Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJ ÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. janúar 1945. T|ILL06UR MILLIÞINGANEFNDAR f PÖSTM&LUM: Pósti verði komið vikulega ár- ið um kring í öll héruð landsins Gerbreytingar á póstflutningi í sveitum landsins Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hefur Alþing nú samþykkt að fela ríkisstjórninni að framkvæma breytingar þær á póstsamgöngum, sem milliþinganefnd í póstmálum lagði til að gerðar yrðu. í milliþinganefnd þessari, sem var kosin á s. 1. vetri, áttu sæti þeir Gunnar Benediktsson, Daníel Agústínus- son og Gísli Jónsson. Nefndin leitaði álits sveitastjórna úti um landið og annarra aðila í þessu máli og bárust henni svar frá 162 hreppsnefndum, 5 bæjarstjórnum, 19 pósthúsum og 6 sýslumönnum, auk þess hafði hún samvinnu við póststjórnina. Nefndin leggur til að póstgöngur verði auknar veru- lega, verði greiðari og beinni en nú er. Hér á eftir verða birtar tillögur þær um breytingar sem nefndin gerir í áliti: „Tillögur nefndarinnar um póstsamgöngur í landinu er í höf- uðdráttum þessar: Pósti verði komið vikulega árið um kring um öll héruð landsins og á flest heimili, að undanskildum nokkrum erfiðum og strjálbýlum stöðum, sem fá ekki póst nema hálfs- mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Með ströndum gangi strand- ferðaskip milli kaupstaða og stærstu þorpa að minnsta kosti hálfsmánaðarlega. Milli aðalviðkomustaða strandferðaskipanna fari flóabátar eða landpóstar minnst vikulega, svo framt póstur berist svo oft til viðkomandi landshluta. Meðan sérleyfisbílar ganga, skulu þeir fara með póst milli landshluta í hverri ferð sinni og dreifa pósti um víðar en verið hefur. Allar þær bifreiðar, sem annast vöruflutninga með reglulegum ferðum daglega eða sjaldnar innan héraðanna, skulu dreifa pósti á bæi með leiðum sínum. Og á milli viðkomustaða bifreiða og báta og út frá þeim sé póstur borinn með viðkomu á flestum bæjum í hverju héraði. Skulu atriði þessi nú nánar sundurliðuð og skýrð hvert í sínu lagi. POSTFLUTNINGAK MEÐ MJÓLKURBÍLUM Svo sem fram er tekið í áð- urnefndri ályktun Alþingis, var það höfuðverkefni nefndarinn- ar að gera „tillögur um breyt- ingar, er miði að því, að póst- sendingar berist um landið hraðar og tíðar en nú er“. Það fyrsta, sem nefndin sá, að til greina hlaut að koma, til að ná sem bezt þessu marki með sem minnstum kostnaðarauka, var að nota til póstflutninga skipu- legar og í ríkari mæli en verið hefur sérhver þau farartæki, sem annast reglulega vöru- og fólksflutninga milli héraða og innan þeirra. Komu þan fyrst til greina mjólkurflutningarn- ir úr sveitinni til mjólkurbú- anna og sölustaða í bæjunum. Er það tillaga nefndarinnar, að allur póstur til viðkomandi héraða sé sendur til miðstöðva mjólkursvæðanna, þar sé hann lesinn í sundur og knippaður eftir því, sem bæirnir eiga sam- eiginlega viðkomustaði við veg- ina með mjólk sína Við þá staði sé komið upp varnsheld- um og traustum kössum, tví- hólfuðum, þar sem mjólkurbíl- stjórinn lætur póstinn í, og er hann þar tekinn af viðkomandi t. d. um leið og mjólkurbrús- arnir og jafnframt látinn í kassann sá póstur, er hann vil koma frá sér, og tekur bUstjór inn hann um leið og flytur hann á aðalpóststöðina. Á þenn an hátt verði hagað flutningi almenns pósts og tilkynninga um ábyrgðarsendingar, en á- byrgðarpóstur sé sendur tvisv- ar í viku til bréfhirðinganna á svæðunum. Á þennan hátt mætti dreifa pósti tvisvar t’l sex sinnum í viku um mest- allt Suðurlandsimdirlendið að Vík í Mýrdal, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, Eyjafjarðarsýslu og að verulegu leyti um Hnappa- dalssýslu, Skagafjarðarsýslu og lítilsháttar í Suður- Þingeyjar- sýslu. Hefur þessum tillögum nefndarinnar undantekningar- lítið verið mjög vel tekið af sveitarstjórnum hlutaðeigandi j héraða, og ættu ekki neinir erf- j iðleikar að vera á framkvæmd þeirra. Þess má geta, að í Eyja- | firði hefur pósti verið dreift með mjólkurbílum um nokk- urra ára skeið og gefizt vel. Mjólkurflutningamir eru víð- ast í höndum félagssamtaka þeirra aðila, sem með þessu móti fá póstinn á miklu greið-v ari hátt og mun því verða auð- velt með að ná við þau hag- kvæmum samningum um póst- flutningana, og við mjólkur- pallana eða samsvarandi við- komustaði þurfa bílarnir að nema staðar hvort eð er og þvi ekki nema sáralítil töf að því að koma póstinum af sér. Að áðurnefndum póstkössum verð- ur nánar vikið síðar í þessu á- liti. PÓSTFLUTNINGAR MEÐ SÉRLEYFISBIFREIÐUM Þá er það einnig tillaga nefndarinnar, að sérleyfisferð- ir bifreiða verða teknar enn meir í þágu póstflutninga en verið h'efur. Nú er það svo, að póststjórnin, sem hefur með höndum úthlutun sérleyfanna, hefur bundið þau leyfi beim skilyrðum, að póstur sé fluttur á ákveðna staði á leiðinni 1 á- kveðnum ferðum. Nú leggur nefndin það til, að viðkomu- stöðum með póstinn verði fjölgað frá því sem nú er, og þá einkum á þann hátt, að póstkössum, sams konar og þeim, sem áður er getið í sam- bandi við mjólkurflutningana, verði komið upp við vegina svo að töf við að losna við póstinn verði sem allra minnst- Á þennan nátt væri hægt að iullnægja að mestu eða öllu póstflutningum í einstökum hér uðum þann tíma ársins, sem bifreiðar halda uppi áætlunar- ferðum. Vinnst með þessu þaö tvennt í senn, að ekki þarf að gera sérstaka ferð með póstinn á þessa staði og héraosbúarn- ir fá póst s.b.m með greiðari hætti en áður. Komu margar raddir í þessa átt úr héruðum, þar sem sérleyfisbílar fara í gegn og renna rétt fram hjá bæjunum. Þykir íbúun im það að vonum illt að sjá a eftir bílunum, sem eru með póstinn á heimilin og eiga svo ekki von á að fá póstinn fyrr en eftir marga daga. Með þessu sparast víða alllangar póstleið- ir, því að ýmsir afskekktir dala- og heiðabæir liggja mjög nærri þjóðbrautum og komast þá þess ir bæir úr mestu einangran sinni lengri eða skemmri tíma ársins. Nefndin hefur gert sér ljóst, að á framkvæmd þessa atriðis eru þó nokkrir erfiðleikar á sumum leiðum áætlunarbíl- anna, einkum hinum lengri. Þar sem dagleiðir eru ákveðn- ar svo langar, að engu má muna að þeim verði haldið, má búast við nokkrum erfiðleikum á því að fá sérleyfishafana til að stöðva bílana víða, þótt ekki sé nema rétt á meðan pósti er stungið í kassa við veginn, og farþegar mundu kunna miður slíkum töfum. En alla slíka erf- iðleika verður að yfirstíga. Koma ýmsar leiðir til greina um framkvæmdir í þessu efni, svo sem að skipta héruðunum á milli sérleyfishafanna, þar sem fleiri en einn eru á sömu leið, en hinum stærri leiðum, þar sem margar bifreiðar fara Gunnar Benediktsson, fulltrúi sósíalista í nefndinni. daglega, verði ein þeirra látin hafa aðra hraðaáætlun, og gætu ýmsir farþeganna kunnað því eins vel eða betur, auk þess sem sú bifreiðin gæti þá eink- um tekið að sér flutning þeirra farþega, sem fara ekki alla leið milli endastöðva. Það er með öllu ófært ástand, að póstur komi ekki nema viku lega eða verið sé að senda sér- stök farartæki með póst lang- ar leiðir, þar sem önnur farar- tæki fara um nokkrum sinnum í viku eða máske daglega, svo mikilvægur þáttur sem góðar póstsamgöngur eru í menning- arlegu tilliti. í sambandi við þetta vill nefndin benda á, að lögin um sérleyfi gefa póstmálastjórninni svo að segja ótakmarkað vald til að krefjast póstflutnings með sérleyfisbílum. auk þess sem hún hefur sérleyfisúthlut- unina í sínum höndum og hef- ur nú þegar tekið undir sína umsjá rekstur flutninga á ein- stökum leiðum og þar á meðal nú í sumar á einni lengstu og þýðingarmestu leiðinni, á milli Reykjavíkur og Akureyrar, og verði áframhald á því, að hún taki að sér slíka starfsemi, ætti að verða enn auðveldara að komast yfir þessa erfiðleika. PÓSTFLUTNINGAR MEÐ FLÓABÁTUM Nefndin komst að raun um það, að um undanfarin ár hafa ekki allir flóabátar, sem ríkið styrkir til að halda uppi á- kveðnum ferðum innan fjarða og með ströndum fram, verið settir í samband við áætlunar- kerfi póstflutninganna. Hefur þetta m. a. stafað af truflun- um af völdum hernaðarástands- ins- En gera verður ráð fyrir því, að um það bil sem tillög- ur nefndarinnar. koma til fram- kvæmda, þá verði aftur komið eðlilegt ástand, og verður þá að gera ráð fyrir, að náið sam- starf takjst milli póstmála- stjómarinnar og bátaútgerð- anna, á þann hátt, að bátarnir geti í sambandi við ferðir sín- ar tekið að'sér reglulega póst- flutninga, hver á sínu svæði. PÓSTFLUTNINGAR MEÐ STRANDFERÐASKIPUM Til þess að reglulegar póst- ferðir verði framkvæmanlegar um land allt, eru reglubundn- ar strandferðir óhjákvæmileg- ar. Byggir nefndin tillögur sín- ar á því, að teknar verði upp reglubundnar strandfeiðir milli kaupstaðanna og stærstu kaup- túna á landinu að minnsta kosti hálfsmánaðarlega. Til þess að hægt sé að framkvæma grund- vallartillögur nefndarinnar um minnst vikulegár póstferðir um öll meginhéruð landsins og nán ar verður vjkið að í næsta kafla, þyrftu strandferðir þess- ar að vera vikulega yfir þann tíma ársins, sem aðalleiðir milli landshluta eru ekki færar bif- reiðum. Gildir þetta sérstak- lega um Austur- og Norð-Aust- urland. En með hliðsjón af því ástandi, sem ríkt hefur undan- farin ár í strandferðamálunum, sá nefndin sér ekki fært að gera ráð fyrir meira en hálfs- mánaðarlegum strandferðum, Framhald á 5 síðu. borglnnl Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki, sími 1760. Næturakstur: B. . S. R., sími 1720. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.2Q e. h. til kl. 9.50 f. h. Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.35 Lesin dagskrá næstu viku.. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) „Die Felsenmiihle eftir eftir Reissiger. b) Krolls Ballklánge eftir y Lumbye. c) „Extase“ eftir L. Ganne. d) „Kampavínsgaloppaði" eft ir Lumbye. 20.50 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson háskóla- bókavörður). 21.20 Hljómplötur: Leikið fjórhent á píanó. 21.30 Frá útlöndum .(Björn Franz- son). 21.50 Hljómplötur: Ria Ginster syng ur. Frá Nessókn í Reykjavík. Mjög er ánægjulegt að finna, hve mikill áhugi ríkir nú hjá söfn- uðinum á byggingu hinnar nýju Nes kirkju, sem vissulega er orðin þörf á að hefjast handa um. Kemur þetta glöggt í ljós þegar íkirkjunni berast hver stórgjöfin eftir aðra. Virðast íbúarnir á Melunum ætla að verða sérstaklega örlátir, þar sem nýlega hefur verið getið um eitt þúsund króna gjöf frá fjöl- skyldu þar, sem ekki vill láta nafns síns getið, auk annarra stórgjafa þaðan í vetur. Auk eitt hundrað krónu gjafar frá konu á Seltjarnarnesinu hefur kirkjunni nú borizt eitt þúsund króna minningargjöf frá öldruðum bónda við Skerjafjörðinn, svo ekki virðist sá hluti sóknarinnar ætlá að láta sitt eftir liggja með gjafir til kirkjunnar sinnar. F. h. Neskirkju hjartans þakkir. Guðm. Ág. Mætti um leið benda þeim sókn- armönnum á, sem ekki hafa enn tryggt sér eitt eintak af hinni merþilegu bók dr. Jóns biskups Helgasonar: „Kristur vort líf“, að nú eru aðeins fá eintök eftir af henni í vönduðu alshirtings-bandi. Þessi eintök fást hjá sóknarnefnd- armönnunum og kosta aðeins kr. 35.00, sem rennur óskert til Nes- kirkju. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.