Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 8
NÝJA BÍi> þlÓÐVIUIKN ’w. » "waaMHr'^aa'jBœaBr •«Mr -r .laaiv -r. . ust algerlega |iví trausti sem þeim var sýnt Þeir kröfðust að um val manna í sambandsstjórn skyldi farið sem hnífakaup að óséðu Vegtaa þess að Hermanta Guðmundsson brásf efefei frausfi verfealýðsíns hafar hægri felífean hann Öllum sem eitthvað hafa fylgzt með því sem fram fór á nýafstöðnu Alþýðusambands- þingi er það fyllilega ljóst að hægri klíka Alþýðuflokksins „sálufélagarnir“ undir forustu Hannibals og Sæmundar Ólafs- sonar gerðu ekki aðeins allt sem þeir gátu frá upphafi þings ins til þess að eyðileggja þing- störfin með pólitískum illdeil- um og málþófi, heldur brugðust þeir einnig algerlega því trausti sem þeim var sýnt í einhverju vandasamasta starfi þingsins. en það var að undirbúa val manna í forustu sambandsins næstu 2 ár. Þeim, sem ekki hafa fylgzt með störfum Alþýðusambands- þingsins, verður þetta ljóst þeg- ar þeir lesa frásögn Alþýðu- blaðsins í gær af kosningu Al- þýðusambandsstjómarinnar. Það eru menn með vonda samvizku sem þar tala. Að dæmi þjófsins er hrópar hástöfum: Grípið þjófinn! æpa þeir í fjórdálka fyrirsögn á annarri síðu: „Einingargríman fallin til fulls: Samvinnan um stjóm Alþýðusambandsins rofin af kommúnistum “ Því miður — fyrir þá — er þessi fyrirsögn bara hversdags- legur Alþýðublaðssannleikur, eða með öðmm orðum: ekta lýgi- Þótt Þjóðviljinn skýrði í gær frá störfum kjömefrídar skal það mál rakið hér enn að nokkm, eins og það raunvem- lega var. 1 HVERT ER VERKEFNI KJÖRNEFNDAR Kjörnefnd Alþýðusmbands- þingsins er það verkefni ætlað að gera uppástungur um skipun stjórnar Alþýðusambandsins fyrir næsta starfstímabil, eða 2 ár. Það er vitanlega verkefni nefndarinnar að gera uppástung ur um menn — velja þá menn er kjömefnd telur hæfasta og treystir bezt til þess að veita heildarsamtökum alþýðunnar forustu. Með tilliti til þess að mið- stjórn sambandsins gegnir þýð- ingar- og ábyrgðarmestu trún- aðarstörfunum hefur það hina mestu þýðingu að val þessara manna takist sem bezt. HVER VAR AFSTAÐA OG GERÐIR SAMEININGAR- MANNA? Sameiningarmennirnir sem valdir voru í kjömefnd gerðu sér fyllilega ljóst það traust sem þeim var sýnt með því að fela þeim þetta starf og hver ábyrgð hvíldi á þeim gagnvart heildarsamtökum verkalýðsins. Öllum er vitaplegt að tvö meg inöfl voru saman komin á Al- þýðusambandsþinginu og hafði síðasta sambandsstjórn einmitt verið valin með tilliti til þess, 4 af hvorum aðila og óflokksbund inn oddamaður sem fulltrúi þess mikla fjölda. sem telur sig fyrst og fremst fulltrúa stéttar sinnar, óháð stjómmál- um. Sameiningarmönnum var það fyllilega ljóst að verkefni kjör- nefndar var að velja hina hæf- ustu menn í forustu sambands- ins, en með tilliti til þeirra meginafla, sem á þinginu voru ráðandi, buðu þeir sömu hlut- föll og vom í fráfarandi mið- stjóm Alþýðusambandsins. Sameiningarmenn tóku einn- ig tillit til þeirrar reynslu, sem fengizt hafði síðasta starfstíma- bil, en hún leiddi tvennt í ljós: í fyrsta lagi að mjög góð sam- vinna hafði tekizt um mál verkalýðsins, og á það lögðu þeir megináherzlu í umræðum um þetta mál, og í öðru lagi: að í þessu góða samstarfi var ein undantekning: skemmdar- starf Sæmundar Ólafssonar. Með tilliti til þess sem hér hefur verið sagt, buðu samein- ingarmenn í kjömefnd upp á ó- breytta sambandsstjóm frá því sem hún var, að öðru leyti en því, að nýr maður kæmi í stað Sæmundar Ólafssonar, skyldi samkomulag verða um þann mann. Sæmundur Ólafsson virðisí helzt hafa skoðað það sem hlut- verk sitt í sambandsstjórn að rjúfa þar eininguna. Einmitt vegna þess hve ein- ing er nauðsynleg í stjórn heild arsamtaka alþýðunnar vildu sameiningarmenn að hæfur mað ur yrði valinn í stað þess manns sem brást einingunni og reyndi að rjúfa hana. Sameiningar- menn vildu fá að vita hvaða mann Alþýðuflokkurinn veldi í stað Sæmundar Ólafssonar og að samkomulag fengist í kjör- nefnd. — Annað var ekki sæm- andi ábyrgum mönnum er var falið það verk að velja heildar- samtökum alþýðunnar forustu. Það er þetta sem Alþýðublað- ið kallar að rjúfa samvinnuna. „SÁLUFÉLAGARNIR“ KRÖFÐUST HNÍFAKAUPA AÐ ÓSÉÐU , „Sálufélagarnir“, hægri klíku mennirnir í nefndinni, vildu með engu móti fallast á þetta boð sameiningarmanna, heldur héldu því blákalt fram að far- ið skyldi með þessa samninga eins og hnífakaup að óséðu, að hvor aðili um sig tilnefndi sína menn og neituðu algerlega að láta vita hvaða menn þeir til- nefndu í æðstu stjóm samtak- anna. Það var þeirra frairílag til samvinnunnar að krefjast þess að skipt skyldi á milli flokka og neituðu áð láta vfta hverjir ættu af þeirra hálfu að vinna með sameiningarmönn- um næstu 2 ár. Það eru engin undur að þeim finnist þeir þurfa að afsaka slík vinnubrögð, og vart að undra, miðað við ýmis fyrri skrif Al- þýðublaðsins, að það kjósi ann- að Jfrekar en segja sannleikann. HÆGRI KLÍKAN HATAR HERMANN GUÐMUNDSSON VEGNA I»ESS AÐ HANN HEFUR EKKI BRUGÐIZT VERKALÝÐNUM Alþýðublaðið hellir sér með svívirðingum yfir Hermann Guðmundsson. Hvers vegna? Þegar Hermann var kosinn formaður Hlífar, var hann í Sjálfstæðisflokknum. Sem for- maður Hlífar lenti hann fljótt í árekstrum við atvinnurekend- ur úr Sjálfstæðisflokknum. Hermann brást ekki verka- mönnunum, hann lét atvinnu- rekendur ekki segja sér fyrir verkum, heldur sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum og hefur verið utan flokka síðan. Slíkan mann hatar Alþýðu- blaðsklíkan vitanlega. Sæmundur Ólafsson sagði á Alþýðusambandsþinginu að Her mann hefði brugðizt. Hverju? Ekki verkalýðnum sem hann var fulltrúi fyrir. En hann brást því hlutverki sem Sæmundur og „sálufélagar“ höfðu ætlað honum, sem sé því að ganga í lið með skemmdarvarginum Sæmundi Ólafssyni í sundrung ariðju hans. Slíkan mann hatar Alþýðu- blaðsklíkan og ,,sálufélagar“ hennar. KEXVERKSMXÐJUEIGAND- INN BÝÐUR „GAMLAR LUMMUR“ Sæmundur Ólafsson skrifar langa grein í Alþýðublaðið í Gullnir hlekkir (They All Kissed the Bride) Fjörug gamanmynd með: JOAN GRAWFORD MELVYN DOUGLAS '.iii'vy' Sýnd kl. ð. SHERLOCK HOLMES in Washington Spennandi leynilögreglu- mynd með BASIL RATHBONE og NIGEL BRUCE. Sýnd kl. 5 og 7. trmnm tjarnakbíó Uppi hjá llöggu (Up in Mabel’s Room) Bráðskemmtilegur ame- rískur gamanleikur. MARJORIE REYNOLDS DENNIS O’KEEFE GAIL PATRICK MISCHA AUER Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN Innilegar þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt okkur samúð og hluttekningu við fráfáll eigin- manns mins, Jakobs Sigurjóns Einarssonar, er fórst með „Goðaíossi“ 10. þ. m. Fyrir mína hönd og barna okkar. Anna Sigurðardóttir. S. 1. föstudag hélt Nordmanns- laget í lle.ykjavík samsæti að Hótel Borg. Fór það með ágætum fram og sóttu það um 300 manns, Norðmenn, íslendingar, Danir og Svíar. Formaður félagsins, Tomas Haarde, verkfræðingur, setti sam- komuna og minntist á hinar ægi- legu fréttir sem borizt hafa af villi- mennsku Þjóðverja í Norður- Noregi. Lárus Pálsson las tvö kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Sigvard Friid, blaðafulltrúi norsku stjórnarinar á íslandi flutti síðan gær, þar sem hann fléttar sam an rógi og níði um starfsmenn Alþýðusambandsins og verklýðs samtakanna, á þann hátt sem einkennir öll störf , ,sálufélag- anna“. Nokkuð af þessu níði flutti hann á Alþýðusambandsþingi — það var hans framlag þar til úrlausnar vandamálum verka- lýðsins — en nokkuð af því eru „gamlar lummur“, auðsjáanlega skrifað áður en sambandsþingið var haldið. í grein Sæmundar segir m. a. svo: „ ... með þeim árangri sem nú er að koma í ljós í kosning- unum til 18. þingsins“ (Letur- breyting Þjóðviljans). Síðar seg ir svo: „... óhappalýð þann sem styður núverandi meirihluta sambandsstjórnar.“ Þessi orð sýna ljóslega að Sæ- mundur hefur tekið gamla grein upp úr skúffu ög látið setja í Alþýðublaðið í gær. Að sinni skal ekki frekar rætt um níð Sæmundar Ólafssonar, þeir sem þekkja manninn og málstað hans vita ofurvel hvers vegna hann lætur 6Vona og að frá hans hálfu er ekki við betra að búast. stórfróðlegt og merkilegt erindi um ástandið í Noregi. Han drap á margt, sem mönnum hefur hing- að til verið ókunnugt. Hann skýrði frá hinum hræðilegu atburðum, sem nú eru að gerast í Norður- . .oregi, ógnum þeim, sem þýzku villimennirnir hafa leitt yfir íbú- ana, hvernig þeir hafa skilyrðis- laust myrt alla þá, sem ekki hafa viljað beygja sig undir ok þeirra og flytja suður á bóginn. Hann skýrði síðan í stuttu og glöggu yfirliti frá herafla Þjóðverja í Noregi, byggðu á síðustu skýrslum, sem þaðan liafa borizt. Síðan skýrði hann frá hinum stöðugt vaxandi og markvissa skerfi sem norsku föðurlandsvinirnir hafa lagt fram í baráttunni gegn nazistunum, livernig Þjóðverjum hefur alger- lega mistekizt tilraunir sínar með vinnuskyldu og vinnuþjónustu og lét áheyrendur sína skyggnast inn í þann heim glæpa og hryðjuverka, sem er í fangelsum Gestapo í Nor- egi. í sambandi við frpttirnar frá Norðirr-Norcgi minntist Fi'iid á hina miklu gremju, sem þær hafa vakið í Svíþjóð og um ráðstafan- ir sænsku yfirvaldanna til þess að hjálpa hinu nauðstadda fólki, og beindi þakkarorðum til sænska sendifulltrúans hér, Otto Johans- son, fyrir þá aðstoð Svía. Formaður félagsins, Ilaarde verkfræðingur þakkaði Lárusi Páls syni fyrir þá greiðvikni og vin- semd, sem hann hefði jafnan sýnt Norðmilnnum, þegar þeir hefðu bcðið hann aðstoðar. Hann sagði jafnframt, að liinn mikilvægi skerf- ur. hr. Friids blaðafulltrúa í þágu Noregs væri svo vel þekktur, að ekki þyrfti að lýsa honum nánar og sagðist vilja nota tækifærið til að þakka frú Astrid Friid fyrir hinar skilmerkilegu yfirlitsgreinar ’hennar um stríðið í Noregi, sem birzt hefðu á íslenzku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.