Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1944, Blaðsíða 4
ÍVTLJINN — Miðvikudagur 29. nóvember 1944. Miðvikudagur 29. nóvember 1944. — 1*JÓÐV1 L.I1 NN þiÓÐVILJINM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaitstaflokkurínn. Ril-stjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhfartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti 18, sími 8870. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 818ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Vargar í véum "'ramkoma sú, er andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa sýnt á Al- sambandsþingi, er slík, að hún mun hljóta fordæmingu verkalýðs and allt. Þessir ofstækisfullu hatursmenn stjórnarsamstarfsins i svo langt í frekju sinni og sundrungarstarfi að öllum verkalýð býðuflokksverkamenn ekki undanteknir — ofbýður. *essum mönnum, sem eru minni hluti á þinginu, er boðið að liafa forseta áfram, hinn valinkunna Alþýðuflokksmann Guðgeir Jóns- >essum mönnum er boðið að aðrir sambandsstjórnarmeðlimir séu ’ hinir sömu, nema hvað í stað atvinnurekandans Sæmundar Ól- íar, sem opinber er að skemmdarstarfsemi kæmi einhver heiðarlegur r, gjaman Alþýðuflokksmaður, sem samkomulag sé um. ’essu neita fulltrúar minnihlutans í uppstillingamefnd. »á er þeim boðið að tilnefna fjóra menn, sem þeir vilja setja í sam- stjórn og rætt skuli þá um þá. — Þeir neita því. 'á em þeir spurðir hvort þeir vilji ekki nefna mennina, sem þeir tilla upp, — ef til vill sé samkomulag um þá. — Þeir neita því. ulltrúar minnihlutans í uppstillingaraefnd neita að gera ryldu sína að stinga upp á mönnum. Þeir heimta að Al- .ambandsþing kjósi ekki 4 af 9 mönnum í miðstjóm, heldur tóp ofstækismanna að útnefna þá. Þeir heimta að lýðræðið jýðusambandsþingi sé afnumið og stjómarsætum úthlutað ipa utan þingsins að ákveða hverjir í þau setjist. ■að þarf engum blöðum um það að fletta hvað þarna er að gerast: r skemmdarklíka að verki undir forustu hins alræmda Hanni- - þess, er smánarblettinn reyndi að setja á ísafjörð í vor, — klíka, ðeins ætlaði að sundra og ekkert annað. 'erklýðshreyfingin mun svara þessum skemmdarvörgum sem vera *að er eðli fasista og þeirra, sem þeim eru andlega skyldir að froðu- f illsku og slá öll met í lastmælgi um andstæðinga sína, ekki sízt þeir verða undir. ■5álufélagar“ Sæmundar og Hannibals sýna þennan andlega skyld- ánn með sora þeim, er þeir hella úr sér í Alþýðublaðið í gær. Það 5 og öll níðorð íslenzkrar tungu nægi þeim ekki og alveg sérstak- iella þessir mannræflar, sem enga stjórn kunna á skapi sínu, ii né tungu, úr skálum reiði sinnar yfir hinn nýkjörna forseta 'jsambandsins, Hermann Guðmundsson. Þessir menn reyna m. a. ga því að hann hafi verið nazisti, en koma sjálfir upp um sinn nazistiska hugsanagang með orðfæri eins og „undirmálsmaður“! ■r auðsjáanlega mannverur af taginu Sæmundur Ólafsson og bal sem eru einskonar andleg yfirstétt, — yfirmálsmenn af sér- kyni, — sem líta niður á hina óbreyttu verkamenn sem undir- enn — og ætla að tryllast, ef óbreyttur verkamaður er tekinn ,’fir hinn stórgáfaða, heflaða, siðprúða yfirmálsmann og atvinnu- 3a Sæmund Ólafsso.n!! % hvað hefur Hermann Guðmundsson unnið til saka? ermann hefur áunnið sér traust verkamanna í Hafnarfirði. Hann sýnt það í reynd að þegar árekstur varð milli verkamanna ann- ar og atvinnurekenda, einnig úr flokki hans, Sjálfstæðisflokkn- i setti hann hagsmuni verkamanna ofar og sagði af sér trúnaðar- n í flokki sínum. ermann Guðmundsson hefur einmitt sýnt sig að hafa það sið- ;rek að hvika ekki frá sannfæringu sinni, hvað sem í boði er. Og • kostur, sem verkalýðurinn kann að meta. — En það er líka eigin- «m fyrirlitnar mútusálir óttast og hata. annibalarnir hafa nú sýnt innræti sitt í verklýðssamtökunum eins ega og þeir sýndu innræti sitt til sjálfstæðismáls íslendinga síð- or. eir skulu sjá það áður en lýkur, að þeir standa jafn einangraðir verklýðssamtökunum og þeir stóðu hjá þjóðinni 23. maí, — ein- 5ir sem steingerfingar hatursins og ofstækisins, meðan verkalýð- Dg þjóðin öll sækir fram til þess frelsis og farsælda, sem þeir reyna ,.dra að hún nái. Samþykktir AlþýOusambands|iings- ins í verkalýðs- og atvinnumálum Hér fara á eftir samþykktir 18- þings Alþýðusambands íslands um verkalýðs- og atvinnumál. Samþykktir þessar eru margskonar, en megináherzja er lögð á samræmingu kaups og kjara verkalýðsins á hinum ýmsu stöðum í landinu, einkum ef heildarsamningar verða gerðir, og að áherzla verði lögð á bætt kjör hlutasjómanna. Þá er og lögð áherzla á að verkalýðsfélögin um land allt komi á hjá sér trúnaðarmannakerfi til þess að treysta félags- störfin og efla samtökin. Þá óskar þingið þess ennfremur að Alþýðusambandinu verði gefinn kostur á að tilnefna einn mann sem fulltrúa hlutasjó- manna í nefnd þá er annast samninga utanríkisviðskipta. Hinar ýmsu samþykktir fara hér á eftir: HLUTASJÓMENN FÁI FULL- TRÚA í SAMNINGANEFND UTANRÍKISVIÐSKIPTA 1. Alþýðusamband íslands ósk ar þess, að því verði gefinn kostur á að tilnefna sem fulltrúa hlutar- sjómanna einn mann í nefnd þá, er fyrir íslands hönd sér um samn- inga utanríkisviðskipta. SAMRÆMING Á KJÖItUbl HLUTASJÓMANNA 2. Þar sem allmikið ósamræmi ríkir um hlutaskipti og kjör sjó- manna víða um land, skorar 18. þing Alþýðusambands íslands á væntanlega sambandsstjórn, að beita sér hið al’lra fyrsta fyrir sam- ræmingu skipta og sjómannakjara almennt á þann veg, að við sams- konar veiðar séu helzt sömu kjör um land allt. (Átt er við samræm- ingu til móts við beztu kjör). SAMRÆMING KAUPGJALDS 3. Þó að vitað sé, að íslenzkur verkalýður leggur nú meira upp úr ráðstöfunum, er gerðar verði til eflingar atvinnulífinu og sköpun vinnuöryggis, en hækkuðu kaupi frá því sem nú er, þar sem það .er hæst, þá skorar 18. þing Alþýðu- sambands íslands á væntanlega sambandsstjórn að gæta þess vel, er heildarsamningar verða gerðir, að nota aðstöðu sína til hins itr- asta til þess að draga úr ósamræmi kaupgjalds á sambærilegum stöð- um og fá það jafnað á sem rétt- látastan hátt. Samþykkt einróma. LÖGGJÖF UM AÐBÚNAÐ BÁTAS J ÓMANNA „18. þing Alþýðusambands ís- lands, haldið í Reykjavík í nóv- ember 1944, fer þess á leit við stjóm sambandsins, að hún láti athuga á hvem hátt hægt er að bæta úr hinni illu aðbúð, sem bátasjómenn eiga við að búa í mörgum verstöðum lands ins og vinna að því að ákvæði urri bætta aðbúð bátasjómanna á vertíð komist sem fyrst inn í löggjöf landsins.11 Samþykkt að vísa till. til sam- bandsstjórnar. SAMÞYKKT VARÐANDI VERKFALL OG VERKBANN 18. þing Alþýðusambands ís- lands skorar á öll félög í samband- inu að koma inn í hvern kaups- | og kjarasamning svohljóðandi grein: „Ef verkfall eða verkbann er hjá einhverju félagi innan Alþýðu- sanibands íslands skal meðlimum félagsins óskylt að vinna þau verk, sem aðrir hafa hætt vinnu við vegna verkfalls eða verkbannsins. Ekki skulu meðlimir félagsins skyldir að afgreiða vörur eða varn- ing til þess staðar þar sem verk- fall er“. Samþykkt að idsa þessu til sam- bandsstjórnar. VERKLÝÐSFÉLÖGIN KOMA Á TRÚNAÐARMANNAKERFI Verklýðs- og atvinnumálanefnd telur rétt að félögin stefni að því, að koma inn í samninga sína heim- ild til að kjósa trúnaðarmann á hverri vinnustöð, og vill í því sam- bandi skírskota til eftirfarandi kafla úr bréfi frá Verkamannafé- laginu Dagsbrún til Alþýðusam- bandsins: „Tillaga: 18. þing Alþýðusam- bands íslands telur það veiga- mesta verkefnið í skipulagsmálum verklýðshreyfingarinnar, eins og nú standa sakir, að komið verði upp víðtæku kerfi trúnaðarmanna á öllum vinnustöðvum til lands og sjávar. Þingið leggur áherzlu á nauðsyn þess, að þessir tnínaðar- menn verði kosnir með frjálsum kosningum af launþegum sjálfum. Þingið felur stjórnum allra sam- bandsfélaga að vinna ötullega að sköpun þessa trúnaðarmannakerf- is og felur ennfremur sanrbands- stjórninni að semja reglur um kosn ingu trúnaðarmanna á vinnustöðv um. Um ástæðurnar fyrir þessari til- lögu er það að segja, að bæði at- vinnuhættir okkar íslendinga, sem og hin síauknu margþættu verk- efni verklýðssamtakanna gera stjórnum félaganna ekki kleift að fylgjast svo nákvæmlega með öll- um hræringum og hagsmunamál- um á hverjum vinnustað, sem æskilegt væri. Sköpun trúnaðar- mannakerfis getur verið stjórnum verkalýðsfélaganna til stóraukins hagræðis og aðstoðar. Þá er þess að gæta, að kerfi trúnaðarmanna á vinnustöðvum tryggir samband forustumanna við meðlimina skipulögðum bönd- um og verkar þar með mjög í þá átt, að auka lýðræðið í samtök- unum og gera sem flesta meðlimi virka í starfi þeirra. Síðast en ekki sízt er sköpun trúnaðarmannakerf- is leið til þess að ala upp nauðsyn- leg foringjaefni í stórum stíl og kosning trúnaðarmanna ætti að tryggja það að jafnaði, að samtök- in fengju hæfustu og traustustu meðlimina til forystu. Að öllu samanlögðu er það álit okkar, að sköpun trúnaðarmanna- kerfis um allt land myndi stór- auka styrk Alþýðusambandsins“. Samþykkt einróma. NAUÐSYNLEGT AÐ BREYTA ORLOFSLÖGUNUM Átjánda þing Alþýðusambands íslands telur eftirfarandi breyting- ar á orlofslögunum æskilegar, og felur sambandsstjórn að koma þeim á framfæri við Alþingi: 1. Illutarsjómenn fái undan- tekningarlaust ósker-tan orlofsrétt (þ. e. 4%). 2. Ríkið setji á stofn ferða- skrifstofu, er með sérstaklega hag- kvæmum kjörum sjái um hópferð- ir orlofsnotenda á sjó og landi, og annist rekstur ódýrra dvalar- staða fyrir þá, sem halda vilja kyn-u fyrir í orlofi sínu. 3. Við dauðsfall orlofshafa gangi orlofsfé það, sem hann hefur hlotið á yfirstandandi ári, til nán- ustu ættingja hans, svo sem for- eldra, barna og maka. 4. Einhliða ákvörðun um or- Iofstöku, bæði af hendi orlofsveit- anda og orlofstaka, sé óheimil, nema með minnst viku fyrirvara. Samþykkt í einu hljóði. FÉLAGSGJÖLD Sökum þess að félagsgjöld verk- lýðsfélaga víða úti um land eru svo lág, að það stendur starfsemi fé- laganna fyrir þrifum, leggur verk- lýðsmálanefnd til að 18. þing Al- þýðusambands íslands beini því til allra stéttarfélaga utan Reykja- víkur að ákyeða félagsgjöldin ekki lægri en sem hér segir: í kaupstöðum: Félagsgjald karla kr. 40,00 til 50,00 Félagsgjald kvenna kr. 30,00 í kauptúnum: Félagsgjald karla kr. 30,00 Félagsgjald kvenna kr. 20,00 í sveitum: Félagsgjald karla kr. 25,00 Félagsgjald kvenna kr. 18,00 Samþykkt einrqma. SAMÞYKKT UM MINNA VÉL- STJÓRAPRÓF „Fundur haldinn í vélstjóradeild verkamannafélagsins Þróttur á Siglufirði 12. nóvember 1944 sam- þykkir eftirfarandi: Að skora á 18. þing Alþýðusam- bands íslands að beita sér fyrir því við Alþingi að það breyti nú þegar lögum þeim, sem fjalla um hið • minna vélstjórapróf Fiskifé- Iags íslands á þann hátt, að þeir sem undir það próf ganga eftir- leiðis fái aukin réttindi til þess að stjórna vélum sém eru að stærð 300 til 350 hestöfl. Ennfremur að veita þeim, sem starfað hafa sem vélstjórar undanfarna 24 mánuði og þar yfir allt að 300 til 400 hestafla réttindi, sem fyrsta vél- stjóra“. ATVINNUBIFREIÐASTJÓR- AR GANGI FYRIR VIÐ ÚT- IILUTUN BIFREIÐAGÚMMÍS 18. þing Alþýðusambands Is- lands skorar á ríkisstjómina vegna vaxandi örðugleika með innflutn- ing á hjólbörðum til atvinnubif- reiða, þ. e. 16 tommu felgustærð, og með tilliti til þess hve nauð- synlegt það er fyrir atvinnubif- reiðastjórastéttina og samgöngur í landinu, að einkabifreiðum verði ekki úthlutað hjólbörðum af 16” felgustærð á meðan ekki er hægt að afgreiða það hjólbarðamagn til atvinnubifreiða árlega, sem um get ur í reglugerð um skömmtun á hjólbörðum. Ennfremur skorar þingið á rik- isstjórnina að hún beiti sér fyrir auknum innflutningi á varahlut- um til bifreiða, athuga jafnframt möguleika á því að taka upp skömmtun á þeim vörum á meðan innflutningur á varahlutum er ó- fullnægjandi til þeás að bæta úr brýnustu þörf. „18. þing Alþýðusambands íslands ályktar að skora á rík- isstjómina að hlutast til um að a. m. k. helmingi af bifreið- um þeim, er til landsins flytj- ast á næsta ári verði úthlutað til atvinnubílstjóra og að vöru- bifreiðum verði úthlutað til ein- stakra staða eftir því hvar og hvenær framkvæmdir eru fyrir- hugaðar á hinum ýmsu stöðum á landinu.“ Samþykkt einróma. LEITAÐ VERÐI ÁLITS VERK- LÝÐSFÉLAGANNA UM HEILD ARS AMNINGA Út af bréfi Vinnuveitendafélags íslands leggur verklýðs- og at- vinnumálanefnd til, að væntan- legri sambandsstjórn verði falið að leita fyrir sér hjá hinum ýmsu fé- Iögum um álit þeirra um nauðsyn- lega samræmingu kaupgjalds, og fái sambandsstjórn umboð til að leita heildarsamninga við stjórn Vinnuveitendafélags íslands um næsta hálfs annars árs bil. Samþykkt einróma. Aðrar samþykktir þingsins verða birtar í næstu blöðum. Samþykkt að vísa þessu til vænt anlegrar sambandsstjórnar. SAMTÖK ÍSLENZKRA KVENNA Framhald af 3. síðu. nokkurs uggs hjá einstaka karl- mönnum, sem óttast að hausa- víxl verði ef konur megi ráða og að karlar fái hjúarétt en konur húsbænda á þjóðarheim- ilinu, en þeim góðu mönnum vildi ég að síðustu segja til huggunar, að stefna kvenrétt- mdahreyfingarinnar er fyrst og fremst krafa um almenn mann- réttindí og fyrhr þeim munu íslenzku konumar berjast, þeg- ar þær hafa fengið þann rétt og þau völd, sem þeim ber. (Tímaritið „Vinnan“ 10. tbl. 1944). Friðrik Halldörsson, lollskeytaroaður niNNINGARORÐ Einhver mesti skaði hvers þjóð- félags og hverrar stéttar, er þegar mætir og gjörhugulir menn falla frá, og er það oft svo, að þeirra skarð verður ekki fyllt, þótt ágæt- ismenn komi í þeirra stað. Þegar slíkir menn falla frá, er það mikill skaði fyrir stétt þá, er hinn látni fyllti. Friðrik Halldórsson var einn þeirra manna sem mikil eftirsjá er í, og skarð hans vandfyllt, því betri dreng og gjörhugulli hef ég vart kynnzt. Starfsvilji hans og starfsgleði var frábær og í ríkum mæli í té látin lofskeytamanna- stéttinni. Félagi íslenzkra loftskeyta- manna er því mjög mikil eftirsjá í slíkum manni, sem Friðrik var. Hann var í mörg ár í stjórn þess og formaður þess lengst af. Hann var fulltrúi F. í. L. í Sjómannadags- ráði og Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands og sat í stjórn F. F. S. í. um skeið. Hvar sem mikils þurfti við, var Friðrik Halldórssyni falið að starfa þar fyrir F. í. L. Þetta sýnir að hann naut mikils trausts félags- manna sem hann virti mikils, og lagði sig fram af alhug, til þess að vinna fyrir stétt sína, enda naut stéttin virðingar fyrir hans starf. Eg held ég geri engum órétt þótt ég segi að betri starfskraft hafi F. í. L. ekki haft yfir að ráða og ég hygg að það sé fyrst og fremst hans verk, hvað F. 1. L. hefur áunhizt í baráttumálum sín- um, hann vann að hverju máli með gjörhygli sinni, lipurð og prúð mennsku. Eg kynntist Friðrik Halldórs- syni fyrst veturinn 1925—1926, er við vorum saman á loftskeyta- mannaskólanum, einnig þar naut hann mikils trausts og álits, bæði Aðalfundur Sundfé- lagsins „Ægis" Sundfélagið Ægir hélt aðal- fund sinn sunnud. 26. nóv. For- maður flutti yfirlit um starf- semi félagsins á árinu, en það hafði tekið þátt í öllum strnd- mótunum fjórum og öðru sund- knattleiksmótinu. Þakkaði hann keppendum góða frammistöðu, en þeir höfðu sett 3 met af 4 alls, sem sett voru á árinu og áttu stúlkumar sinn drjúga þátt í þvf. Þá mjnntist hann á sund- förina norður og austur um land og þakkaði þátttakendum og öðrum er stutt höfðu að henni. Stjómarkosning fór þannig, að formaður, Þórður Guðmunds son, var endurkosinn með öll- um greiddum atkvæðum þrír meðstjómendur voru kosnir. þau Jón Ingimarsson (endurkos inn), Sigríður Einarsdóttir og Ami Guðmundsson (tvö þau síðasttöldu voru kosin í stað Magnúsar B. Pálssonar og Hjart ar Sigurðssonar). Fvrir eru í stjóminni Theódór Guðmunds son, Ingibergur Sveinsson og Guðmundur Jónsscn. ikennara og nemenda, og var ef ég man rétt, einn aðalhvatamaður að stofnun málfundafélags meðal nem enda enda sá sem liélt því mest uppi, að öðrum ólöstuðum. Hann var starfsmaður mikill, enda sí- starfandi að áhugamálum sínum, og vann að þeim með mikilli festu og prúðmennsku. Hann var hagorður vel, og átti oft við það í tómstundum sínum. Ilann átti einnig dálítið við þýð- ingar, og þýddi meðal annars „í sjávarháska“, sem Menningar og fræðslusamband alþýðu gaf út á sínum tíma, og var fyrsti ritstjóri Vinnunnar, tímarits Alþýðusam- bands íslands. Friðrik starfaði lengst af sem loftskeytamaður hjá Skipaútgerð ríkisins, og var lengst á Esjunni, fyrst gömlu Esju, og síðan nýju Esju, þar til hann varð að fara í land vegna veikinda. Naut hann þar eins og annarsstaðar, mikils trausts og virðingar, bæði skip- verja og stjórnar Skipaútgerðarinn ar, enda var hann ávalt reiðubú- inn til þess að veita þeim liðsinni, væri til hans leitað. Starf sitt stundaði Friðrik með prýði, og þekkti vel þau tæki er hann fór með, enda fylgdist hann sérstak- lega vel með allri nýbreytni á sviði radio-tækninnar, með lestri erlendra tímarita um þau efni. Friðrik Halldórsson var gift- ur Helgu I. Stefánsdóttur, og eignuðust þau 3 dætur, sem all- ar eru í ómegð, sú elzta 8 ára. Er að þeim mikill harmur kveð- inn við fráfall slíks ágætis- manns. En hrein, björt og góð minning lifir um góðan og elsku ríkan förunaut, sem byggði heimili sitt á bjargi. Frú Helga vor mjög samhent manni sínum og áttu þau traust heimili og bjart, og bundu við það miklar vonir; áttu sannarlega glæsi- lega framtíð- Fyrir nokkrum árum kenndi Friðrik sér meins, sem hann að lokum varð að lúta, þó lengi hefði hann barizt á móti því, með einbeittum vilja og krafti, sem honum var lagið, því Frið- rik var mjög viljasterkur mað- ur. Eg vil enda þessi fáu minn- ingarorð með tveim erindum eftir St. G. St.: Æ, vertu sæll. Þú sefur vel og rótt. Hér sit ég einn og minningunni fagna, Stjórn B.S.R.B. vottar Korðmönnum samúð Á fundi sínum 23. nóv. s.l. samþykkti stjórn B.S.R.B. að votta sendiherra Norðmanna hér í bæ samúð vegna þeirra atburða, sem orðið hafa í Norð- ur-Noregi og gera ráðstafanir til að veita nauðstöddum börn- um og munaðarleysingjum hjálparhönd svo fljótt sem unnt er- Fundarályktunin var á þessa leið: „Vegna hinna hörmulegu tíð- inda, sem nú berast frá Norður- Noregi, þar sem við landauðn liggur vegna heiptar og ofstæk- is flýjandi hers Þjóðverja, vilj- um vér votta yður, herra sendi- herra, dýpstu samúð vora og tjá yður, að stjórn B.S.R.B. hef- ur á fundi sínum í dag gert f undarsamþykkt: 1. Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja á íslandi iýsir hryggð sinni yfir atburð- um þeim, sem gerzt hafa í Norð ur-Noregi í sambandi við brott- flutning fólks úr Finnmerkur- fylki og fleiri héruðum og vek- ur athygli á því, að eyðing þessa harðbýla en mikilfenglega lands, sem líkist um svo margt voru landi, er stórkostlegri hnekkir fyrir norræna menn- ingu en auðvelt er að gera sér grein fyrir í skjótri svipan, þar sem hér fara forgörðum verð- mæti, byggð upp með aldaerfiði forvarða norrænna manna. Og aldir mun það einnig taka sök- um landslags og veðráttu að bæta að fullu landauðn á þess- um fögru og söguríku slóðum. En sárast er þó um þá f jársjóð- ina, sem aldrei verða bættir, líf og heilsu íbúanna, þar á með al bama og æskumanna, sem að óþörfu líða þarna hungur, kulda og tortímingu. Stjórn B.S.R.B. er þess full- viss, að íslendingar allir og frelsisunnendur hvarvetna taka kröftuglega undir mótmæli gegn hinum villimannlega land- eyðingarathæfi Þjóðverja í Norður-Noregi. 2. Stjórn B-S.R.B. heitir að styðja eftir megni hverskonar | viðleitni til hjálpar hinu bág- tadda, norska fólki, og skorar önnur félagssamtök í landinu að vera viðbúin að rétta hjálp- arhönd jafnskjótt og nokkur leið opnast, t. d. að láta í té viðurværi og framfærslueyri til nauðstaddra barna og munað- arleysingja. Sigurður Thorlacius formaður, Lárus Sigurbjörnsson, varform., Guðjón B. Baldvinsson, ritari. og ég skal brosa og bjóða góða nótt, unz brosin dvína og mínar kveðjur þagna. Af liði þegar lögð er fremsta röð, um leikvöll breytt og orðin hvílustofa: mér stundum finnst — þó vakan væri glöð og vorið bjart — sé gott að fá að sofa. T. S. IIja Konsfantinovski; Slavtso Trúnskí var fyrsta nafn- ið ,sem ég heyrði, er ég steig fæti á búlgaráka jörð. — Það er eitt af vinsælustu nöfnum í Búlgaríu. — Maður sér það í fyrirsögnum dagblaðanna, og það er orðið al- gengt í söngvum og þjóðsögum. Hver er Slavtso? — Hann skipu lagði fvrstu skæruliðasveitina, sem barðist gegn Þjóðverjum í Búlgaríu, og nú er hann fyrirliði hersveitar í alþýðuhernum. — Eg heimsótti hann í aðalstððvum her- fylkis í smábæ, þar sem verið var að mynda herdeild. Bær þessi er að ytra útliti svip- aður öðrum búlgörskum bæjum. — Þar eru sömu litlu steinhúsin með rauðu helluþökunum, sömu litlu sölubúðirnar með stóru skilt- unum. — En þarna er alveg sér- stakt andrúmsloft. Á strætunum er fullt af fólki, aðallega vopnuðum piltum og stúlkum. Sum eru í venjulegum fötum, en önnur eru þegar komin í einkenningsbúninga búlgarska hersins. — Ungir sveitamenn hafa þyrpzt þangað úr nágrannaþorp- unum. Margir þeirra eru berfættir og klæddir tötrum, en þeir eru stoltir í göngulagi, — eftir einn eða tvo daga verða þeir orðir hermenn, klæddir einkennisbúningum. Bíllinn okkar var stöðvaður hvað eftir annað á leiðinni til að- alstöðva Slavtsos. Varðmennirnir voru ekki mjög hátíðlegir. Þeir miðuðu bara byssum sinum á bíl- inn. — En jafnskjótt og þeir sáu, að við vorum klæddir einkennis- búningum rauða hersins, sneru þeir byssuhlaupunum niður, veifuðu höndunum og lirópuðu: „Bra- túskí!“ (bræður). KOMINN AF FÁTÆKUM BÆNDUM . Það kom í ljós, að Slavtso var ungur, grannvaxinn maður í ein- földum einkennisbúningi. Hann hefur hrafnsvart hár, dökk augu, en fölt andlit. — Hann var auð- sjáanlega þreyttur. — Við heyrð- um semna, að hann væri enn með kúlu í lungunum eftir skot, sem hann varð fyrir í viðureign við hersveit nazista. Samtal okkar fór fram á blend- ingi úr rússneska og búlgörsku. — Rússarnir héldu allir, að þeir væru að tala búlgörsku. Og Búlgararnir voru sælir í þeirri trú, að þeir töl- uðu hreina rússnesku við okkur. — Hvað sem því líður, þá skildu hverir aðra alveg fullkomlega. Slavtso fæddist i þorpinu Bok- homa. —- Faðir hans var fátækur bóndi. — Ilann varð snemma að leggja mikið á sig til að vinna fyrir sér. Vegna mikillar menntunarþrár tókst honum að sigrast á öllum örðugleikum og komast í mennta- skóla, en innan skamms var hann rekinn úr honum vegna „óáreið- anleika í stjórnmálum“. — Hann hélt náminu áfram utan skóla og lauk öllum prófum. Hann fluttist til höfuðborgar- innar, Sofía, og tók mikinn þátt í verklýðshreyfingunni. — Hann var tekinn höndum og var látinn laus aftur skömmu áður en Þjóð- verjar náðu tangarhaldi sínu á Búlgaríu. Hann komst í samband við föð- uriandsvini í Júgoslavíu og dvald- ist um hríð með skæruliðum Titos og lærði hermennsku af þeim. Á meðan búlgarskir Hitlerssinn- ar höfðu hluta af Júgoslavíu á sínu valdi og kvöldu júgoslavnesku þjóðina, voru serbneskir skærulið- ar að hjálpa Búlgaranum Slavtso við að undirbúa baráttuna gegn Þjóðverjum og dreifa flúgritum í sveitunum. Skæruliðahópur hans hafði í fyrstu aðeins fjóra meðlimi, — vini lians Donchu, Búroff. Delche og hann sjálfan. — En áður en 18 mánuðir voru liðnir, var hann orðinn geysiöflugt lið. — Her- menn, sem höfðu strokið úr búlg- arska hernum. námamenn frá Per- nik og stúdentar frá Sofía gengu í lið með skæruhernum. — Slavtso fór oft sjálfur til Sofía og talaði á leynilégum fundum, dulbúinn sem verkamaður. YNGSTI HERSHÖF ÐINGINN Nú hefur hin nýja ríkisstjórn Föðurlandsfýlkingarinnar gert hann að hershöfðingja. — Hann er yngsti hershöfðingi í her hinnar nýju Búlgaríu. Eg var viðstaddur hersýningu á hersveit Slavtso á bæjartorginu. — í henni voru hermenn úr setu- liði staðarins, sveitamenn í hvít- um þjóðbúningum með byssur í svörtum beltum. og dökkhærðar stúlkur í bláum samfestingum með handvélbyssur á öxlunum. Trúnskí hershöfðingi ávarpaði hverja fylkingu með orðunum: „Deyi fasisminn!“ — Og fylking- in svaraði einum rómi: „Lifi frelsi fólksins!“ — Því næst hélt Slavtso stutta ræðu. — Hann sagði, að baráttan væri ekki búin enn, og að búlgarska þjóðin yrði að sýna í verki, að hún hefði verið andvíg hinni sviksamlegu stefnu fyrri drottna sinna. Þegar hann nefndi rauða herinn, sneri hann sér í átt til sovétfor- ingja, sem voru viðstaddir, og heils aði þeim með hermannakveðju. — Þúsundirnar á torginu ráku upp mikið fagnaðaróp og hrópuðu: ..Lengi lifi rauði herinn! — Heiður sé Stalín!“ ___________ liflMsiiia intalflsif!in Isist f. febrfir Tilkynnt hejur verið opvnber- lega, að alþjóðaráðstefna verka- lýðshreyfingarinnar, sem frestað var s.l. sumar vegna innrásarinn- ar, rryuni hefjast 6. febrúar 19h5 og standa til 16. fcbrúar. Und irbúningsnefn d ráðstefn un n- ar, sem skipuð er fulltrúum brezkra, bandarískra og vúss- neskra verkalýðssambanda, kem- ur saman í London 4. des. n.k. Alþýðusambandi íslands var boðin þátttaka í ráðstefnunni og kaus sambandsstjórn forseta og ritara Alþýðusambandsins, Guð- geir Jónsson og Björn Bjarnason, fulltrúa íslenzku verkalýðshi-eyf- ingarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.