Þjóðviljinn - 08.09.1944, Qupperneq 7
Föstudagur 8. september 1944.
ÞJÓÐVILJINN
7
JACK LONDON:
Skipsdrengurinn á Blossa
ust utan um hann og horfðu á hann með virðingu, sem
hann hafði aldrei átt að venjast.
VI. Prófið.
Það var augljóst, að Kalli og Frissi höfðu ge'tið um
för þeirra til Undirdjúpanna og viðureign þeirra við
Tígulstein og „Fiskana“. Jóa var það skapléttir þegar
skólabjöllunni var hringt klukkan níu. Þegar hann gekk
inn í skólann, horfðu skólabræður hans á eftir honum
aðdáunaraugnaráði. Jafnvel stúlkurnar litu skefldar og
bljúgar á hann, eins og þær mundu hafa horft á Daníel
nýkominn úr ljónagröfinni, hugsaði Jói, eða þá á
Davíð eftir einvígið við Golíat. Honum féll þessi hetju-
dýrkun ekki vel í geð, ,hún vakti hann til íhugunar á
sjálfum sér. Hann óskaði þess, að félagar hans vildu,
svona til tilbreytingar, horfa á eitthvað annað en hann.
Það kom líka að því, að þeir gerðu það. Stórum papp-
írsörkum var útbýtt meðal barnanna. Ungfrú Vilson
gekk að töflunni og skrifaði á hana rómverska tölustaf-
inn I., svo stóran, að allir gátu séð hann. Kennarinn var
ung stúlka og ströng á svip, hún gekk braut sína gegn-
um heiminn eins og hann væri frystihús. Jafnvel þegar
heitast var í veðri, hafði hún sjal eða hyrnu á herðum.
Hvert’ einasta auga — og af þeim voru fimmtíu sam-
stæðum þarna— fylgdi eftirvæntingarfullt hendi ung-
frúarinnar. Það var hljótt í skólastofunni eins og í gröf.
Fyrir neðan rómverska tölustafinn I skrifaði hún:
a) Hver voru lög Drakons? b) Hvers vegna sagði
aþenskur ræðumaður einn, að þau væru skrifuð, eigi
með bleki, heldur með blóði?
ÞETTA
Það var í lok veizlu, sem
Sovétstjórnin hélt í Moskvu,
margar ræður höfðu verið haldn
ar og það var búið að drekka
skál Churchills, Roosevelts,
Stalíns, skál landhers, flughers
og flota, og margar fleiri skál-
ar. Þá reis Stalín marskálkur
úr sæti sínu.
Hann mælti nokkur orð, hratt
en skilmerkilega og sýnilega
með kýmni, eftir svip Rússanna
að dæma, sem viðstaddir voru.
Bretarnir og Ameríkumennirn
ir héldu um glös sín, reiðubún-
ir til að standa á fætur og
drekka skál, en biðu eftir því
að túlkurinn þýddi orð Stalíns.
Stalín marskálkur settist og
túlkurinn stóð upp og sagði
blátt áfram:
Herrar mínir, Stalín marskálk
ur segír að salerni karlmann-
anna sé til hægri.
★
Erlendur sendiherra kom einu
sinni að Lincoln forseta Banda-
ríkjanna, þar sem hann var að
bursta skóna sína.
Hvað er þetta, burstið þér
sjálfur skóna yðar, forseti?
spurði sendiherrann hissa.
Jáj svaraði Lincoln, hvers skó
burstið þér?
*
Edgar Wallace var einu sinni
að segja vini sínum frá því hve
gott væri að skrifa fyrir kvik-
myndafélögin.
Eg skrifa ieikþátt á tveimur
dögum og sendi þeim og fæ of-
f jár fyrir, sagði hann.
Eg er þeim ekki með öllu ó-
kunnugur, svaraði vinur hans.
Eg sendi þeim einu sinn fjóra
leikþætti, samkvæmt beiðni, og
heldurðu ekki, að ég hafi feng-
ið níu endursenda. t
★
Trésmiðurinn: Var ég ekki
búinn að segja þér að taka eftir
þegar límið syði út úr pottin-
um?
Lærlingurinn: Jú, og ég gerði
það, klukkan var tíu mínútur
yfir tíu.
PHYLLIS BENTLEY:
-------B
ARFUR
„En hvað ætlar þú þá að gera,
Francis?“ spurði hún raunalega.
„Eg verð að veðsetja bankan-
um Emsley höll“.
Ella horfði hrædd á hann.
En nú, þegar þessi hugsun
hafði verið sögð með orðum,
sætti hann sig betur við hana.
Það var ákveðið að afsalið fyrir
Emsley höll yrði ekki aðeins
talið sem trygging fyrir öllum
gömlu skuldunum, heldur fékk
hann peninga í viðbót svo að
iiann gat verið áhyggjulaus <
nokkra mánuði. Við það skánaði
skap hans til muna.
En þegar hann afhenti afsal-
ið í bankanum og sá það læst
inni í járnskápnum, þá fannst
honum samt, sem hann hefði
rifið hjartað úr barmi sér. Hann
hafði fleygt Emsley höll í þessa
óbotnandi hít, og honum hafði
þótt miklu vænna um Emsley
höll en verksmiðjuna Syke Mill.
Hvernig stóð á því, að hann
hafði hrapað af tindi hinna sól-
björtu eftirstriðsára ofan í þetta
hyldýpi. Emsley höll!
2.
Þegar hann loks kom út úr
hinu þægilega herbergi banka-
stjórans fram í marmaraanddyr
ið, fannst honum hann ekki geta
þolað nærveru nokkurs manns,
ekki svo mikið sem bílstjóra
síns. Hann settist því ekki við
hlið hans eins og hann var van-
ur, heldur í aftursætið, þar var
stór ferhyrntur böggull fyrir.
„Hvað er þetta?“ spurði hann.
„Það er útvarpstæki Davíðs“.
svaraði bílstjórinn glaðlega,
hann hafði verið þjónn Francis
í stríðinu. „Frú Oldroyd lét gera
við það, af því að von var á
honum heim“
„Er hann þá kominn heim?“
spurði Francis ákafur.
„Já, hann kom síðdegis í dag“,
svaraði bílstjórinn, „og hann lít-
ur vel út, honum líður víst vel
í skólanum“.
Francis varð glaður við hugs-
unina um að fá að sjá Davíð
aftur, hann mundi verða heima
í jólaleyfinu. Davíð var að
minnsta kosti það í lífi hans,
sem ekki hafði brugðizt vonum
hans. Hann hafði alltaf verið
honum til yndis, fjörugur, lítill
hnokki og iðinn og greindur
þegar hann stækkaði. Francis
hafði lesið með ánægju umsögn
kennara hans: Ágætt. Sérstak-
lega duglegur. Þannig var vitn-
isburður hans, en drengurinn
var ekki hrokafullur, hann
sagði: „Það er aðeins vegna þess
að flestir í bekknum eru held-
ur lélegir — en þeir geta auð-
vitað ekki gert að því“. Tólf
ára gamall var hann farinn að
hafa yndi af bókum, og stund-
um óttaðist Francis, að hann
yrði einhver bókabéus. En þess
• á milli lék hann sér við Fan
litlu, systur sína, og bjó til
handa henni leikföng. Hann var
laghentur og söngvinn. Þó lang
aði Francis mest til þess, að
hann væri reglulegur „strákur“.
Stundum fékk Davíð sér líka
nesti og hvarf í heilan dag og
kom aftur blautur og óhreinn.
Þá var hann að gera uppdrátt
af héraðinu. Henry hafði endur
fyrir löngu byrjað á því, og
drengurinn komst fljótt upp á
það að halda verki hans áfram.
Stundum var Fancis hálf smeyk
ur við áhrif Heijrys á drenginn
sem heimsótti Henry á leiðinni
frá og íil heimavistarskólans,
og hann hafði obifanlega trú á
dómgreind og skoðunum frænda
síns. Eina skiptið. sem þeim
hafði sinnazt Davíð og stjúpu
hans, átti líKa rætur sínar að
íekja til Bamforthsfjölskyldunn
ar. Davíð kom með bækur úr
Alþýðubókasafnin, en stjúpa
hans sagði að þær væru óhrein
ar og gætu verið smitberar. þær
mættu ekki koma nærri Fan
litlu. Davíð varð gramur og
sagðist skyldi gæta þess að
saurga hana ekki með bókun-
um. Stjúpan sagði, að hann
ætti ekki að fara á Alþýðubóka
safnið, það væri enginn staður
fyrir dreng eins og hann. En þá
skaut Oldroydsblóðinu upp í
Davíð og hann sagði: „Faðir
H^prys frænda dó á meðan
hann var að halda ræðu og berj
ast fyrir því að koma á þessu
bókasafni. Hann var einhver
göfugasti maður, sem til hefur
verið í Annotsfield. ég er stolt-
ur af því að sækja bókasafn
hans“. Síðan sneri hann á hæli
og fór, en hjónin sátu eftir í
órólegu skapi. Daginn eftir kom
hann af sjálfsdáðum og bað
Ellu afsökunar, en hann kvað
bækurnar í safninu koma sér
að miklum notum við skólalær-
dóminn. Þegar friður var sam-
inn með þeim, hljóp Davíð glað
ur af stað, stökk yfir múrinn og
þaut út í góða veðrið. Hann var
ekki nein hengilmæna, þótt
hann væri hneigður fyrir lest-
ur, heldur fjörugur og lífsglað-
ur drengur og Francis hugsaði
til hans eins og ljósgeisla mitt
í hinum dimma, kalda heimi —
þó var það ekki réttlátt, sagði
hann við sjálfan sig, bæði Ella
og Fan litla voru yndislegar
líka. Charlotta varð að viður-
kenna að -drengurinn var ó-
venjulega vel géfinn í alla staðj,
jafnvel þótt aldrei væri kært
með þeim.
Þegar bíllinn ók upp að tröpp
unum, kom Davíð með gleðilát-
um móti föður sínum og Franc-
is fannst heimurinn ekki í ann-
ari eins óreiðu og hann hafði
verið hingað til, þegar hann sá
son sinn glaðan og hraustan.
Fan litla keppti við bróður
1 sinn að komast til föðurins og
Ella tók honum vel og kyssti
hann, en honum fannst eins og
ský lægi yfir andliti hennar.
Hvað gat nú verið að? Ekki gat
það verið neitt viðvíkjandi börn
unum — ef til vill hafði hún
heyrt um örðugleika bróður
síns. Eða var þetta ímyndun
hans? Hann hrinti frá sér hugs-
uninni og var mest með Davíð
um kvöldið.
Þegar drengurinn var farinn
að sofa, datt Francis í hug:
Hvar er vitnisburður hans?
„Hann er hér“. sagði Ella og
rétti honum harun. Hann furð-
aði sig á tilliti hennar.
„Hvað er að?“ hugsaði hann
þegar hann leit yfir vitnisburð-
inn, „hann er ekki síðri en hann
hefur verið“
„Það fylgir bréf“, sagði Ella
lágt og rétti honum það. „Það
er stílað til okkar beggja, svo
að ég las það“.
Francis las bréfið órólegur.
„Eg botna ekkert í þessu“,
sagði hann: „Barnaleg uppreisn
argirni — líður hjá — ekki vert
að taka hart á því — bezt að
fc^last við um það. Hvað þýðir
þetta allt saman?“
„Eg veit það ekki“, Ella hristi
höfuðið.
Francis sat hugsandi við ar-
ninn. Davíð! Ætlaði hann líka
iað bregðast vonum hans? Hann
íinntist Carmínu og varð enn
órólegri. Eg verð að tala við
hann. Eg verð að fá að vita,
hvernig í öllu þessu liggur“.
„Ekki í kvöld — fyrsta kvöld
ið hans i jólaleyfinu“, bað Ella.
„Jú, það er bezt að ljúka því
af“, hann andvarpaði og gekk
upp á loft.
Innan úr herbergi Davíðs
hljómaði danslag. Francis barði
að dyrum og opnaði þær síðan.
Það var dimmt í stofunni og
lagið virtist fylla hana, Francis,
sem ekki var hrifinn af þessum
nýtízku lögum, gretti sig.
„Gott kvöld, pabbi“, heyrðist
sagt úr rúminu.
„Blessaður lokaðu fyrir þetta
útvarp, ég ætla að tala við þig“
sagði Francis.
Lagið hætti. Francis settist
og sagði út í myrkrið: „Eg fékk
bréf frá skólanum um þig,
Davíð“.
„Fékkst.u það?“ sagði dreng-
urinn þurrlega
Francis sagði honum innhald
bréfsins og spurði hann hvað
það ætti að þýða, hann skildi
það ekki sjálfur. Það varð þögn.
Var Davíð orðinn eins og Car-
mína, þögull og dulur, þrátt fyr
ir hina glöðu æsku, ef hann
yrði þrár eins og hún, mundi
Francis ekki geta umborið það“.
„Segðu mér frá því öllu, lags-
maður“, sagði hann vingjarn-
lega, „ég lofa því fyrirfram að
verða ekki vondur“
\
I