Þjóðviljinn - 10.11.1944, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.11.1944, Qupperneq 7
ÞJÖÐVILJINN 7 FÖstudagur 10. nóvémber 1944. JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa ið af bátnum. Hermaðurinn lét byssuna síga og horfði gaumgæfilega á hann. Eg verð að komast á land. Það er afaráríðandi, kall- aði Jói til hans. Einkennisklæddi maðurinn hristi höfuðið. Það er áríðandi, segi ég. Viljið þér ekki lofa mér að koma í land? Hann leit snögglega í áttina til Blossa. Það var auðséð að skotin höfðu vakið Franska Pésa, því stór- seglið hafði verið undið upp, og þegar hann gætti bet- ur að, var búið -að létta akkerum og fokkan flögraði í vindinum. Það er bannað að fara hér' á land, hrópaði hermað- urinn. Bólán! Eg má til, hrópaði Jói og bældi niður grátinn. Hann lagðist á árarnar. Þá skýt ég, var hið hughreystandi svar hermannsins. Hann lagði byssuna við kinn. Jói hugsaði sig um í flýti. Eyjan var stór. Hugsan- legt var að engir hermenn væru annars staðar, og ef hann bara kæmist á land, var honum sama þó hann yrði handtekinn strax. Ef til vill fengi hann bóluna, en en það var samt betra en að fara aftur til sjóræningj- anna. Hann vatt bátnum til hægri og reri eins og hann gat. Víkin var mjög breið og næsti tanginn, sem hann þurfti að róa fyrir, var æðilangt burtu. Ef hann hefði verið kunnugri sjónum, mundi hann hafa róið í gagn- stæða átt, því þá hefðu þeir, sem eltu hann, haft gagn- stæðan byr. Eins og nú stóð á, mundi Blossi brátt ná honum, því hann sigldi beint undan vindi. Jói var milli vonar og ótta. Vindurinn var hægur og ekki stöðugur, svo að ýmist dró saman eða sundur með þeim. Einu sinni kom gola, sem flutti Blossa svo ná- lægt bátnum, að ekki voru nema fimmtíu faðmar milli þeirra. Svo kom logn og seglin slöptu. Svo-þú stela bát, ha-a? grenjaði Franski Pési og stökk inn í káetuna eftir byssu sinni. Eg skjóta þig. Komdu strax aftur, annars drep ég þig. En hann vissi að hermaðurinn í fjörunni gaf honum gætur, og hann þorði því ekki að skjóta, ekki einu sinni til að hræða Jóa. Jói skeytti ekki um hættuna, því þó hann hefði ekki alizt upp við það, að láta skjóta á sig, hafði það þó komið tvívegis fyrir á síðasta sólarhringnum. Einu sinni til, hafði ekki svo mikla þýðingu. Þessvegna reri hann án þess að hægja á sér, en Franski Pési æddi eins og villi- maður og hótaði honum öllu illu ef hann næði honum. Ástandið varð æ ískyggilegra, því nú fór að brydda á mótþróa hjá Friskó Kidda. Skjóttu hann bara ef þú þorir, þá skal ég sjá um, að þú verðir hengdur, það getur þú reitt þig á, sagði hann og hótaði. Það er bezt fyrir þig að sleppa honum, hann er vænn og góður drengur, og ekki alinn upp handa þessu skarnlífi, sem við lifum. Þú líka, grenjaði Franski Pési, óður af bræði, ég skjóta þig líka, bófi. Hann ætlaði að ráðast á Friskó Kidda, en Kiddi hljóp undan, fyrst aftur á, síðan aftur framá. En þá hætti Franski Pési eltingarleiknum við Friskó Kidda, til þess að ná Jóa. Hann rauk að stýrinu og slakaði á stórseglsskautinu — því vindurinn var hagstæður ■— og skútan rann eftir bárunum. Jói gerði síðustu örþrifa- tilraun en gafst svo upp og lagði inn árarnar. Franski ANTON P. TSÉKKOFF: GRESJAN Taktu við því, væni, sagði hún og rétti Jegorúska hana, nú átt þú enga mömmu, og enginn hugsar um þig. Jegorúska stakk á sig kök- unni og staulaðist til dyra, hann var nærri kafnaður í ólyktinni þama inni. Þegar hann kom inn t stofuna aftur, lét hann fara vel um sig í sóffanum og reyndi að hafa hemil á hugsunum sín- um. Þegar Kúsmitsjoff var búinn að telja peningana, stakk hann þeim aftur í pokann. Hann fór ekkert sérstaklega vel með þá, tróð þeim bara ofan í pokann, án frekari virðingamerkja. Séra Kristófer var að tala við Salómon. ■ Jæja, Salómon vitringur, sagði hann og geispaði og gerði krossmark fyrir munni sér Hvernig eru viðskiptin? ‘ Hvaða viðskipti eruð þér að tala um? spurði Salómon og leit illilega á prestinn, eins og hann hefði verið að brigsla honum um glæp. O, svóna viðskipti almennt. Hvað gerir þú? Hvað ég geri? át Salómon eft- ir og yppti öxlum, það sama og aðrir. Eg er hjú hjá bróðui mínum, bróðir minn er hjú hjá gestunum, og gestirnir eru hjú Varlamoffs, og ef ég ætti tíu milljónir, mundi Varlamotf vera hjú mitt. Hvers vegna mundi hann vera hjú þitt? Vegna þess, að það er ekki til sá milljÓnamæringur eða hefð- armaður, 'sem ekki yrði feg- inn að sleikja höndina á skítug- um Gyðingi ef hann græddi á því. Nú er ég Gyðingsræfill og beiningamaður, allir líta á mig eins og hund, en ef ég ætti mikla pfeninga mundi Varlamoff gera sig að fífli frammi fyrir mér, eins og Mósis gerir frammi fyrir yður. Séra Kristófer og Kúsmitsjoff litu hver á annan. Hvorugur skildi hvað Salómon var að fara. Hvemig fér þú að bera saman ykkur Varlamoff, bjálfinn þinn? sagði Kúsmitsjoff. Eg er ekki sá bjálfi að ég beri okkur Varlamoff saman, svaraði Salómon háðslega. Þótt Varla- moff sé Rússi, er hann ágjarn Gyðingur í hjarta sínu, pening- ar og aftur peningar, er allt hans líf, en ég fleygi peningun- um í ofninn, ég þarf enga pen- inga, eða jörð, eða kindur, og fólk þarf ekki að óttast mig og taka ofan hatt sinn eí það mæt- ir mér. Svo að ég er vitrari en Varlamoff og mannlegri en hann. Litlu seinna heyrði Jegorúska að Salómon var farinn að tala um Gyðinga í hatursfullum tón. Fyrst talaði hann rétta rúss nesku, en brátt fór hann að beita fyrir sig mállýzku Gýð- mga og talaði nú eins og hann hafði gert á hátíðinm, þegar hann var að leika Gyðinga. Stopp! kallaði séra Kristófer. ef þér geðjast ekki að trú þmni, er bezt fyrir þig að taka aðra trú, en að hæðast að henni er synd, sem aðeins hinir allra aumustu drýgja. Þér skiljið mig ekki, sagði Salómon snögglega, þér eruð að tala um allt annað en ég. Það er auðséð, að þú ert auli, andvarpaði séra Kriscófer. Eg ráðlegg þér hið bezta, og þú reiðist af því, ég tala íil þín ems og gamall maður, stillt og rólega, en þú svarar mér eins og reiður hani: bla:bla-bla. Þú ert bjálfi. Mósis Mósisson kom inn. Hann leit kvíðafullur á Saló- mon og gesti sína, og drættir tóru um andlit hans. Jegoiúska hristi höfuðið og leit í kringum sig, hann sá andlitssvipinn á Salómon, blandinn háði, hatri og drambi. og Jegorúska fannst hann eins og illur andi í draumi. Það er ljóta illyrmið þessi Salómon, guð blessi hann, sagði séra Kristófer við Mósis Mósis- son. Þú ættir að útvega honum annan samastað, eða þá konu. Það er ekki gott að vita, hvað á að gera við hann. Kúsmitsjoff hleypti brúnum Það voru oft ráðsnjallir menn, sem höfðu þá atvinnu á miðöld- unum, að ferðast um með helga dóma, trúuðum mönnum til huggunar og heilsubótar. Al- gengast var að þeir hefðu með- ferðis dýrlingabein og fengu menn þá að snerta þau eða kyssa fyrir lágt gjald. En þeir höfðu líka oft á boðstólum alls- konar nýjungar, sem vöktu enn meiri hrifningu. Er til dæmis sagt, að maður nokkur hafi ferð ast víða um Vestur-Evrópu með vængfjöður af Gabríel engli. Annar hafði myrkrið, sem kom yfir Golgata, með sér í luktri flösku. Sá þriðji fann upp enn einfaldara ráð: Hann ferðaðist á hesti og baðst gistingar á kvöldin fyrir sig og hestinn. Á morgnana tók hann moðið frá klárnum, fór út á torg og gatna- mót og sýndi mönnum heyið úr jötunni í Betlihem fyrir ákveð- ið gjald. • Þegar Páfinn gaf hertoganum í Feneyjum „vald yfir hafinu“ árið 1177, lét hertoginn smíða íllilegur. Mósis Mósisson leit spyrjandi og hræddur á bróður sinn og síðan á gestina. Farðu út, Salómon, sagði liann stuttaralega og bætti við einhverju á júðsku. Salómon hló snöggt og fór út. Hvað gekk á? spurði Mósis Mósisson áhyggjufullur. Hann hljóp á sig, svaraði Kús- mitsjoff, hann er ósvífinn og' hugsar of mikið um_sjálfan sig. Eg vissi þetta, hrópaði Mósis Mósisson í angist, hamingjan góða hjálpi mér. Egvbið vkkur innilega að afsaka þetta. Hann er bróðir minn, en hann hefur alltaf verið mér til skammar. Hann er ekki alveg heilbrigður hérna, hann benti á ennið á sér. Hann ber ekki virðingu fyrir neinum og hræðist engan Hann hlær að öllum og talar vitleysu við þá. Það er ótrúlegt, en einu sinni þegar Varlamoff kom hér, hafði Salómon slíkt orðbragð í frammi við hann, að hann barði okkur báða með svipunni. En af hverju barði hann mig? Var það mér að kenna. Guð rændi hann konu sinni, svo að það er guðs vilji, hvernig er hægt að kenna mér um það? Mósis Mósisson hélt lengi. áfram að tauta í lágum rómi. Hann sefur ekki á nóttinni, og er alltaf að hugsa og hugsa, en um hvað, veit guð einn. Þegar í faðir okkar dó, eftirlét hann ÞETTA sér afar skrautlegt skip, fagur- lega útskorið og víða logagyllt. Þegar skipið var fullgert steig | hertoginn um borð og fleygði gullhring í hafið. Átti það að tákna, að hann væri kvæntur hafinu. „Hjónavigsla“ þessi var endurtekin á uppstigningardag ár hvert. • Ævintýramaðurinn Casanova kom einu sinni franskri mark- greifafrú, d’Urfe, til að trúa því að hann gæti breytt henni í unga stúlku og var hún þá 73 ára gömul. Gaf hún hónum til þess sem svarar hálfri miiljón króna. Sjálf hafði hún fengizt við hin undarlegustu „vísindi“, bjó til „lífs-eliksír“ og leitaði að „vizkusteininum“. Casanova taldi henni einnig trú um að hún mundi verða fyrir þeim á- hrifum frá sjjörnunum, að hún eignaðist barn. Fyrir fæðinguna átti hún þó að deyja, en risa upp aftur alheil eftir 77 daga — það er að segja, ef hún vrði ekki kistulögð og grafin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.