Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.11.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. nóvember 1944. iÞJÖÐVILJINN 7 JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa Það er ekkert, sagði hann, svona fer jafnan fyrir öll- um í byrjun. Sumum hættir við að gleyma öllum þeim axarsköftum, sem þeir hafa gert og verða óðir, éf við- vaning ferst eitthvað klaufalega. En það verð ég aldrei. Sjáðu, mér dettur í hug - - Og svo sagði hann Jóa frá mörgum axarsköftum, sem hann hafði gert sig sekan í, þegar hann, ofurlítill hnokki, kom fyrst á sjóinn, og hvernig honum hafði oft verið hegnt grimmilega. Hann hafði brugðið taug um stjórn- völlinn og þeir sátu nú hvor við annars hlið í skjóli í stýrisrúminu og spjölluðu saman. Hvaða staður er þetta? spurði Jói, þegar þeir þutu framhjá vita, sem stóð á hárri klettaströnd. Geitey. Þar er sjómannaskóli hinumegin og sprengju- yerksmiðja. Þar eru feiknagóð fiskimið. Við förum hlé- megin eyjunnar og vörpum akkerum í skjóli við Engiley. Þar er sóttvarnarstöð. Þegar Franski Pési raknar úr rotinu, fáum við að vita hvert halda skal. Þú getur far- ið niður og sofið dálítið. Eg get stjórnað einsamall. Jói hristi höfuðið. Hann var ekki syfjaður, til þess hafði hann verið í of mikilli æsingu. Honum var ómögu- legt að hugsa til svefns á meðan Blossi hoppaði og dans- aði á bylg^unum og öldurótið teygði sig inn á skipið á vindborða. Föt hans voru næstum þornuð og hann kaus heldur að standa uppi á þiljum og njóta siglingarinnar. Ljósin á Oakland smádofnuðu, unz þau sýndust eins og dauf skin bera við himin. En í suðri blikuðu ljósin í San Francisco í bogalínum, frá hæðum ofan í dali og upp á hæðir aftur, mílu eftir mílu. Með því að renna augum frá stóra ferjuhúsinu að ritsímastöðinni, fékk Jói yfirlit yfir helztu stórhýsi borgarinnar. Einhvers staðar inni í þessari flækju af ljósum og skuggum var heimili hans. Ef til vill var nú hugsað um hann með kvíða. Og þar svaf Bessi, sem um morguninn mundi undr ast yfir því, að bróðir hennar kæmi ekki til morgun- verðar. Jói skalf. Það var farið að morgna. Síðan hneig höfuð hans niður á öxl Friskó Kidda og hann sofnaði fast. XI. Skipstjóri og skipshöfn. Stattu upp. Vaknaðu. Hér köstum við akkerum. Jói hrökk upp af svefninum felmtsfullur af hinni óvæntu sýn, sem blasti við nonum. Svefninn hafði um stundarsakir látið hann gleyma sér og hann kannaðist í fyrstu ekki við hvar hann var. Svo mundi hann allt í einu eftir öllu. Vindinn hafði lægt með dögun. Sjó- gangurinn hélt áfram úti á hafi, en Blossi var kominn í hlé við Klettey. Heiðskírt var og hressandi morgun- svali. Sólin gyllti öldutoppana, þegar hún gægðist upp yfir sjóndeildarhringinn í austri. í suðri blasti' við eyj- an Alcatraz, prýdd fallbyssum, og mátti þaðan heyra deginum fagnað með bumbuslætti. í vestri sá opið Golden Grate-sundið, milli Kyrrahafs og San-Franciskó- flóa. Þrísiglt skip skreið hægt undir öllum seglum inn á grunnsævið. Það var fögur sýn. Jói nuddaði stírur úr augum og horfði hugfanginn á, þangað til Friskó Kiddi sagði hon- um að fara fram á og vera viðbúinn að varpa akkerum. Gefðu út fimmtíu faðma af keðjunni, skipaði hann, og settu svo fast. Hann lét skútuna renna hægt móti vind inum og slepþti stafseglsskautinu. Leystu fellitaugina. Felldu stafseglið. Jói hafði kvöldið áður séð þetta framkvæmt og gat gert það sæmilega. ANTON P. TSÉKKOFF: GRESJAN dinglaði við’ hverja hreyfingu mannsins. Mósis lyfti höndum 1 ofboði eða gleði. Hann var í hvítum buxum og flauelsvesti fneð brúnum blómum, sem litu út eins og risavaxnar veggja- lýs. Mósis Mósisson mátti í fyrstu ekki mæla fyrir geðshræringu þegar hann þekkti ferðamenn ina, hann sló saman höndunurrí og skríkti. Hann beygði sig svo að frakkinn hans sveiflaðist til, og um fölleitt andlitið breidd- ist bros, sem gaf til kynna, að honum' væri ekki einasta á- nægja að því að sjá vagn þenn an, heldur svo .mikil gleði, að henni fylgdi sársauki. Hamingjan sanna! sagði hann í syngjandi rómi og náði varla andanum og í hrifni sinni þvældist hann fyrir ferðamönn unum, svoi að þeir komust naum ast ofan úr vagninum. Þetta er hamingjudagur lífs míns! Og hvað á ég að gera? ívan ívansson! Séra Kristófer. Hvaða litli herra situr þarna a kassan- um? Guð refsi mér! Ó, þú minn eini sanni! Iivers vegna stend ég hér eins og bjálfi í stað þess að bjóða gestunum inn. Verið hjartanlega velkomnir. Eg skal taka allt dótið ykkar. Ó, drott- inn minn dýri! Mósis Mósisson gramsaði í vagninum og hjálpaði ferða- mönnunum til þess að ná fdr- angri sínum. Allt í einu sneri hann sér við og kallaði með svo hárri og ákafri rödd eins og hann væri að drukkna: Salómon! Salómon! Salómon! Salómon! endurtók kvenrödd inni í húsinu. Það marraði í hurðinni og 1 dyrunum birtist fremur ungur Gyðingur- með stórt, bogið nef og stóran skalla á miðju höfð- inu en rautt hárstrý í kringum hann. Hann var klæddur stuttan tvíhnepptan jakka,' ó- hreinan, með stuttum ermum, og í stuttar kamgarnsbuxur. Hann líktist einna helzt rytju- legum fugli með stutt stél. Þetta var Salómon, bróðir Mósis Mósissonar. Hann nálgaðist vagninn og brosti hálf aulalega og gerði hvorki að heilsa eða tala til ferðamannanna. ívan ívansson og séra Kristó- fer eru komnir, sagði Mósis Mósisson í málrómi eins og hann óttaðist, að bróðir hans mundi ekki trúa því. Hamingj- an sanna! Eg er svo aldeilis hlessa! Komdu og taktu farang ur þeirra, Salómon. Gangið í bæinn, heiðruðu gestir. Litlu síðar sátu þeir Kús- mitsjoff, séra Kristófer og Je- gorúska inni 'í stórri, fátæk- legri stofu kringum stórt eikar- borð. Fyrir utan borðið var í stofunni aðeins einn sóffi með slitnu skinni og þrír stólar. Og sat± að segja mundu ekki allir hafa kallað þessa hluti stóla. Þeir líktust því þó helzt að hafa einhverntíma verið stólar, þaktir amerisku skinni, en nú voru þeir slitnir og bakið á þeim bogið svo aftur, að þeir voru einna líkastir krakkasleð- um. Það var erfitt að ímynda sér í hvaða augnamiði hinn ó- þekkti húsgagnasmiður hefði látið bökin hallast svona, og manni gat dottið í hug, að það væri ekki smiðnum að kenna, heldur hefðu þungir gestir orð- ið til þess að fetta bökin á stólunum svona óeðlilega, síðan hefðu þeir reynt að laga þau og gert þau ennþá afkáralegri við það. Herbergið var dimmt, veggirnir gráir og loftið grím- ótt; á gólfinu voru rifur og göt, sem manni gat dottið í hug að i stöfuðu frá stígvélahælum þungra gesta. og það var eins og í þessu herbergi hlyti að vera dimmt, þótt kveikt væri á tylft af lömpum í því. Ekk- ert var á veggjum eða í glugg- um, sem minnti á skraut. — Á einum veggnum voru festar upp einhverjar reglugerðir, neðanundir tvíhöfðuðum erni og hafði tréumgerð verið sleg- ið utan um þær. Á öðrum vegg var samskonar tréumgerð um spjald, sem á stóð: Hlutleysi mannsins. Hvað það var, sem | maðurinn var hlutlaus gagn- Úr Sjálfsævi Jóns prófasts Steingrímssonar: „— Það þriðja dæmi uppá fals og fláttskap ágjarnra manna, rís til gamans og varúð- ar eitt sinn af tveimur ölmusu kerlingum þar á alþingi. Af því hyski var oft mikill fjöldi og ei allir svo haltir sem hinkruðu. — Eg var einn morgun í vestan- vindi staddur hjá hema amt- manni Ólafi Stefánssyni. Við vorum skólabræður til forna og var hann mjög eiginlegur við mig, þegar enginn heyrði tii, en þar fyrir utan gætti hvor síns embættis. Sú timburbúð, er hann var í, sneri til austurs og vesturs, var austan á henni stór ir glergluggar. Settust þar und- ir tvær kerlingar af Inn-nesj- um. Þekkti hann báðar þær fyr- ir misjafnar kindur. Önnur var þar áður alkunnug en önnur var nú þangað í fyrsta aðkomin og ókunnug. Sú aðkomna segii" „Eg er nú, fáráðurinn minn, hingað komin Kenndu mér heilla mín, ráð öll og siði, til þess að ég fái nú hér nokkuð.11 „Það skal ég gjarna gjöra,“ seg- ii hin. „Hver á nú þessa búð?“ Hann Ólafur okkar amtmaður IJann er hér góður og gjafalítill. Beztur er hann heima.“ „H’Jað segir þú um hina höfðingjana og hvar þeir eru og hvernig ég á að haga mér við þá.“ „Það er mér auðvelt að vísa þér á búðir þeirra og tjöld. Sumir eru geistlegir og sumir verðslegir og verður þú að brúka sitt orða- tiltæki og heilsan við hvern. Margir eru gefnir fyrir virðing- ar og verður þú að hæla örleika þeirra og miklum afspurnum að þeim. En varastu það við Ólaf amtmann eður þá hann heyrir til. —“ Hver gefur nú mest af öllum?“ „Hann heitir Lýður og ÞETTA er sýslumaðuf, að austan.“ „Á er hann svo ríkur?“ „Æ, nei, en hann er svo góður maður og þar hjá mikill drykkjumaður og þá gefur hann 10 skildinga og tvær álnir tóbaks en langt- um minna þar fyrir utan. Vísa mér sem fyrst á búð hans.“ „Nei, ei gjöri ég það fyrr en eftir nón í dag.“ ,,Því þá?“ segir hin. „Af því að þá\ er hann oiðinn drukk- inn. Eftir því, sem þá vill til, gefur hann tvisvar þeim sama á sama degi.“ „Æ,“ segir hin. „hamingjan gefi að ég verði fyrir því.“ Og svo hættu þær þessu tali. Biður amtmaður mig að láta Lýð vita af væntanleg- um gestum. — Þá góð stund er liðin af nóni, koma kerling- ar, setjast við búðardyrnar og klappa upp á með fegurstu bænarorðum. Hann svarar litlu síðar: „Hvað á soddan ónæði9 Látið mig vera kyrran.“ Þá hvísla þær: „Jæja, drukkinn er hann orðinn. Við hitturti upp á tímann.“ Nú kemur aftur kall: „Sælir og blessaður sýslu maður góður, blessað dygða- blóðið.“ Hann svarar: ,.Eg skal drepa ykkur, ef þið þegið ei.“ Sú eldri muskrar: „Kipp þér ei upp við þetta. Það eru drykkju læti hans.“ í þriðja sinn heilsa þær andvarpandi og stynjandi.' Þar með lýkur hann upp með nöstugum reiðisvip hefur í hendi korða sinn svo segjandi: „Ef þið, aúmustu flærðarkerl- ingar, hafið ykkur ekki héðarí burt á augnabliki, svo læt ég þennan korða ganga í ykkar vonda búk.“ Þær stökkva út með hræðslu og að forða lífi sínu taka þær til stafs og fóta suður eftir gjá segjandi: „Drottins maðurinn góði, gæt- að að höndum yðar og drepið okkur ei.“ .1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.