Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 1
VILJINN 9. árgangur. Miðvikudagur 29. nóv. 1944. 241. tölublað. 15 m ira siaMiti Eísenhower og Monfgotnery á míkífvægrí ráðsfefnu 3. bandaríski herinn er tæpa 15 km. frá Saarbriicken mestu borg Saarhéraðsins. Hann er kominn yfir landamærin á 40 km. kafla skammt frá Merig og Saarlautem. 7. herinn tekur nú einnig þátt í átökunum í Saar. Eisenhower yfirhershöfðingi Bandamanna á Vestur- vígstöðvunum kom í gær í skyndilega heimsókn til Montgomerys marskálks. Klukkan 7,30 höfðu þeir ræðst við í 2 tíma og héldu áfram. Kunnugir segja, að þeir hafi þegar tekið hinar mik- ilvægustu ákvarðanir um stríðið á næstu vikum. um % milljón fanga á vesturvíg- stöðvunum frá innrásardegi. Engin staðfesting hefur fengizt á þeirri fregn, að Bandamenn séu komnir jd'ir Rín. Tilkynnt er, að lokið sé við að gera við höfnina í Marseille. Auðveldar það mjög birgðaflutn inga Bandamanna til suðurhluta vesturvígstöðvanna. Norður \ Aachenvígstöðvun- um unnu Bandamenn talvert á. Þeir ryðjast æ lengra inn í hinn djúpa Roerdal. — Komust þeir í gær að ánni á tveimur stöðum fyrii; sunnan Julich og tóku þar þorpið Kersberg. A leiðinni milli Aachen og Diir- en tóku þeir Langerwel. MÆÐIR MEST Á FÓTGÖNGU- LIÐINU Fréttaritarar segja fótgöngulið- ið bera þunga viðureignarinnar í bardögunum meðfram bílabraut- inni frá Aachen til Kölnar. Sóknin gengur hægt, en látlaust. í gær unnu Bandaríkjamenn mest á fyrir norðan bílabrautina. Þjóðverjar segja l1/* milljón verkafólks vinna að virkjagerð í Vestur-Þýzkalandi. — Af því er ein milljón útlendniga. LOKAÞÁTTUR í ELSASS í Austur-Frakklandi nálgast 'lokaþáttur viðureignarinnar. Þjóðverjar reyna af fremsta megni að halda síðustu undan- haldsleið sinni opinni. — Liggur hún um Colmar. Frakkar tóku 1000 fanga á ein- um stað í gær. Bandamenn Jiafa nú tckið nœst- Edward Stettinius liinn nýi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna Skemmdarverk i Osló í fréttum frá Osló er skýrt frá miklum skemmdarverkum, sem framin voru s. 1. laugardag á tveim stærstu skipasmíðastöðvunum í Oslo, Akers Mekaniske Verksted og Nylands Verksted. Fimm skip, sem sigldu fyrir Þjóðverja voru eyðilögð. Tveim var sökkt, annað 16000 smálestir og hitt 5000. 65 menn á skipasmíðastöðvunum hafa verið handteknir. Skipum sem eru í þjónustu Þjóðverja, er stöðugt sökkt. T. d. var nýlega þrem skipum sökkt fyrir þeim. Um kvöldið 15. nóv. voru miklar sprengingar í Osló og eyðilögðust stór vörugeymsluhús gersamlega. (Frá norska. blaðafulltrúanum). Samband að komast á milfi rússnesku herj- anna í Póllandi og Ungverjalandi Rússar hafa nú nœstum óslitrw. 125 km langa víglinu frá PóUandi þvert yfir SlovaJcíu inn í Ung- verjaland. Þessi slovaJciski fleygur Þjóð- verja má því Jieita úr sögunni. Rauði herinn sótti allt að 15 km fram í gær og tók um 60 þorp og bæi í Slovakíu, þ. á. m. Vesn- svenrik, 12 km frá Dúklaskarði. Rússar og Rúmenar eru komnir yfir Tisza á nýjum stað og tóku þar allmarga byggða staði. Rússar nefna ekki hina nýju sókn, sem Þjóðverjar segja, að rauði herinn liafi byrjað í Suður- Ungverjalandi. Þjóðverjar misstu 32 skriðdreka á austurvígstöðvunum í gærdag. Hvirfingsfundinum sem halda átti í kvöld, verður frestað til miðviku- dagsins 6. des. Verkföll f Belgíu Pierlot hótar að banna blað Kommúnistaflokksins Kommúnistaflokkur og mót- spymuhreyfing Belgíu Jiafa sJcorað á verJcamenn að gera verkfall. Pierlot forsœtisráðJierra hótaði í gœr að banna blað Kommúrústa- floJcJcsins. Þingið veitti stjórninni stórauk- in völd í gær. — Var það sam- þykkt með 116 atkvæðum gega 12, en 6 sátu lijá. Þess ber að geta, að þingið var kosið fyrir stríð og sýnir alranga mynd af þjóðarviljanum. Heita má, að stjórnin hafi ná einræðisvald. Hún hefur bannað alla útifundi og kröfugöngur. Mjög er erfitt að fá rétta mynd af ástandinu í Belgíu, því að alL ar fréttir, sem sendar eru úr land- inu, koma frá stjórninni. í ^ArfVWWWWVWWWWVWWIIÍ Fjölmennur fundur sósíalista í gærkvöld Almenmir fundur um stjóm | tnál var haldinn að tilhlutim| Sósíalistafélags Reykjavíkur J í Listamannaskálanmn í gær; kvöld. Meðal ræðumanna vora! í nokkrir menn utan af landi, I;er voru fulltrúar á Alþýðu-!; I; sambandsþinginu og bænda? ;! ráðstefnunni. í Fundurinn var mjög fjöl-1. ijsóttur og var ræðumönnum;! I; vel tekið. JSWUVWWVWWVWVWVWJW Edward R. Stettinius, hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var áður . aðstoðarutanríJcisráð- herra og hefur undanfarið gegnt störfum lluíls í veUcindum hans. Stettiuius fæddist í Chicago ár- ið 1900. Síðan hann lauk háskóla- námi hefur hann gegnt ábyrgðar- stöðum hjá ýmsum miklum iðn- fyrirtækjum. varð hann varaforseti hjá General Motors 1931. — Ilann var forstjóri nokkurra flugfélaga, svo sem General Aviation Corpor- ation og Western Air Express. Ár- ið 1936 varð hann forstjóri fyrir U. S. Steel Corporation. Árið 1940 sagði hann alveg skilið við U. S. Steel Corporation, til að geta tek- ið sæti í landvarnanefnd Banda- ríkjanna. Hann var stjórnandi láns og leigu viðskiptanna og var ráðu- nautur Roosevelts forseta 1941 til 1943, er hann varð aðstoðarutan- ríkisráðherra. Lög um nýbygging- arráð staðfest Forseti íslands staðfesti á ríkisráðsfundi í dag lög um ný- byggingarráð. Á sama fundi var Birni Sig- urðssyni veitt lausn frá héraðs- læknisembætti í Miðfjarðarhér- aði. Alþýðusambandsþingið sendir norsku þjððinni dýpstu samúðarkveðjur Á 18. þingi Alþýðusambands íslands aðfaranótt mánu- dagsins 27. nóv. s.l. fluttu nokkrir fulltrúar tillögu um að senda sendiherra Norðmanna eftirfarandi samúðarkveðjur. Var það samþykkt með því að allir þingfulltrúar risu úr sætum. „18. þing Alþýðusambands íslands, haldið í Reykjavík, þar sem saman eru komnir fulltrúar 20 þúsund verkamanna og kvenna flytur yður, sendiherra Norðmanna á íslandi, hinar dýpstu sam- úðarkveðjur vegna hinnar glæpsamlegu skelfingar, er þýzku innrásarherimir hafa leitt yfir norsku þjóðina. Sérstaklega viljum vér taka það fram, að oss finnst það skylda hvers einasta manns, sem gæddur er vitsmunum og frelsi til að tjá sig fylgjandi eða andvígan því sem fram kemur við meðbræður hans, að taka afstöðu og mótmæla þeirri svívirðu sem norrænni menningu er búin með landauðnarstefnu þeirri, sem nú er framkvæmd á hinn miskunnar- lausasta hátt í Norður-Noregi og Finnmörk. Það fólk, konur og böm og gamalmenni, sem nú er hrakið frá rændum, hrundum, brenndum heimilum sínum á hjam og skóga Norður-Noregs á kröfu til þess að við íslendingar, sem einnig bú- um við harða landkosti, en frelsi, skiljum þær þján- ingar sem nú ganga yfir norsku þjóðina í hinum norðlægu héruðum, af völdum hinna ógæfusömu menningarfjenda. íslenzk alþýða lýsir því yfir, að hún mun stuðla að hverri þeirri hjálp, sem unnt er að veita hinum þjáðu íbúum Noregs, og ber fram heitar óskir um sem skjótustu endalok þeirra hörmunga sem þýzki fasisminn hefur leitt yfir þjóðir Evrópu.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.