Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 1
JOÐVILJINN SOSIALISTAR Takið eftir tilkynningu á 2. síðu blaðsins um há- tíðahöldin í kvöld. 9. árgangur. Þriðjudagur 7. nóv. 1944. 222. tölublað. Síin iieip ræflu i 27 m afmæli Þjððverjar eru þegar farnir að utidlrbúa ný]a ¦ styrlðld Rússneska verklýðsbyltingin er 27 ára í dag. — Josif Stalín marskáikur og forseti þjóðfulltrúaráðsins flutti ræðu í gær í æðsta ráði Sovétríkjanna í tilefni af af- mælinu. Stalín sagði árið 1944 hafa verið ár úrslitasigra. Þjóðverjar hefðu nú yerið hraktir víða að landamærum sínum og inn fyrir þau. Nú væri aðeins eftir fyrir rauða herinn og bandamenn hans að veita villidýri nazism- ans banahöggið í sínu eigin greni, og draga fána sína að hún í Berlín. Stalín byrjaði á að rekja sögu sóknarinnar gegn Þýzkalandi á þessu ári í stórum dráttum. Sagði hann hina miklu sigra rauða hersins í sumar ekki hafa verið mögulega án innrás- arinnar, en hins vegar hefðu Bretar og Bandaríkjamenn ekki getað náð svona miklum og skjótum árangri án baráttu rauða hersins. Rauði herinn berðist nú við 204 herfylki, þar af 180 þýzk. — í Lettlandi væru 30 her- fylki innikróuð. Væru þau nú þunnskipuð og; biðu gereyðing-' ar. — Þjóðverjar hefðu neyðzt til að senda 75 herfylki til vest- urvígstöðvanna vegna innrásar- innar. Hann sagð.i skipulagningu og framkvæmd innrásarinnar ekki eiga sinn líka. Stalín þakkaði verkamönnum og bændum Sovétríkjanna fyrir afrek þeirra í þágu landvarn- anna þrátt fyrir óskaplega örð- ugleika. Vðrn ÞjóOverja aí mestu lokið fyrir suDvestanijMaas Bandamenn eru nú víðast komnir að Maas og Moer- dijk og sums staðar yfir. Nokkur þúsund Þjóðverja verjast á dreifðum stöð- um á syðri bakka Maas. Vel gengur að uppræta síðustu leifar varnarliðs I»jóðverja á Walcheren. Bandamenn eru víða komnir yf- ir Maas, allt frá Nijmegen til sjáv- ar. Þjóðverjar hafa sprengt tipp brýr yfir Moerdijk. Bretar eru komnir inn í úthverfi Willemstadts. Þjóðverjar hafa misst um 40000 manna að öllu töldu, fyrir suð- vestan Maas. Er það um 60% af liði því, senvþeir hafa haf t þar síð- an í september. Fyrir norðan Maas hafa flug- vélar Bandamanna gert mikinn Usla á samgönguleiðum Þjóðverja. Síðustu leifar Þjóðverja á Wal- cheren eru nú mestallar í Middel- burg. Hernaðaraðgerðir Bandamanna eru mestmegnis framkvæmdar af vaða stöðugt í sjó. Siglingaleiðin til Antverpen má heita opin. AÐRAR VÍGSTÖÐVAR. Bandaríkjamenn hafa sótt lengra inn í skóginn fyrir suðaust- an Aachen. í Austur-Frakklandi eru fransk- ar hersveitir fáeina kílómetra frá St. Dié, sem er við eitt af skörð- unuin í Vogesafjöllum. AUSTURVÍGSTÖÐVARNAR. Moskvuútvarpið sagði í gær- kveldi, að engar stórbreytingar hefðu orðið á austurvígstöðvunum í gær. — En ekki ber að álíta það sönnun þess, að þar ríki kyrrð núna. Ymis merki sjást um að Þjóð- verjar ætli að verja Búdapest meðan auðið er. \ Athyglisvert er, að fásistastjórn- in hefur skipað öllum borgurum í Búdapest að afhenda tafaa-laust öll vopn, sem þeir kunni að hafa í fórum sínum. — Mundi þó í fljótu bragði virðast eðlilegra. áö borgararnir væru vopnaðir, þegar hætta steðjar að. Hann sagði sovétþjóðirnar vilja lifa í friði við allar þjóðir.l — Þær hötuðu ekki Þjóðverja vegna þess að þeir væru út- lendingar, heldur af því, að þeir héfðu leitt ólýsanlegar þjáning-' ar yfir.sig og aðrar þjóðir. Stalín fagnaði því, að mikill árangur hefði náðst á ráðstefn- unni í Dumbarton Oaks. — Þar befðu. 9 af hverjum 10 ágrein- ingsatriðum verið leyst í ein- drægni. — Það ætti ekki að leggja áherzlu á það, að á- greiningur væri til á meðal Bandamanna, heldur á bitt, hvað hann væri í rauninni lítill. Enda hefði óvinunum alveg mis- tekizt að hagnýta sér hann. > . Viðræðurnar við Churchill hefðu líka leitt í ljós, að sam- vinna Sovétríkjanna við Breta og Bandaríkjamenn byggist ekki á augnabliksduttlungum, heldur á mjög mikilvægum, sameiginlegum hagsmunum. „Hlutverk okkar", sagði Stal- ín, „er ekki aðeins að sigra Þýzkaland hernaðarlega, efna- hagslega og stjórnmálalega, heldur að sjá svo um, að það geti aldrei fra'mar hleypt af stað stríði. — En það dylst eng- um, að Þjóðverjar eru nú þegar farnir að undirbúa nýja styrj- öld. ... Það er ekki nóg að af- vopna óviniáa algerlega. — Það verður að skapa stofnun, sem sé útbúin þeim tækjum, sem áék duga til að tryggja frið og or- yggi í heiminum. — Það má ekki koma fyrir aftur, að hin friðsömu ríki séu óviðbúin, þeg- ar alvopnuð árásarríki ráðast á þau eins og þegar Japanar réð- ust á Pearl Harbor". Stalín lauk ræðu sinni með því að segja að horfur væru á að ekki mundi líða á löngu áð- ur en rauði herinn lyki hlut- verki sínu í stríðinu. , ____________________i________________*_______________ Hoyne lávarður myrtyr Josif Stalín. Moyne lávarður, ráðkerra brezku stjórnarinnar í Egiftalandi, var myrtur í Kairo í gœr. iMoyné var að stíga út úr bíl sínum fyrir utan bústað sinn þegar tveir menn skutu á hann og bíl- stjóra hans, sem dó þegar. En Móyne var fluttur með lífsmarki í^sjúkrahús og andaðist skömmu síðar. Morðingjarnir náðust. - Egifzka stjórnin hefur lýst því yfir, að þeir séu ekki Egiftar að þjóðerni. Jón Sveinsson (Nonni) dvelur nú í sjúkrahúsi í Þýzka- landi Utanríkisráðuneytið hefur und- anfarið gert fyrirspurnir um líðan íslendinga í Mið-Evrópu. Hafa þegar borizt upplýsingar frá all- mörgum þeirra. Er líðan þeirra yf- irleitt góð og segjast þeir ekki þurfa á fjárhagslegri aðstoð að halda. I bréfi frá Jóni Sveinssyni rit- höfundi (Nonna) segir, að hann dvelji nú á sjúkrahúsi í Esch- weiler nálægt Aachen í Þýzka- landi, en hann er nú nærri 87 ára. Skýrir hann einnig frá því að hann hafi nýlega haft samband við skyldfólk sitt hér inéð aðstoð Rauða krossins. Fréttatilkynnin.g frá ríkis- stjórninni. Sovétsendiherrann tekur móti gestum / tilefni af 27 ára afmceli Sovét- rikjanna tekur sovétsendih-errann móti gestum í dag. 7. nóvember, kl. 5—7 e. h. Framlag íslands til UNRRA Thor Thors, sendiherra íslands í Washington, afhenti 13. okt. s.l. , Lehman aðalforstjóra hjálpar- og cndurreisnarstofnunar hinna sam- cinuðu þjóða (UNRRA). ávísun að upphæð 200.000 dollara, og "er greiðslan hluti af framlagi Islands til stofnunarinnar. I tilefni af þessu segir í frétta- tilkynningu stofnunarinnar, að ís-, land hafi orðið til þess fyrst með- lima að greiða 50 þúsund dollara upp í framlag sitt til stofnunarinn- ar 14. janúar í ár, og að síðan hafi ísland greitt að fullu hluta ^inn í framkvæmdakostnaði stofn- unarinnar. Morawski í Praga Osubka-Morawski, formaður pólsku Þjóðfrelsisnefndarinnar, og nokkrir aðrir meðlimir nefndarinn- ar komu nýlega í kynnisför til Praga, útborgar Varsjár, sem rauði herinn frelsaði fyrir skömmu. Eftir heimsóknina gáfu meir en 200 borgarar sig fram á tveimur tímum í einni liðssöfnunarmiðstöð til sjálfboðaþjónustu í pólska hern- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.