Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. nóvember 1944 Þriðjudagur 7. nóvember 1944 — ÞJÓÐVILJINN IMÓÐVILJI Ötgefandi: SamáningarflokkuT alþýOu — Sóaíalistaflokhurinn. Ritstjóri: Sigurdur GuBmúndsson. Stjómmálaritstjcrar: Einar Olgeirsson, Sigfúa Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, simi 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á rnánuði. bti á landi: Kr. 6.00 á mánuði. Prcntsmiðja: Vikingsprent. h.f, GarOastrœti 17. 7. nóvember -- nú og þá Fyrir 27 árum reis hún upp — rússneska alþýðan, hrakin, svívirt og kúguð — og tók völdin í víðlendasta ríki heims í sínar hendur. Ilún sagðist ætla að stjórna svo að mönnunum liði betur. Hún mætti fjandskap og fyrirlitningu þeirra stóru og voldugu. „Hvað skyldu þessir bláfátæku bændaræflar og verkamenn geta ráðið ríkjum“, sögðu afturhaldsseggirnir um allan heim, — og „það væri öll menning og frelsi í hættu, ef þeim héldist það uppi“ — bættu þeir við. 27 ár eru liðin. Alþýða Sovétríkjanna reyndist það bjarg, sem hol- skefla hafðstjórnarinnar brotnaði á, — sá klettur, er barg frelsi og menn- ingu heimsins frá að tortímast í flóðöldu fasismans. Fyrir þrem árum — 7. nóvember 1941 — stóð þýzki herinn við hlið Moskvu. Ilitler bjóst við að halda innreið sina í hina rauðu höfuðborg þá og þegar. Brezkar hersveitir bjuggust til vamar í Persíu, ef þýzki herinn flæddi inn í Síberíu. — Þá var það, sem Stalín storkaði fasism- anum með ræðu sinni á rauða torginu. — Moskva féll ekki. Fyrir tveim árum stóð ]>ýzki herinn við Stalíngi’ad. 100 metrar skildu hann frá Volgu og sigrinum. — „Hér er heims endir, héðan verð- ur ékki hopað“. — sögðu rauðir hermenn llodimtseffs. — Stalíngrad féll í rústir, — en rústirnar féllu ekki í hendur harðstjórninni. Og í dag berst rauði herinn 2000 kílómetra frá Stalíngrad, í út- hverfum Búdapest og austurhéruðum Prússlands. Örlög þýzka hersins eru ráðin: héðan af verður ekki fasismanum forðað. Þegar mannkynið þakkar sigurinn, sem er að vinnast, hetjudáðum hinna sameinuðu þjóða: þrautseigju rauða hersins, flugmönnum Breta, framleiðslumætti Bandaríkjanna, hugdirfsku skæruliðanna, sjómönnum Noregs, — öllum þeim milljónum, sem lagt hafa líf sitt í sölurnar, til þess að h'f ok’kar, sem eftir lifum, yrði þess vert að lifa það, — þá skul- um við ekki gleyma því, hvað það var, sem gerði þjóðir Sovétríkjanna að því, sem þær í þessu stríði sýndu gervöllum heimi að þær voru. En það var: byltingin 1917, fjögra ára frelsisstríð til 1921, fórnfrek við- reisnarbarátta til 1928 og afreksverk þriggja fimm-ára-áætlana síðan, sem gerbreytti gömlu hráefnanýlendunni frá 1914 í helzta stóriðjuland hins gamla heims 1941. • Rússneska byltingin 1917, bylting sósíalismans, er nú orðin öllum frjálslyndum mönnum heims hjartfólgin eins og franska byltingin 1789, bylting stjórnfrelsisins, áður var orðin. Ilún er nú skoðuð af öllu hleypi- dómalausu fólki sem eitt stærsta framfarasporið er mannkynið hefur stigið í átt til frelsis og farsælda fyrir fjöldann — líkt og ameríska bylt- ingin 1776, bylting þjóðfrelsisins, og franska stjórnarbyltingin mikla voru á sinni tíð. t Þessar byltingar mannkynsins eru vörðumar á vegi þess til frelsis. Héðan af mun engin gerningaþoka verða svo svört að mennirnir ekki sjái þær vörður og rati. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram í dag. Það er lítið um þær rætt hér á íslandi og þó eru þetta ef til vill einhverjar af- drifaríkustu kosningar, — einnig fyrir ísland —j, sem fram hafa farið. Ef afturhaldið í Bandaríkjunum, Dewey, sigraði í þessum kosning- um, myndi engin von um þær framfarir og þann frið, sem mannkynið nú vonast eftir. Ný harðvítug átök myndu þá hefjast í heiminum, sem ef til vill lyki með nýju stríði. En með sigri Roosevelts vonar allt hið framsækna.mannkyn að ör- uggt samstarf hinna sameinuðu þjóða væri tryggt, langt friðartímabil framundan og möguleiki fyrir mannkyn allt að njóta þeirra gæða, er jörðin gefur því. Vér íslendingar ekki hvað síst megum óska eftir þeim sigri og að vonirnar, sem við hann eru tengdar, rætist. sallsi Id á næsta ófí - n alla Meisslu pessa ars Stjórn Vithjðlms Þórs og Bjðrns Úlafssnnar hefur bakað landinn tjón er nenar tvgum niliióna krðna ne3 aðgerðarleysi í síldarmáivnum. — Sósfalistaflokkurinn benti á leiðina Fyrir skömmu hefur borizt tilboð frá UNRRA (hinni alþjóðlegu hjálparstofnun) um kaup á allri þeirri síld, sem nú sé til í landinu. Verðið má kallast gott: Fyrir grófsaltaða síld 22 dollarar á tunnu, haus- skorin síld 25 dollarar og matjessíid 27.50 dollarar. UNRRA býðst ennfremur til að kaupa á næsta ári 200—309 þús. tunnur af saltsíld og leggja til tómar tunnur. Er farið fram á einhverja lækkun á því þar sem um svo mikið magn er að ræða. Tilboð þetta er þannig fram komið, að U N R R A sneri sér til íslenzka sendiherrans í Washington, og virðist hér um frumkvæði hjálparstofnunarinnar að ræða: Þetta er stórmál, sem nauð- synlegt er að menn geri sér grein fyrir. I meðferð þess ligg- ur falinn þungur áfellisdómur á þá ríkisstjórn Framsóknarflokks ms og heildsalaklíkunnar kring- um Vísi, sem nú hefur orðið að víkja fyrir þingræðisstjórn, en er syrgð svo ákaft af Tímanum Vísi og þeirra fylgiliði. STJÓRN FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS OG VÍSISHEILD- SALANNA VARÐ ÞJÓÐINNI DÝR Tilboð þetta leiðir í ljós, að ríkisstjóm Vilhjálms Þór og Bjöms Ólafssonar hafi beinlín- is valdið landmönnum tjóni, er nemur tugum milljóna króna, með kæruleysi sínu um atvinnu mál þjóðarinnar. Það hefði ver- ið hægt að hafa til nú í haust hundrað þúsimda tunna af salt- síld, og selja hana alla á góðu verði, ef við völd hefði ve$ð framsýn framfarastjóm í stað þeirrar steinrannu afturhalds- klíku Framsóknar og Vísisliðs- ins, sem þjóðin hefur nú losað sig við. Stjóm Vilhjálms Þórs og Bjöms Ólafssonar hefur í þessu máli enga afsökun. Henni var sagt fyrir verkum á þessu sviði, en vantaði vit og vilja til að fara eftir því. Þingmenn sósí- alista sýndu fram á fyrir ári síðan þá möguleika, sem nú eru orðnir að veruleika, en illu heilli tók Alþingi ekki málið í sínar hendur, eins og Sósíalista- flokkurinn lagði til, heldur vís- aði því til hinnar dáðlausu rík- isstjórnar, sem hefur ekki ein- ungis haft eindreginn vilja Al- þingis að engu, heldur einnig hindrað að síldarútvegsnefnd næði beinu sambandi við UNRRA. Og ekki nóg með það. Ríkisstjórnin lét blað sitt, Vísi, lýsa því yfir s. 1. sumar að síld væri óseljanleg vegna þess hve verðið þyrfti að vera hátt, og því var óspart hampað í áróðri afturhaldsins fyrir kauplpekkun urn, að framleiðsluvörur lands- manna væru með öllum orðnar óseljanlegar. Bendir það ótví- rætt til þess, að stjórn þeirra kumpána, Vilhjálms og Bjöms, hafi ekki lagt allt of mikið að sér til að komast að því rétta. Nokkrum mánuðum eftir þessa yfirlýsingu stjórnarblaðsins Vís- is kemur tilboð UNRRA um kaup á allri þeirri síld sem nú er til og 200—300 þúsundum tunna að auki. TILLÖGUR SÓSÍALISTA- FLOKKSINS Það er nú rétt ár síðan að fjórir þingmenn Sósíalistaflokks ins, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson, Steingrímur Aðal- steinsson og Þóroddur Guð- mundsson fluttu í Sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um undirbúning að söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópumarkað. Full ástæða er til að birta nú þessa tillögu í heild og greinar- gerð hennar, svo lesendur geti dæmt um það sjálfir, hvort hyggilegra hafi verið að fylgja ráðum Sósíalistaflokksins eða vísa málinu til ríkisstjórnar Vil- hjálms Þórs og Bjöms Ólafsson ar -3- til svæfingar, til tjóns upp á tugi milljóna króna fyrir þjóðina. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi álvktar að kjósa með hlutfallskosningu í sameinuðu fyrirtæki, þegar efni og vélar væru til, og einbeiþa til ]>ess vinnukrafti laudsmanna, svo að skilyrði verði til umræddrar hagnýtingar síld veiðinnar sumarið 1944. 4. Atliuga, hvaða rekstrarfyrir komulag væri heppilegast á frarn- kvæmdum sem þessum og hverjar tryggingar Islendingai’ gætu fcng ið frá hinni alþjóðlegu hjálpar stofnun við að skipuleggja svo stórfellda og að vissu leyti áhættu sama matarframleiðslu. Nefndin skal, strax og útlit er fyrir, að um framkvæmdir geti verið að ræða á þessu sviði, út- búa lagafrumvarp, er þá verði lagt fyrir Alþingi, þar sem ákveðið sé um skipulag framkvæmda, stjórn, ábyrgð o. s. frv. Allur kostnaður við störf néfnd- arinnar greiðist úr rikissjóði. Rík- isstjórn er falið að aðstoða nefnd- ina, svo sem verða má. Nefndin kýs sér sjálf formann“. GREINARGERÐ. „ísland hefur nú gerzt aðili að hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða. Sú siðferðislega skykla hvíl- ir á oss íslendingum, — ekki sízt þar sem vér erum eina Evrópu- þjóðin, sem getur óskipt gefið sig að matarframleiðslu, — að gera allt, sem í voru valdi stendur, til þess að framleiða svo mikinn mat sem unnt er. »íslenzka síldin er talin einhver næringarríkasta matvara, sem framleidd er. í góðum síldarsumr- um er hægt að veiða hér 2—3 milljónir hektólítra af síld. Það væri hart aðgöngu að verða að kasta mestallri söltunarhæfu síld- inni í bræðslu næstu sumur, með- an Evrópuþjóðirnar skortir mat svo átakanlega, að hundruð þús- undir manna dæju úr hungri. Ef saltað væri eins mikið og söltunar- hæft væri, mætti, ef síldin er góð, þingi 5 manna nefnd, er annist eft- komast upp í það að salta jafnvel irfarandi verkefni á sviði síldar- mála: 1. Rannsaka innan lands og ut- an, hvort möguleikar væru á að salta hér á landi næsta sumar helzt alla söltunarhæfa síld, sem veiðist hér, jafnvel þótt það skipti hundr- uðum þúsunda tunna. 2. Gera, ef jákvæð niðurstaða fæst af þessari rannsókn, i’áðstaf- anir til þess að afla utan lands frá, helzt í samvinnu við hjálparstofn- un hinna sameinuðu þjóða, eftir- farandi: a. Tæki til áð framleiða síldar- tunnur og efni til að vinna þær úr. b. Vélar í niðursuðuverksmiðjur, er unnið gætu úr 1—2000 tunnum síldar á dag. c. Vélar til þess að vinna blikk- dósir og hagnýta gamalt járn og blikk til slíkrar framleiðslu. d. Efni til þess að byggja úr verksmiðjur, kælihús og annað, sem til rekstrarins þarf. 3. Gera samtímis ráðstafanir til þess, að tafarlaust væri liægt að fara að vinna að því að reisa þessi tvöfalt til þrefalt meira en salt- að hefur verið mest áður á landi hér, en það munu hafa verið um 300 þúsund tunnur síldar. Jafnvel þótt íslendingar gætu framleitt allt að einni milljón tunna af síld, þá væri það ekki meina en Englendingar framleiddu af síld fyrir stríð. Enginn efast um þörfina fyrir hina feitu, góðu lslandssíld meðal hinna hungruðu þjóða Evrópu, þegar aðgangur opnast að þeim. Hins vegar er vitanlegt, að það yrði að leggja mjþg milcið af síld- inni eftir á niður í dósir, til þess að geta flutt þær til þeirra staða, þar sem þörf er fyrir síldina, og öruggast mundi að vera við því búinn að sjóða meiri hluta síldar- innar niður í dósir. En til þess yrði að koma upp niðursuðuverk- smiðjum hér í svo stórum stíl, að hægt væri að vinna úr t. d. 2000 tunnutn síldar á dag. Það eykur mikið á þörfina á slíkum niður- suðuverksmiðjum hér, að að öll- um líkindum verða t. d. öll frysti- ] luis —; svo sem í Ilamborg —, þau er áður tóku til geymslu útflutta I matjessíld vora, í rústum í stríðs- lokin. Það hvílir sú skylda á hinni al- þjóðlegu hjálparstofnun að að- stoða við skipulagningu matvæla- framjeiðslunnar. Það, sem íslend- ingar þyrftu að fá af vélum, efni og verksmiðjuútbúnaði til þess að geta afkastað álíka mikilli síldar- framleiðslu og t. d. Englendingar áður, er ekki svo mikið á alþjóða- mælikvarða, að nokkur vandræði ættu að verða með það, ef hugur fylgir máli, bæði hjá oss og hjálpar- stofnuninni. Island mundi liins vegar með svona stórfelldri síld- arfrmleiðslu vinna framleiðslu- starf, sem væri stórvirki á sviði m a tvæl aframleiðsl u nnar n ú. Rétt er að athuga þá hlið máls- ins, sem snýr að framtíð síldar- framleiðslunnar og alls atvinnulífs okkar. Ef íslendingar gætu á næstu árum komið Íslandssíldinni út til tuga milljóna af íbúum Evr- ópu, sem aldrei hafa þekkt hana áður, þá er ekkert líklegra en skapa mætti með því — í einu vetfangi — stórfelldari og önigg- ari framtíðarmarkað fyrir þessa ágætu matvöru en vér ella hefð- um getað unnið upp á mörgum ár- um og með ærnum kostnaði. Rannsóknir í þessu efni þola enga bið. Fyrsti fundur hinnar alþjóðlegu hjálparstofnunar mun verða liald- n í Washington í næsta mán- uði. Það væri ánægjulegt fyrir ís- land að geta þá þegar boðizt til þess að vinna svona starf, ef skil- yrði eru sköpuð til þess. En strax og horfur væru á því, að mögulegt yrði að framkvæma þetta, þá þyrfti nefndin að semja lagafrumvorp um stjórn og allt fyrirkomulag þessa fyrirtækis, svo að engin töf yrði á framkvæmd- um“. MIKIL TÆKIFÆRI Þjóðin hefur nú þegar beðið stórtjón af því að ekki var eftir þessum tillögum farið. En með tilboði UNRRA bjóðast tæki- færi til síldarsöltunar í mjög stórum stíl næsta sumar að minnsta kosti. Þau tækifæri verða áreiðanlega ekki látin ó- notuð. Sennilegt er að Svíþjóð- armarkaðurinn opnist á næsta ári og gæti það, ásamt kaupum UNRRA þýtt að íslendingar gætu selt alla þá saltsíld sem hugsanlegt væri að framleiða hér. Mesta saltsíldarframleiðsla okkar á ári mun hafa verið um 350 þúsund tunnur (meðaltal síðustu fimm árin fyrir stríð var 240 þúsund tunnur). Ef tæk ist að framleiða allt að 500 þús. tunnur næstu árin væri ísland komið í fremstu röð Evrópu- þjóða með saltsíldarframleiðslu, en það þýðir stóraukna atvinnu innanlands, vaxandi velmegun alþýðu og þjóðarinnar allrar. f Hvíldar- heimili verka- manna í Sodsji. JW.V^V.V.V.V, ."WA^AWUWU Sooétlúiuelitli I biráttn Igrii1 siállstæði síau í gær var opnuð í Listamanna- skálanum sýning af myndum frá Sovétríkjunum og verður hún op- in í dag óg til 10. þ. m. kl. 1—11 daglega. Nefnist sýningin „Sovétlýðveld- in í baráttu fyrir sjálfstæði sínu“, og er þarna fjöldi athyglisverðra mynda frá mörgum sviðum þjóð- lífsins í Sovétríkjunum. Sýnt er í myndum hvernig Sov- étríkin eru bandalag sambands- lýðvelda, kosningar og þinghald, iðnaður, landbúnaður, borgirnar, menningarstofnanir, vísindamenn og listamenn og loks styrjöldin Hersýning á Rauða torginu. mikla. vStórt landabréf sýnir nú- verandi landamæri Sovétríkjanna. Eru myndirnar prýðilega valdar og gefa góða hugmynd úni líf og stai’f sovétþjóðanna. Skýringarnar með myndunum eru þýddar á íslenzku í myndaskrá sem fæst á sýning- unni. A borði einu er sýning sovét- bóka, eru þar m. a. vandaðar bæk- ur um sambandslýðveldin, borg- arastyrjöldimf og einstaka at- vinnuvegi. Sýning þessi verður áreiðanlega fjölsótt ékki síður en Ijósmynda- sýningin sem sýnd var í Lista- mannaskálanum í sumar á vegum sovétsendiráðsins. Er ástæða til að fagna því að slík sýning skuli nú minna Reykvíkinga á hina miklu byltingu og kynna þeim alþýðu- ríkið er reis upp úr byltingu og borgarastyrjöld og er nú orðið voldugasta ríki hins gamla lieims. u<jlci5m{j&r 7 Vísir segir í leiðara í gœr um sjálfan sig: „Þetta blað hefur frá öndverðu verið málsvari frjálsra skoðana og leyft mönnum að koma þeim á framfœri. Það hefur stutt ákveðna lifsstefnu í þjóðmálum og styður hana enn. Þessi Ufsstcfnci er: ... . .....lýðfrelsi og mannréttindi“. Visir er sem lcunnugt er eina blað á íslandi, sem gerzt hefur málsvari kynþáttaofsólcna og vilj- að meina þeim rnönnum að fjólga kyni sínu sem eitthvað vœru í œtt við Jesú Krist! „Hér fljótum vér eplin“, sögðu hrossataðskögglamir! KURTEIS PRENTVILLU- PÚKI OG IIÆVERSKUR • PRÓFARKALESARI. í grein, sem birtist í Þjóðvilj- anum á sunnudaginn, út af fram- ferði Alþýðublaðsklíkunnar, hafði greinarhöfunclur skrifað á einum stað í greininni: „Flokkurinn fagnar því að Sjálf- stœðisflokkurinn, Sósíalistaflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn skvli hafa borið gœfu til þess að koma þessu samstarfi á ....“ o. s. frv. Prentvillupúkanum (eða prent- aranum?) þótti ekki nógu hœversk- Fínn Mocí Blað norsku ríkisstjórnarinnar, Norsk tidend, birti 3. nóv. rit- stjórnargrein eftir hinn kunna norska sósíaldemókrat Finn Moe, og segir þar meðal annars: Norðmenn munu senda Sovét- ríkjunum sérstaklega hlýjar kveðj- ur á þessum afmælisdegi bylting- arinnar, sem lagði grunninn að hinu nýja Rússlandi. Því að á þessu ári hefur barátta hinna sig- ursælu sovétherja borið þá svo langt, að þeir eru í þann veginn að hrekja Þjóðverja burt úr næstu héruðum lands vors. Norðmenn liafa fylgzt með hin- um stórkostlega þætti Sovétríkj- gnna í styrjöldinni með vaxandi aðdáun. Churchill forsætisráð- herra orðaði vel almenna skoðun, er hann sagði að það væri sovét- herinn, sem veitt hefði þýzka hern- lega að orði komizt og gerði sér luegt um hónd og sleppti Sósíal- istaflolcknum og Alþýðuflolcknum úr — og þótti prófarlcalesara ekki vert að spilla hœversku þeirri. Af því má sjá að prentvillupuk- ar eru stjómarsamstarfinu hlið- hollir. Þess er vamzt að hinn hœ- verski prentvillupúlci lieimsœki samstarfsblað vort Alþýðublaðið nœst, ef það skyldi þurfa þcss með. Sósíalistafélag . Haínarfjarðar minnist 27 ára afmælis rússnesku byltingarinnar með hátíðahöldum í dag, þriðjudaginn 7. nóv. kl. 9 e. h. að Hótel Björninn. Til skemmtunar verður: 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða: Kristinn Andrésson alþingismaður. 3. Upplestur: Magnús Ásgeirsson skáld. 4. Gamansöngur: Ársæll Pálsson, leikari. Hljómsveit spilar milli atriða. 5. Dans. Aðgöngumiðar fást á Hótel Björninn og hjá Kristjáni Eyfjörð, Merkurgötu 15. Nefndin. WWWWVWWWWVftftWWWVVWVWVVVWWVWWVWWWWW tmm oo lirooniF \ geta fengið atvinnu hjá oss nú þegar. STALSMIÐJAN H. F. '‘SWMAA^WWWWWW^VWWWWW^A/^WVfAfWWVWWWWWVWWW NíloisleiionooD Norðmenn senda Sovétríkj- unum hlýjar kveðjur um fyrsta alvarlega áfallið. Fyrir Norðmenn undir hernámskúgun- inni var það framar öllu sigrarnir á austurvígstöðvunum, sem styi’kti trúna á ósigur Þýzkalands þótt illa virtist horfa. Bak við þá sigra liggur liin ágæta yfirburðaherstjórn sovétherstjórnendanna, hin skipu- lagða og kerfisbundna framleiðsla nútímavopna, og síðast en ckki sízt hreysti og hugprýði jafnt ó- breyttra hermanna sem herforingja Rússa. Hin sigursæla sókn á aust- urvígstöðvunum er þess vegna orð- in bezta sönnunin fyrir því ó- hemjuafli sem Sovétríkin geta beitt, ekki einungis til að mola nazismann, heldur einnig til að tryggja friðinn og byggja nýjan og betri heim. Noregur og Sovétríkin eru nú aftur grannar. Það mun ckki fyrn- ast, að fyrsta afleiðing þcirrar sam- búðar er sú, að rússneskir og norsk- ir hermenn berjast hlið við hlið til að frelsa norska jörð. Norðmenn gera sér fyllilega ljósa þá ábyrgð sem sambúðinni og samvinnunni fyligir. Eftir þetta stríð mun af Norðmanna hálfu verða gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hin góða sambúð, er ætíð hefur vcrið milli Sovétríkjanna og Nor- egs, verði enn betri og traustari. geta féngið atvinnu hjá oss nú þegar. JÁRNSTEYPAN H. F. j Ánanaustum. ■ HAFNARFJÖRÐUR Ungling vantar okkur til að bera Þjóðviljann til kaupenda í Hafnarfirði. Talið strax við afgreiðl- una. AFGR. ÞJOÐVILJANS SKÓLAVÖRÐUSTlG 19. SlMI 2184 ■ Vasaljós Nýkomið í baðlierbergi: Gillette rakvélablöð Sápuskálar Raksápa Tannburstagrindur Tannkrem W C bretti Rakkústar Handklæðahengi - Slípivélar Fatasnagar Slípiólaf Ilmsteinar J árnvöruverzlun Jár nv ör uver zlun Jes Zímsen h.f* Jes Zímsen hX

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.