Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 3
IFimmtudagur 20. júlí 1944. ÞJÚÐVILJINN 3 Hcnry Wallace,, vafaforscSf Bandaribjanna-; Þjóðirnar við Kyrrahaf munu að unnum sigri vínna saman að friðarstörfum Henry Wallace, varaforseti Bandaríkjanna, segir í ræðu þeirri er hér birtist frá för sinni til Asíulanda Sovétríkjanna og Kína, og ræðir viðskipti Bandaríkjanna við Austur-Asíu í nútíð og fram- tíð. Gefur ræðan góða hugmynd um það hvemig hinir frjáls- lyndari ráðamenn Bandaríkjanna halda á málum er þeir ræða um sambúð þjóða að stríðinu loknu. Wallace, varaforseti Banda- ríkjanna er nýkominn úr för til Kína og Asíulanda Sovét- ríkjanna. Skömmu eftir heim- komuna flutti Wallace ræðu þá sem hér fer á eftir í Seattle. „Eg lagði af stað frá Banda- ríkjunum fyrir sjö vikum og hef heimsótt tvö mikil lönd, Asíulönd Sovétríkjanna og Kína. Eg stóð ekki á þröskuld- inum sem framandi maður. Eg var heiðraður með trausti þeirra manna, sem eru að móta örlög þjóða sinna, og mér hafa veitzt þau forréttindi að fá að skyggnast bak við tjöldin. Nú langar mig meira en nokkru sinni fyrr að fá að segja ykkur eitthvað af reynslu minni þesar síðastliðnu vikur. Eyrst — að ég er meiri Banda- ríkjamaður.nú en nokkru sinni Því meir sem ég kynnist öðr- irm löndum sannfærist ég bet- ur um að bandarískir lifnaðar- hættir séu okkur fyrir beztu. í öðru lagi að við getum og ættum að aðhæfa okkar lifn- aðarhætti lifnaðarháttum þeirra sem hafa aðra siði, en sem þarfnast samvinnu okkar eins mikið og við þörfnumst sam- vinnu þeirra, og eru ekki aðeins viljugir heldur mjög áfram um að hafa samvinnu'við okkur. í þriðja lagi er ég sannfærður um að þeir eru opnir fyrir nýj- ungum að stríðinu loknu, nýj- um framkvæmdum, nýjum við- skiptum, nýjum afrekum, þann- íg mun það verða í hinum nýja heimi við norðanvert Kyrrahaf og Austur-Asíu. Þar af leiðandi mun Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna verða mikilvægari en nokkru sinni fyrr og mér þykir vænt um að á heimför minni frá Asíu löndum Sovétríkjanna og Kína skuli Seattle vera móttökustað- urinn. Engin borg er bandarísk ari í anda og starfi en Seattle, en engin borg hefur sýnt ann- an eins áhuga fyrir samböndum vorum við önnur svæði Norður- Kyrrahafsins. Sá áhugi kemur •ekki einungis fram í hinu beina •sambandi við Asíu, heldur einn ig í því að í Washington- iháskólanum hafið þið árum sam an unnið að rannsókn á tung- um, menningu, sögu, stjórnmál- um og hagfræði Kyrrahafsland- anna. Við munum þarfnast allrar þeirrar þekkingar sem við höf- um, alls okkar bandaríska hæfi- leika að finna nýjar aðferðir til að ráða fram úr þeim nýstár- legu verkefnum sem munu mæta okkur þegar við höfum Henry Wallace unnið sigurinn í Kyrrahafsstyrj öldinni. Sá dagur kemur að Japanir munu hraktir af Kyrrahafi og bandarísku hermennirnir koma frá Tokyo heim til Seattle, Port land, San Francisco og Los Angeles. Þá verður meira um samband milli Vestur-Banda- ríkjanna og Austur-Asíu. Þeir sem segja að Austurlönd og Vesturlönd eigi enga samleið hafa á röngu að standa. Austur- Asía, bæði Kína og Sovétríkin, eru á hreyfingu sem auðskilin er hverjum Bandaríkjamanni sem heimsækir þessi lönd. Hröð framþróun í landbúnaðar- og iðnaðarmálum á þesum miklu landsvæðum eru ákaflega mik- ilvæg fyrir frið og hagsæld heimsins eftir stríð. Hér í norðvesturhluta Banda- ríkjanna var þróunin lengi taf- in af óhæfilegum farmgjöldum og því að menn notfærðu sér ekki hið mikla vatnsafl fljót- anna. En nú eru þessi norðvest- urhéruð óðum að eflast, og er það ekki sízt að þakka mönnum eins og Morris, McNary, Bone og Roosevelt. Þessi þróun verð- ur að halda áfram þar til mögu- leikatakmörkum landbúnaðar, iðnaðar og viðskipta er náð. Þetta á einnig við um Alaska, sem enn á alla möguleika sína ónotaða. Vöxturinn á ekki ein- ungis að miðast við okkur sjálfa, heldur líka við Asíu. Öflug gagnkvæm verzlun við Sovétrikin og Kína mun stór- auka íbúatölu og hagsæld norð- vesturhéraða Bandaríkjanna. Allt þetta vissi ég sem fræði- legt atriði áður en ég fór til Asíu. En eftir að ég hef kynnzt betur iðnaði og landbúnaði Austur-Asíu en nokkur annar Bandaríkjamður á jafnskömm- um tíma, er ég sannfærðari um en áður að við erum að byrja tíma, sem nefna mætti „Kyrra- hafstímabilið“. Eitt sérkenni „Kyrrahafstímabilsins“ verður það, að byggðir verða stórir flugvellir á landsvæðum, sem nú eru mjög strjálbyggð. Það vakti furðu mína hve víðtæku kerfi flugvalla og flugsam- gangna Sovétríkin hafa þegar komið upp í Austur-Asíu. í Asíulöndum Sovétríkjanna lent um við á einum tólf flughöfn- um, sem ~ekki einn af þúsund Bandaríkjamönnum hefur nokkru sinni heyrt nafn á. Það má vel vera að fyrstu fimmtán til tuttugu árin eftir stríðið verði flugferðir til Asíu um Fairbanks, Alaska, ekki gróða- fyrirtæki, en svo mikið er víst að framtíð þjóðar okkar krefst þess, að við, í samvinnu við Sovétríkin og Kína, höldum uppi flugferðum þá leið. Síðastliðin fimmtán ár hafa Asíulönd Sovétríkjanna meir en tvöfaldað íbúatölu sína. Það r vel hugsanlegt að á næstu fimmtán árum muni íbúum þar enn fjölga um þrjátíu milljónir. Eg er sannfærður um, af því sem ég sá í Amúrhéruðunum, að í suðurhluta þeirra héraða á eftir að verða mikil íbúafjölg- un. Sovétríkin munu, vegna reynslunnar í þessari styrjöld, flytja mikið af iðnaði sínum austur fyrir Úralfjöll. Flest það fólk, sem flutzt hefur til Síber- íu með verksmiðjur sínar mun verða þar kvrrt. Alstaðar, frá Magadan við Kyrrahaf til Taskent í Mið- Asíu unnu sovétþjóðirnar af öllum mætti að framleiðslunni verksmiðjum og sveitum. Um veir þriðju vinnunnar í sveit- nni og einn þriðji verksmiðju- /innunnar var unninn af kon- .m. Hvarvetna í verksmiðjunum akst ég á bandarískar vélar. jumar voru keyptar fyrir stríð en flestar voru fengnar með láns- og leigukjörum. Það hefur aukið aðdáun mína bæði á Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum að kynnast því hvernig bandarískur iðnaður hefur hjálpað sovétþjóðunum til að efla framleiðsluna í Asíulönd- um Sovétríkjanna. ... Á hinum víðáttumiklu áveitu löndum Mið-Asíu er öflugur baðmullariðnaður í hraðri þró- un. í Taskent er unnið að til- raunum með baðmull sem í frumleik og hagsýni gefur ekki eftir því bezta sem gert er í sömu grein í Bandaríkjunum. Nútímaiðnaður blómgast í þess ari fornfrægu austrænu menn- ingarborg. Taskent var vestastj staðurinn er ég kom til, þaðan snéri ég austur til Alma Ata síðasta viðkomustaðar míns í Sovétríkjunum. Þar er ekki einungis unnið að stórmerkum vísindarannsóknum varðandi eplarækt, heldur er þar að rísa upp kvikmyndagerð, sem gerjr Alma Ata að Hollywood Mið-Asíu. Borgin stendur við rætur Tien San (Hminfjalla) og veðrátta er þar framúrskar- andi þægileg, nærri því eins og Suður-Kaliforníu. Kína er gerólíkt Asíulöndum Sovétríkjanna. Þó þjóðin nú iljj ekkert fremur en komast inn á „vélaöldina“, hefur hún enn ekki getað framleitt nema brot af þeim hergögnum og þungavörum sem hún þarfnast. En það ástand ætti ekki að hald ast lengi úr þessu. Kína, með 450 milljónir íbúa og hin miklu náttúruauðæfi sín, getur fyrr eða síðar framleitt mestallt sem þjóðin þarfnast. En til þess að koma iðnaði Kína í nýtízku- horf og þjálfa þjóðina þarf að- stoð. Við eigum þúsundir sér- fræðinga og framtaksmanna Bandaríkjunum sem gætu vejtt slíka aðstoð, en einkum verzlunarmennirnir vilja vera vissir um eitt, áður en þeir leggja í slíkt fyrirtæki, og það er hvort líkindi séu á styrjöld mjlli Kína og Sovétríkjanna í fyrirsjáanlegri framtíð. Mér þykir vænt um að geta sagt að meðal þeirra sem ég ræddi við var einlægur vilji til góðrar sambúðar. Sjálfur er ég sannfærður um að Kína og Sovétríkjn munu gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja framhaldandi frið og efla menn ingarleg verzlunarsamskipti Kyrrahafsþjóðanna öllum til góðs. Asía er miðja landheildar og hejmkynni fjölmennustu þjóða heimsins. Fyrir okkur ríður á að halda vinfengi bæði við Sov- étríkin og Kína og skiptast á við bæðj þessi ríki vörum og menningu er bæta mun lífskjör allrar þjóðar okkar. Mér virtust leiðtogar Asíu- landa Sovétríkjanna og Kína mjög áfram um hið vingjam- legasta samband við Bandarík- in, og þeir létu í ljós bezta traust á forustu Roosevelts for- seta. Stríðið kostar okkur nú óhemju fjárfúlgur og mjklar mannfórnir dag hvern. Ef við ætlum að bægja frá bölvun styrjalda, er mikilvægast hvað Kyrrahafssvæðið snertir, að sambúð fjögurra aðalvelda Kyrrahafsins, Kína, Sovétríkj- anna, Breta og Bandaríkjanna, sé góð og samvinna þeirra á milli. Til þess að Kína geti orðið öflugt ríki eftir stríð, verður þar að fara fram mikil atvinnu- leg nýsköpun, bæði í landbún- aði og iðnaði og slík nýskipun er háð viðskiptum. Mér varð ljóst í för minni um Kína, að nýsköpunin hlýtur að miklu leyti að byggjast á innflutningi erlendis frá. Þar mun verða þörf fyrir sérfróða og efnalega hjálp frá Bandaríkjunum, sem veitt verður á venjulegum við- skiptagrundvelli. Ýmislegt er rætt um nýskip- un iðnaðarins í Kína. Mér virt- ust Kínverjar fullir áhuga fyr- ir iðnaðarþróun lands síns, en sú iðnaðrþróun hlýtur samt að byggjast á nýsköpun landbún- aðrins, vegna þess að Kínverjar Framh. á 5. síðu. Daglegt líf í „Gulafljótinu1* í Kina á friðartimum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.