Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1944, Blaðsíða 7
T'immtudagur 20. júli 1944. J»JÓÐYILJINJN Robert Bruck: ÞRÍR FÖRUSVEINAR kliðargöng, þar sem bál voru kynnt, en á þeim voru vondir menn og óþekkir krakkar steiktir af púkum. Og því meir, sem mennirnir börmuðu sér, því betur skemmtu púkarnir sér. Loks komum við inn í aðalsal- inn, en þar er varla þolandi við fyrir hita. Þar sá ég sjálf an höfuðpaurinn sitja 1 logandi hásæti, þar var sá, sem kallaður er Belsebúb í biblíunni. Hann var kolsvartur og loðinn eins og björn, og munnurinn var svo víður, að hann náði eyrna milli. Beint á móti honum sat í öðru hásæti amma hans og hafði rauða skuplu um hausinn, og nefið á henni glóði elns og kopar. í kringum Belsebúb og ömmu hans flugu. fuglar með járnnef og glóandi augu, og þegar þeir flugu, skildu þeir eftir glóandi rákir, líkt og halastjörnurnar gera. Eg stóð þarna steini lostinn og horfði á, en allt í einu komu út úr öllum hornum púkar í þúsunda tali og fóru að dansa. Og þegar dansinum var lokið, veifaði höfuðpaurinn, og þá heyrði ég svo mikl- ar og hræðilegar þrumur, að ég vaknaði. Nú skoruðu þeir báðir á þriðja piltinn, að segja sinn draum. En hann sagði: „Mig dreymdi ekkert. Eg sá, meðan þið sváfuð, hvar þið voruð, þú í Himnaríki og þú í Helvíti. En þar sem nú enginn maður kemst aftur hvorki úr Himnaríki eða Víti, fannst mér ég hafa glatað ykkur, og því borðaði ég meginið af brauðinu og ætlaði að geyma mér hitt, þangað til seinna. En nú er mér sama, þótt þið eigið það, því að nú er ég farinn. Verið þið sælir. Svo veifaði hann hatti sínum og yfirgaf hina íölsku félaga sína, sem horfðu skömmustulegir á efir honum, þangað ítil hann hvarf sjónum þeirra. Nú hélt hann áfram ferð sinni einn saman og ráfaði um skóginn. Sólin gyllti blöð trjánna og litaði trjábolina gullrauða, og hvar sem hann fór heilsuðu fuglarnir hon- um með söng, en svört, digur býfluga flaug á undan hon- um og vísaði honum leiðina, svo að hann kæmist í eitt- hvert þorp áður en dimmt væri orðið úm kvöldið, þar sem hann gæti fengið að sofa og hvíla sig undir ferðina daginn efir. Þannig gekk hann glaður leiðar sinnar og italaði við fuglana, þangað til hann sá út úr skóginum. Og eftir nokkra stund kom hann auga á vingjarnlegt þorp í litlum dal. I miðju þorpinu var rauð tígulsteinakirkja. ÞETTA Tennyson lávarður, enska ljóð skáldið (1809—1892) var ákaf- ^ur reykingamaður. Einu sinni veðjuðu nokkrir vinir hans við hann, að hann gæti ekki hætt að reykja. Hann kvað það ekki míkinn vanda og fleygði pípum sínum og tóbaki út um glugg- ann og kvaðst hér með hætta öllum reykingum:. Morguninn eftir bar ekkert á honum, hann var hinn kurteisasti að vanda, en þó kannski dálítið farísealeg ur. Næsta dag var hann geð- vondur og hafði allt á hornum sér, aldrei þessu vant, um nótt- ina gat hann ekki sofið. Að nnorgni hins þriðja dags fór hann snemma á fætur leitaði í garðinum unz hann fann eina r""'i PHYU'-. uENTLEY: A R E U R pípu sína og etthvað af tóbaki, kveykti í og kom hinn glaðasti og ánægðasti inn til vina sinna. Segðu’ að ást mín auðkeypt sé, ég önug, dramb mér tamt, og kýmnisnauð, með fíkn í fé, ég fyrirgef þér samt. Segðu’ að ég sé gömul, grá og grett með úfið strý og rödd sem ljótari’ enginn á, ég ann þér fyrir því. En segirðu: rétt hún ríma ei kann, ég rek þig burt, tek annan mann. Dorothy Parker. Jonathan horfði með athygli á Brigg, og rétti honum hönd- ina. Það var lítil, grönn hönd. „Jæja, svo þú ert sonur Briggs“, tautaði Jonathan. „Þú ert stór og myndarlegur pilt- ur“. Hann smeygði hendinni undir handlegg Briggs og sagði við Henry og Jane: „Haldið þið áfram. Við Brigg verðum sam- ferða“. Þau hlýddu og lögðu af stað. í fyrstu gengu þau spölkorn á undan en því lengur sem þau töluðu saman hertu þau ósjálf- rátt gönguna. Eftir litla stund voru þau horfin. Brigg fylgdist með frænda sínum, eldrauður í andliti og þakkaði Guði fyrir að göturnar voru hálfdimmar: Hann, Brigg Oldroyd, gekk hér á aðal göt- unni í Annotsfield og leiddi þann illræmda Bamforth rit- stjóra — manninn, sem skóla- nefndin í Annotsfield átti í stöðugum brösum við, bindindis foringjann og æsingamanninn, sem heimtaði almennan kosn- ingarrétt. Guði sé lof fyrir myrkrið. Hann gat átt á hættu að mæta einhverjum sem þekkti hann — jafnvel föður sínum, ef óheppn in væri með. Brigg fór að verða smeykur: Jonathan fylgdist með honum alla leið heim til Syke House. Þeir námu staðar utan við hlið- ið. „Nú kemur pabbi auðvitað út“, hugsaði Brigg logandi hræddúr. Jonathan horfði með athygli á skrautlega járnhliðið og virtist í þungum hugsunum. „Faðir þinn er orðinn efnað- ur aftur“, sagði hann. „Já“, sagði Brigg. Það var ekki meira um það að segja. Jonathan þagði um stund og sagði síðan kuldalega: „Eigum við að skiljast hér?“ „Mig langar til að fara heim með yður, ef ég mætti“, sagði Brigg og roðnaði. Jonathan kinkaði kolli og virtist ánægð- ur með það. Eftir litla stund voru þeir komnir inn í miðbæinn. Þar var fjöldi fólks á ferli, margir voru að versla, því að það var laugardagskvöld. Brigg undraðist það mikið, að frændi hans hafði varla við að taka kveðjum. Gamlir grá- skeggjaðir menn heilsuðu hon- um, ungir verkamenn, miðaldra konur, prestur, ungar stúlkur — það var eins og allir yrðu uppnæmir við að sjá hann og kepptust um að heilsa honum með vináttu og virðingu. Auðvitað voru vinir Briggs ekki þar á meðal. „Pabbi þinn verður vonandi ekki hræddur um þig, þó að þú komir ekki heim“, sagði Jonathan allt í einu. „Nei, pabbi er alltaf í klúbbn um um þetta leyti,“ sagði Brigg „En móðir þín?“ „O, mamma býst ekki við mér fyrr en hún sér mig“, svar aði Brigg undrandi. „Eg hefi aldrei haft þá á- nægju að sjá móðir þína“, sagði Jonathan alúðlega. Brigg þagði við. Móðir hans var viðkvæmi bletturinn í til- veru hans. Faðir hans var ekki hreykinn af henni og því síður Brigg sjálfur. Hún talaði ekki fágað mál og framkomu hennar var mjög ábótavant — til dæm- is í umgengni við Stancliffs- fólkið. Hún var ekki fín kona. Að öðru leyti var svo sem ekk- ert að henni. Brigg skildi ekk- ert í því, að föður hans skyldi detta í hug að giftast henni — eða réttara sagt: hann vissi hver ástæðan var og skammað- ist sín fyrir það. Þeir gengu þegjandi, þar til þeir komu að litlu húsi í af- skekktri götu. Henry og Jane stóðu þar og biðu eftir þeim. Enn leit Jonathan ransakandi á Brigg, eins og hann vildi spyrja: , Er þér alvara?“ Brigg lét sem ekkert væri, og fylgdist með þeim inn. Þeir fóru allir úr yfirhöfnunum og gengu síðan inn í bjarta stofu, þar sem bókaskápur nær huldi veggina. Öldruð kona, gráhærð og fölleit sat á legubekk við ofninn. Hún var fremur fátæk- lega klædd. Það birti yfir svip Jonathans. Hann haltraði yfir gólfið, eins hratt og hann gat, laut niður að konunni og kyssti hana blíð- lega á kinnina. Hún lagði aðra hendina snöggvast á öxl hans. Brigg var óvanur að sjá hlý- legt samlyndi hjóna og varð feiminn. Jonathan kynnti hann fyrir Helenu. Hún leit á hann með tortryggnu brosi og sagði að hann væri líkur föður sínum. „Hún verður á móti mér við- víkjandi Jane“, hugsaði Brigg og hneigði §ig kurteislega fyrir henni. Brigg fór að hugsa um, hvar yngri synirnir mundu vera, en komst seinna að raun um, að þeir voru ekki á heimilinu. Henry var sá eini, sem var heima, og hann vann við blað föður síns „Annotsfield Pioner“. Samtalið snerist um stjórn- mál, einkum um Gladstone. Brigg var illa við Gladstone og Frjálslynda, sem faðir hans fylgdi, og fyllti flokk Disraelis, eins og Frank Stancliff. Hann hlustaði á með öðru eyranu og lagði ekkert til málanna. Jonathan tók eftir þögn hans, sneri sér að honum og lagði fyrir hann nokkrar beinar spurningar, þar til hann hafði komist að skoðunum hans. Þau ktörðu undrandi á hann, öll þrjú, og Henry setti upp gler- augun. „Er pabbi þinn sömu skoð- unar?“ spurði Jonathan og dökk augu hans hvíldu á Brigg. „Nei“, svaraði Brigg önugur. „Hann veit ekki stjórnmála- skoðanir mínar og mér er ekki annt um, að hann komist að þeim“. „O, já. Þér eruð auðvitað hræddur um að hann verði reið- ur?“ sagði Helena háðslega. „Nei, ég er ekkert hræddur við hann“, svaraði Brigg fljót- mæltur. ,.Þó hann sé auðvitað mesti hrotti,“ bætti Brigg við í gamni. „Hrotti!“ endurtók Jonathan undrandi. „Þegar við vorum ungir, var hann gæfur og góð- lyndur. Hvað er það, sem við verðum ekki að hlusta á, þeg- ar við erum orðnir gamlir? Er ég þá ekki hrottamenni líka?“ spurði hann brosandi og leit í kringum sig. „Jú, auðvitað, pabbi“, sagði Henry, „þú ert mesti ofstopa- maðurinn í Annotsfield“. „Eg er hrædd um, að skóla- nefndin hafi það álit á þér“, sagði Helena og brosti. „Já, já, svo lengi lærir sem lif ir“, sagði Jonathan og sneri sér að Jane, sem kom inn rétt í Litla krossgátan LÁRÉTT: 1. stærstur — 7. þraut — 8. heimili — 10. þyngdarein. — 11. virði — 12. rik — 14. þvinga — 16. bagar — 18. tening — 19. í horni — 20. eignast — 22. verkfæri — 23. hátta — 25. slitnari. LÓÐRÉTT: 2, sögn — 3. réri ekki — 4. ílát — 5 ending — 6. keypti — 8. reita — 9. danslög — 11. vargur — 13. skemmtun — 15. þreytandi — 17. eldsneyti — 21. rása — 23. gróður- setja — 24. ending. RÁÐNING SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1. heftir — 7. sóru — 8. vé — 10. lú — 11. tær — 12. ap — 14. trega — 16. latti — 18. ÐÐ — 19. brá — 20. fé — 22. ra — 23. ætla — 25. fríska. * LÓÐRÉTT: 2 es — 3. fól — 4. trútt — 5. I U — 6. héraði — 8. vægð — 9. val- brá — 11. te — 13. para — 15. rifti — 17. tá — 21. éls — 23. ær — 24. ak.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.