Þjóðviljinn - 10.11.1944, Side 4

Þjóðviljinn - 10.11.1944, Side 4
ÞJÓÐVILJINN — Föstudít<íui- 10. nóvember 1944 þlÓÐVILJI Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalutaflokkunnn. Ritstjóri: Sigurður Ouðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218i. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. ö.OO á mánuði. Prentsmiðja: Viksngsprent h.f, Garðastrœti 17. Stríð eða vopnahlé Það er ef til vill það athyglisverðasta við þá stjómmálasamvmnu, sem nú er hafin, að það eru raunverulega tvær megin stéttir þjóðfélags- ms, atvinmirekendur og verkamenn, sem hafa samið vopnahlé og ætla nú að reyna að leysa hin mikilvægustu mál þjóðarinnar með friðsam- legu samstarfi. Sumum kann að finnast, að þetta vopnahlé sé svo sjálfsagt að allir — bókstaflega allir — hljóti að fagna því. Reynslan mótmælir þessu, hún sýnir alþjóð þá bláköldu staðreynd, að til eru menn, sem vildu halda stéttabaráttunni áfram hvað. svo sem hún kynni að kosta þjóð- ina. Skoðanir þessara manna má finna í Vísi og Tímanum. Þar er því haldið fram, að það sé fjarstæða, „svikráð og landráð“ eins og Vísir orðaði það einu sinni, að gera ráðstafanir til að kaupa ný framleiðslu- tæki áður en búið sé að koma á allsherjar launalækkun. Bjöm Ólafsson skrifar langa grein í Vísi í gær í sania anda. Efni greinarinnar er í raun og vera þetta: Tryggið það fyrst að framleiðslan beri sig, meðal annars með því að lækka launin og svo koma nýju framleiðslutækin og at- vinnan af sjálfu sér. Þetta er skoðun stjórnarandstöðunnar. Þeir herrar, sem að henni standa, vildu liefja kauplækkunarherferð tafarlaust. Ný framleiðslutæki áttu ekki að koma til landsins fyrr en þeirri herferð væri lokið með sigri atvinnurekenda. Atvinnuleysið og ríkisvaldið átti að tryggja þeim sigurinn og lágu launin áttu að tryggja framleiðendum gróðann, þegar þeir teldu tímabært að kaupa ný fram- leiðslutæki. Enginn getur efazt um, að 'dregið hefði hér til mjög harðvítugra deilna ef stefna þessara manna hefði sigrað. Það hafa ekki svo mikið sem verið færðar líkur að því, að verkamenn og aðrir launþegar geti ekki haldið þeim lífskjörum, sem þeir hafa, það eru þvert á móti miklar líkur til að með því að nota nútíma tækni við framleiðsluna megi bæta þau. Það má því öllum vera ljóst, að hin sterku samtök verkamanna hefðu ekki látið bjóða sér launalækkun án þess að verjast af öllum mætti. Það eru engar ýkjur, þó sagt sé, að vel hefði svo mátt fara að þjóðin hefði tapað sjálfstæði sínu á ný, meðan þær deilur hefðu staðið, sem hlutu að leiða af kröfu um launalækkun. Þetta var hinum beztu mönnum meðal verkamanna og atvinnu- rekenda ljóst, báðir þessir aðilar vildu láta deilur víkja fyrir þjóðar- nauðsyn, þess vegna gátu fulltrúar þeirra á vettvangi stjórnmálanna samið um stjórnarsamvinnu. Grundvöllurinn er þessi: Gerð verður ýtrasta tilraun til þess að efla framleiðsluna og koma henni í nútímahorf og þannig reynt að fá úr því skorið, hvort fram- leiðslan getur ekki veitt vérkamönnum að minnsta kosti eins góð kjör og þeir búa við nú. Það cr furðu illt verk, sem þeir vinna, sem vilja hindra þessa til- raun, það er verri aðstaða en vænta hefði mátt frá nokkrum íslendingi, að vilja. nú etja þjóðinni út í hatráma stéttabaráttu þegar kostur var vopnahlés. En hvað sem þcssu líður, þá er það staðreynd, að þessir inenn eru til, þá er aÍS finna í herbúðum Vísis og meðal forystumanna Framsókn- arflokksins. En þjóðin hefur ráð þessara manna í hcndi sér, henni ber að einangra þá, henni ber að gera þeim Ijóst, að þeir og þeirra lífsskoð- anir tilheyra liðnum tíma, í dag þarfnast þjóðin samstarfs verkamanna og vinnuveitenda, og hver sá stjórnmálaflokkur, sem g'erir tilraun til að hindra það samstarf, á ekki tilverurétt. Framsóknarforystan og Ví.dsliðið á engan tilverurétt á vettvangi íslenzkra stjórnmála, þessir menn eru blindir afturhaldsseggir, sem lifa og lirærast í hugmyndaheimi liðinna tíma, þeir eru menn seni eþkert geta lært og engu gleymt. Jafnvel hin ægilegasta heimsstyrjöld er þeim ebki nógu strangur kennari, flokksofstæki liðinna tíma er runnið þeim í merg og blóð, viðleitni þeirra að'nota ríkisvaldið s.ér til iramdráttar er orðin hluti af lífi þeirra, þess vegna geta þeir ekki hugsað sér neina’ stjórnarmyndun án baráttu við verkalýðinn. Þessa menn á þjóðin að þurrka burtu af vettvangi stjórnmálanna. Sildveftðarnar fi snmar Síldveiðunnm er lokið fyrir nokkru og menn eru fárnir að reikna út hve margar milljónir hafi tapazt á löndunarstöðvunum og öðru slíku, en ebki er enn farið að reikná út hvað hefur tapazt á því að ekki eru til niðursuðuverk- smiðjur eða að síldarverksmiðj- urnar voru ekki fleiri og bátaflot- inn stærri, eða þá að ekki voru saltaðar svo sem 500 Juisund tunn- ur af síld fvrir Evrópumarkaðinn. sem nú opnast. Síldveiðin var mjög mikil í sum- ar, en byrjaði seint. Alls var tekið .á móti hjá rikisverksmiðjunum um 920 þúsund málum. Framan af var sildin eingöngu á austursvæðinu og hafði, Raufar- hafnarverksmiðjan tekið á móti allmiklu af síld áður en aðrar verk- smiðjur fengu nokkuð. Um miðj- an ágúst byrjaði svo veiðin fyrir alvöru og hélzt úr því uppgripa- afli fyrir öllu Norðurlandi og Aust- fjörðum frain yfir miðjan septem- ber. Sama sagan endurtók sig nú og 1940 og 1942, að verksmiðjuraar gátu ekki tekið á móti allri síld- inni jafnóðum og hún veiddist vegna þess að þrær verksmiðjanna fylltust og urðu skipin að bíða eft- ir löndun tvo sólarhringa og jafn- vel lengur meðan sjórinn var mor- andi af síld og ágætt veiðiveður. Aðeins var hægt að landa sem svaraði því er verksmiðjumar bræddu undan, en með þessu er þó ekki öll sagan sögð, því afköst verksmiðjanna féllu mjög mikið, að minnsta kosti á Raufarhöín, vegna þess að síldin varð illvinn- anleg vegna skemmda. Aðalorsök- in til þess að síldin skemmdist svo mjög reyndist okkur vera sú, að hún morknaði í skipunum við bryggjurnar áður en henni var landað, og var ]iá lítið gagn að salta hana í þrónum. Skipin voru að vísu beðin að salta aflann í skipin eftir að lönd- unarbiðimar byrjuðu, en það mun ekki hafa verið alpicnnt gert, eða að minnsta kosti elcki saltað nógu mikið — því að varla er gagn að minni söltun en hálfri skóflu í mál, eða rúmlega 1%, miðað við síld- armagnið. Þetta þýðir, að skip, sem ber 1000 mál, þyrfti að salta hvern farm með að minnsta kosti einu tbnni.af salti, lielzt meira. Það er að vísu von að sjómenn spari sér salt eins og þeir geta, eða hugsi sem svo, það er eklci gagn að því að ég salti ef hinir gera það ekki, e‘u þetta hefur alvarlegar af- leiðingar fyrir afköst verksmiðj- anna og um leiö aflamöguleika skipanna, því að þegar á að fara að vinna þessa síld, sem hefur beð- ið 2—Í3 sólarhringa í skipinu og síðan nökkra sólarhringa í þrón- um, falla afköstin jafnvel niður í helming eða enn minna. Nú munu márgir spyrja: Hvers vegna ekki að nota aquacide? Þetta efni mun hafa verið nokkuð nolað hér á landi, einkum í verk- smiðju Kveldúlfs á Hjalteyri og á Djúpavík. Haustið 1940 voru gerðar til- raunir mcð notkim aquacides hjá ríkisverksmiðjunum á Siglufirði og stóð Ingi Bjarnason efnafræð- ingur fyrir þeim. llcynslan var sú, að afköstin ukust allmikið og jafn- vel var hægt að ná fullum afköst- um á síld, sem erfitt var að bræða að öðrum kosti. En þá þurfti að nota nokkuð mikið af efninu, eða rúmlega 1 lítra i tonn af síld. Ef síldin var aftur á móti svo skemmd að hún var óvinnandi með venju- legri aðferð þá var heldur ekki hægt að vinna hana hversu mikið aquacide sem sett var i hana. Aquacide virðist því vera tals- verð hjálp við vinnslu á skemmdri síld, en það er samt sein áður vandræðalausn að láta síldina fyrsl skemmast og vinna hana síðaw með aqucide. Æskilegt væri auð- vitað að koma í veg fyrir að síld- in skemmdist, en til þess höfum við sem stendur ekki önnur ráð f eu söltun og ef til vill kælingu og söltun í semi. Til niðursuðu þarf síldin. auð- vitað að vera ný, en auðvelt er að uppfylla það skilyrði. Oft í sumar t. d. var ekki nema bálftíma sigl- ! ing frá verlcsmiðju i sildajrtorfurn- jar og skipin fylltu sig á skömm- ! um tíma. Loks þurfum við kerzluverlc- snúðju til a;ð fullvinna síldarlýsið i stað þe.ss að flytja það út óunn- &S> eins og uú «• ,ger,t. Þetta máþ bygging herzáuverk- smiðju, hefur iuí verið á döfinni í mörg ár, og varla skrifnð svo grein um sjávarútveg og síidar- vínnslu, að ekkí sé: á það minnzt. I vikublaði einu i suinar var talað um að Atvinnudeild Háskól- .ans hefði gert merkilegar tilraun- öskar B. Bjarnason, efnaverkfræðíng Nú er ])að svo, að síld sem lánd- að er nýrri og sæmilega söltuð í þrónum er ágæt til vinnslu 3 og upp í 7 sólarhringa gömul. Af- köstin ættu því ekki að þurfa að falla vegna skemmdrar síldar, þar sem ekki eru stærri þrær en svo að þær samsvara vikuvinnslu. En þá er það höfuðskilyrði að síldin sé óskemmd þegar henni er land- að. En það er ekki aðeins skemmd síld sem veldur erviðleikum í bræðslu, heldur einnig ný síld, og er það alþekkt, að erfitt er að vinna glænýja og ósaltaða síld beint úr skipunum, sérstaklega ef um mjög feita síld er að ræða. Mjölið vill verða feitt og erfitt að ná viðunandi afköstúm. Það er ástæða til að ætla að hér geti aquacide komið að notum. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til notkunar aquacide í nýja, feita síld, eru ef til vill ekki full- nægjandi, en virðast þó benda til þess að feitin pressist mun betur úr pressukökunni og auðvelt sé að ná fullum afköstum, og ef þetta er rétt er auðvitað sjálfsagt að hagnýta aquacide einmitt til vinnslu á nýrri síld, því það er þýðingarmikið þegar síldarhrotur byrja að geta byrjað vinnsluna strax með fullum afköstum. Enn- fremur cr athugandi að í nýja sílcl virðist ekki þurfa nema um fimmta part þess sem þarf í skemmda síld (eftir reynslu Hjalteýrarverk- smiðjunnar). En það má ekki nota aquacide eingöngu í stað salts, því það er æskilegt vegna mjölsins að síldin sé söltuð og svo auð'vitað til að forða henni frá skemmdum í þrónum. Það er þörf margra endurbóta í síldariðnaði okkar. Fyrst og fremst þarf framleiðslán að breyt- ast meir í matarframleiðslu en nú er. Það þarf að aulca framleiðslu á saltsíld og koma á niðursuðu, ásamt bræðslu, svo aðeins sé brædd síld, sem ekki er hæf til söltunar í tunnur eða til niður- suðu. Slíkum verksmiðjum, sem eru niðursuðuverksmiðjur og bræðslur í einu, liafa Ameríkumenn komið upp hjá sér, t. d. einni á Vancouver Island. (Sjá Ægi, G.—7. tbl. 1944). ir viðvíkjandi herzluiðnaði, en þetta er raunar misskilnirigur, eng- ar tilraunir sem máli skipta í þessu sambandi hafa verið gerðar í At- vinnudeildinni, enda er vel hægt að reisa herzluverksmiðju án þess, því þessi framleiðsla er eklcert vandamál — efnabreytingin í rauninni sérlega einföld. — Það þyrfti aftur á móti að gera kostn- aðaráætlun fyrir slíka verksmiðju, ióg yrði hún þá ax) bvggjast á til- íboðum frá verksmiðjum eða firm- ium, sem reisa herzlustöðvar. Eins og kunnugt er hafa síldar- viTksmiðjur ríkisins haft hjá sér efnafræðilegt eftirlit frá byrjun, og sömuleiðis þær sberri af einka- vericsmiðjunum. Hið efnafræðilega eftirlit með frameliðslunni er mjög mikivægt bæði til að tryggja að framleiðsluvörurnar, mjölið og lýs- ið, séu eins góðar og ástæður leyfa, og sömuleiðis til að kóma í veg fyrir óeðlileg töp. Ríkisverksmiðj- urnar haía nú rannsóknarstofu á Siglufirði sem er mjög vel útbúin til þessara ef,tirIitsrannsókna, enda hefur ekkert verið til Hennar spar- að og mun það ekki sízt að þakka framkvæmdastjóranum Jóni Gunn- arssyni, sem hefur sýnt mjög góð- ain skilning á þýðing.u þessara eft- irlita með framleiðslu, og lagt á- herzlu á að það væri seni fullkomn- ast. En það er elcki nægilegt að hafa aðeins efnarannsóknir til eft- irlits. Ríkisverksmiðjurnar þurfa að hafa víðtækari starfsemi til að prófa nýjungar í framleiðslu, bæði efnafræðilega og tekniskt. Það er eklci ólíklegt að menn með tekn- iska menntun, sem starfa við verk- smiðjurnar og vita hvar umbóta er þörf, komi með nýjar hugmynd- ir, sem væru jafngóðar og endur- bætur, sem eru fundnar upp í öðr- um löndum. Föstudagur 10. nóvember 1944 — ÞJÓÐVILJINN Framkvæmdir í hafnar- málum Ólafsfjarðar Framh. af 2. síðu. fyrirlœkinu eftir með úbyrgð til enclnloka“. Svo mörg eru þau orð. Það þarf ekki lilla hörku af manni, sem telur sanngirni sitt æðsta boðorð, að skrifa. svona þversum yfir margar sam- hljóða, skjallegar heimildir. Jafnvel í fund- argerð sjálfrar sýslunefndar Eyjafjarðar- sýslu hljóta þessi fjögur hundruð þúsund að vera bókfærð og ekki önnur upphæð. Það er augljóst, að þó sýslunefnd hefði orðið við ósk hreppsnefndar Olafsfjarðar- hrepps og samþykkt umbeðna ábyrgð, gat hún gert það með þeim fyrirvara, að hún mundi aldrei ábyrgjast meira en þessa upp- hæð. Með þessháttar samþykkt hefði hún ekki stöðvað framkvæmdir í hafnarmálum Olafsfjarðar, en gefið Olafsfirðingum árs- frest til að finna leið út úr sínum vanda. Þá vil ég ræða ofurlítið um grein Krist- jáns Eggertssonar hreppstjóra og sýslu- nefndarmanns úr Grímsey. I raun og veru er vafasamt hvort rétt er fyrir okkur Olafsfirðinga að reyna að rökræða þá hugmynd, að vaxtarskilyrði kauptúnsins okkar, sem verið hefur um áratugi stærsta þorskveiðistöð á Norður- landi og lengst al' framleitt meira en sinn prósentuhluta af þjóðarframleiðslunni, hafi svo takmörkuð vaxtarskilyrði, að skyn- samlegast væri að leggja það sem fj'rst í eyði. Eina svarið, sem hæiir þeim, sem fundið hafa hvöt hjá sér til að hefja áróð- ur fyrir þessari eyðingarhugmynd, er það, að sú kynslóð, sem nú lifir og starfar i Olafsfirði, hafi að dagsverki sinu loknu sýnt, að sveitin þeirra bjóði börnum sín,- um í framtíðinni að ininsta kosti jafngóð skilyrði lil memiingarlífs og þau héruð, sem forsvarsmenn eyðingarinnar telja heppi legra framtíðarland fyrir Olafsfirðinga. Nokkur atriði verður þá að gela um, sem viðkoma náttúruskilyrðum í Olafs- firði, fýrst það er beinlínis kemur við höfninni og síðan það, er búast má við að í framtíðinni orki verulega á afkomu og menningu Olafsfjarðar., Hr. Kristján Eggerlsson reynir að vekja andúð á hafnargerð í Olafsfirði, með því að upplýsa, að íjörðinn grynni óðum. Ut af því er rétt að benda á, að til eru ná- kvæmar mælingar af dýpinu við ströndina frá Briinnestöng (austanmegin við fjörðinn) og inn undir bryggju, þar sem sandurinn lekur við, önnur frá árinu 1934 og hin frá árinu 1941, og sýnir sú siðari að dýpið er nákvæmlega hið sama við síðari mæl- inguna, a!It ■ niður á sjö. metra dýpi, en upp undir fjöru er mest hætta á breyting- um. Suður við sandinn eru hinsvegar ár- iegar breytingar og má geta þess til dæm- is, að í sumar er dýpra við bryggjuna en í fyrra, eins og getið er fyr í þessari grein. Og líkur eru til, að þær. breytingar haldi áfram sitt á hvað þangað til aðburður sandsins verður fyrirbyggður með nægi- Iega iöngum garði norður frá sandinum við fjarðarbotninn, en er það hefur verið gert telja fagmenn að auðvelt muni verða að moka sandinum upp úr höfninni og dýpka hana nægilega á þann hátt. Olafsfjörður iiggur við einhver beztu fiskimið landsins, skammt frá skipaleið og óvíða mun skemmra til miða. Það verður hcldur varla talið til lasta, að góð- ar hafnir eru beggja handa. Inn af firð- inum liggur sveit með um 30 býlum. 1 henni má framleiða þær mjólkurafurðir sem Olafsfjörður liefur J)örf fyrir ])ó íbúa- tala Iians margfaldist á við J>að sem nú er. Milli Olafsfjarðar og Fljóta liggur Lágheiði, sem nú er verið að gera veg yf- ir, með þeim vegi, sem kann að verða gerður vel bílfær á næstu einu eða tveim árum, kemst fjörðurinn í vegasambandið og má gera ráð fyrir að vegur þessi, þeg- ar liann er fullgerður, geli orðið fær bif- reiðum meiri lilula árs, því heiðin er, eins og nafnið bendir til, svo lág a'ð líkari er sveit en fjalli. Mörg vatnsföll, hentug til virkjunar, eru í sveitinni, ]iar á meðal tvær ár, sín hvor- um megin í sveitinni um 2 kni. frá kaup- túninu. Ur annarri þeirra hafa ]>egar verið virkjuð 250 hö., en líkur eru til að meiri orku mcgi þar virkja. Margar heilar uppspretlur eru í sveit- inni og er nú verið að leiða þá, sem næst er kauptúninu, heim í kauptúnið til þess að liita hibýli kauptúnsbúa og sundlaug, sem verið er að byggja. Þess má geta, að gert ér ráð fyrir að Ijúka við báðar þess- ar framkvæmdir — hitaveituna og sund- laugina — á koinandi hausti. Stærsta jarð- liitasvæðið í sveitinni er að Reykjmn, um 20 km. frá kauptúuinu, er uú eign hrepps- Alþýðublaðið í gapastokknum: Ásmundur Sigurðsson Asmunaur Sigurðsson tekur sæti á Alþingi Ásmundur Sigurðsson, annar varaþingmaður SósíaUstajloltksins, tekur sœti á Alþingi í dag í stað Sigurðar Thoroddsen, sem er einn aj julltrúum íslands á jlugmála- ráðstefnunni i Chicago. Ásmundur Sigurðsson hejur ver- ið kennari í Nesjahreppi í Austur- skajtajellssýslu um tíu ára skeið, og jajnjramt stundað búskap að Rcyðará í Lóni.' I kosningunum 19ý2 hlaut hann rúm 16% at- kvæða í kjördœmi sínu sem jraiií■* bjóðandi Sósíalistaflokksins. Ásmundur leit inn til Þjóðvilj- ans í gær, og er nýkominn til bæj- arins. Samgönguerfiðleikar við Ilornafjörð eru miklir, strand- 'ferðaskipin koma þangað með höppum og glöppupi. Helztu sam- göng'urnar eru flugferðir, er verið liafa nokkurnveginn reglulegár i sumar, einu sinni í viku. Eru þær ferðir mikið notaðar, þó fólki þyki þær dýrar, fargjaldið með flngvél milli Hornafjarðar og Rey.kjavík- ur er 2(i5 krónur. Grasbrestur varð mikill í Aust- ur-Skaftafellssýslu í sumar, vorið kalt og þurrt. Heyfengur bænda er því víðasthvar lítill. Slátrun varð mikil í haust og fé vænt. Hersveit Gyðinga í brezka hernum Brezka hermálaráðuneytið til- kynnir, að sérstök Gyðingahersveit verði stofnuð innan berzka hers- ins. Gyðingar, sem eru í Palestínu- hersveitinni, verða fluttir í þessa nýju herheild. Gyðingar, sem eru flóttamenn í Bretlandi, geta geng- ið í þessa nýju herdeild. Palestínu-félagsskapur Gyðinga hefur gefið tit yfirlýsingu í tilefni af þessu og fagnar þessari ákvörð- un. Segir í yfirlýsingunni, að um ein milljón Gyðinga bcrjist nú í herjum himpi sameinuðu þjóða, þeirra á meðal eru um 30000 Gyð- ingar frá Palestínu. ins. Er þaff margir hektarar að stærð með mörgum tiltölulega vatnsmiklum upp- spreltum. Eg hef minnst á þetta, ef verða mætli lil ]>ess að einhverjum ókunnugúm, sem er áheyrahdi. að þessari deilu, kynni að blandast hugur um, hvort ekki væri skyn- samlegra að' lála Olafsfjörð njóla svipaðra hlunninda, til að undirbyggja aðalatvinnu- veg sinn og önnur sjávarþorp. sem vaxið hafa upp i lundinu frá siðustu aldamótum, helddr en dæma það fyrirfram til eyðing- ar, svo sem hreppstjórinn og sýslunefnd- armaðurinn i Grfinsey liefur svo hraust- lega gerl. Olafsfirði, 1. ágúst 1944. Sigursveinn D. Kristinsson. \ Það þorir ekki að bírta iesendum sínunt safinieikann m stjórnarsamningina Ósvífni þessa andstæðinga-; blaðs stjórnarinnar keyrir! úr hófi fram ! i Fylgjendur ríkisstjórnarinnar í öllum flokkum eru undrandi « yfir framkomu Alþýðublaðsins. En menn þurfa ekki að undrast [ ósvífní þess blaðs í garð samstarfsflokka þess, þegar menn minn- j ast eftirfarandi atriða: í 1. Alþýðublaðið hatast við ^þá nýsköpun atvinnulífsins, sem j er meginstefna stjórnarínnar og hefur ásamt Vísi og Framsóítn J« ráðizt hatramt á þær hugmyndir. 'I 2. Alþýðublaðsklíkan barðist gegn stjórnarmynduninni af öll- ,j um mætti. Hún hafði Iofað Framsókn að mynda ekki stjórn með jj Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistaflokknum. — Og hún greiddi at- |> kvæði á móti stjórnarmynduninni. Þrátt fyrir þann róttæka mál- j| efnagrundvöll, sem samkomulag varð um. ) 3. Alþýðublaðsklíkan lítur á stjórnarmyndunina sem ósigur sinn og ætlar sér því að gera allt, sem hún getur til þéss að spilla samstarfinu, — enda er þessi fyrirlitna klíka, sem enginn maður treystir og flokksmenn hennar sjálfir skammast sín fyrir, öðru hvoru að tala um það með derring að hún beri takmarkað traust til samstarfsflokka Alþýðuflokksins!! — Það er svo sem skiljanlegt! Hún treystir auðvitað sínum andlegu bræðrum í Framsókn og coca-cola-liðinu miklu betur, — til þess að vinna að hennar á- hugamálum: að hindra nýsköpun atvinnulífsins $ ............. Það er liður í þessari marlcvissu skemmdarstarfsemi Alþýðu- blaðsins að reyna að rægja samstarfsflokkana.' Þegar Þjóðviljinn sannar það í fyrradag með tilvitnunum í orðsendingu Ólafs Thors 13 okt. að samlcomulag var orðið um að „stjórnin beitti sér eindregið fyrir framgangi launalaganna“, þá leyfir þetta lygablað sér að draga í efa gildi slíks samlcomulags. Fölsurunum við Alþýðublaðið skal sagt það í eitt skipti fyrir öll að það er meiri ástæða til þess að treysta slíku samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn , þó munnlegt væri, en skriflegum samningum við Alþýðublaðsklíkuna, að svo miklu leyti, sem hún fær að ráða i Alþýðuflokknum. Vér sósíalistar höfum reynsluna af því hvernig einmitt átrúnaðargoð Alþýðublaðsins svíkja slíka skriflega samn- inga. Hið lævísa níð Alþýðublaðsins um Sjálfstæðisflokkinn og Sós- íalistaflokkinn viðvíkjandi launalögunum, er því svívirðilegra, sem vitað er að einmitt eftir að þessir tveir flokkar höfðu komið sér saman um samþykkt þeirra, þá barðist einmitt Alþýðublaðsklíkan á móti samþykkt málefnagrundvallar, þar sem Alþýðuflokknum var boðið að vera með í að fá þetta mál fram. Fjandskapur Alþýðublaðsklíkunnar við launalögin er því aug- Ijós. En af því sú klíka varð undir í miðstjórn flokksins, þá tekst henni ekki að hindra samþykkt þessara laga, þó hún hafi gert allt til þess sem hún gat. Áþreifanlegast sést þó hvernig Alþýðublaðið, — sem yfirleitt kann þó ekki að Skammast sín, — veit upp á sig skömmina, þegar það þorir ekki að birta lesendum sínum allan kaflann úr uppkast- inu fyrsta, sem um nýsköpun atvinnulífsins fjallar og birtur var hér í fyrradag. Sá kafli endaði með þessum orðum: „Ríkisstjórn setur nánari reglur um starfssvið nefndarinnar og vald hennar. Skal þar ákveðið að óheimilt sé að verja erlendum innstæðum til annarra framkvæmda en þeirra, er hún samþykkir“. Með þessu voru ráð nefndarinnar yfir öllum 500 milljónunum tryggð. Alþýðublaðsklíkunni, sem hatast við nýsköpun atvinnulífsins, finnst það sigur fyrir sig að hafa komið þeirri upphæð niður í 300 millj. kr Þessari klíku finnst það fengur að ákveða aðeins 200 milljónir í skip o. s. frv., þegar Farmanna- og fiskimannasamband- ið lagði til 300 milljónir. En fólkinu finnst það verra. Fyrir það var hið upprunalega á- kvæði betra. @ Alþýðublaðið stendur opinbert að fölsunum sínurn og óhróðri. Það þorir eklci að birta lesendum sínum sannleikann um afstöðu þess til stjórnarmyndunarinnar, En svo lengi sem það heldur á- SIF ÞÓRS Danssýning Sif Þórs sýnir listdans í Iðnó sunnudaginn 12. nóv- ember n. k. kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hl.ióðfæra- húsinu. 'VW-VWWWWUWIt 'm’WWJW^FJWUV lliglligi eða roskið fðlk vantar okkur nú þegar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í eftirtöld bæjarhverfi: Vesturgata, Framnesvegur, Bræðraborgarstígur Ásvellir Tjarnargata—Hringbraut Þingholtin Bergstaðastræti Sogamýri Langholtið Seltjarnarnes Sósíalistar! Hjálpið til að útvega fólk til að koma blaðinu skilvíslega til kaupenda. Talið við afgreiðsluna. ÞJÖÐVIL JÍNN ■! •! Skólavörðustíg 19. Sími 2184. lj rVWVVWWWJW^VWWWWWW%VWJVAVV»^JVS^,WVVWVW TILKYNNING . Frá og með 10. nóvember 1944 mun félag vort nota sér ákvæði samninga sinna við atvinnurek- endur um forgangsrétt gildra Dagsbrúnarmanna til almennrar verkamannavinnu á eftirfarandi hátt: 1) Þeir atvinnurekendur, er fækka við sig verka- mönnum, láti fækkunina fyrst og fremst ná til þeirra, sem ekki eru skuldlausir aðalmeðlimir Vmf. Dagsbrúnar. 2) Ráði atvinnurekendur til sín verkamenn, gangi skuldlausir aðalmeðlimir Vmf. Dagsbrúnar fyrir. Þetta tilkynnist hér með atvinnurekendum, verk- stjórum og öðrum hlutaðeigandi. I Stjórn Verkamannafél. Dagsbrún. fram óhróðursherferð sinni gegn samstarfsflokkunum, verður það það kennt. Það er hart fyrir þá að verða að kalla svona blað „sitt“. ur í véum. En hinum heiðarlegu Alþýðuflokksmönnum verður ekki um að una því að vera annanhvorn dag sett í gapastokkinn sem varg- En samstarfið við þá menn, — sem þrátt fyrir fjandskap og and- stöðu Alþýðublaðsklíkunnar, tókst að koma stjórninni á, mun ekki líða undir óheiðarleik þessa illa dulklædda andstöðublaðs stjórnar- %’Vww»wi<www»wwMWMWw>na«w>iM>«wwwwtfv«>iww>i>«>nw.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.