Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. nóv. 1944. ÞíOÐVILJINN ? =i JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa ekkert ljós sást. En það var eins og það lægi í loftinu, að von væri á hávaða. Það var eins ogxnóttin spáði alls konar illum viðburðum. Drengjunum fannst eitthvað óttalegt vera í aðsigi, þegar þeir hnipruðu sig saman í stýrisrúminu og biðu. Þú ætlaðir að segja mér frá stroki þínu og hvers vegna þú komst aftur, sagði Jói að endingu. Friskó Kiddi byrjaði strax á frásögninni. Hann tal- aði 1 lágum rómi fast við eyrað á Jóa. Sjáðu til, þegar ég hafði afráðið að hætta þessu lífi, var ekki nokkur lifandi vera til, sem vildi hjálpa mér, en ég vissi, að það eina, sem ég átti að gera, var að fara í land og reyna að útvega mér einhverja atvinnu, svo ég gæti fengið fækifæri til að lesa. Og ég ímyndaði mér, að það mundi vera hægara fyrir mig, ef ég færi upp í sveitina, en ef ég staðnæmdist í borginni. Og svo strauk ég frá Rauða Nelson. Eg var þá á Hreininum. Eina nótt, þegar við vorum á Alamedas ostrumiðunum, reri ég að landi og hljóp allt hvað af tók burt frá sjónum. Nelson náði mér ekki. En það voru eintómir portúgalskir bænd- ur þar sem ég kom, og enginn hafði neitt handa mér að gera. Þar að auki var það á óheppilegum tíma árs — um veturinn. Það sýnir hve litla hugmynd ég hafði um lífið á landi. En ég hafði sparað nokkra dollara áður en ég fór. Eg hélt alltaf lengra og lengra inn í landið og leitaði alls staðar að atvinnu og keypti mér brauð og ost hjá kaupmönnunum. Það get ég sagt þér, að kalt var stund- um að sofa úti undir berum himni, án þess að hafa nokk- uð ofan á sig, og ég var feginn í hvert skipti, sem lýsti af degi. En verst af öllu var, hvemig allir horfðu á mig. Allir voru tortryggnir og leyndu því alls ekki, og sumir siguðu hundunum sínum á mig og skipuðu mér að dragnast út í skóginn. Það leit út fyrir, að enginn staður væri til fyrir mig á landi. Og svo voru pening- amir mínir þrotnir og þegar ég var alveg kominn í dauðann af sulti var ég handsamaður. Handsamaður, fyrir hvað? Fyrir ekkert. Líklega af því að ég var svo djarfur að lifa. Eg hafði skriðið inn í heyhlöðu, af því að þar var meiri ylur og betra að sofa þar en úti. Þá kom lögreglu- þjónn og handtók mig fyrir flakk. Fyrst héldu þeir, að ég hefði strokið og símuðu í allar áttir lýsingu af mér. Eg sagði þeim, að ég ætti enga mér nákomna, en þéir Itrúðu því lengi vel ekki. Og síðar, af því að enginn gerði tilkall til mín, sendu þeir mig á „betrunarhæli fyrir drengi“ í San-Franciskó. Hann hætti og horfði til lands. Allt var hljótt og dimmt. Ekkert bærðist, nema vindurinn, sem fór vax- andi. Eg hélt ég mundi deyja í þessu svokallaða „betrun- arhæli“. Það var alveg eins og í fangelsi. Ef ég bara befði getað fellt mig við hina drengina, þá hefði allt farið vel. En þeir voru flestir götustrákar, lýgnir, ó- hreinlyndir og ragir, án minnsta snefils af manndómi eða ærlegri hugsun. Það var bara eitt, sem mér geðjað- ist að, það voru bækumar. Ó, ég las margar, margar, skal ég segja þér. En það gat ekki bætt úr öllu öðru. Eg vildi- hafa frelsy-.sól og salían sjó. Og .hvað hafði ég unnið til að sitja í fangelsi með þessum óaldarlýð? í stað þess, að gera það sem ljótt var, hafði ég leitast við að gera hið rétta — og þetta voru launin. Eg var ekki orðinn nógu gamall til þess að víðurkenna þau. Stundum sá ég í huganum sólskinið dansa á sjónum ANTON P. TSEKKOFF: GRESJAN ust naumast. Hvirfilvindurinn safnaði saman grasi og mold og feykti því hátt móti himni svo að ekkert sást nema eldingarm ar í myrkrinu. Jegorúska breiddi yfir sig á- breiðuna, því að hann bjóst við rigningu þá og þegar. Panteli-i! hrópaði einhver hjá fremri vögnunum. hæ! Eg get ekki.. - svaraði Pant- elí, Ö, — óó! Ógurlegar þrumur hevrðusi yfir vögnunum og fjarlægðust smám saman Góður, heilagur guð, hvíslaði Jegorúska, fylltu himin og jörð með miskunn þinni. Kolsvart myrkrið gapti við honum og spjó eldi við og við og þrumurnar héldu áfram. Allt í einu sá Jegorúska gegnum gat á ábreiðunni, veginn og vagn- ana við birtuna af eldingu. Regnið lét af einhverjum á- stæðum bíða eftir sér, og Jegor- iiska vonaði, að storminn lægði fljótt. Allt var nú niðdimmt, hann sá ekki spönn frá sér. Hann leit þangað, sem hann vissi að tunglið var, en það sást ekki örla fyrir því og honum varð illt í augunum af því að stara til skiptis í myrkrið og eldingamar. Pantelí! hrópaði hann Ekkert svar. Vindurinn þeytti burtu ábreiðu hans. Lágt, reglu legt hljóð barst að eyrum hans. Stór, kaldur dropi féll á hnéð á honum og annar kom við hönd hans. Svo dundi regnið á veginum og ullarpokunum og vögnunum, hann varð sjálfur rennandi og hrópaði: Heilagi, heilagi faðir. Skyndilega var sem loftið rifnaði beint yfir höfði hans, hann hnipraði sig saman eins og hann byggist við, að eitt- hvað mundi koma í höfuðið á sér. Þegar hann opnaði augun sá hann eldingu loga á öllum sínum fimm fingrum. Á eftir fylgdi ægileg þruma- Þegar hann opnaði næst aug- un, sá hann þrjá risa með stóra stafi ganga á eftir vögnunum, og það logaði á endunum á stöf unum. Fótatak þeirra var þungt og þeir virtust niður sokknir í dimmar hugsanir. Pantelí! hrópaði hann í ofboði- Hann fékk ekkert annað svar en þrumumar. Hann litaðist um til að sjá hvort vagnamennimir væru á veginum, og hann sá þá alla við ljósið frá eldingunum. Regn ið streymdi niður. Pantelí gekk við hliðina á vagni hans og hafði breitt dulu yfir hattinn sinn og herðamar. Andlit hans lýsti engri hræðslu, það var sem hann hefði orðið heymar- laus af þrumunum og blindur af eldingunum. Pantelí, risamir! hrópaði | Jegorúska með grátstaf í kverk unum. En gamli maðurinn heyrði ekki. Lengra í burtu gekk Em- eljan. Hann var hulinn frá hvirfli til ilja með ábreiðu. Vassja hafði ekkert yfir sér og gekk eins og trémaður, svo sem hann átti vanda til. Þegar eld- ingunum laust niður, var eins og vagnar og menn stæðu hreyi ingarlausir á veginum. Jegorúska kallaði enn á gamla manninn. Þegar hann fékk ekkert svar, sat hann hreyfingarlaus og bjóst þá og þegar við að eldingamar mundu drepa hann, hann þorði ekki að opna augun af ótta við að sjá risana og hann fór að hugsa um móður sína, en var viss um, að óveðrinu mundi aldrei slota- Loks heyrði hann mannsrödd: Ertu sofandi, Jegorúska? hróp aði Pantelí. Farðu ofan. Er hann heyrnarlaus aulinn. Hann er hvass, heyrði hann ókunna rödd segja. Jegorúska opnaði augun. Fast hjá vagninum stóð Pantelí, Emeljan, eins og þríhyrningur í ábreiðunni, og risarnir. Nú sýndust þeir minni, og þegar Jegorúska fór betur að gá að. sá hann að það voru venjuleg- ir bændur, sem héldu á jarð- yrkjuverkfærum sínum á öxl- unum. Milli Pantelís og þrí- hymingsins sá Jegorúska ljós 1 glugga á lágum kofa. Vagnarn- ir voru þá stanzaðir í þorpinu. Jegorúska flýtti sér að ná í böggul sinn og komast ofan úr vagninum. Nú, þegar hann sá menn og hús rétt hjá sér, var hann ekki lengur hræddur, þótt þrumumar og eldingarnar héldu enn áfram. Þetta var skárri stormurinn, sagði Pantelí, guði sé lof að fæturnir á mér eru dálítið mjúk Kvenréttindakonu nokkurri hefur talizt svo til, að allri fyndni, sem birtist á prenti og kallast skrítlur, sé hægt að skipta í fimm flokka, eftir efni, og séu hlutföllin þannig: Málgefni kvenna 4.0% Ráðríki kvenna 20% Glysgirni kvenna 20% Fáfræði kvenna 10% Annað efni 10%. Hún segir ennfremur, að sá hluti lesendanna, sem í raun og vem hefur oftast orðið, sé sár- óánægður, ef þetta frumlega I efni skorti í nokkru blaði eða . tímariti. ari eftir rigninguna. Ertu kom- inn ofan, Jegorúska. Farðu inn í kofann, það er öllu óhætt. Heilaga, heilaga móðir, elding- arnar hljóta að hafa gert ein- hvern skaða, eruð þið hér úr nágrenninu? spurði hann ris- ana. Nei, frá Glínóvu, við erum verkamenn- Vinnið að þreskingu? Við allt mögulegt, nú erum við að byrja á hveitinu. Þvílík- ar þrumur og eldingar, það er langt síðan svona stormur hef- ur verið hér. Jegorúska fór mn í kofann. Gömul kona með kryppu tók á móti honum. Hún hélt á log- andi kerti í hendinni, glennti upp augun og andvarpaði hátt. Þvílíkur stormur, sem guð hef- ur sent okkur, og drengirnir okkar eru úti á gresjunni, aum- ingjarnir. Farið úr yfirhöfn- inni, ungi herra. Jegorúska fór úr frakkanum, sem var rennandi, teygði sig og skalf, svo stóð hann kyrr, þvi að hin minnsta hreyfing var ó- þægileg vegna bleytunnar í íötum hans. Til hvers er að standa þarna eins og staur? Fáið yður sæti. Jegorúska gekk gleiður að bekknum og settist þar. Ein- hver lá á bekknumog Jegorúska hafði setzt fast við höfuð hans. Höfuðið hreyfðist, blés frá sér og drógst undir gæruskinn, sem breitt var á bekkinn. Það var kvenmaður, sem svaf þarna. Gamla konan fór út stynjandi og kom aftur með stórt tröll- epli og annað lítið, sætt. Fáðu þér eitthvað að borða, það er ekki mi'kið, sem ég get boðið upp á, sagði hún og geisp- aði. Hún tók fram stóran hníf og beittan, líkan þeim, sem ræningjarnir drápu kaUpmenn- Það var lengi siður í Svart- f jallalandi og víða í Grikklandi, að lauga nýfædd börn í straum vatni, næsta læk eða lind, hvort sem heitt var eða kalt í veðri. • í Skotlandi var það venja í fyrri daga, þegar barn fæddist, að brjóta grein af aski, stinga henni í eld og bera hana rjúk- andi að vitum barnsins í laug- artroginu. • Á Norðurlöndum tíðkaðist víða, að láta gullpening í laug- arvatnið, og átti það að trvggja baminu auðæfi. Mcý ÞETC4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.