Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 8
'‘XíTrt ,Úb» borglnDÍ Nœturvörður í Laugavegs apóteki. Nœturakstur í uótt annast Bifreiðastöðin Bifröst, síini 1508. ÚTVARPIK í DAG. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Erindi: Þjóðræknisstarfsemi Vestur- Islendinga (Richard Beck prófessor). 20.50 Hljómplötur: fslenzk lög. 21.00 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 21.20 Illjómplötur: Endurtekin lög. Félag Véstur-íslendinga lieldur fund í Oddfellowhúsinu föstudaginn 21. júlí kl. 8.30 e. h. Prófessor Richard Back mun verða heiðursgestur, en Vestur-íslendingar, sem hér eru staddir, eru sérstaklega boðn- H‘- — Aðgöngumiða má vitja í verzlunina Kjöt og Fiskur. FLOKIÍURINN Þeir Sósíalistar í Reykjavík, sem hafa ekki enn tekið sumar- leyfi og ætla sér úr bænum, eru vinsamlega beðnir að koma til viðtals í skrifstofu Sósíalistafé- lag-s Reykjavíkur áður en þeir fara. UR LÍFI ALÞÝÐUNNAR Andrés Bjðrnsson hlaut verðlaun vikunnar Verðlaun vikunnar í greinasam- keppninni „Úr lifi alþýðunnar“ hlaut Andrés Björnsson fyrir grein- ina „ístaka á ísafirði“ sem birtist í blaðinu í gær, en þá láðist að geta þess að hún væri verðlauna- grein. Andrés er beðinn að senda rit- stjórn Þjóðviljans heimilisfang sitt. Tímarit Verkfræðinga- lélags íslands stækkar Tímarit Verkfræðingafélags fslands, 1. hefti 29. árgangs, er nýkomið út. Flytur heftið langa grein eft- ir Gísla Halldórsson: Virkjun jarðgufu til rafmagns og hita- notkunar, og ýmsar smærri. Með þeim árgangi sem nú er að hefjast, verður sú breyting á Tímariti Verkfræðingafélags ís- lands, að það verður stækkað, hvert hefti verður tvær arkir, og árgangurinn því 12 arkir alls. Jafnframt verður það gert fjöl- breyttara að efni. Er í ráði að birta sérstaklega frásagnir og skýrslur um öll helztu mann virki, sem reist verða hér á landi, svo að tímaritið geti í framtíðinni orðið tæmandi heim ild í því efni. Auk þess mun það flytja ýmsan annan fróð- leik um verkfræðileg efni. Norski sendiiserrann Framhald af 1. sfðu. sem verið hafa milli Noregs og íslands, byggist ekki eingöngu á þeim aldagömlu tengslum, sem tengt hafa Noreg og ísland, held- ur lýsir hún einnig þakklæti þjóð- ar vorrar fyrir hina miklu samúð, sem komið hefur fram frá allri íslenzku þjóðinni í garð vor Norð- manna á þeim undanförnu árum, er vér höfum barizt fyrir frelsi voru og sjálfstæði. Samúðin hefur meðal annars komið fram í hinni hughlýju við- leitni til að veita oss efnalega að- stoð að svo miklu leyti sem unnt hefur verið. Persónulega er ég þeirrar skoð- unar, að ef ég í áframhaldandi starfi mínu hér, mæti sama velvilja og hjálpfýsi, sem mér hefur verið sýnt hingað til, muni það starf, að hnýta æ fastar vináttuböndin milli þjóða vorra og ríkja, veitast mér mjög auðvelt". Svarræða forseta var á þessa leið: „Sendiherra! Mér er ánægja að því að taka við bréfi Hans Há- tignar Noregskonungs, sem stað- festir, að þér séuð sérstakur sendi- maður og ráðherra með stjórnar- umboði hér á landi. Það gladdi mig og marga landa mína að verða var þeirrar sam- úðar með hinni norsku bræðra- þjóð vorri, sem látin var í ljós í tilefni af framkomu yðar að Lög- bergi 17. júní. Ég hygg að vart muni hugsast betri tjáning á til- finningum vorum en þá var í ljós látin af þeim fimmta hluta íslenzku þjóðarinnar, sem þar var saman kominn. Þar var í ljós látið þakk- læti til konungs Noregs og ríkis- stjórnar fyrir afstöðu þeirra til endurstofnunar hins íslenzka lýð- veldis og jafnframt þær lilýju til- finningar í garð norsku þjóðarinn- ar, sem vér höfum ávalt í brjósti borið, ekki hvað sízt á hinum langa þjáningatíma hennar meðan hún hefur sýnt slíka hreysti og frelsis- ást. Þess vei'ður vonandi ekki langt að bíða að norska þjóðin öðlist aftur frjáls umráð yfir landi sínu, gamla Noregi, og vonum við þá og treystum, að nánari samvinna en nokkru sinni áður megi takast til gagns fyrir báðar þjóðirnar. Persónulega er ég á sama máli og þér, að framtíðarstarf yðar hér muni verða heillaríkt. Meir en 20 ára persónuleg kynni af yður styrkja þá sannfæringu mína. Ég bið yður að flytja Hans Há- tign Hákoni konungi, Hans Kon- unglegu tign Ólafi ríkiserfingja og stjórn yðar alúðar kveðjur mínar og íslenzku þjóðarinnar með beztu óskum um framtíð norsku þjóðar- innar sem frjálsra manna“. Að athöfninni lokinni höfðu for- setahjónin hádegisboð fyrir norska sendiherrann og frú Esmarch, ut- anríkisráðherra og frú Þór, Otto jKildal, settan aðalræðismann Norðmanna, frú Jenny Bay, for- setaritara og yfirmenn hers og flota Norðmanna hér á landi. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Frásögn bæjar- verkfræðings Frh. af 1. síðu Byrjað er á lagfæringu torgs- ins, þar sem Hringbraut og Eiríksgata mætast, svo koma önnur á eftir. SORPHREINSUNIN Sorphreinsunin er eitt mesta vandamál bæjarins. Þegar hita- veitan komst á, hlaut sorpið að vaxa mjög, þar sem mörgu var nú hent, sem áður hafði verið brennt. Var því úr vöndu að ráða. Ákveðið var því að láta vinna að sorphreinsuninni dag og nótt. Tóku nokkrir ungir stúdentar að sér næturvinnuna og hafa þeir reynzt prýðilega. Við Viðeyjarsund er verið að byggja tilraunastöð tilrannsókn ar á sorpi, flokkunar þess, brennslu, gerjunar o. fl. — Bæj- arverkfræðingur sýndi okkur nú myndir frá sorpvinnslustöð í Danmörku og voru þær af ýmsum vélum, sem vinna áburð úr sorpinu og einnig af jarð- ávöxtum, sem ræktaðir höfðu verið við áburð úr sorpi og hélt síðan áfram: Það er ekki rétt hermt hjá „Vísi“, að bærinn ætli að fara að vinna áburð úr sorpi. Enn sem stendur er þetta einungis á tilraunastigi. Ætlun- in er að komast að raun um, hve mikið af verðmætum efnum svo sem málmum, pappír og líf- rænum efnum, sé í sorpinu og hvort borgi sig að vinna þau. SORPHAUGUNUM LOKAÐ Nýskeð er búið að loka sorp- haugunum fyrir óviðkomandi. Tekur þá vonandi fyrir þann ljóta sið hjá fólki að ganga á haugana, tína þar einskis nýtt rusl úr, sem hvergi er geymsla fyrir nema á almannafæri. Sóða skapurinn vestast í bænum er mikið þessari tínslu að kenna. Annars er sorphreinsunin vandamál, sem tíma tekur að leysa svo vel fari, en það er ekki mitt verksvið, þótt hreins- unin snerti að ýmsu leyti störf skrifstofu okkar. TJÖRNIN Bæjarverkfræðingur ræddi því næst um Tjörnina: Því mið ur verður ekki hægt að lagfæra tjarnarbakkana og Tjörnina í sumar. Göturnar heimta það vinnuafl, sem við höfum til um ráða. Þær tillögur, sem komið hafa fram, svo sem um að steypa tjarnarbotninn næst bökkunum eða lagfæra, verða teknar til athugunar á teikni- stofum okkar, ,áður en fullráðið verður, hvað gera skal. Við höf- um stundum fengið skammir fyrir það að við höfum látið Tjörnina vera hálftóma. En þannig stendur á því, að við höfum verið að leggja ræsi með fram vestari tjarnarbakkanum og höfum við því orðið að hafa þurrt þar á meðan. En verkio hefur gengið illa m. a. sökum TJARNARBÍÓ Æ&tM Sahara Spennandi sjónleikur frá lernaðinum í sandauðninni sumarið 1942. IIIUMPHREY BOGART Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára Aki Jakobsson héraðsdómslögmaður og Jakob J Jakobsson Skrifstofa Lækjargötu 10 B. Sími 1453. Málfærsla — Innheimta fteikningshald, Endurskoðun þess, hve hallinn er lítill á rör- unum, 1:600. Annars held ég, að illmögulegt yrði að steypa botn í Tjörnina, nema þá að- eins meðfram bökkunum, því botnleðjan er svo mikil. Það má annars segja, að Tjörnin sé mesti forarpollur, þar sem vatn ið í henni er blandað klóakvatn inu úr læknum, sem rennur undir Lækjargötu, og þyrfti að finna einhverja leið til að bæta úr því. GÖTURNAR Eins og menn vita hefur um- ferðin um vegi og götur bæjarins margfaldazt síðastliðin ár. Bæði hefur farartækjum bæjarbúa fjölg- að, svo bætist við hin mikla um- ferð hernaðarfarartækja setulið- anna. Eftir hernámið koma fyrst til skjalanna hin svokölluðu þungu farartæki, þungir herbílar, allskon- ar farartæki á beltum, skriðdrekar, þungar vinnuvélar og önnur, sem bókstaflega liafa étið sig niður í göturnar. Síðast en ekki sízt hefur hita- veitan sett merki sín á göturnar. Menn sjá því hvað mætt hefur á ' vegum og götum síðustu árin. Auk þess hefur vetrarakstur þungra farartækja farið illa með þær, keðj- urnar átt sinn hluta í J>ví. VIÐGERÐIR OG VIÐHALD Tökum fyrst akbrautirnar; hægt er að segja að þær séu þrennskon- ar. Malarbornar, púkkaðar og mal- arbornar og svo malbikaðar. Við- hald tveggja fyrstu tegundanna er: ofaníburður með Jijöppun og svo eru göturnar heflaðar með veg- heflum. Þeir eru tveir. Bærinu hef- ur undanfarandi ár eytt miklu fé í ofaníburð og er nú nær eingöngu notaður rauðamelur, liefur hann reynzt bezt, en tekur tíma að þjappast. Mikið hefur verið kvart- að undan honum, sérstaklega fyrst eftir að hann er kominn í götuna og er það skiljanlegt. Venja er þó að þjappa hann og raka götuna þegar hann er farinn að troðast. Heflun hefur verið framkvæmd eftir því, sem unnt hefur verið, og þjöppun einnig. Malbikuðu ak- brautunum þarf að halda við með svokallaðri yfirbikun, en Jmð er slitlag, sem helzt þarf að nota í , asfalt og sand, en fáist það ekki, NÝJA BÍÓ I gtaumi lífsins (Footlight Serenade) Skemmtileg dans og söngva- mynd. Aðalhlutverk: BETTY GRABLE, VICTOR MATURE, JOHN PAYNE. Sýnd kl. 9. Sherlock Holmes og ógnarröddin Spennandi mynd með leynilögreglu- BASIL RATHBONE og NIGEL BRUCE. Bönnuð bömum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. þá með tjöru í stað þess. Þegar slitlagið er uppslitið, fer undirstað- an að skeinmast og þá er allt í voða. Reýkvíkingar kannast við slíkar götur. En Jiar sem asfalt hef- ur verið ófáanlegt undanfarin ár, höfum við notað tjöru í þess stað. Við notuðum tjöru, sem við feng- um frá Bretlandi, og reyndist hún allvel, en nú er ekki um aðra tjöru að ræða en þá, sem Gasstöðin get- ur látið okkur í té og er hún miklu verri. Þær viðgerðir á götunum, sem byrjað var á í fyrra og standa nú yfir, eru fólgnar í Jiví að fylla heita- veiturennur, brjóta upp verstu göturnar og snúa malbikuninni og setja á yfirlag, slitlag er sett á sumar götur, en ekki nálægt J>ví á eins mörgum stöðum og með þyrfti; undirbyggingin verður að ganga fyrir. Við höfum fylgt Jieirri reglu að gera fyrst við mestu um- ferðargöturnar, svo sem Lauga- veg, Hverfisgötu, Austurstræti og Pósthússtræti. Annars eigum við í erfiðleikum með efni í yfirlagið á göturnar. í yfirlagið notum við smágerðan mulning, sem kallaður er perlumulningur. En við eigum lítið af honum, sökum þess að vél- in, sem framleiðir hann, fullnægir ekki þörfum okkar. GANGSTÉTTIRNAR Um gangstéttirnar sagði bæjar- verkfræðingurinn: Hitaveiturenn- urnar skekktu og aflöguðu gang- stéttarkantana mjög, eins og kunn- ugt er. Við höfum því lagt mikla vinnu í að lagfæra Jiá og var það aðallega gert í fyrrasumar. Mikið hefur verið unnið að liellulagningu bæði í fyrra og nú í sumar, en Jiannig eru gangstéttir bæjarins hugsaðar í framtíðinni. En við höfum J)ó ekki getað unnið eins mikið að hellulagningu og þurft hefði og því orðið að bera sand ofan í í stað þess. Margir hafa kvartað yfir sandinum í Jjeim og er Jiað mjög skiljanlegt. En við höfum ekki haft annan ofaníburð. Nú munum við geta fengið salla, þar sem nýja grjótnámið er tekið til starfa, en sallinn er góður í gangstéttir, þegar hann er farinn að troðast. (Framliald af frásögn bæjarverk- fræðings verður að bíða næsta blaðs sökum rúmleysis).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.