Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 5
ÞÓJÐVILJINN —Fimmtudagur 11. janúar 1945. þlÓÐWlUIKN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalisíaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaííur: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: SkólavörSustíg 19, sími 2181,. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. 1 Flugfélag Islendinga Það er brátt að því komið að ákveða verður hverskonar skipulag skuli hafa á flugmálum íslendinga, hvað snertir rekstur flugfélaga eða flugfélags. Og það er ekki nema eðlilegt að farið sé að ræða um þau mál nú þegar. 3?að liggur í augum uppi að það nær engri átt að hafa hér mörg smá flugfélög, sem keppa hvort við annað. Með því móti yrðu íslending- aralveg ósamkeppnisfærir um flugleiðirnar til útlanda og þar af leiðandi ófærir um að halda þeim uppi. Það verður því að vera eitt flugfélag, sem hefur flugferðirnar með ihöndum, — og hvernig á þá að komast hjá þeirri einokun í höndum einstakra manna, sem yrði eðlileg afleiðing slíks skipulags? Það er ekki hægt að komast hjá slíku nema með verulegri þátttöku íslenzka lýð- veldisins sjálfs, ríkisins, í slíku flugfélagi, jafnvel þannig að það ætti helming hlutafjár. Það hefur orðið vart tilhneiginga af hálfu einstaklinga að vilja helzt sölsa undir sig einokun á flugferðunum og það mun tilgangur sumra þeirra, sem standa að þeim tveim flugfélögum, sem hér starfa nú og Eimskipafélagi Islands, að þessi félög sitji ein að myndun flugfélags. Slíkt nær vitanlega ekki nokkurri átt. Þegar stofnað verður eitt, almennt flugfélag íslendinga, til þess að annast allar flugferðir þjóðarinnar, verður vitanlega að gefa öllum landsmönnum tækifæri til þátttöku, líkt og gert var við stofnun Eimskipafélagsins á sínum tíma. Og þar að auki kemur svo hlutdeild ríkisins. Það væri alveg óhugsandi að ætla að láta lítinn hóp manna njóta forréttinda um hlutafjárframlag til þess eina flugfélags, sem rekið yrði á íslandi. Það er vitað að Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að leggja nokkuð af því fé, sem það hefur eignast með aðstoð ríkisins og á kostnað annarra skattgreiðenda, í flugfélag. Það er að vissu leyti rétt, þar sem búast má við að allur aðalfarþeglflutningur frá íslandi fari fram með flugvélum framvegis og því’ eðlilegt að Eimskipafélagið vilji halda áfram þeirri starfsemi sinni í nýju formi. En það mun og mál margra að ekki veiti af að Eimskipafélagið hugsi betur um vöruflutningamöguleika landsmanna en það hefur gert síðasta áratuginn og megi því sízt vanrækja kaup á flutningaskipum, svo sem það alltof lengi hefur gert. Sá ótti hefur og gert vart við sig að stjórnendur Eimskipafélags- ins hugsuðu til þess að gerast sem mest alráðir í flugfélagi, ef þeir mættu. Ekki er reynslan svo góð af framsýni og umhyggju' Eimskipafélags- stjórnendanna fyrir almenningshag, að það myndi spá góðu, ef þeim tækist slíkt. • íslenzka ríkið verður að tryggja þegna sína gegn misnotkun hvers- konar einokunarafstöðu, sem það af tæknilegum og skipulagsleguin ástæðum verður að koma á. En þar að auki verður íslenzka lýðveldið að tryggja sjálft sig gegn því að erlend auðfélög geti náð tökum á svo mikilvægum þætti þjóðlífsins sem flugmálunum. Og sú hætta er altaf til meðan hægt er að kaupa upp hlutafélög eða koma á einhverskonar leppmennsku. Og það er vitanlegt að einmitt flugfélögunum er hætt við að reynt vei’ði að koma við erlendum áhrifum. Og eina örugga tryggingin fyrir því, að íslendingar ráði siíku flugíéiagi algerlega er að ríkið eigi helming hluta- fiár. Isfishsierlifl lekkir Dátinn, sem varð • Hér birtist stutt ævisaga yfirforingjans yfir hersveitum 3. Úkrainuhersins sem unnið hafa fræga sigra í Ungverjalandi að und- anförnu. Fjodor Ivanovits Tolbúkin mar- skálkur hélt upp á tvö afmæli á síðast liðnu ári, — fimmtugsaf- mæli sitt og 30 ára herþjónustu afmæli. Hann er sonur rússnesks alþýðu fólks. — I bók þorpskirkjunnar í Davidovo er þessj klausa, dag- sett 16. júní 1894: „Ivan Tolbúk- in, fyrrum hermanni, nú bónda í Jaroslav Gúbernia, fæddur sonur, Fjodor“. Drengurinn ólst upp í þorpinu sínu. — A veturna lærði hann í barnaskóla. Á sumrin vann hann á ökrunum. — Einfalt og erfitt sveitalífið stælti hann and- lega og líkamlega. Á unglingsárum sínum rak þekk ingarþráin hann til Petrograd, þar sem hann vonaðist til að geta afl- að sér menntunar. — Honum var þá ekki farið að det.ta í hug að verða hermaður. — Hann byrjaði á að búa sig undir borgaraleg störf. Þegar stríðið skall á 1914, gaf hann sig fram til þjónustu í bif- vélahersveit Petrograds og fór til vígstöðvanna sem óbreyttur her- maður, ríðandi á vél'hjóli. — — Hann særðist í Grodno-orustunni, og er hann hafði náð sér, var hann sendur í liðsforingjaskóla. SKJÓTUR FRAMI Hann útskrifaðist með heiðri í júlí 1915 og sneri aftur til víg- stöðvanna sem fyrirliði fótgöngu- liðsherdeildar (company). Hann sýndi brátt mikla foringja hæfileika, hugkvæmni og dirfsku, og var sæmdur tveimur heiðurs- merkjum eftir fjögurra mánaða þjónustu og hækkaður í tign (sec- ond lieutenant). Herdeild hans var ein af þeim beztu í hersveitinni (regiment). Fyrir hugrekki sjálfs sín í bar- dögum fékk hann þriðja heiðurs- merkið. — Hann varð lieutenant og svo herflokksforingi (battalion commander). — Sex mánuðum seinna varð hann höfuðsmaður (staff captain) og fékk fjórða heið- ursmerkið. — Herflokkur sá, sem hann stjórnaði, barðist á aðal- vígsvæðunum í hinni frægu sókn Brússiloffs. Frá fyrsta degi ráðstjórnarinnar í Rússlandi helgaði Tolbúkin alla hermennskuhæfileika sína hags- munum alþýðunnar og ættjarðar- innar. Árið 1919 var hann á Petrograd- vígstöðvunum sem að’stoðaryfir- foringi yfir herforingjaráði herfylk-’ is og tók þátt í vörn Leningrads — Árið 1920 var hann yfirforingi yfir herforingjaráði herfylkis á vesturvígstöðvunum (þ. e. austur- vígstöðvunum á okkar máli. — Þýð.). Þegar bardögum lauk á hinum mörgu vígstöðvum borgarastyrj-' aldarinnar og unga verklýðsríkið sneri sér að friðsamlegum viðreisn- arstörfum varð Tolbúkin kyr rauða hernum, jók hernaðarþekk- ingu sína og kenndi undirmönnum sínum. — Ilann stundaði nám við hernaðarframkvæmdadeild Frunze 'hermennskuskólans og varð yfirfor ingi yfir herforingjaráði hersvæðis. — I þeirri stöðu var hann, þegar Ilitler réðst á Sovétríkin. — Seinna varð hann yfirforingi herforingja- ráðsins á Krímvígstöðvunum. Tolbúkin stjórnaði heilum her við vörn Stalingrads. — Þeir, sem börðust við hlið hans á þeim dög- urn, tala um hina óbifanlegu, ró- legu sigurvissu hans. Ilann er ímynd hins rússneska hermanns, — bláeygur, ljóshærð- ur, stór og sterkur, — óttast aldrei, — þreytist seint, — er í einu hóg- vær, látlaus og valdsmannslegur. Herinn, sem hann stjórnaði, hélt vígsvæðinu, þar sem herafla þeim, sem ætlað Ýar að ráða niður- lögum þýzka hersins við Stalin- grad, var safnað saman í nóvem- ber 1942. — — Þann 19. nóvember hóf her Tolbúkins sókn ásamt öðrum sovétlherjum. — Her hans ruddi braut skriðdrekum og vélbúnum hersveitum á aðalsóknarsvæðinu með því að brjótast í gegnum víg- línur óvinanna. Á þrem dögum sóttu menn hans fram um 75 km, náðu sambandi við hersveitirnar á Don-vígstöðv- unum og króuðu á þann hátt 6. herinn þýzka inni. ELDIN GARHRAÐI Tolbúkin stjórnaði þessum hern- aðaraðgerðum með leifturhraða og snilli. — Þýzka herstjórnin reyndi að bjarga hinu innikróaða úrvals- liði sínu með því að láta Manstein hefja árásir frá Kotelnikovo-hér- aði. — Paulus reyndi að brjótast út úr kvínni og komst í samband við Manstein. — Her Tolbúkins varð að verjast á báðar hliðar. Hersveitir Mansteins biðu lierfi- legan ósigur á iniðri leið frá Ko- telnikovo til Stalingrads. — Hann missti megin hluta skriðdreka sinna og hörfaði suður á bóginn undan sovétsókninni, sem óð yíir allar torfærur eins og snjóflóð. — Menn Tolbúkins réðust á hersveit- ir Paulusar og áttu ek'ki lítinn þátt í tortímingu hans. — Tol- búkin varð nú hershöfðingi (lieut- enant-general) og fékk Súvoroff- orðuna (1. flokks). Eftir Stalingrad-sigurinn stjóm- aði hann her í orustunum um Spass Demensk. — Vorið 1943 (þá orðinn colonel-genéral) var hann skiþaður yfirforingi suðurvig stöðvanna. — í ágústmánuði brauzt her hans með miklum hraða gegnum varnarlinu óvinanna við Mius. Aðaleinkennin á hernaðáraðferð Tolbúkins eru glögg. — Þau eru í fyrsta lagi að rannsaka vígstöðu óvinanna mjög vandlega, undir- búa hverja herna aðgerðv ná- marskálkur Tolbúkin marskálkur kvæmlega og með mestu leynd, safna meginhernum saman á aðal- árásarstaðnum, skjót og einbeitt áhlaup og mikill hreifanleiki. í Mius-orustunni var aðaláhlaup ið gert fyrir norðan Matvejeff Kúrgan. — Afar stórt skarð var rofið í varnarlínur óvinanna, og gegnum það streymdu riddaráliðs og skriðdrekahersveitirnar, sem króuðu þýzka herinn inni við Tag- anrog. Þá er menn Tolbúkins höfðu tvístrað megin hluta óvinaherfylkj anna og farið framhjá Miusvarnar- virkjunum, stefndu þeir til Don- bas og sóttu fram um 320 km á sex dögum. Tolbúkin var nú gerður að yf- irh ershöf ðing j a. Þjóðverjar höfðu jafnvel ennþá öflugri víggirðingar við ána Mol- otsnaja, þar sem þeir vonuðust til að geta lokað leiðinni til Krims. Eftir stutt hlé brutust hersveit- ir Tolbúkins í október gegnum víggirðingarnar, lokuðu undan- haldsleiðinni frá Krím og lögðu undir sig allan suðurbakka Dnéprs. — Um þetta leyti fóru fótgöngu- liðsherfylkin 30 til 40 km á dag í stöðugum bardögum. Allar hernaðaraðgerðir, sem Tol- búkin stjórnar, eru athyglisverðar fyrir liraða sinn og sveigjanleik og fyrir það, hvað hann er skarp- skyggn á veikustu blettina í víg- girðingum óvinanna. — Það var hraðinn og snöggleikinn í áhlaup- unum, sem réðu úrslitunum, þegar hann komst yfir Sivasj og brauzt í gegnum víggirðingarnar á Pere- kopeiði. Sigrar þeir, sem menn hans unnu á Krím, eru enn í fersku minni. — Þjóðverjar voru um níu niánuði -að hertaka Sevastopol, — menn Tolbúkins tóku virkið aft- ur á fimm dögum. — Ófarir ó- vinanna á Krím voru einn sigur- inn enn fyrir Tolbúkin marskálk, — sjálfboðaliðann frá 1914. Seinna hröktu hersveitir hans óvinina út úr víðlendi Suður- Rússlands, sigruðu þá í mörgum orustum við neðri hluta Dnéster- fljóts. — Skömmu seinna héldu þær inn í Rúmeníu og Búlgaríu. Tolbúkin várð marskálkur þann 12. september 1944. > 3. Úkrainíuherinn berst nú í Ungvcrjalandi. — Þar vann hann frægan sigur, þá er hann brauzt í gegnum víggirðingar Þjóðverja og Framhald af 1. síðu. nefndarinnar, og svo verði einnig um allmörg færeysk skip, en skip þessi verða að taka fiskinn í hvert sinn á þeirri höfn sem Lands- samband útvegsmanna segir þeim fyrir um. VERÐHÆKKUNARSJÓÐUR Borgað verður við móttöku fisksins sama verð og hingað til, en hækkunin, 15%, rennur í verð- hækkunarsjóð, sem Fiskimála- nefnd úthlutar í hver vertíðarlok. í sjóð þennan rennur einnig allur sá liagnaður, sem verður af rekstri leiguskipanna. Landinu verður skipt í útflutn- ingssvæði, og er yfirleitt gengið út frá því, að hver útgerðarstaður, sem aðstöðu hefur til afskipunar á aflanum sé útflutningssvæði, þó er tilætlunin að Reykjanessvæð- ið, sunnan Hafnarfjarðar, verði eitt útflutningssvæði. í tilkynningu Samninganefndar ufhnríkisviðskipta er ákveðið, að „afgreiðslumaður fiskkaupaskipa skal senda Fiskimálanefnd í síð- asta lagi sex dögum eftir að fisk- kaupaskip hefur verið afgreitt til útlanda, sundurliðaða skrá um fiskkaupin, og skal þar tilgreina: 1. Nöfn fiskseljanda, 2. Nöfn fiski- skipa, sem selt hafa fiskinn, 3. Magn fisks og tegund fisks sund- urliðað eftir verði, 4. heildarverð. „Verð á fiski til hraðfrystihúsa Póstferðir vikulega Framhald af 2. síðu. og leiðir af því, að á Austur- og Norð-Austurlandinu verður ekki hægt að halda sig við vikulegar póstferðir um héruð- in. þann tíma, sem bifreiðar ganga ekki, nema hægt verði að auka strandferðir upp í viku legar ferðir eða halda uppi reglubundnum flugferðum til þessara héraða, og verður nán- að að því vikið síðar, og legg- ur nefndin áherzlu á það, að grundvallarreglan um vikuleg- ar póstferðir um meginhéruð landsins, vetur jafnt og sumar, þurfi ekki nema um litla stund að brotna á því, að ekki verði hægt að koma pósti svo oft til sumra héraða á landinu“. Jarðfræði og framtíðaráætlanir Framhald af 3. síðu. enga möguleika hefði til þess að þróa mikinn iðnað. Þangað til menn taka jarð- fræðileg atriði jafnalvarlega og þau atriði sem koma við yfir- borði landanna, eru ríkisstjórn- ir okkar mjög líklegar til að gera aftur sömu mistökin, sem þær hafa gert áður, bæði með því að meta styrkleika þjóða ranglega og með því að berjast á móti þeim, að óþörfu- Ungverja á Dónárbökkuin og komst að Balatonvatni. — Nú eru hersveitir úr her Tolbúkins að hertaka Búdapest ásamt her- sveitum úr 2. Úkraníu-hernum undir stjórn Malinovskis mar- skálks. verður það sama og verið hefur eða jafnhátt og útborgunarverð á fiski í flutningaskip. Eigendur hraðfrystihúsa skulu senda Fiski- málanefnd vikúlega skýrslu um fiskkaupendur sem segir hér að framan“. Samkvœmt þessum skýrslum verðivr í hver vertíðarlok verð- hœkkunarsjóðnum skipt niðwr á jiskeigendur þannig, að ágóðahlut hvers útflutningssvœðis verður skipt miUi bátanna á svœðinu í hlutfalli við heildarafla þeirra. Ætlast er til að afhending fisks- ins sé á hverju útflutningssvæði í höndum eins aðila, sem ráðstafi því hvað mikið af aflanum gengur til hraðfrystihúsa, kaupaskipa eða leiguskipa. • Það er kunnara en frá þurfi að segja að smáútvegsmenn og hluta- sjóinenn hafa margir borið skarð- an hlut frá borði síðustu árin, og var það eitt af samningsatriðun- um við myndun núverandi ríkis- stjórnar, að gerðar yrðu ráðstaf- anir til að úr því yrði bætt. Þær ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, eru gerðar í samræiai við óskir smáútvegsmanna og hlutasjómanna sjálfra. Það er vit- anlegt, að mikill gróði hefur orðið á ísfisksútflutningnum en hann hef ur aðeins að litlu leyti komið smá- útvegsmönnunum og hlutasjó- mönnum til góða. Raddir höfðu komið fram um að lækka þyrfti fiskverðið, og er öll- um ljóst hver vandræði hefði af því leitt fyrir útveginn. í stað ! þess er fiskverðið hækkað veru- , lega, og jafnframt, með leiguskip- ! unum, gerðar ráðstafanir til að : fiskimennirnir sjálfir geti notið sem allra mest af afrakstri erfiðis síns. ílfsreiðsleslðrl. Stúlka, vön afgreiðslu í matvöruverzlun, getur fengið atvinnu nú þegar. Gott kaup. ♦ ★ KRDH Skrifstofan, Skólavörðust. 12. Stakar K<t i nanRn.bnxr fyrirliggjandi. Einnig saumaðar eftir máli með stuttum f yrirvara HSííma Skólavörðustíg 19. Simi 3321. i Fimmtudagur 11. janúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN AUGLÝSING frá Samninganefnd utanrikisviðskipta um iágmarksverð á nýjum fiski o.fi. SamkVæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til- kynnist eftirfarandi: 1. Frá kl. 1 e. h., miðvikudaginn 10. janúar, 1945, er lágmarksverð á fiski, sem seldur er nýr í skip til útflutnings, svo sem hér segir: Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður .............. kr. Hrogn (í góðu ástandi og ó- sprungin, í um 14 enskra 0,26 per kg. punda pokum) Háfur .......... Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: — 0,77 - — 0,13 - óhausaður ................ hausaður ................ Karfi: óhausaður ............... hausaður ................ Keila: óhausuð ...........,..... hausuð .................. Skötubörð .................... $>tórkja£ta og langlúra ...... Flatfiskur annar en sandkoli, stórkjafta og langlúra .. Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður ................ Hrogn (í góðu ástandi og ó- sprungin, í um 14 enskra punda pokum) ............. Háfur ........................ kr. 0,52 per kg. 0,67 - - — 0,15 - - — 0,20 - - — 0,30 - - — 0,38 - - — 0,37 - - — 0,89 - - — 1,77 - ’- — 0,30 - - 0,89 0,15 Af verði þessu skulu fiskkaupendur greiða selj- endum við móttöku fiskjarins eftirfarandi verð: Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: óhausaður .............. kr. 0,45 per kg. hausaður ................... — 0,58 - Karfi: óhausaður ................. — 0,13 hausaður ................... — 0,17 - Keila: óhausuð .................... — 0,26 - hausuð ..................... — 0,33 - Skötubörð ...................... — 0,32 - Stórkjafta og langlúra.......... — 0,77 - Flatfiskur annar en sandkoli, stórkjafta og langlúra ..... — 1,54 - 3. Eftirstöðvarnar greiðir fiskkaupandi til þess lög- reglustjóra, sem afgreiðir skipið til útlanda á- samt öðrum löglegum gjöldum. Fyrir fé þessu gerir lögreglustjóri skil til ríkissjóðs á venju- legan hátt. Mismuninum milli fiskverðs og útborgunar- verðs verður úthlutað meðal útvegsmanna og fiskimanna til þess að tryggja jafnaðarverð á hverju sviði. 4. Afgreiðslumaður fiskkaupaskips skal senda Fiskimálanefnd í síðasta lagi sex dögum eftir að fiskkaupaskip hefui verið afgreitt til útlanda sundurliðaða skrá um fiskkaupin og skal þar til- greina: 1. Nöfn fiskseljanda. 2. Nöfn fiskiskipa, er selt hafa fiskinn. 3. Magn fisks og tegund fisks sundurliðað effir verði. 5. 6. 7. 4. Heildarverð. Verð á fiski til hraðfrystihúsa verður það sama og verið hefur eða jafn hátt og útborgunarverð á fiski í flutningaskip, eins og að framan segir. Eigendur hraðfrystihúsa skulu senda Fiski- málanefnd vikulega skýrslu um fiskkaup frysti- hússins sundurliðaða á sama hátt og fiskkaup- endur sem segir hér að framan. Landsamband ísl. útvegsmanna ákveður hvar fiskkaupaskip skuli taka fisk hverju sinni. Útflutningsleyfi á nýjum frystum fiski eru bundin því skilyrði að framangreindum ákvæð- um sé fullnægt. Reykjavík, 10. janúar, 1945. Samninganefnd utanríkísvidskípfa ^ — -*•-- ~^T n--i,-i ffr.—,nn- ri r*»>—inO( jOu iTilkynningfrá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu „6róttl“ Að gefnu tilefni vill Skipstjóra- og stýrimanna- félagið „Grótta“ birta tillögu um fiskimálanefnd eins og hún kom fram á aðalfundi félagsins 7. þ.m. „Skipstjóra- og stýrimannafélagið „Grótta“ samþykkir að skora á Alþingi að leggja niður Fiskimálanefnd, eins og hún hefur starfað síðast- liðin ár, og Jeggur til að fá Fiskifélagi íslands starf ;! hennar til úrlausnar.“ VWVVWWWV%%^%VVVVWWAVUWV%WVVW.VW\rtVVVVVWW Samkeppni Æ. F. R. MALFUNDAHÓPURINN heldui fund í kvöld kl. 9 að Skólavörðu- stíg 19. .STJÓKNIN. DANSSKÓLINN tekur til starfa í kvöld kl. 8 stundvíslega að Skóla- vörðustíg 19. Kennari verður ung- frú Sif Þórz. Allir félagar, sem hafa skrifað sig á listann eru beðnir að mæta og enn er hægt að bæta nokkrum við. STJÓRNIN. SAMKEPPNI. Æskulýðsfylkingin efnir til sam- keppni um merki fyrir sambandið. Við væntum þess að margir taki þátt í samkcppninni, þótt verðlaun- in séu ekki liá — 100 kr. — enda vitum við að þeir, sem senda merki munu frekar gera það af áliuga fyr- ir góðu málefni en í von um há verðlaun. Frestur til að skila uppdráttum er til 1. febrúar n.k. Þeir, sem óska frekari upplýs- inga snúi sér til skrifstofunnar, Æskulýðsfylkingin efnir til samkeppni um merki fyrir sambandið. Við væntum þess að margir taki þátt í sam-, keppninni, þótt verðlaunin séu ekki há — 100 kr. —, enda vitum við að þeir, sem senda merki munu gera það af áhuga fyrir góðu málefni en í von um há verðlaun. Frestur til að skila uppdráttum er til 1. febr- úar n.k. Þeir, sem óska frekari upplýsinga snúi sér til skrifstofunnar, Skólavörðustíg 19, sem er opin daglega frá kl. 4—7. SAMBANDSSTJÓRNIN. c. Hjúskapur. Ungfrú Helga Tryggva dóttir og Pétur H. Pétursson, Lang- holtsveg 55 voru gefin saman hjá borgarfógeta 6. þ. m. Vrt.-U'Wlrt Skólavörðustíg 19, sem er opin dag- lega frá kl. 4—7. SAMBANÐSSTJÓRNIN. Félag Suðurnesjamanna í Reykja- vík heldur nýársfagnað að Hótel Borg 13. janúar n.k. kl. 7,30 e. h. Aðgöngumiðar eru seldir í Verzl- uninni Aðalstræti 4 og Skóverzlun Stefáns Gunnarssonar, Austurstræti 12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.