Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 2
Þ JÓÐVIL JINN Þriðjudagur 7. nóvember 194*4 - úJeej&k/éifHHin'k) Myrkrið á Melaveginum „Vegmóður" skrifar mér um myrkrið á Melaveginum, honum farast orð á þessa leið: „Kæri Bæjarpóstur! Eg hef undanfarið barizt við myrkrið á yfirrituðum vegi og hef nú loks komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi barátta er vonlaus án lið- sinnis. Lengi vel hélt ég að rauð- glórurnar á rafljósastaurunum inni c íþróttavelli væri einskonar friím- kvæði að slíku liðsinni, en nú er ég farinn að líta á þær eins og iliúð- : legar draugsglyrnur, Glámsaugu, er horfa með hatursþrunginni velþókn- un, er ég þreifast áfram eftir gang- stignum. Gangstígur þessi liggur nefnilega utan við alfaraveginn andspænis íþróttavellinum og er því myrksælli og í engu sómi sýndur, en væri ann ars ágætt friðland fyrir ökutækjum. Ef væru ekki tvö rafljós • í grennd við háskólann væri vegur þessi eins vel myrkvaður og nokkur loftvarn- amefnd gæti kosið. Og má þv'í segja að nokkur þokki fylgi blessaðri menntagyðjunni þarna, en því mið- ur er« fylgd hennar við mig ekki einhlít." Miðaldasnillingur Fyrir nokkru síðan var athyglis- verð aukamynd sýnd í Gamla Bíó. Fyrst var brugðið upp nokkrum málverkum þ. á m. Kvöldmáltíðar- mynd og Monu Lísu“, sagði þá þul- urinn í myndinni að allir vissu hvem um væri að ræða, nefnilega Leonardo da Vinci. Var nú sögð og sýnd 'þroskasaga þessa snillings. Verð ég að segja, að mér kom hin dásamlega fjölbreytni hæfileika hans, eins og þarna var tjáð, mjög á óvart, þótt ég hefði hinsvegar haft eitthvað veður af málaralist hans. Og var þó sannfræði einni til að dreifa í myndinni. f stuttu máli sagt: hann birtist þama sem eðlisfræðingur, stærð- fræðingur, herfræðingur, og í enn fleiri greinum. Og voru öll þessi svið eins og uppljómuð af hinum framúrskarandi brautryðj anda-hæfi- leika hans og hugvitssnilli. Hann sá glögglega hagnytjar þær er gufan bar í sér. Lyfting loksins á sjóðandi vatnskatlinum varð honum forsögn þessa eins og James Watt löngu síð- ar. Og er hinn ungi Leonardo hafði gengið frekar úr skugga um þrýsti- mátt gufunnnar með því að reka epli upp á ketilstútinn og sá það þjóta út í buskann, hófst hann ■'*mr handa um spiíði á sjöhleyptri vél- byssu og hafði gufu að orkugjafa. Hann smíðaði skriðdreka, kafbáta, sjónauka og jafnvel flugvél. Og allt þetta var svo snjallt að samtið hans lék á reiðiskjálfi. Skuld átti í þröngri vök að verj- ast, og framvindan bjóst til að taka fimm alda stökk. En hin andsnúna samtíð hans átti hauk í horni þar sem var kirkjuvald miðalda. Þetta vald sem menningin hefur nú mest- megnis haslað völl innan veggja kirkjunnar og birtist þar í mein- leysi og siðprýði sjöunda dag vik- unnar, réð þá lögum og lofum. Skó- sveinar þessa valds brutust inn til snillingsins og bálfærðu þessi djöf- ulsins vélabrögð, en hugsuðurinn horfði á með dulræðum svip „Monu Lísu“. Þar gat kennt reiði og fyrir- litningar, hæðni og sársauka en þó tkkert iátið uppskátt. Eg heid að flestum áhorfendum verði minnisstætt, er flugvélin hans var reynd. Leonardo, þá hvíthærður öldungur stendur uppi á múrvegg og heldur drifhvítu flygildi á loft og mannfjöldinn bíður neðanundir full- ur af eftirvæntingu og fjandskap gegn nýmælunum og vilja kirkju- valdsins. Andúðin, bannfæringarhug v.rinn surgar eins og brimalda. En það er eins og öldungurinn skeyti ekki um samtíð sína en leiti framtíðarinnar úti í fjarvíddum geimsins. Þangað horfir hann fjar- rænn á svip unz hann sleppir hend- inni af nýsmíð sinni og hún svífur Ijós og sviflétt í vorsólinni, en fyrir augliti áhorfendanna sem djöfull í Ijósengilslíki. Flygildið) svífur til jarðar og trygglyndur aðstoðarmað- ur færir það öldungnum er hand- leikur það varfærnislega og bros- hýr. Allt í einu hrekkur hann við, moldarköggull lendir á vanga hans; hann raknar við til samtíðar sinn- ar fimm aldir aftur. Og samtíð hans blasir við honum í andliti áhorfend1 anna, torráðin um illræði, en full af fjandskap; þetta aðkast var við- urkenning hennar. Uppfrá því læt- ur hann sér nægja að bókfæra hug- smíðar sínar og teikna, en líkönin brennir hann. Hann hristir aðeins höfuðið um leið, og um varir hans og andlit leikur hið dulúðga reynslu bros „,Monu Lísu“. Þetta bros var hið eina, sem andspyrnuöfl fjand- samlegrar samtíðar eirðu,, og þess- vegna varð hið fræga málverk hið einasta svigrúm er tjáning snillings hafði, og þannig hefur hún geymzt fram á þennan dag eins og falinn eldur. x. -zrvm, Tuftugasfa bófe Guðmundar Hagalíns FfiSUNAUTAR Guðmundur Hagalín er viðurkennd- ur einhver snjallasti rithöfundur þjóðarinnar. I þessari bók eru 9 sög- ur, en öll er bókin 505 síður að stærð, í stóru broti. Sögurnar heita: Mess- an í garðinum, Fjallamaður, Brellur, Sanda-Gerður, Skilningstréð, Móðir bamanna, Kirkjuferð, Tveir mektar- bokkar og Frændur. — Allar bera þessar sögur öll beztu einkenni Haga- líns, hins frumlega og sérkennilega stíls, kitlandi fjörs, og saklausrar og léttrar kátínu. Hér lýsir hann sterku og blóðmiklu fólki, sem ekki leggur árar í bát þó að á gefi og stundum sé tvísýnt um landtökuna. Þetta er stórbrotið fólk, ramíslenzkt í eðli sínu og allri framkomu, ógleyman- legt og litríkt í margbreytileik skap- gerðarinnar og lífsbaráttu þess. Kaupið þessa bók nú þegar, því að bækur Hagalíns hafa undanfarið selzt upp á skömmum tíma. ’ I ISRÚN I Ný bófeí Ungur var ég er er safn bernskuminninga merkra samtíðarmanna. Þar brugðið upp skemmtilegum myndum úr þjóðlífi íslendinga á liðnum öldum. Meðal höfunda má nefna: Ásmund Gíslason prófast, Bjöm Sigiússon magister, síra Bjarna Jónsson vígslubiskup, dr. Guðm Finnbogason, Krist- leif Þorsteinsson fræðimann, Svein Bjömsson forseta, Þóri Bergsson. UNGUR VAR EG, er því bók fyrir alla, eldri sem yngri. — Prýðileg tækifserisgjöf. — Fæst hjá bóksölum um allt land. — Bókaútgáfan „SKUG6SJA" Reykjavík. «%*»rf»J<»>a^%«^>Mli* Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingin minnast 27 ára afmælis rússnesku byltingarinnar með kvöldskemmtunum í Iðnó og Oddfellowhúsinu í dag þriðjudaginn 7. nóv. kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður: « I Iðnó; I Oddfellow: 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða: Halldór Kiljan Laxness. 3. Einleikur á fiðlu slavnesk lög: Þorvaldur Stein- grímsson; undirleik annast Weisshappel. 4. Upplestur: Láms Pálsson. 5. Dansssýning: Frú Rigmor Hansson. 6. Ræða, Áki Jakobsson. 7. Einsöngur, Kristján Kristjánsson. 8. Dans. 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða: Einar Olgeirsson. 3. Danssýning: Frú Rigmor Hansson, 4. Einsöngur: Kristján Kristjánsson. 5. Upplestur: Láras Pálsson. 6. Einleikur á fiðlu, slavnesk lög: Þorvaldur Stein- grímsson; undrleik annast Weisshappel. 7. Dans. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins kl. 4—7 í dag. Pantanir verða að takast fyrir kl. 6 e. h. I NEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.