Þjóðviljinn - 11.11.1944, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.11.1944, Síða 8
nýja Bio m- tjarnakbíó -CW ,0r Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarbarnaskólanum. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. , Næturakstur: Litla bílastöðin, sími 1380. Ljósatími ökutækja er frá kl. 4,50 að kvöldi til kl. 7.30 að morgni. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.20 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: ,„Talað á milli hjóna“ eftir Pétur Magnússon (Brynj ólfur Jóhannesson, Anna Guð- mundsdóttir, Alfred Andrés- son — Leikstjóri: Brynjólfur Jóhannesson). 21.15 Lög og létt hjal. 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Útvarp úr Góðtemplarahúsinu í Reykjavík: Hljómsveit Góð- templarahússins leikur dans- í lög. 24.00 Dagskrárlok. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði næstk. sunnudagsmorgun. þagt af stað frá Austurvelli kl. 9. Farmið- ar seldir hjá L. H. Muller til kl. 4 í dag til félagsmanna en frá kl. 4 tii 6 til utanfélagsmanna, ef afgangs er. Hallgrímssókn. Barnaguðsþjónusta í Austurbæjarskólanum kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson prédikar. Messa á sama stað kl. 2 e. h., séra Ragnar Benediktsson prédikar. Richard Beck flytur erindi í Ameríku um Island Prófessor Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélagsins, hefur flutt xnörg erindi bæði á íslenzku og ensku um ferð sína til íslands og lýðveldishátíðina, sem hann sat sem fulltrúi Vestur-lslendinga í boði íslénzka ríkisins. Auk þess sem hann var aðal- ræðumaður á íslendingadeginum að Gimli í Manitoba, og flutti þar kveðjur heinian um haf og sagði frá ferð sinni og hátíðahöldunum í sambandi við lýðveldisstofnun- ina, hefur hann flutt erindi um ferðina í samsæti, er honum var haldið í Winnipeg, og á samkomu þjóðræknisdeildarinnar í Selkirk, Manitoba. Þá hefur dr. Beck flutt ræður um ferðina og lýðveldishátíðina á fundum Kiwanis-klúbbsins og Rotary-klúbbsins' í Grand Forks, og á fjölmennri samkömú norskra þjóðræknisfélaga þar í borg. Ýtar- legu viðtali við hann um íslands- ferðina var eirinig útvarpað, stutt.u eftir að hann kom vestur, frá út- varpsstöðinni í Fargo í Norður- Dakota, senx er stærsta útvarps- stöð þar í ríkinu. Mörg blöð liafa einnig flutt við- töl við hann um ferðina og lýð- veldisstofnunina, svo sem „Winni- peg Free Press“, „Grand Forks Herald“ og „Nordisk Tidende“ í Brooklyn, New York, sem er ann- að helzta blað Norðmanna vestan hirfs. -nio Fréttatilkynriing frá ríkis- -blcóirí ■ stjórninni. Fiinlo ssnsling fslenM han í MHiieln 19 HMrtn ipaii I HslsmsnnaslilHiiii 01.2 ðie Sýningu á verkum sínum opna þær Gunnfríður Jónsdóttir og Gréta Bjömsson í dag kl. 2 í Listamannaskálanum. Sýna þær allmargt málverka, vatnslitamynda, teikninga og höggmynda. Verður þetta sennilega seinasta myndlistasýningin sem hald- in verður í Listamannaskálanum á þessu ári. Þessi sýning er nierkilegur at- bui’ður að því leyti að það er í fyrsta skipti liér á landi sem kon- ur sýna saman höggmyndir og málverk. Frú .Gunnfríður Jónsdóttir sýn- ir þarna 12 höggmyndir, eldri og yngri, og hafa nokkrar þeirra eigi verið sýndar hér áður. Meðal þeirra er stóra myndin Landsýn, er sýnd var á samsýningunni 1943. Þess var eigi kostur að hafa á sýningunni allar myndir Gunn- fríðar. Ýmsar myndir hennar eru úti á landi og nokkrar í Kaup- mannahöfn, þ. á. m. höfuðmynd af Sigurjóni á Álafossi og Mar- grétu Eiríksdóttur píanóleikara. Frú Greta Björnsson sýnir þarna 30 olíumálverk, 60 vatns- litamyndir og teikningar. Enn- freinur 2 stórgr steinplötur með freskÖmálverkum. Verkefnaval er einkum blóma- uppstillingar, börn að leikjum, menn við bátasmíði o. fl. o. fl., enn- fremur nokkrar landslagsmyndir. Sýning á blífðargrímum fyiir iðnaðarmenn í fyrradag var opnuð í skemmuglugganum í Austurstræti sýning á hlífðargrímum til notkunar fyrir iðnaðarmenn. Sýning þessi er á vegum Slysavamafélags íslands. Ættu allir iðnaðarmenn að kynna sér sýningu þessa. Iðnaðarmenn hafa tvö s.l. ár verið að spyrjast fyrir hjá Slysa- varnafélaginu um hlífðargrímur fyrir iðnaðarmenn og hefuri nú tekizt, fyrir atbeiiia Slysavamafé- lagsns, að fá þessi tæki frá Amer- íku, en stríðsárin hafa þau verið ófáanleg. Þarna eru sýndar þrennskonar grímur. í fyrsta lagi grímur til notkun- ar við málningu og lakksprautun. í öðru lagi grímur til varnar gegn eitruðum lofttegundum, til notkunar t. d. þegar verið er að sjóða saman galvaniserað blikk eða önnur efni sem zink er í. í þriðja lagi grímur sem verja gegn allskonar ryki og fínu dufti. Auk þess er þarna sérstök teg- und gleraugna fyrir iðnaðarmenn. ! 110 ára afmslisfagnaður Hreyfils Bifreiðastjórafélagið Hreyfill efndi til fagnaðar í tilefni af 10 ára afmæli félagsins, miðvikudaginn 8. þ. m. að Hótel Borg. — Fjölmenni var á skemmtuninni og fór hún hið bezta fram. Á skemmtuninni fór fram vígsla á nýjum fána fyrir. félagið, er frú Unnur Ólafsdóttir hafði saumað, en útskurð á fánastöng- inni annaðist Guðm. Kristjánsson, tréskurðarmeistari, er fáni þessi einhver skrautlegasti stéttarfélagsfáni. Ræður fluttu: Bergsteinn Guð jónsson, form. félagsins, Þor- grímur Kristinsson, gjald. fé- lagsins, Tryggvi Kristjánsson. ritari og Ingjaldur ísaksson, varaformaður félagsins. Bjarni Eggertsson flutti frumort kvæði til félagsins. Bjami Bjarnason, fyrsti for- maður Hreyfils, færði félaginu fundarhamar að gjöf frá fyrstu stjórn félagsins, er hamar þessi úr beini, gerður af Ríkarði Jóns syni, þakkaði formaður gjöfina. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands var kjörinn heiðursfélagi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Félaginu barst fjöldi heilla- skeyta meðal annars frá Full- trúaráði verklýðsfélaganna í Reykjavík, Verkamannafélag- inu Dagsbrún, Alþýðusambandi íslands o. fl. Vill félagið hér með þakka gjafir þær er því bárust og árn- aðaróskir frá verklýðssamtök- unum og öðrum. Nehru veíkur Heilsufar Jawaharlals Nehrús veldur áhyggjum á Indlandi. — Samkvæmt frétt frá Indlandi er hann veikur í Ahmednagar- virki, þar sem hann hefur verið í varðhaldi síðan í ágúst 1942. Nehrú er einhver mesti á- hrifamaður á sjálfstæðishreyf- ingu Indverja, fyrir utan Gandhi. — Þeir hafa lengi verið nánir samverkamenn, en eru þó gerólíkir í lífsskoðunum. Nehrú er ákveðinn Marxisti, en Gan- dhi er mjög afturhaldssamur, þótt hann sé afsláttarlaus sjálf- stæðismaður. Æfintýri prinsessunnar Fjörug gamanmynd með: OLIVA DE HAVILLAND ROBERT CUMMINGS Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngum. hefst kl. 11. Skáh Framhald af 5. síðu. Bb4, Db6!; 34. Hafi, Dxp; 35. HxB, Rg3; 36. Hf8f, KI17; 37. Hxp, Dggf; 38. Kdi, RC4; 39. Ke2, Dxpf og droctn ingin verður of sterk. Ef 31. DxH, pxD; 32. BxH, RxB; 33. Bb4) Db6; 34. Hafi, Rg3; 35. Hf8f, KÓ7; 36. HxB, Dgi og vinnur auðveldlega vegna þess hve staða hvíts er í molum. 31 ... Dag—d8! 32. Dgóxaó .... Eða 32. BxH, DxB; 33. HxB, HxD; 34. pxH, RxB. Bezta vörnin var 32. pxH, HxD; 33. pxH, Be8; 34. BxH. DxB; 35. Bf3 en eftir 33. ..Dg5; 36. Ke2, Bxp; 37. Bxp, KI17 tapar hvítur of mörgum peðum. 32 .............. byxaó 33. cjxdj Hey—by! 34. Haixaq Dd8—gg\ 35* Kd2—di .... Nærri því er ekki sama og alveg. Þó að hvítur hafi eins mikið lið, er hann alveg varnarlaus vegna þess hve lið hans cr tvístrað. 35 ... aS—ad 36. Bez—f3 Orvænting. Ef biskupinn á b4 er hreyfður, þá gerir Hbi út um taflið. 36 ............... Hbyxbý 37. Bf3xd5f Kg8—f8! 38. Hhi—fi Kf8—e8 39. Bd5—cóf Ke8:ey 40. Haqxbg Dg5xg/f\ Gefið. Aths. eftir Fine í Chess Review. Sonur grelfans af Honte Ciuisté LOUIS HAYWARD JOAN BENNETT GEORGE SANDERS Sýnd kl. 5, 7 og 9. FIESTA Skrautleg dans- og músík- mynd í eðlilegum litum. Sýnd kl. 3. sýnir gamanleikinn „HANN" eftir Alfred Savoir annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 1 dag. IAðgangur bannaður fyrir böm. Skákeinvígið Skákeinvígi þeirra Ásmundar Ásgeirssonar og Baldurs Möllers er nú lokið, eins og kunnugt er af blaðafregnum. Þjóðviljinn mun birta einhverjar af skák- um þeirra, þegar tækifæri gefst. Minningartónleikar Dómkirkjukórsins um Sigfús Einasson Dómkirkjukórinn hélt minningartónleika um Sigfús Einarsson tónskáld 12. okt. s. 1. Tónleikar þessir verða nú endurteknir í síð- asta sinn í Dómkirkjunni annað kvöld kL 9. Kórinn syngur við þetta tækifæri mörg af stærstu kórverk- um Sigfúsar Einarssonar, ennfremur einsöngslög, þ. á. m. eitt sem aldrei hefur verið simgið opinberlega hér á landi fyrr. Þetta nýja einsöngslag er við Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll. Mun tónskáldið hafa sam- ið það fyrir dóttur sína, Elsu, en hún söng það fyrst í Kaup- mannahöfn 1938 og annaðist Páll ísólfsson þá undirleikinn. Kristín Einarsdóttir syngur nú þetta lag. Söngskráin er mjög fjöl- breytt. Einsöngvana syngja þau Kristín Einarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Hermann Guð- mundsson. Þórarinn Guðmunds- son leikur tvö lög á fiðlu og Páll ísólfsson á orgel. Sigurð- ur ísólfsson leikur undir með kórnum, en stjórnandi kórsins er að sjálfsögðu Páll ísólfsson. Sigfús Einarsson vann ís- lenzkri tónlist mikið starf og var þjóðlegur í list sinni. Ágóðinn af minningartónleik- um þessum rennur til þess að reisa tónskáldinu minnisvarða. F.F.I. bjargar fræg- um vísindamanni Franski heimaherinn (F. F. I.) hefur leyst franska vísindamann- inn, Paul Langevin, úr varðlialdi því, sem Þjóðverjar höfðu haldið honum í síðan 1941. Paul Langevin er frægur fyrir segulmagnsuppgötvanir sínar. — Á meðan hann var í varðliíildinu, vann hann að rannsóknum, sem mikils er vænzt af. Paul Langevin er í fi-anska Kommúnistaflokknum. Sovétsendiherrann þakkar: Frá sovétsendiráðinu hefur blað- inu borizt eftirfarandi: „Sendiherra Sovétríkjanna og frú Krassilnikova þakka öllum ein- staklingum og félögum, sem sendu heillaóskir sínar í tilefni af 27 ára afmæli Sovétríkjanna“. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.