Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. nóv. 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 =d RIT8TJÓRI: SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Elísabet Eíríbsdóttír: Mjólkurmálin enn í hvert sinn, sem skammdeg- ið færist yfir, og mannfólkið þarf á kraftmeiri fæðu að halda minnkar mjólkin að sama skapi, rjómi verður ófáanlegur, skyr sést ekki fremur en glóandi gull, að ég nú ekki tali um smjörið, það sést helzt aldrei, hvorki í skammdegi né endra- nær. Okkur er sagt, að við mjólk- urleysi á þessum tíma árs sé ekkert að gera, kýrnar séu geld ar og þetta lagist b^gar þær fari að bera. Bændur hér í útjöðrum Reykjavíkui hafa fyrir löngu komizt yfir þessa örðugleika. Þeir selja flestir alla sína mjólk til fastra kaupenda inni í bæn- um. — Þeir vita að ekki þýðir að hafa yfirfljótanlega mjólk einn tíma ársins en standa uppi með tvær hendur tómar annan- Þeir verða að borga hátt gjald af hverri kú, til að fá að selja mjólkina. beint til kaupenda, svo að þeim dugir ekki að drag ast með neinar stritlur, sem standa geldar hálft árið. Þeir eiga aldrei neina kú árinu leng ur nema hún komist yfir visst lágmark lítrafjölda á ári. Þeir leggja mikið kapp á að ala upp góðan, jafnmjólka stofn, og þeir gæta þess að kýmar beri með sem jöfnustu millibili ár- ið um kring. Allt þetta er meira en sagt verður um þorra bænda úti um sveitir landsins. Nauðsynin hef- •ur ekki knúð þá til að bæta þannig búsaðferðir sínar. Sam- salan tekur við mjólkinni hvort hún er mikil eða lítil og leggur bændunum engar skyldur á herðar með að halda líkum lítra fjölda allt árið. Eg segi ekki að hægt sé að halda mjólkinni nákvæmlega jafnmikilli árið um kring, en það er að minnsta kosti hægt að bæta ástandið mikið frá því sem nú er. Og það er auðvelt að sjá um að landsmenn hafi alltaf næga mjólk hvaða mán- uð ársins sem er. Hér á að fram leiða svo mikla mjólk að alltaf sé nóg til að henni — alls stað- ar. Mismunurinn á mjólkur- magninu á hinum ýmsu árstíð- um á aðeins að koma fram á vinnslumjólkinni. Yfir sumar- mánuðina á að framleiða smjör og skyr umfram það sem neytt er jöfnum höndum, svo ekki verði nein þurrð á þessum af- urðum í október og nóvember. Báðar þessar fæðutegundir þola vel geymslu og súrt skyr er talið sízt óhollara en nýtt. Við íslendingar höfum til- tölulega fábreyttu nýmeti úr að Samtöki íslenzkra kvenna moða, það er hneyksli, ef við látum slóðaskapinn hindra okk- ur í að notfæra okkur það sem við höfum til hins ýtrasta- Og það er heldur óskemmtilegt að hugsa til þess að við skulum hafa eytt milljónum króna til að borga með kjöti sem Bretar átu, og verið sjálf mjólkurlítil í skammdeginu til að tefja ekki þessa hjálparstarfssemi við Bretann. Á þessum málum þarf að gera róttækar breytingar, og er von andi að það verði ekki dregið lengi héðan af. Það er tæpast hægt að ætlast til þess af bænd um, að þeir minnki kjötfram- leiðsluna og auki kúabú sín, meðan ríkið stillir svo til, að j það borgi sig fyllilega eins vel, — og sums staðar betur — fyr- ir þá að framleiða kjöt, þó að mjólkin sé of lítil, en kjötið svo allt of mikið, að því er ýmist kastað í sjóinn, urðað í hraun- um eða selt úr landi með ærn- um meðgjöfum. Tveir þingmenn sósíalista hafa nú borið fram frumvarp á Alþingi um nýskipun landbún- aðarmála. Ef það frumvarp nær fram að ganga, mun hlutfallið milli mjólkur- og kjötfram- leiðslu nokkuð breytast. Kjöt- framleiðslan hefur alltaf ’byggzt á rányrkju. Með byggða- hverfum og aukinni' ræktun leiðir af sjálfu sér, að meiri á- herzla verður lögð á aðrar grein ar landbúnaðar en sauðfjár- rækt. En þó þetta frumvarp verði samþykkt, og byrjað fljót- lega á framkvæmdum, má bú- ast við að þó nokkur ár taki að koma byggðahverfunum það vel á rekspöl, að þau geti fullnægt mjólkurþörf okkar Reykvík- inga. Hér skammt fyrir ofan bæ- mn stendur eitt stærsta býli ' landsins, lítið eða ekkert not- að. Þar standa fjósin og hlöð- urnar tilbúnar fyrir heila kúa- herdeild, en þessi sömu hús eru látin standa nærri auð og grotna niður af vanhirðu. Á Korpúlfsstöðum er nú fávita- hæli, en túnin ganga úr sér vegna þess að ekkert er hirt um þau — fávitamir þurfa ekki gras. Við ættum að blygðast okk- ar fyrir að tala um mjólkur- leysi og hafa Korpúlfsstaði við bæjardymar í því ástandi sem þeir eru nú. Það munar um 3—4 hundruð kýr, og þá mjólk fengj um við þó snjóaði á heiðinni og Ölfusárbrú bilaði í annað sinn — þá mjólk fengjum við nýja. Kvennahreyfingin er nú á síð ustu tímum að fá á sig skipu- legt form. Fyrst og fremst eru verkakonur í bæjunum í stétta- iélögum oftast í sérstökum verkakvennafélögum, eða verka lýðsfélögum. í stéttafélögunum vinna þær við hlið karlmann- anna að. bættum kjörum hvað kaupgjald og vinnuskilyrði snertir og vinna ótrauðar að öllum hagsmuna- og menningar málum, sem félögin taka á stefnuskrá sína. í öðru lagi eru flestar húsmæður til sveita og millistéttakonur bæjanna í kvenfélögum, sem eru skipu iögð í héraða- og fjórðungssam- bönd og að síðustu í landssam- band. Eru þessi félög og sam- bönd hliðstæð búnaðarsambönd- um og Búnaðarfélagi íslands, enda viðurkennt af fjárveitinga valdinu, þar sem Kvennasam- bandið fékk nú nokkru meiri styrk en áður. Öll þessi félög hafa ýms hag- nýt mál á stefnuskrá sinni, svo sem heimilisiðnað. garðyrkju, húsmæðrafræðslu o. fl. í þriðja lagi er kvenréttinda- hreyfingin, þar sem Kvenrétt- mdafélag Islands er móðurfé- lagið og hefur haldið uppi merki baráttunnar fyrir rétt- indum kvenna alla tíð síðan það var stofnað. En eftir að fyrsta áfanganum var náð með því að konur fengu pólitískt jafn- rétti, dofnaði yfir áhuga kvenna fyrir þessum málum á lands- mælikvarða og það vantaði skipulag til að ná til allra þeirra kvenna, sem æskja samstarfs. En nú á síðasta landsfundi kvenna, sem var boðaður og haldinn af Kvenréttindafélagi íslands, var lagður grundvöllur að skipulagi, sem verður til þess að mynda kerfisbundna sam- vinnu allra þeirra kvenfélaga og einstaklinga, sem hafa áhuga fyrir og vilja vinna að auknum réttindum kvenna. Allir þessir aðilar starfa í samráði við Kven réttindafélag íslands og innan þess vébanda. Á fundi þessum var því stigið stórt og þýðing- armikið spor 1 þá átt að tryggja almenna þátttöku og árangur af baráttu fyrir algeru jafnrétti karla og kvenna. Nú veit ég að margir karlar og meira að segja einstaka konur skoða það þann- ig, að konur hafi nú þegar fullt jafnrétti við karlmenn, þar sem þær hafi full pólitísk rétt- indi; því er bezt þessu fólki til athugunar að fara dálítið út í það, hvað skortir á það að við íslenzku konurnar höfum sömu réttindi og karlar. Þegar málið er athugað þá er það æði mik- ið, og því mikið verk óunnið á því sviði. í okkar þjóðfélagi eins og víðast í auðvaldsheiminum eru konur miklu ver launaðar en karlmenn og það svo miklu ver, að við suma vinnu hafa þær allt að helmingi lægra kaup, jafnvel í fjölda tilfella, hlið við hlið og hægt að sanna, þar sem konur og karlar vinna að afköst eru jöfn, eða sízt minni frá hendi kvennanna, þá gildir þessi regla t- d. við af- greiðslu, við skrifstofuvinnu, við ýmsar iðngreinar, meira að segja þar, sem kemur til vöðva- afls eða beinnar líkamlegrar orku, svo sem að konur hafa borið á móti körlum heila daga, mokað sandi og möl á bíla o s. frv., við heyvinnu þar sem sleg ið er og rakað á gamla vísu, þá rakar konan allt sem karlinn slær o s. frv. Þessi mikli mun- ur styðst við aldagamlar venj- ur, þar sem hnefarétturinn ræð ur, þar sem hinn líkamlega sterki hefur kúgað hinn veik- ari. Það virðist nú ekki þurfa smásjá til að sjá slíkt hrópandi ranglæti, sem hér er framið, og er sannaiiega tími til kominn að réttur sé hlutur konunnar. Hér, þar sem í fæstum tilfell- um er ekki greitt eftir afköst- ,um, þá hafa allir karlar sem vinna sömu vinnu sama tíma- kaup; virðist þá mat á vinnunni fara eftir hvort kynið vinnur verkið og er slíkt bæði heimsku legt og sýnir lítilsvirðingu fyr- ir konunni. Eftir því sem tækn- m eykst og vélar taka við af manninum allt erfiðið, aðeins andlega orku og leikni þarf til að stýra vélum til framleiðslu, hverfur síðasta mótbáran við sömu launum fyrir sömu vinnu. Sú aulalega staðhæfing afturhaldsins, að konan sé and- lega veikari eða ver gefin en karlar er marghrakin bæði af sálfræðingum og lífinu sjálfu, ekki sízt nú á þessum síðustu tímum, þar sem konur hafa skip að með ágætum rúm karla þeirra, sem sökum stríðsins hafa horfið frá störfum sínum heima fyrir. Engin er sú grein atvinnulífsins í stríðslöndunum sem þær hafa ekki unnið að, og varið frelsi sitt og föðurlands ins með vopni í hönd og ekki .sýnt minna þol, dirfsku né fóm fýsi en karlar. Nú lifum við á þeim tímum, að allar stoðir virðast renna undir það, að hægt sé á tiltölu- lega skömmum tíma að tryggja atvinnulegan og fjárhagslegan rétt konunnar í þjóðfélaginu, ef allar hinar vinnandi konur skilja aðstöðu sína og vinna saman. Erfiðast verður að vinna rétt giftra kvenna, hús- mæðranna, þeirra kvenna, sem í flestum tilfellum vinna erfið- ustu og um leið þýðingarmestu störf þjóðfélagsins. Þær hafa fæstar'aðstöðu til að vinna utan heimilis, og eru því fjárhags- lega háðar manninum, það er að segja, hafa ekki önnur fjár- ráð en þau, sem sambúðin við hann skapar þeim. Eru þess ekki fá dæmi, að þær verða að telja fram til hvers hver eyrir fer, sem lagður er til bús, em slík skriftamál ekki til^þess að viðhalda eða auka sjálfsvirðing og sjálfstraust þessara kvenna. Eru þessar konur, sem fyrir þessu verða, þannig sviftar fjárráðum, þrátt fyrir það, að þær hafa margar lengri vinnu- dag en flestar aðrar stéttir og hníga í valinn oft á miðju ald- ursskeiði, úttaugaðar andlega og líkamlega. Vanmat á vinnu kvenna geng ur eins og rauður þráður í gegnum okkar þjóðlíf, til dæm- is eru giftar konur taldar á framfæri manna sinna; þegar gift konar hefur sjálfstæða stöðu, þá eru tekjur hennar færðar á nafn mannsins til skatts. og hefur sýnt sig ber- lega sú þjóðfélagslega skrípa- mynd, þegar atvinnulausum eða heilsulausum mönnum er gert útsvar og skattar aðeins af tekj um konunnar; virðist sú skoð- un liggja til grundvallar fyrir svona vinnubrögðum, að konan sé hjú mannsins- Vænta má þess, að slíkt ástand haldist nokkuð undir óbreyttum þjóð- félagsháttum, en æskilegast væri að á næstu árum kæmust þær breytingar á, sem duga til þess að konur geti notið þess að lifa fjölskyldulífi, án þess að af- sala sér sjálfstæðri atvinnu og fjárráðum. Þessar og aðrar þær breytingar, sem þurfa til þess, að konan verði að öllu jafn rétt hár aðili þjóðfélagsins og mað- urinn, fæst ekki án samstilltra átaka kvennanna sjálfra. Kon- ur hafa nú í öllum stéttum kom ið auga á hvað þeim ber að gera, að þær þurfa að taka höndum saman án tillits til stjórnmálaskoðana og nota sér fengin réttindi til að fá þau sem vanta. Á síðasta Lands- fundi kvenna kom það álit full trúa þeirra, &em hann sátu, greinilega í ljós að takmarkið, sem stefna ber að og ná verður i sem fæstum áföngum, er, að konur fái sömu laun og karlar og gegni jafnt þeim öllum trún aðarstörfum þjóðfélagsins. Fund ur þessi markar tímamót í sögu réttindabaráttu íslenzku kon- unnar, enda hefur hann vakið athygli margra þeirra, sém ekki hafa áður hugsað um þessi mál, meira að segja hefur orðið vart Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.