Þjóðviljinn - 29.12.1944, Page 3
Föstudagur 29. desember 1944.
ÞJÓÐVI IJINN
3
(ÞRQTTIR
TSTJÓRI: FRÍM
GASON
Frá enskri knattspyrnn
Meistarar frá
byrjun
TUGÞRAUT
1942 Anton Björnss. KR 4794 st.
1943 Jón Hjartar K.R. 4532 st.
1944 Gunnar Stef. K.V. 4999 st-
10 KM. GANGA
1937 Haukur Ein. KR. 52.48.2
1938 Sami 54.58.0
1939 Ekki keppt.
1940 Haukur Ein. K.R. 53-59.2
1941 Sami 58.42.0
4x100 M. HLAUP
‘1930 Árm. (Grímur, Jens, Stef-
án) 50.6.
1931 K. V. (Hafsteinn, Þórar-
inn, Karl, Friðrik) 48.8-
1932 K. R. (Ingvar, Ólafur, Sig.
Ól., Róbert) 47.3.
1933 K. R. (Garðar, Ólafur, Sig.
Ól., Hákon Jónss.) 50.0.
1934 K- R. (Garðar, Róbert,
Georg, Ólafur) 48.6. ,
1935 K. R. (Ingvar, Stefán
Gísla, Skarph. Sveinn)
48.0.
1936 K. R. (Garðar, Ólafur, Ge-
org, Sveinn) 46.8.
1937 K. R. (Georg, Ólafur,
Garðar, Sveinn,) 45.0-
1938 K. R. (Sig. Finnss. Ingvar,
Garðar, Jóhann) 47.4.
1939 K. R. (Georg, Sigurður,
Jóhann, Sveinn), 47.1.
1940 K. R. (Georg, Sigurður,
Haukur, Jóhann) 47.6-
1941 Árm. (Sigurjón. Olivar,
Sigurgeir, Baldur) 46.2.
1942 K. R. (Jóhann, Sverrir,
Sigurðuf, Brynj.) 46.4.
1943 K. R. (Jóhann, Sigurður
Hjálmar, Brynj.) 47-4.
1944 K. R. (Jóhann, Brynj.
Hjálmar, Sveinn) 45.7.
1000 M. HLAUP
(100, 200, 300, 400 m.)
1937 K. R. (Georg, Garðar, Ól-
afur, Sveinn) 2.05.4.
1938 K. R. (Guðm., Garðar, Jó-
hann, Einar) 2.10.8.
1939 K. R. (Georg, Jóhann,
Sigurður, Sveinn) 2.09.7
1940 í. R. (Sig. St„ Eðvald, Guð
mundur, Ólafur) 2.07.5.
1941 Árm. (Sigurjón, Oliver,
Baldur, Sigurgeir) 2.06.9.
1500 M. HLAUP
(800, 400, 200, 100 m.)
1930 Árm. (Jóhann, Stefán,
Grímur, Jans). 3.47-0.
' 4x400 M.
%
1942 K. R. (Jóhann, Sverrir,
Sigurður, Brynj.) 3.37.8
1943 Árm. (Árni, Baldur, Hörð-
ur, Sigurgeir) 3.44.0.
1944 K. R. (Jóhann, Páll Halld.,
Svavar, Brynj.) 3.38.8.
í Englandi hefur lengi verið um
það rætt, að endurskipuleggja
knattspyrnumálin og það komi til
framkvæmda að stríðinii loknu.
Eitt af því er það, að gera allt
Stóx-a-Bretland að einu keppnis-
umdæmi. Annað að koma af stað
skipulagðri keppni milli allra
landa Evrópu o. fl„ en allt þetta
er þó talið nokfcuð hugmynda-
kennt. Það atriði, sem mesta at-
'hygli hefur vakið meðal ensku fé-
laganna er það, ^ið leikmennirnir
(atvinnumennirnii1) ráði sig til
hálfs árs í senn hjá félögunum, en
hafi eigi að síður hærri laun.
Bréf um þetta atriði hefur ver-
ið sent til félaganna til uuisagnar.
Nefnd sú, sem fjallar um þetta
mál, lítur á það sem mjög þýðing-
armikið atriði, að öllum leikmönn-
um sé gefið tækifæri til að mennta
sig á einhverju sviði samhliða iðk-
un knattspyrnu, þannig, að þegar
keppnisæfing er á enda, séu þeir
færir um að leita sér að fastri at-
vinnu. Er gert ráð fyrir að um-
ræður verði haifhar um þetta mál
í Knattspyrnusambandinu, félög-
unum og fleiri stöðum. Þetta mál
mun snerta um 5000 einstaklinga,
sem launahækkunin og menntun-
armöguleikar geta náð tih-þá hef-
ur nokkuð verið rætt um söluupp-
hæðir leikmanna. Nefndin leggur
til, að svo stöddu, að ekki skuli
setja liámark á sölu leikmanna, en
Handknattleiks-
þingið
Fyrir nokkru var haldið þing
'handknattleiksmanna í Reykjavík.
Gaf formaður, Sigurður Ólafsson,
skýrslu um störfin. Þá voru lesnir
reikningar og stendur fjárhagur
ráðsins vel.
Sigurður Ólafsson baðst undan
kosningu og var Sigurður Sigurðs-
son kosinn formaður.
Tvær nefndir höfðu starfað
mi'lli þinga og fjallaði önnur um
reglur ráðsins og almennar reglur
I. S. í. um handknattleiksmót, en
þar sem ekki liggur enn fyrir álit
nefndar þeirrar er samræma á ýms
atriði í reglum ráðanna í bænum
frestaði nefndin störfum þar til
það lægi fyrir. Um almennu regl-
urnar urðu nokkrar umræður, og
verður nýmæla í því sambandi get-
ið síðar. Hin nefndin hafði til at-
hugunar fyrirkomulag á kappmót-
um, og urðu um þær tillögur nokkr-
ar umræður. v
Þingið fór vel fram, en var illa
sótt, og má það merkilegt heita,
þegar um er að ræða jafn vinsæla
íþróttagrein og handknattleikur er.
Fnamhaldsþing mun fara fram síð-
ar í vetur.
í staðinn setja ákvæði um það, að
greiða skuli verðið út í hönd um
leið og salan fer fram.
Með þessu gerir nefndin ráð fyr-
ir að draga megi úr háu söluverði,
eins og t. d. átti sér stað þegar
Arsenal keypti Brvn Jones af
W olverh amto n Wanderers 1938
fyrir 14.000 pund. —
Gert er ráð fyrir að eftir stríðið
verði tekin upp sama flokkun og
var í september Í939, en hvorki
verði leyfðir flutningar #,upp eða
niður“, eða milli flokka.
Notkun „gesta“ í félögum skal
miðast við sex flesta í liverju liði,
og þessi tala skal srnátt og smátt
minnka, þar til gestakeppni er með
’öllu horfin.
Laun leikmanna skulu vera 4
pund fyrir hvern leik, en gestir fá
þó aðeins 2 pund.
Rætt er um að hækka viku-
laun leikmanna um 1 pund og hafa
þau 7 pund þann tíma sem ekki
er keppt, en 9 pund um keppnis-
tímann.
Til mála kemur einnig auka-
þóknun til manna, sem lengi hafa
leikið fyrir sama félag. —
Þrátt fyrir strið og mikla vilinu
heima, er leikin knattspyrna um
England þvert og endilangt, en
allt fvrirkomulag er gjörbreytt írá
því fyrir stríð. Félög þau' sem
keppa eiga eru aldrei örugg um
að geta sent þá menn fram, sem
kvöldið áður eða jáfnvel sama dag
haifa verið útnefndir. Skyldan fyrir
föðurlandið hefur fyrirvaralaust
kallað þá til „annarra starfa“. Það
fer líka oft svo, að góð félög tapa
með ótrúlegum markamun, og er
það þá kallað stríðs-„reSUlt“, eða
stríðsárangur. Sem dæmi Jná
nefna, að sterkt félag, Hamilton,
tapaði með 7:1 fyrir nokkru. En
stuttu fyrir leikbyrjun vantaði
Hamilton 5 leikinenn; því tpkst
Framhald á 5 síðu.
Reykjavíkurtneist-
arar K. R. 1944
í sundknatfleik ;
Þessi flokkur samanstendur
af ungum mönnum, nema Jóni
I. Guðmundssyni, sem er gam-
alreyndur sundknattleiksmað-
ur, sem og verið hefur þjálfarí
flokksins í 6 undanfarin ár, og
hefur flokkurinn verið í stöð-
ugrd framför með þeim árangrí
sem kunnur er.
Aramót
I>ó allt sé hverfult í þessum heimi og breytingum undirorpið, þá
breytist aldrei rás tímans. Nótt kemur að liðnum degi og ár að öðru
horfnu. Hann heldur sínum jafna hraða hvað sem á gengur. Þó er það
svo, að einum finnst hann þjóta áfram með leifturhraða, honum vannst
ekki tími til að afreka allt það sem áformað var, þó hann jafnvel kepp-
ist við hann. Aðrir heilbrigðir nienn og -amalausir kvarta yfir því að
tíminn ætli aldrei að líða. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við
hann, þeir bíða lífsleiðir eftir því að dagur komi að kvöldi. Varla búa
þessir menn ytfir hugsjónum til að auðga lífið með fögrum myndum,
sem gefa þeim sjálfum gildi, samtíðarmönnum þeirra eða afkomendum.
Ilvert ar hlýtur þó að geyma myndir í huga hvers einstaks, stórar
eða litlar, eftir því livað tíminn hefur verið notaður vel. Eftir því hvort
hann hefur farið hratt yfir eða hægt. Eftir því hvort einstaklingurinn
hefur búið yfir hugsjónum, eða með áhuga lagt liart að sér, til að íklæða
hugsjónir í veruleika.
Eða hefur hann látið tímann líða fram hjá sem bragðlaúsa lygnu,
þar sem tækifærin liggja ónotuð?
Ef ég nú legði þá spurningu fyrir hvern einasta mann, sem vill
kalla sig íþróttamann, hvort tíminn hefði liðið með hraða eða varla
bifast, með öðrmn orðum: hvort hann hetfði notað hann vel eða illa í
þágu þeirrar hugsjónar sem hann berðist fyrir, mundu flestir svara
þannig, að þeir værn ánægðir með sjálfa sig.
En í sannleika sagt eru þær tfögru og glæsilegu myndir, sem víða
má þó sjá af starfi íþróttamanna, hugsjónir og framkvæmd sárfárra at-
hafnamanna. Ef þið farið í ykkar eigin barm munuð þið finna að þótta
er sannleikur. %
Myndir þær sem ég tála um geta verið af mörgu: Góðu félagslífi,
byggingu íþróttamannvirkja: sundlauga, skíðaskála, íþróttahúsa, leik-
valla, samhjálp og menningarmálum. En þrátt fyrir þessar myndir full-
yrði ég, að margfalt glæsilegri myndir mætti framkalla ef íþróttamenn
létu ekki tímann líða fram hjá sem bragðlausa lygnu. Ef til vill liggur
veila íþróttahreyfingarinnar einmitt í þessu atriði. Hún sem sagt nær
ekki til fjöldans. Hún er of fámenn af sönnum starfsömum hugsjóna-
mönnum. Togstreitan um menn, stíg, met og sigra er að ýmsu leyti að
fara með hana á villugötur. Einstaklingarnir alast upp í sjálfshyggju í
stað félagáhyggju byggðri á víðtæku samstarfi við önnur félög og fé-
lagsheildir.
Sú hugsun, að íþróttirnar nái til fjöldans, verður að komast til
framkvæmda, fyrr verður ekki íþróttahreyfingin örugg. Þetta verður
að vera hugsjón og framkvæmd næsta árs — næstu ára. í réttu hlut*
falli við framkvæmd þessarar hugsjónar stækka þær myndir sem íþrótta-
hrejifingin skilur eftir í íslenzku þjóðlífi.
Á þessu vandamáli verður hver einasti iþróttamaður að taka, væri
vel ef árið 1945 markaði tímamót í þessu máli innan íþróttahreyfingar-
innar hér. Þá um leið getum við sett okkur fleiri takmörk; þvi þar sem
fjöldinn stendur að, er fólkið það afl sem ekkert stenzt.
Þá rísa upp vellir, íþróttáhús, sundlaugar, með vaxandi hraða,
félagslífið verður fjölbreytilegra og meir aðlaðandi fyrir nqga og gamla.
Æskunni verður meiri sómi sýndur en verið hefur, og er það stórt spor,
Það er því nýársósk mín íþróttunum til handa, að allir geri sitt
til að láta íþróttirnar ná til fjöldans,.það er markmið þeirra og tilgang-
ur, og það er hægt ef fjöldinn,vill.
*
Einar Sæmundsson, Pétur Jónsson, Benný Magnússon,
Jón I. Guðmundsson, Signrgeir Guðjónsson, Rafn Sigur-
vinsson, Jóhann Gíslason. (Talið frá vinstri til hægri)