Þjóðviljinn - 08.09.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 08.09.1944, Side 3
í'östagur 8. aptember 1944. **JOiö VILJINN 9 íþróttabandalag Rvíkur Fyrir nokkrum dögum var endanlega gengið frá stofnun íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftir þessu hafði nú verið beðið all lengi eða um tvö ár frá því að íþróttafulltrúi ríkisins fór þess á leit við félögin að mynda þessi samtök. En það er svo með þessa nýskipun sem yfirleitt aðra nýbreytni, að það er oft erfitt að koma þeim af stað. Það hefur þó verið full þörf á aðila^ sem Jiefði með að gera sameiginlega málefni íþróttafélaganna í Reykja vík. Undanfarið hefur það verið svo að þau hafa yfirleitt ekki verið rædd nema hvlr fyrir sig, og var svo komið að háværar kröfur um stofnun þessara félagssamtaka í Reykjavík voru komn- ar fram. Þess má líka geta, að til umræðna um íþróttamannvirki, væntanlegar byggingar íþróttavalla og sundlauga, boðaði í. S. í. til. Það er þó ekki verkefni í. S. í. að skipta sér af sérmálum einstakra héraða nema það sé beðið um það, eða verið sé að sameina kraftana og í þessu tilfelli tókst það prýðilega, og end- anleg stofnun Bandalagsins er einn árangur þessa fundar. þótt málið hafi að vísu verið undirbúið á ýmsan hátt áður. m Störf Bandalagsins eru margþætt og flest þeirra mjög aðkall-' andi og má þar fyrst nefna valla- og sundlaugamál bæjarins. Eins og allir vita, eru vallamálin í því ástandi að þau eru búin að stórskemma hér íþróttaáhugann, og sér því borgið að um aukna þátttöku getur ekki verið að ræða í vallaríþróttum. Þarna er sannarlega verk að vinna og munu íþróttamenn vissulega vænta, þess að úr þessu rætist fyrir atbeina stjórnar og fulltrúaráðs Bandalagsins. Við stofnun þessa Bandalags vinnst það einnig að starf í- þróttaráðunauts Reykjavíkur verður meir í lífrænu sambandi við íþróttafélögin í bænum en verið hefur, en það hefur hann einmitt vantað að geta snúið sér til slíks aðila. Samskipti bæjar- ins og íþróttafélaganna bæði sameiginlega og hvers fyrir sig. eru orðin það mikil og víðfeðm að óhugsandi er að hann geti gengið milli þeirra allra, til að leita umsagnar eða samþykkis í hverju máli. Nú getur hann aðeins snúið sér til stjórnarinnar og hún síðan verið honum ráðgefandi aðili. Með þessu mun fást mikið meira út úr starfi íþróttaráðu- nautarins sem von er. Þá mun og létta mjög störfum af I. S. í., þar sem gera verður ráð fyrir að mörg störf sem í. S. I. hefur haft með höndum heyri nú undir Bandalagið. Framkvæmdaatriði og fjárhagsmál koma sennilega til að heyra til starfa Bandalags- ins í umdæminu, en lög og reglur, túlkun á þeim og staðfestingar heyrir undir í. S. í. Eg vona að vel takist til um allar framkvæmdir og aldrei verði hlé á, því að margt kallar að. Eg treysti því líka að það atriði sem allar framkvæmdir byggjast á verði í be^ta lagi, en það er samstarf. Samstarf félaganna' innbyrðis og við ráðin og aðra þá sem um þessi mál fjalla. Eg get þó ekki neitað því að það voru mér nokkur vonbrigði að áhugi hinna eldri og reyndari íþróttamanna vorra, skyldi ekki endast svo lengi að við hefðum mann úr íþróttamannahópi til að taka að sér formennsku í Bandalaginu. Þó segja megi að íþróttaleg starfsemi og þátttaka sé ekki lífsnauðsyn í þessa stöðu, er það þó óneitanlega eðlilegt og æskilegt. að sá maður hefði haft reynslu í íþróttum og íþróttamálum að’ baki sér. Mér finnst líka felast í þessu ábyrgðarleysi gagnvart íþrótta- hreyfingunni og vantraust að hætta starfi fyrir hana einmitt þegar fullkomin reynsla og þroski er fenginn. Ef til vill eru menn störfum hlaðnir, en ég trúi ekki að meðal þeirra mörgu ágætu manna sem lagt hafa íþróttabúninginn á hilluna. sé enginn í höfuðborg íslands sem vilji fórna tíma og vinna fyrir jafn merkilegt starf og Bandalaginu er ætlað. íþróttamenn ættu að mínu áliti, ekki að velja í fulltrúastöður sínar menn, sem eru framarlega 1 pólitískum stöðum- og störfum, og það jafnvel þótt þeir hefðu samhliða því reynslu og þekkingu í íþróttum. íþrótta- hreyfingin er í eðli sínu algerlega ópólitísk hreyfing. en allt það sem gæti stuðlað að því að það breyttist, er skaðlegt. Ef við færum smátt og smátt að draga „pólitíkusa11 inn í íulltrúastöður íþróttamanna, er eklji að vita hve lengi við gætum varið hina pólitísku friðhelgi íþróttamanna, en vonandi kemur aldrei til að þess þurfi. Hins vegar er það virðingarverð bjartsýni hjá hinum nýja formanni að vilja taka að sér þetta starf, eftir að því er virðist, að enginn af íþróttamönnum vorum hefur getað tekið það að sér eða viljað. Íþróttasíðan óskar honum og stjórninni til hamingju með öll störf íþróttabandalagsins. Islandsmeistarar í frjáls- um íþróttum frá byrjun Finnbjörn Þorvaldsson í Árbók íþróttamanna sem Ú1 kom í sumar er skrá yfir Is- landsmeistara, i frjalsurn íþrótt- um frá því farið far að keppa um meistaratitil í hinum ýmsu greinum, en það vár 1927 sem byrjað var í flestum greinum. Til gamans og fróðleiks fyrir lesendur síðunnar og ekki hafa þessa bók, verður þessi listi með leyfi höfunda, birtur smátt og smáU. 100 M. HLAUP 1927 Garðar Gíslason í. R. 11.3. 1928 Sveinbjörn Ingimundarson í. R. 11.5. 1929 Stefán Bjarnason Á. 11.8. 1930 Stefán Bjarnason Á. 11.4. 1931 Friðrik Jesson K. V. 11.7 1932 Ingvar Ólafsson K.R. 12,0. 1933 Garðar Gíslason K. R. 11.7. 1934 Garðar Gíslason K. R. 11.4. 1936 Hallsteinn Hinriksson F. H. 11.5. 1937 Sveinn Ingvarsson K. R. 11.2. 1938 Sveinn Ingvarsson K. R. 11 0. 1939 Sveinn Ingvarsson K. R. 11.5. 1940 Brandur Bynjólfsson Á. 11.3. 1941 Jóhann Bernhard K. R. 11.4. 1942 Oliver Steinn F. H. 12.1. 1943 Oliver Steinn F. H. 11.4. 1944 Finnbjörn Þorvaldsson Í.R. 11.3. 200 M. HLAUP 1927 Garðar Gíslason í. R. 24.0. 1928 Sveinbj. Ingim. í. R. 23.4. 1929 Stefán Bjarnason Á. 24.7. 1930 Stefán Bjarnason Á. 24.0. 1931 Friðrik Jesson K. V. 25.0. 1932 Ingvar Ólafsson K. R. 24.6. 1933 Hafsteinn Snorrason K. V. 25.2. 1934 Garðar Gíslason K. R‘. 24.4. 1935 Sveinn Ingvarsson K. R. 24.2. 1936 Sami 23.8. 1937 Sami 23.3. 1938 Sami 23.5. 1939 Sami 23.4. 1940 Brandur Brynjólfss. Á. 24.2. 1941 Baldur Möller Á. 23.8 1942 Jóhann Bernhard K. R. 23.7. 1943 Brynjólfur Ingólfsson K.R. 23.6. 1944 Finnbjörn Þorvaldsson Í.R. 23.5. A. B. varð Danmerkurmeistðri s. I. ár Þó nokkuð sé orðið umliðið síðan danska landskeppnin í knattspyrnu fór fram 1943, þá hef ég ekki séð fyrr en nú ný- lega hvaða félög tóku þátt í henni í efsta ílokki. Þar sem ég geri ráð fyrir að fleiri séu sem ekki hafa séð það. þá set ég hér félögin og hvernig leik- ar fóru: Aarhus G. F. — Frem 1:1. K. B. — H. I. K. 4:0. Esbjerg F. B. —Koge Bold- klub 3:2 A. B. — K. F. U. M. 1:0. Næst kepntu svo A?.rhus G. F. og K. B. og sigraði það síðar- nefnda með 2 gegn 0. A. B. vann Esbjerg F. B. með 6:1. Til úr- slita kepptu svo A. B. og K. B. og sigraði A. B. með 2:1. í laridskeppninni sænskr keppa 11 félög alls, 22 leiki hvert, og vann Norköpings Kam. þá keppni, setti 52:25 mörkum, fékk 31 stig. Næst var Elfsborg I. F., setti 58:32 mörk- um, fékk 30 stig. Norrköpings Kamertora unnu einnig „Gup“- keppnina. Unnu hið gamla góða félag A I K með 5:2 í úrslitum. í Finnlandi var ængin lands- keppni í knattspyrnu 1943. en landakeppni milli þeirra og Svía fór fram í Helsingfors og lauk með jafntefli 1:1. í Sviss unnu Grasshopper Club Zurish landskeppnina eins og svo oft áður. Settu þeir 91:22 í 26 leikjum og fengu 44 stig. Næsta félag var F. C. Lugano sem setur 67 gegn 33 og fékk 35 stig. í „Cup“-keppninni unnu þeir einnig F.C. Lugano úrslitaleik 2:1. 14 félög eru í þessum flokki. Á Spáni vinnur sama félagið bæði landskeppnina og , Cup“- Sigurður Ólafsson prentari íertugur Einn af okkar áhugasömustu íþróttamönnum, Sigurður Ól- afsson í K. R., átti nýlega fert- ugsafmæli. Sigurður lagði ung- ur stund á íþróttir, aðallega frjálsar íþróttir og náði þar góðum árangri. Þó Sigurður hætti á hlaupa- brautinni, yfirgaf hann ekki í- þróttahreyfinguna því að segja má, að hann helgaði henni allar frístundir sínar. Tekur hann bæði þátt í félagsstörfum og dómarastörfum og auk þess var hann í fyrra kjörinn formaður íþróttaráðs Reykjavíkur og er það umfangsmikið starf. Íþróttasíðan óskar Sigurði til hamingju með þetta afmæli sitt og vonar að íþróttirnar eigi eftir að njóta krafta hans um langan aldur. ffandknaltleíks- mót Vesfíjarda Um síðustu helgi fór fram handknattleiksmót Vestfjarða í I. flokki kvenna, og tóku þátt í því Valkyrjur á ísafirði, Hörð- ur og flokkur frá Flateyri. Fóru leikar svo að Hörður vann Flat- eyringa með 4:1, töpuðu þær einnig fyrir Valkyrjum. Leikur Harðar og Valkyrja endaði með sigri Harðar eftir framlengdan leik, 3:2. Einnig fór fram á ísa- firði handknattleikskeppni fyr- ir II. fl. kvenna. Sendi Vestri tvo flokka, A og B og Súgfirð- ingar sendu líka flokk og sigr- aði hann. Vann Vestra B-lið með 1:0 og A-lið með 2:1. keppnina, heitið það Atletica de Bilbao. Setti í 26 leikjum 73 mörk gegn 38. í „Ciip“-keppn- inn vann það í úrslitaleik við Real Madrid, C de F 1:0. Það félag var nr. 10 í landskeppn- inni en 14 félög taka þátt í þess ari keppni. í Þýzkalandi vann Dresdner S. C. — F. V. Saarbrucken með 3:0 ,en Tschammer und Æsten, bikarinn vann Vienna Wien í úrslitaleik við L S H Hamburg með 3:2.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.