Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 1
 5T 9. árgangur. Fimmtudagur 20. júlí 1944. 158. tölublað. Heíur sóif fratn 40 hm. — fekíð 700 bsi og þorp Stalín marskálkur tilkynnti í gær í nýrri dagskip- un, að 3. Eystrasaltsherinn hefði í tveggfja daga sókn rofið 65 km. skarð í öflugar varnarlínur Þjóðverja fyrir sunnan Ostroff, sótt fram allt að 40 km. og tekið yfir 'J'OO þorp og bæi. Rússar hafa umkringt fimm þýzk herfylki fyrir austan Lvoff- Ostroff er um 60 km. frá suður- «nda Peipusvatns. Þriðji Eystrasaltsherinn er nýr her undir stjórn Maslinikoffs hers- höfðingja. Þessi her stefnir nú til austur- landamæra Lettlands, scm eru •skammt undan. En rúmlega 100 km. sunnar er annar rússneskur her kominn inn fvrir þessi landa- mæri fyrir nokkru síðan og miðar vel áfram. í sókninni til Lvoff (á suður- enda sóknarsvæðis rauða hersins) eru Rússar komnir yfir fljótið Búg Ve'kilýðsfélag Öives- tirepps métmslir úr- skirði Félaisdúms Á fundi í Verkalýðsfélagi Olves- hrepps var gerð eftirfarandi sain- þykkt: „Alinennur fundur í Verkalýðs- félagi Ölveshrepps, haldinn í Hveragerði 16. júlí 1944, mótmælir harðlega dómi Félagsdóms í vega- vinnudeilunni síðastliðið vor og væntir þess fastlega að dómar Fé- lagsdóms eigi framvegis styrkari stoðir í lögum heldur en þessi dóm- ur ber vott um“. fyrir austan Lvoff og hafa um- kringt 5 þýzk herfylki (a. m. k. 50000 manns). Þarna tók rauði herinn yfir 100 bæi og þorp í gær, þ. á. m. bæ nokkurn, sem er aðeins 15 km. frá Lvoff. Herfræðingar Bandamanna segja, að sóknin til Lvoff veki jafnvel enn meiri athygli en sókn- in til Austur-Prússlands, því að með töku þeirrar borgar geti Rúss- ar ógnað yfirráðum Þjóðverja í alJ.ri Suðaustur-Evrópu og jafnvel Þýzkalandi sjálfu, þar sem hið auðuga náma- og iðnaðarhérað Þjóðverja, Schlesien, sé þá ekki svo ýkja langt undan. Þjóðverjar eru sagðir verjast af mesta ofsa fyrir austan Lvoff, en halda þó áfram að hörfa. Hersveitir Rokossovskis halda áfram sókninni til Brest-Litovsk og Bialistok. Hafa þær rofið járn- brautina milli þessara borga. Á þessum vígstöðvum gafst upp þýzkur hershöfðingi í gær, — sá 21. í sumarsókninni. Rússar eru nú um 160 km. frá Varsjá. Rússar færðu enn í gær út kví- arnar á vestri bakka Njemens. Samtals tilkynntu Rússar, í gær töku meir en 1000 bæja og þorpa. Sandamenn taka Livorno og Ancona Bandamenn á Ítalíu tilkynntu í gær töku hafnarborganna Livomo og Ancona, sín hvom megin á skaganum. Þjóðverjar hörfa undan til „gotnesku vamarlínunnar“ fyrir norðan Amofljót. Livorno er þriðja stærsta hafnarborg Ítalíu og hefur stórt og gott skipalægi. Hún er mikil iðnaðarborg og hafði 125000 íbúa fyrir stríð. Það voru pólskar hersveitir, sem tóku Ancona, — þær sömu sem tóku Cassino, tóku þær yfir 2000 fanga. Pólverjarnir hafa sótt 5 km. lengra norður. Ancona hafði 90000 íbúa. Ancona er mikilvæg fyrir hernaðinn í Júgóslavíu. Bretar hafa sótt lengra norð- ur fyrir Arno fyrir norðan Avezzo. Tóku þeir bæ í gær, — um 40 km. frá Florence. VERÐLAUN Hitler sæmdi Kesselring yfir- mann þýzka hersins á Ítalíu járnkrossi með eikarlaufi sama dag og Bandamehn tilkynntu töku Ancona og Livorno. ■ i ■ íMlr iiniti Isluds inMmirl sli Eftirfarandi fréttatilkynning frá utanrílcisráðuneytinu, dagsett í gœr, hefur Þjóðviljanum borizt: Forseti íslands tólc í dag kl. 12.30 á móti sendiherra Norðmanna, herra August Esmarch, í hátíðasal Bessastaða. Afhenti sendiherrann ný embœttisskilríki frá Hákoni VII. Noregskonungi, stiluð til forseta íslands. Utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór, var viðstaddur athöfnina. Sendiherrann hélt við þctta tækifæri þessa ræðu: „Herra forseti! Mér vcitist sá heiður að afhenda yður bréf Nor- egskonungs. í bréfi þessu biður hann yður að veita mér móttöku sem sérstökum sendimanni og ráð- herra með stjórnarumboði hjá rík- isstjórn íslands. Ég vil gjarna taka það fram, að sú ósk Hans Hátignar Hákonar konungs um að efla og styrkja hin góðu og vinsamlegu samskipti, Framhald á 8. síðu. Vancelles á valdi Breta ÞJöðveggrbu) m;;;i St. Lo og Periers rofinn Bretar rog Kanadamenn tóku útborgina Vancelles í gær. Mikil orusta geisar 11 km. fyrir austan Caen. Þrjú þorp voru tekin fyrir austan Caen. Eitt þorp var tekið 3 km. fyr- ir sunnan Caen á eystri bakka Ornes. í gær voru teknir 1250 fangar á Caensvæðinu. Fyrir suðvestan Caen var hrundið gagnáhlaupi Þjóðverja. Tekið var þorp skammt frá Tilly. Bandaríkjamenn hafa rofið þjóðveginn milli St. Lo og Periers. Þjóðverjar vörðust á aðeins einum stað í St. Lo í gær. Þjóðverjar hafa nokkrar hæð ir fyrir vestan bæinn á sínu valdi og skjóta þaðan með fall- byssum á hann. Montgomery hershöfðingi til- kynnti blaðamönnum í gær, að han væri mjög ánægður með ganginn. Hann sagði yfir 60000 fanga hafa verið tekna* í Normandí, en Bandamenn hefðu grafið meir en 8000 fallna Þjóðverja. Montgomery sagði Banda- menn hafa betri útbúnað en Þjóðverja. Fundur í Trúnaðarmannaráði Dagsbrún- ar í kvöld kl. 8.30 á Skólavörðustíg 19 (gengið inn frá Klapparstíg). Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræðingur kallaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá helztu framkvæmdum, sem bærinn hefur með höndum og 'hefur í hyggju að gera á næst- unni. Ræddi hann m. a, um þrifnaðinn í bænum og þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið til að bæta hann, sorphreinsun- ina, göturnar, viðgerð þeirra, viðhald og nýlagningu, og ýmislegt annað. GÖTUHREINSUNIN Bæjarverkfræðingur ræddi fyrst um götuhreinsunina, og sagði m. a.: Bærinn er nú hætt- ur að nota hestvagna við götu- hreinsunina. í stað þeirra eru notaðir bílar. Við munum vinna að því að halda bænum sem hreinustum, á þeim stöðum, sem við eigum að sjá um. Lóða- eigendur og leigjendur koma þá vonandi á eftir. Göturykið er mjög mikil plága fyrir bæj- arbúa. Meðan svo margar götur eru ómalbikaðar sem nú er, er eina ráðið að bleyta þær nógu oft, þegar þurrterveður.Bærinn hefur átt einn lítinn vatnsbíl, sem tekur um 1% tonn og hefur hann verið látinn ganga eins mikið og hægt þefur verið. Leit að var til Ameríku um það, hvort hægt væri að fá fullkom- in vökvunartæki þar, en það reyndist ekki unnt. Þá var horf- ið að því ráði að smíða slík tæki hér heima, og hefur það verið gert, svo að nú höfum við tvo vatnsbíla, sem taka hvor um sig helmingi meira vatn en gamli bíllinn, og ætti það að verða nokkur úrlausn í bili. ÓSKILAMUNIR í samráði við lögregluna er verið að koma upp vinnuflokki, sem á að hafa það starf með höndum að hreinsa bæinn af ýmsum óskilamunum, verðmæt- um og verðlausum, sem eru í óreiðu á götum úti. Hörmulegt er að sjá, hvernig farið hefur verið með ýmsa verðmæta muni, sem skildir hafa verið eftir á almannafæri, án þess að eigendurnir hirði nokkuð um þá; sem dæmi má nefna jám- bita, stór tré, báta, vélar og ým- islegt annað. Þessir munir verða hirtir af götunum eftir að lögmætum eigendum hefur verið gefinn frestur til þess að taka þá. Verðmætu munirnir verða fluttir á nýtt svæði,, sem lögreglan hefur fengið til um- ráða inni við Elliðaárvog, hinu verður hent. VIÐGERÐIR VEGNA HITA- VEITUNNAR Nú er verið að ljúka við við- gerðir á lóðum vegna skemmda eftir hitaveituna. Eg auglýsti í vor eftir kvörtunum yfir skemmdum á lóðum af völdum hitaveitunnar og höfum við haft sérstakan vinnuflokk, sem unnið hefur að því að bæta úr þessum spjöllum. Þegar þeirri vinnu er lokið, er ráðgert, að þessi vinnuflokkur vinni að því að lagfæra ýmsa miður þrifa- lega staði (ógirt svæði og torg). Sem dæmi um svæði, sem að mestu er lagfært má nefna svæðið hjá íþróttavellinum. Framh. á 3 4^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.