Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. nóvember 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 “---------------------------j Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19, merkt „Æskulýðssí ðan “. i--------------------------- Nokkur orð um æsku- lýðssfðuna Hið stóraukna fvlgi sósíalism- ans meðal unga fólksins að und- anfömu, sem m. a. kemur einna gleggst í ljós í örilm vexti Æsku- lýðbfylkingarinnar — félags ungra sósíalista — er lirundið hefur af stað glæsilegu athafna- og félags- lífi, meðal róttækrar æsku Reykja- víkur, hcfur sannfært okkur um það, að nauðsynlegt sé. að ungir sósíalistar fái tækifæri til að ræða áhugamál sín opinberlega og hafi sitt eigið málgagn. Æskulýðssíðan, sem komið hef- ur í Þjóðviljanum öðru hvoru, um nokkurt skeið. og framvegis mun koma í hverju laugardagsblaði, hefur orðið mjög vinsæl meðal al- þýðuæskunnar. I Æskulýðssíðuna ritar einungis ungt fólk. Hún er sá vettvangur, þar sem íslenzk æska, sem aðhyll- Ist kenningar sósíalismans. ræðir hugðarcfni sín. Því er okkur, fé- lögunum í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík, sem stöndum að Æsku- lýðssíðunni, hið mesta kappsmál að hún nái til allrar róttœkrar •œsku hvar sem er á landinu. Við viljum hvetja ykkur, ungir sósíalistar til sjávar og sveita, til aq skrifa Æskulýðssíðunni bréf, senda henni greinar um resknlýðs- mál og annað efni. ■ Með því leggið þið skerf til efl- ingar samtökum okkar og styðjið fnamtíðarhugsjón okkar: sköpun sósíalistisks ríkis á íslandi. X. Forselakosningarnar I Bandaríkiunum Hinar nýafstöðu forsetakosning- ar í Bandaríkjunum eru g'löggt sýnishorn af þeirri baráttu, sem nú er háð milli hinna írjálslyndari afla og afturhaldsins, í kapítal- iskum þjóðfélögum, viðsvegar í heiminum. Hinn glæsilegi sigur Roosevelts í þessum kosningum táknar um leið gífurlegan ósigur .fyrir þann hluta yfirstéttarinnar í Banda- ríkjunum, sem hneigist að skoðun- uiti fasismans. Ekki einungis fyrir Bandaríkin hafa kosningaúpslitin og sigur Roosevelts mikla þýðingu, heldur einnig fyrir hinar frjáls- lyndu ^tefnur um allan heim. Kosningasigur Roosevelts er ís- lenzkri alþýðuæsku fagnaðarefni. Hann er sigur gegn fasismanum, hinum sameiginlega óvini alþýðu allx-a landa, og eihn liður í bar- áttunni fyrir frelsi og mannrétt- indum, gegn ofbeldi og stríði. * Rússneskur dansflokkur. Hvers má æska sveitanna vænta af framtíðinni? Það er óhætt að segja, að hlut- skipti sveitaæskunnar hefur verið lakara en æskunnar í þorpunum og bæjunum á undanförnum ár- um. Það er staðreynd, að unga al- þýðufólkið er stöðugt að flýja sveitimar og leita til kaupstað- anna. Þeir, sem fylgzt hafa með gangi þessara mála, óg leggja heilbrigð- an skilning í þær ástæður, er liggja hér til grundvallar, taka fráhvarf æskunnai' frá bernskustöðvum hennar, sveitunum, ekki sem merki um vanþroska. Margt af þessu unga fólki vildi gjarna vera „heima“ og yrkja jörðina. En það er margt sem stuðlar að því, aðftápmikið, ungt fólk yfir- gefur sveitirnar. Þéttbýli bæjanna og félagslíf á, án efa, mjög mikinn þátt i því. Atvinnutækni bæjanna hefur aukist á síðari árum. mun hraðar en atvinnutækni sveitanna og öll vinnubrögð því færst þar örar í það horf, 6em nútíminn krefst. Bæirnir hafa ýms þægindi að bjóða framyfir dreifbýlar sveitii-, greiðari samgöngur, meira skemmt analíf og sumpart meiri lífsþæg- indi o. s. frv. Nokkur hluti sveitaæskunnar hef- ur orðið eftir í sveitunum, af ýms- um ástæðum, en borið hinar sömu þrár í brjóstum og þeir eða þær, sem fóru á „mölina“. Þetta unga fólk lifir í þeirri von, að hin á- þreifanlega framþróun tírnans nái einnig til sveitanna og hafi þær breytingar í för með sér, sem geri þeim, er þar búa, fært að una við sinn hlut, engu síður en kaupstaða- fólkinu við sinn. Nú er spurt: Hvað er hægt að gera fyrir þetta unga.fólk? Ilvað um framtíð þess? Nýlega hefur verið mynduð rík- isstjórn, sem hefur að meginstefhu ,,að tryggja það, að allir lands- menn geti haft atvinnu við sem arðbœrastan atvinnurckstur'. Hér eru engir þegnar íslenzka ríkisins undanþegnir. Full ástæða er til að ætla að nýtt tímabil hefj- ist nú þegar í sögu landbúnaðar- ins, sem og annarra atvinnuvega, — að horfið sé burt frá þeirri kyrrstöðu liðinna áfa, sem rí'kt hef ur í landbúnaðarmálunum, þrátt fyrir það, að í valdaaðstöðu hefur verið stjórmnálaflokkur, sem kall- ar sig flokk sýeitanna og þykist vinna að heill þeirra. í stefnuskrá nýju ríkisstjórnar- innar er skýrt tekið frám, nð „af erlendum gjaldeyri bankanna í Bretlandi og Bandaríkjunum eigi að verja ,,50 miiljónum krcnui" „til kaupa á vélum og þessháttar til áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýtingar landbúnaðarafurða og jarðyrkjuvéla og efni til rafvirkj- ana o. fl.“. Þessi afstaða ríkisstjómarinnar til landbúnaðarmálanna má vera alþýðuæskunni í sveitunum hið mesta gleðiefni og nægileg hvöt til að styðja ríkisstjórnina í viðleitni hennar. Til þess að takast megi að bæta lífsskilyrði sveitafólksins, er nauð- synlegt að á starfsháttum land- búnaðarins verði veruleg breyt- ing: Við íslendmgar megnm ekki við því að stór hópur liðtækrar, ungr- ar alþýðuæsku eyði kröftum sín- um til einskis í sveitunum, vegna þess að hana vantar verkfæri og vélar til að yrkja jörðina og hag- nýta auðlindir hennar. Félagsþrá æskunnar má ekki drukkna vegna þess hve dreifð hún er og sam- vinnuskilyrðin lítil og erfið. Við verðum að fá þeirri æsku landsins sem vill vinna við landbúnað, þann hluta þess til ræktunar, sem bezt er til ræktunar fallinn. Við framleiðslu landbúnaðarvaranna þarf að vinna á tæknilegan hátt, þannig að hlutföllin á milli fram- leiðslumagns og neytendaiþarfa verði svipuð, svo að landbúnaðúr- inn verði í höndum alþýðufólks ins í sveitunum, styrkur liður í þeirri alhliða viðreisn, sém koma þarf, á sviði atvirínuveganna, til þess að tryggja velgengni og fram- tíc| íslenzku þjóðarinnar. Ilvort ríkisstjórninni tekst að leiða vanda mál landbúnaðarins til lykta, er að miklu leyti á valdi sjálfs sveita- fólksins. Nú kemur til kasta al- þýðuæskunnar í sveitunum, að fylkja sér um stefnu stjórnarinnar, því hér er verið að gera stórfellda tilraun sem varðar heill hmdbún- aðarins, eigi síður en annarra at- vinnuvega. Sú tilraun má ckki misheppnast. Ó. Þ. Óskár Þórðarson írá Haga: tfífoad bídur oor? Hvað bíður vor, sem vorum til þess fæddir að vera skortsins börn í þessum heimi? Hvern undrar það, þótt oss um frelsi dreymi? Vér erum menn, sem stynjum þjáðir, hæddir. Þótt feður vorir hafi böl sitt borið í bljúgri þrá, — um daga sína alla, — hvort auðnast oss að sjá þá fjötra falla og fáum vér úr þeirri spurning skorið, / bvort öreigarnir eignist þessa jörð sem ennþá titrar, mædd af reiði — og blóði. Ó, móðir jörð, hið eina athvarf vort .-....... Má hönd vor græða þenna sviðna svörð? Mun sveit vor duna af nýju frelsisljóði, þess fólks er aldrei framar líður skort? Áfengið «g sósíalisminn íslenzk æska horfir bjartari aug um en fyrr fram í tímann. Nú á hún fremur en áður kost á því að ráða málefnum sínum sjálf. Það þjóðfélag sem nú er að verða tiþ verður fyrst og fremst mótað af þeirri æsku, sem nú er að vaxa, því æskan erfir landið og bvgg- ir það. Æskan hefur þegar mark- að sér stefnu, stefnu sem byggist á jafnrétti og bræðralagi allra manna. Hún strengir þess heit að skapa sér og niðjum sinum að- stöðu til þess að nota hæfileika sína, þjóð sinni til blessunar. Þessu háleita marki verður því aðeins náð, að hver einasti maður leggi krafta sína fram jafnframt því, sém engum verður leyft að lifa snikjulífi á öðrum. Eitt frumstæðasta skilyrðið til þess að skapa almcnna velmegun, er að skapa lieilbrigði þegnanna. Heilsuleysið er böl og heilsulaus maðuir verður alltaf byrði á fjöld- anum. En við getum öll átt þessa vofu 'yfir okkur og hljótum því að rétta liver öðrum 'bróðurhönd, þegar þann ömurlega gest ber að garði. En við hljótum þá jafnframt að gera þá kröfu til félaga okkar, að þeir hafi ekki heilsu sína að leik- soppi. Er hægt að liugsa sér ömurlegra hlutskipti, en að láta sjálfskápar- vítin eyðileggja heilsu sína og starfsgetu? Eg á þar fyrst og fremst við örlög drykkjumanns- ins. Okkur blöskrar öllum sú fjár- hæð, sem varið er til áfengiskaupa, enda þó við sjáum reikningana aldrei eins og þeir eru í raun og veru, og á ég þar aðeins við þá hlið sem að fjármálunum snýr. Peningatjónið er áreiðanlega hverfandi hjá hinum andlegu verð- mætum sem fara forgörðum í flóð- bylgjum áfengisins. Þegar áfengið hefur einu sinni náð tökum á inanni, þá er öllu fórnað fyrir það. Þeim eiginleikum sem gefa mann- inum persónuleik og tilverurétt er varpað á glæ um leið og þeir verða smámsaman sníkjudýr á þjóðfé- laginu. Þess vegna hlýtur hver sann^r sósíalisti að vera bindind- ismaður. Það er ekki hægt að skapa almenna velmegun fyrr en áfengisbölinu hefur verið útrýmt með öllu. Það þýðir ekki að tala um að allir hafi aðstöðu til að nota hæfileika sína meðan áfengið er látið mergsjúga fjölda manns og ræna þá starfsorku og heiðri. Þess vegna leyfi ég mér að skora á alla unga sósíalista að fylkja sér undir merki bindindisins. Þið leiðið göfugar hugsjónir aldrei til sigurs við hlið Bakkusar. En við hefjum sóknina ékki fyrst og fremst með skrautyrtum skálaræðum, því af þeim höfum við meir en nóg. En við eigum að strengja þess heit að boða bind- indi með breytninni. Við lítum á drykkjuskapinn sem helbera fjar- stæðu, sem er hættuleg hugsjón- um okkar, og sköpum þannig þá afstöðu til áfengisins að neyzla þess þyki innan skamms tíma jafn fjarstæðukennd og vígaferli þykja nú orðið hér á landi. G. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.