár af tregahvarmi teiknuð verða á söguspjöld þjóða, sem með þrek í barmi þoldu svona örlög köld. Hvar hefur verið betur barizt? Bent ég get á engan stað, og í þrautavígi varizt vasklegar, en í Stalíngrad? Skyldur kalla, skuld að borga, skuld er hófst við Leníngrad, allskyns fórnir, undur sorga allra vegna, á þessum stað. Ei skal gráta liðnu líkin, látum stæltan hug og þrótt byggja aftur brotnu ríkin, bjóðum dauðum góða nótt. Tökum merkið, tignum andann, trú um sigur gefur byr, málstaðurinn vinnur vandann veigamest í hverjum styr. Höldum vörð á hæðum, dölum, höldum vörð í hverri sveit, höldum vörð í háum sölum, höldum vörð á hverjum reit. H. H. Snœhólm. Svarið bréfum... G. H. skrifar Bæjarpóstinum og segir: „Fyrir nokkrum árum las ég dá- litla tímaritsgrein eftir Svein Björnsson, sem nú er forseti ís- lands. Þessi grein fjallaði um þann ljóta óvana, sem virðist gera vart við sig hjá allt of mörgu fólki, að svara ekki sendibréfum. Greinar- höfundur taldi það vítaverðan dónaskap að svara ekki bréfum, og undir þau ummæli held ég að flestir hljóti að taka. Ég veit ekki hvort það er nokkuð algengara meðal okkar íslendinga en ann- arra þjóða, að svara ekki sendi- bréfum, en ég held að við séum a. m. k. ekki barnanna beztir í þeim sökum. Ég minnist gamallar konu sem var hálfgerður einstæð- ingur uppi í sveit, hún átti tvö börn, pilt og stúlku, sem voru að verða fullorðin og höfðu bæði flutt til Reykjavíkur. Gamla konan unni börnunum sínum og þráði ekkert heitara en að frétta eitt- hvað af högum þeirra. Hún settist niður og páraði þeim „línu“, en henni var aldrei svarað. Þau höfðu víst um annað að hugsa, börnin hennar. Ýmsar sögur, sem við höf- um heyrt um „gömlu hjónin í kot- inu“, er hafa séð á bak börnum sínum í ys borgarlífsins, eru eng- ar þjóðsögur. Það er raunveruleik- inn sjálfur. En oft mildar það söknuðinn og vekur barnslega gleði, hjá fullorðnum foreldrum, að fá gott bréf frá barninu sínu, heim í fásinnið. Þið, sem flutt eruð úr foreldrahúsum, gleymið ekki foreldrum ykkar, minnist þess að jafnvel bréf, sem ykkur finnst lítil- fjörlegt, er þeim oft fegursti gleði- gjafi“. óþægilegar endurminningar um leiðan kvilla sem virðist þjá af- greiðslumenn einnar bifreiðastöðv- ar hér í bænum. Sá kvilli er að þegja í hel símahringingar, a. m. k. á vissum tímum dagsins. Þessa hef ég hvergi orðið var nema á þess- ari einu bifreiðastöð og fullyrði ég hiklaust að slík símavarzla, og sú er þar tíðkast oft og tíðum, sé nær einsdæmi í þessum bæ, og jafnframt því að bera vott um furðumikið kæruleysi og skort á sjálfsvirðingu, er hún frekleg móðgun við viðskiptavinina, borg- arana. Afgreiðslumaður, sem stcnuur fyrir framan spegil við að greiða. hár sitt og snyrta sig eða labbar um þegjandi meðan síminn hring- ir í sífellu, er harla léleg mynd af manni í hans stöðu. Það er næsta furðulegt hve mikið þessir peyar leyfa sér. Sumir scgja að þetta sé- eftir fyrirsögn yfirvaldsins og að þarna sé það nú komið í tízku að þegja símann í hel og svara í hann endrum og eins, þegar þeim góðu mönnum þóknast. Slíka ósvífni getur fólk ek.ki þolað. Það er jafn- vel betra að fá ónot í símann (það hef ég fengið oftar en einu sinni hjá þessu fyrirtæki) en að vera ekki virtur svars. Eg veit að þáð er vanþakklátt starf og erfitt að vera afgreiðslu- maður á bifreiðastöð eins og nú standa sakir. Ástandsárin hafa ekki verið nein sældarár fyrir af- greiðslumenn á bifreiðastöðvum. En því meira reynir á þolinmæði þeirra og hæfileika til að vera starfi sínu vaxnir. Og ég vil taka það aftur fram, að sú venja, að svara ekki í sím- ann á „praktiserandi“ bifreiða- stöð fyrr en eftir dúk og disk, er gjörsamlega óþolandi og öllum hlutaðeigendum til stórrar liáð- ungar“. G. H. ,Notið sjóinn og sólskinið* Það var vikið að því hér í blað- inu um daginn, að nauðsynlegt væri, að Reykjavík kæmi sér upp sjó- og sólbaðstað fyrir íbúa sína í nágrenni bæjarins. Sem stendur er enginn staður í nágrenni bæj- arins, sem almenningur getur not- að til sjó- og sólbaða. Ékki þarf að deila um það, hvílík heilsubót er af slíkum böðum. Fyrir stríðið streymdi mannfjöldinn suður í Nauthólsvík til þess „að nota sjó- inn og sólskinið“. En nú er okkur bannaður sá staður af ástæðum, sem ekki má nefna. Bæjaryfirvöld- in verða nú að vinda bráðan bug að því að fá annan stað í nágrenni bæjarins, þar sem Reykvíkingar gætu notið þeirra gæða, sem sjór- inn og veðurblíðan liafa upp á aðí bjóða. Nýff embæftí F élagsmálaráðuneytið hefur skipað Hörð Bjarnason arkitekt embætti skipulagsstjóra frá 1- júlí s. 1. Er þáð nýtt embætti, sem stofnað er skv. lögum um skipu. lag kauptúna og sjávarþorpa. Skipulagsstjóra er ætlað að annast framkvæmd skipulags- uppdrátta og eftirlit skipulags um land allt, undir umsjón fé- lagsmálaráðuneytisins og skipu- lagsnefndar. Óþolandi símavarzla Og enn segir G. H.: „Þetta skraf, um hin forsmáðu bréf, rifjar upp hjá mér ýmsar Hörður Bjarnason hefur starf- að að skipulagsmálum s. 1. sex ár, sem skrifstofustjóri og ráðu- nautur skipulagsnefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.