Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 2
/
/
I
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 29. desember 1944.
Ársskýrsla sámbands
íslenzkra rafveiina
Ársskýrsla Sambands íslenzkra rafveitna fyrir árið 1943 er
fyrir nokkru komin út. Er þar skýrt frá tildrögum að stofnun
sambandsins, undirbúningi og stofnfundum. Ennfremur eru þama
birt nokkur erindi og skýrslur.
Um tildrög að stofnun Sam-
bands íslenzkra rafveitna segir
svo í skýrslunni:
„Það var forstöðumaður Raf-
magnsef tirlits ríkisins, J akob
Qíslason rafmagnsverkfræðing
ur, sem át-ti frumkvæðið að því
að ráðizt var í að stofna til fé-
lágssamtaka milli íslenzkra raf-
veitna, í því skyni að þær gætu
stutt að almennri þróun raf-
magnsmálanna í landinu betur
eh hægt væri án slíkra sam-
taka.
Mun hann oft hafa fundið til
þess, að í starfi Rafmagnseftir-
lits ríkisins vantaði það aðilja,
sem það gæti snúið sér til til
umsagnar eða athugunar um
ýms mál, er varða rafveitum-
ar almennt og því ekki unnt að
léita til þeirra einstakra.
Einnig eru til ýms sameigin-
leg hagsmunamál rafveitnanna
sérstaklega, sem ekki verður
unnið að svo fullnægjandi sé,
nema af fulltrúum, sem þær
hafa kosið sér sameiginlega.
Ennfremur mátti sjá það af
starfsemi slíkra rafveitu sam-
/ •
banda í öðrum löndum, að þau
hafa haft mörg og mikilvæg
verkefni með höndum og hafa
orðið nýtur aðili í farsælli þró-
un rafmagnsmálanna hvert i
sínu landi, og verkefnin á þessu
sviði eru mikils til hin sömu
hér sem annars staðar.
Þessi sjónarmið réðu því, að
nokkrir menn, staddir í Reykja-
vík á þingi Landssambands iðn
aðarmanna og sem staifa í
þjónustu rafveitna, komu sam-
an á fund, ásamt ffakobi Gísla-
syni og að hans tilhlutun, þ. 19.
sept 1941- Var þar kosin undir-
búningsnefnd til að vinna að
stofnun rafveitusambands.
Nefnd þessi samdi skýrslu á-
samt frumvarpi að lögum og
greinargerð, er sent var út með
boðsbréfi frá nefndinni dagsett
7. apríl 1942, til allra þeirra al-
menningsrafveitna, er starfa
samkvæmt reglugerð staðfestri
af atvinnumálaráðuneytinu?
Voru þær 24 að tölu.
Svar kom frá 11 rafveitum
og voru undirtektir þeirra yf-
irleitt ágætar. Virtust þær sýr.a
góðan skilning á þessu máh,
en einstaka töldu rafveitu sína
svo smáa og einangraðá, að hún
ætti lítið erindi til samstarfs
við aðrar rafveitur, er virtust
hafa miklu betri skilyrði.
Þann 20. nóv. 1942, skrifaði
undirbúningsnefndin rafveitun-
um aftur bréf vegna hinna góðu
undírtekta og lagði til að ráð-
izt yrði í stofnun sámbandsins.
Voru rafveiturnar beðnár að
tilnefna fulltrúa sína.
Þann 19. marz 1943 kom und-
irbúningsnefndin saman á fund
í Reykjavík.
Höfðu þá borizt svör frá 7
rafveitum:
Ákureyri, Búðakauptúni,
Hafnarfirði, Reykjavík, Seyðis-
firðij Siglufirði og Stykkis-
hólmi.
Höfðu þær tilnefnt fulltrúa
og greitt atkvæði um fyrstu
stjórn sambandsins, er var þann
ig skipuð:
Steirigrímur Jónsson, formað-
ur, Valgarð Thoroddsen, ritari,
Jakob Guðjohnsen, gjaldkeri
Knut Otterstedt meðstjórnandi
og Jakob Gíslason, meðstjóm-
andi.
Þetta var tilkynnt öllum raf-
veitunum með bréfi dags- 24.
apríl.1943, og með bréfi 26. maí
s. á. boðaði bráðabirgðastjómin
til stofnfundar, er halda skyldi
í Reykjavík í næsta ágústmán-
uði. Var fulltrúum jafnframt
send tillaga að starfsskrá fund
arins með tilmælum um að full-
trúarnir kæmu á framfæri á
íundinum öllum þeim málum,
er þeir höfðu áhuga á að fund-
urinn tæki til meðferðar.
Vann bráðabirgðastjórnin síð-
an að undirbúningi fundarins,
um vorið og sumarið, en hann
varð eigi haldinn fyrr en dag-
ana 24.—26. ágúst 1943 ...“.
Stofnendur voru 15 rafveit-
ur og auk þess 3 rafmagnsfræð
ingar sem aukameðlimir. Þessir
15 stofnendur voru rafveitur
eftirtaldra staða: Reykjavíkur,
Akrariess, Borgarnesshrepps,
Stykkishólms, Austur-Húna-
vatnssýslu, Sauðárkróks, Akur-
eyrar, Húsavíkur, Víkur, Vest-
mannaeyja, Keflavíkur, Hafn-
arfjarðar, Búðarkaupstaðar,
Siglufjarðar og Seyðisfjarðar.
Um tilgang sambandsins og
hverjir geti orðið meðlimir í
því segir svo í lögum þess.
„2. gr. Tilgangur sambands-
ins er að ræða sameiginleg á-
huga- og hagsmunaefni, bæði
tækrii'- og fjárhagsleg og gæta
hagsmuna rafveitnanna og
koma fram fyrir þeirra hönd í
málum, sem æskilegt er að þær
standi að sem einn aðili-
3. gr. Aðalmeðlimir í sam-
bandinu geta orðið rafveitur, er
selja raforku til almennings-
þarfa og hafa reglugerðir og
gjaldskrá staðfestar af stjórn-
arráði.
Aukameðlimir geta rafmagns
verkfræðingar og raffræðingar
orðið, ef talið er að þátttaka
þeirra í félagsskapnum megi
verða starfsemi sambandsins að
gagni“.
í ársskýrslunni, sem er 169
bls., eru ennfremut birt þessi
erindi og skýrslur: Um starfs-
hætti Sambands íslenzkra raf-
veitna, eftir Steingrím Jóns-
son; Skýrslusöfnun, eftir Jakob
Gíslason; Sameiginleg innkaup,
eftir Jakob Gíslason; Almenn-
ingsrafveitur, eftir Ólaf
Tryggvason; Skýrsla um hitun
húsa í Hafnarfirðí, eftir Val-
garð Thoroddsen; Um rafsuðu
í Reykjavík, eftir Steingrím
Frá verkamannafélaginu
„Valur“ í Búðardal
Viðtal við Ragnar Þorsteinsson tormann félagsins
J»eim stöðum fjölgar nú, þar sem bændur og bændasynir er
daglaunavinnu stunda utan heimilis síns, ganga í félagssamtök
verkamannanna í smáþorpunum. Einn slíkur staður er Búðar-
dalur í Hvammsfirði. Fréttamaður Þjóðviljans hitti Ragnar Þor-
steinsson, formann Verkamannafélagsins Vals í Búðardal meðan
hann dvaldi á Alþýðusambandsþinginu, og ræddi við hann eft-
irfarandi um félagið-
— Hvað er félagið þitt gam-
61t?
■— Verkamannafélagið Valur
er stofnað í maí 1937.
—: Hvað voru stofnendur
margir?
— Þeir voru 12—15. Voru
þeir flestir úr Búðardal, en síð-
an ‘hafa fleiri og fleiri bætzt
við úr sveitunum í kring, smá-
bændur og aðrir er vinnu
stunda utan heimilis, aðalj^ga
vegavinnu, svo og slátrun og
skipaafgreiðslu hjá kaupfélag-
inu.
•— Hvað eru, félagsmenn nú
margir?
-u- Á síðasta fundi gengu 18
menn í félagið og nú eru í því
um 70 manns.
I því eru nú menn úr 5
syðstu hreppunum í Dalasýslu.
SAMNINGAR SEM ÞÁRF ÁÐ
BREYTA
— Náðuð þið samningum
strax og félagið var stofnaiý
— Já, félagið samdi strax um
kaup og kjör við Kaupfélag
Hvammsfjarðar, en um aðra at-
vinnurekendur er ekki að ræða
í Búðardal.
; — Hvernig eru samningar fé-
lagsins nú?
— Kaupið er kr. 1.90 á tím-
ann í dagvinnu. Það var samið
um það fyrír tveim árum, að
kaup skyldi vera sama á hverj-
um tíma og er í vegavirinu.
Menn eru mjög óánægðir með
þetta og, munú vilja breyta
þessum samningum, enda voru
þeir eins og ég sagði áðan, gerð-
ir fyrir tveim árum.
— Gildir þessi taxti um alla
vinnu?
— Nei, dagkaup í skipavinnu er
kr. 2.30 á klst- Eftirvinna greið-
ist með 50% álagi og nætur-
og helgidagavinna með 100%
álagi.
ÆTLUM AÐ KOMA Á 8
$TUNDA VINNUDEGI
— Hafið þið 8 stunda vinnu-
dag?
— Nei, við höfum enn ekki
Jpnsson; Um ístruflanir í Ell-
iðaánum, eftir Steingrím Jóns-
son; Um steinsteypustaura í
rafmagnslínum, eftir Jakob
Guðjóhnsen; Um steinseypu-
stólpa, eftir Ólaf Tryggvason;
Úm amerískt raflagnaefni, efÚ
ir Jakob Gíslason og Um raf-
orkuvirkjun í Bandaríkjunum,
Boulder Dam orkuverið, eftir
Jakob Gíslason. — Allmargt
mynda er í heftinu.
8 stunda vinnudag, en við
stefnum að því að koma honum
á og munum gera það við fyrsta
tækifæri.
FRAMKVÆMDIR í BÚÐ-
ARDAL
— Er mikið um framkvæmd- ,
ir í Búðardal?
— Fremur lítið. Nýlega hafa
veriið byggð þar 3 íbúðarhús,
gisthús ög nýtt hús fyrir póst
og síma.
RAFLÝSING
— Er raflýst?
— Já, það var raflýst með
olíumótor fyrir þrem árum.
— Hefur ekkert verið rætt
um vatnsvirkjun?
— Jú, fyrjr stríð var allmik-
ið rætt um virkjun Laxár, og
Hafnarverkamaður skrifar
um öryggismál
Verkamaður við höfnina skrifar
mér um öryggismálin þar og er til-
efnið slys sem nýlega átti sér stað
við Ægisgarð. Ekki þarf að efa að
frásögn hans ■ muni vekja töluverða
athygli þeirra manna senf ókunn-
ugir eru aðstæðunum þarna, enda
er enginn vafi á, að hér á sér stað
mjög vítaverð vanræksla í að
tryggja eins og unnt er öryggi |
þeirra fjölmörgu verkamanna og
sjómanna sem þarna vinna. Væri
óskandi að þetta bréf hafnarverka-
mannsins yrði j;il að ýta við þeim
mönnum sem bætt geta úr þessu.
Gef ég svo bréfritara mínum
orðið:
I»að sem daglega má búast
. við
„Maður drukknar við Ægisgarð,
dettur í sjóinn á milli skipa. Lífg-
unartilraunir reyndust árangurs-
lausar. Þetta er hógvær frétt, en
þetta er frétt sem daglega má bú-
ast við. Þetta er skattur vor vegna
sinnuleysis um öryggi í sjálfri höfn-
inni. i
Hvað veldur?
Eg mun hér í fáum orðum lýsa
því hvað veldur þessu, það er: Ijós-
leysi, stigalaus skip og alls konar
farartálmar sem verður að fara
yfir á milli skipa, og oft og mörg-
um sinnum, sundur rifin skip sem
illa er gengið frá.
mælingar gerðar, en á stríðs-
árunum hefur verið lítið á það
minnzt.
BÓKASAFN
— Eigið þið bókasafn í Búð-
ardal?
— Já, í Búðardal er til all-
gott bókasafn. Nokkrir menn
og ungmennafélagið stofnuðu
upphaflega bókasöfn, en fyrir
nokkrum árum voru þau sam-
einuð og hreppurinn gerðist
þriðji aðili og leggur nú fram
vissa upphæð til safnsins, ung-
mennafélagið aðra á móti og lí
þriðja lagi er svo bóka^jald.
LEIRINN'
— Eru skilýrði fyrir stofnun
nýrra atvinnugreina í Búðar-
dal?
" — Það munu sennilega vera
lítil skilyrði fyrir stofnun nýrra
atvinnugreina í Búðardal. Þó
er talið að þar sé allmikilvægt
hráefni: leir. Er jafnvel talið
að þar sé nú fundið efni til
postulínsgerðar. Guðmundur
frá Miðdal telur þar vera bezta
leir, sem hann hefur fengið hér
á landi.
> J. B.
Meira eftirlit nauðsynlegt
Eg skora á Slysavarnafélagið að
vinna að því, að lögreglan hafi.
meira eftirlit en verið hefur með'
frágangi skipa, og helzt ætti að;
■wera fastur lögregluvörður sem að-
stoðaði menn er þyrftu að fara
um borð í skip sem liggja í hinum
svonefnda „kirkjugarði skipa“.
t>að eru mörg slys sem þarna
hafa orðið, þó ekki séu þau öll
skráð. Kvöldið sem áðurnefnt slys
varð, datt maður niður um op á
skipi. Hending réði að hann meidd
ist lítið. Skipið var að öllu leyti
ljóslaust, þó er þáð dekklaust að
nokkru. Okkur sem rennum aug-
um þarna og þurfum atvinnu okk-
ar vegna að fara um þetta svæði,,
ofbýður hvað eftirlitsleysið er mik-
ið frá hendi lögreglunnar, til að
forðast slysin.
Tillaga sem ekki var tekin
til greina
Það hefur áður verið minnzt á
þetta mál í sambandi við slýs á
útlendingi, og kom fram tillaga um
að höfnin útvegaði ljós um borð í
öll skip sem lægju þarna. Sú til-
laga hefur ekki 'verið tekin til
greina enn sem komið er“.
Væri ekki annars tímabært að
fara að taka þessa tillögu til
greina? Hvað finnst bæjarstjórn-
inni um það, eða Slysavarnafé-
laginu? Eg held það væri athug-
andi.
/