Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. janúar 1945. ÞJÓDVl LJINN 7 Draumurinn hennar Ástu greiða atkvæði með því, að stelpan verði send til Sa- hara?“ Öll blómin réttu upp hendurnar. Rósin var að koma aftur frá lindinni og var nú orðin miklu hressari. „Það er bezt, að hún verði höfð eina viku á eyðimörkinni“, kallaði rósin. Ásta fór að gráta. Hana langaði svo mikið heim til pabba og mömmu. Hvernig átti hún að vera ein úti á eyðimörku? Dómarinn blístraði hátt'. í sama bili kom stórt, grátt ský svífandi. „Taktu þessa stúlku og farðu með hana til Sahara“, sagði sverðliljan, „og komdu með hana hingað aftur eftir viku. Hún má ekki vera nálægt neinni lind eða læk. Mundu það“. í sama bili greip skýið Ástu og hún barst með því á fleygiferð yfir fjöll og dali Hún þorði varla að horfa niður fyrir sig. Hana svimaði. Því lengra sem hún barst með skýinu, því heitara varð loftið í kringum hana. Seinast lækkaði skýið flug- ið og Ásta stóð allt í einu á miðri eyðimörkinni Sahara. Hún sá ekkert nema sand, eins langt og augað eygði. Og sólin skein á auðnina brennandi heit. „Eg sæki þig eftir viku“, sagði skýið og flaug sína leið. Ásta stóð ein eftir í sandinum svöng og sárþyrst. Hún grét allan daginn. Ó, hvað tíminn var lengi að líða. En allt í einu kom skýið og greip hana með sér. Hún þaut eins og fugl yfir fjöll og dali. En skyndilega hrapaði hún hægt niður á engið, þar sem blómadóm- stóllinn var og sverðliljan sat. Rósin og pelargonian voru orðnar feitar og hraust- legar en Ásta var vesaldarleg með tárvot augun. „Þú mátt fara heim“, sagði dómarinn. „Get ég fengið að drekka fyrst?“ stundi Ásta. Stór Maríustakkur kom fullur af vatni og Ásta drakk úr honum. Síðan tóku rósin og pelargonian hana á milli sín og leiddu hana heim aftur. „Ætli mamma og pabbi séu ekki orðin ákaflega hrædd?“ sagði Ásta. ú(ift 0$ ÞETT4 Menn hafa oft fundið ein- kennileg hljóðfæri meðal frum- stæðra þjóða. Til dæmi fannst í jörð í Mexíko, rétt fyrir alda- mótin, hljóðpípa, sem var í lög- un líkust djöfli með háan hatt. Var blásið í hattinn og fingr- unum drepið á víxl í göt,,sem voru á maga , ófreskjunnar. Heyrðust þá hvellir tónar.( Svipað hljóðfæri notuðu Haid ar í Brezku Kolumbiu. Það var hljóðpípa í fuglslíki. Var fugl- inn sjálfur blár og svartur en „ærgimir hvítir. Milli vængja fugl„- is sat ófreskja með dýrs- haus i fanginu og beit í tungu dýrsins. ★ , ’.ums staðar í Norður-Afriku er hljómlist talin hættuleg nema í ófriði. Eftir því sem Diderot segir, álitu Forn-Egipt- ar hljómlist óviðeigandi og vera vitni um léttúð — að trú- arlegri hljómlist undantekinni- Við guðsþjónustur sínar léku þeir á níu strengja hörpur til heiðurs uxanum Apis. ★ Grikkir höfðu mætur á hljóm list. Hafa fundizt í jörð í nánd við Trójuborg fílabeinshörpur, skreyttar gulli og gimsteinum, og er haldið, að þeir hafi haft þær með sér í Trójustríðinu. Annars telur Platon hljóm- ! list ofaukið í framtíðarríkinu og vill láta leggja hana niður. ERICH MARIA REMARQUE: VINIR I til kaupmannsins og segja hon- um örfá orð í hreinskilni. „Á ég nú ekki að fara Pat?“ spurði ég. „Ekkert liggur á“, sagði hún. Við stóðum við gluggann- Götuljósin voru að kvikna. „Viltu sýna mér svefnherberg- ið þitt, Pat?“ Hún opnaði dyrnar og kveikti ljós. Eg staðnæmdist í dvrunum. Mér flaug margt í hug. „Er þetta rúmið þitt?“ spurði ég seinast“. Hún hló. „Hvers rúm ætti það annars að vera?“ „Já, auðvitað. Eg sagði þetta í hugsunarleysi. — Eg ætlaði bara að segja svona, að hérna væri þá rúmið þitt. Og hér er síminn. Nú veit ég það líka. En nú fer ég. Vertu sæl, Pat“. Hún tók báðum höndum um höfuð mitt, þegar ég kvaddi hana- — Eg hefði viljað vera kyrr — hvíla hjá henni undir mjúku, bláu ábreiðunni alla nóttina. En það var eitthvað í sjálfum mér, sem reis gegn því. Það var hvorki velsæmi né var- kárni, heldur umhyggj'a fyrir henni sem kæfði ástríðurnar. „Vertu sæl“, sagði ég. „Það var gott að heimsækja þig. Þú hefur ekki hugmynd um, hvað það var yndislegt. Meira að segja rommið — og allt. Hvern ig geturðu verið svona hugs- unarsöm?“ „Æ, það er nú ekki umtals- vert — “. „Jú, — þetta er allt svo nýtt — fyrir mig“. Eg gekk niður stigann — út. Og svo tók gatan við- — Eg sat einn í herbergi mínu og hafði ekkert fyrir stafni góða stund. Svo gekk ég inn til Ernu Bönig hinum meg- in í ganginum. „Eg kem í alvarlegum erinda gerðum“, sagði ég. „Hvernig gengur kvenfólki að fá atvinnu núna, Erna?“ „Það er miklu meira en ó- mögulegt“. „Mér datt það í hug. Jæja, það er þá ekki um neitt að ræða?“ „Hvað til dæmis?“ „Einkaritari, aðstoðarstarf — _ U „Nei, nei. í þeim greinum skipta atvinnuleysingjarnir þúsundum. Kann stúlkan eitt- hvað sérstakt?“ „Hún kemur vel fyrir — “. „Hvað mörg orð á mínútu?“ „Hvað?“ spurði ég. „Hvað skrifar hún mörg orð á mínútu? Hvað kann hún mörg mál?“ „Eg veit það ekki“, sagði ég. „En eins og þér vitið, er það áríðandi við mörg störf, að stúlkan sé — “. „Hættið þér nú. Eg kann það, sem eftir er“. sagði Erna: „Yf- irstéttarstúlka — hefur átt góða daga, en ástæðurnar hafa breytzt o. s- frv. Það er von- laust. Alveg vonlaust. Yður er óhætt að trúa því. Það eina, sem gæti bjargað henni, er að einhverjum lítist sérstaklega vel á hana og hann troði henni inn í einhverja stöðu. En það er líklega ekki það sem þér viljið. Er það?“ „Það er skrítin spurning“. „Nei. Það er ósköp eðlileg spurning“, svaraði Erna beizk- lega. „Og ég skal gefa yður gott ráð: Þér verðið sjálfur að vinna fyrir tekjuni, sem nægja handa tveimur. Það er'einfald- asta lausn málsins. Giftið þið ykkur“. „Það var þá heilræði“, sagði ég hlægjandi. „Svo mikið sjálfs álit hef ég ekki“. Erna horfði undarlega á mig- Mér virtist hún eldri og þrevtu legri, en ég hafði séð hana áð- ur. „Nú skal ég segja vður dálít- ið“, hélt hún áfram. , Eg hef nóg til að lifa góðu lífi og meira en það. En það get ég svarið, að ef einhver bæði mig í al- vöru og einlægni að verða kon- an sín, þá mætti allt hitt fara veg allrar veralcter fyrir mér, þó að við vrðum að hreiðra um okkur uppi á hanabjálkalofti. — Það er nú svona. Við eigum öll einhverja draumóra í fór- um okkar“, bætti hún við hlæj andi til að draga úr alvörunni. „Þér líka“, sagði hún og depl- aði framan í mig augunum gegn sígarettureykinn. „Vitleysa!“ sagði ég. „Jæja þá“, sagði hún. „En þegar maður er svona óviðbú- inn, segir maður sannleikann alveg dauð-óvart“. „Ekki ég“. XII. Það var fyrsta daginn. sem ég var bílstjóri. Eg ók hægt eftir götunni með vasana fulla af smápeningum og sígarettum, og leit í kring- um mig eftir bílastæði. Það var ekki skemmtileg tilhugs- un, að nú mátti hver glópurinn kalla til mín og láta mig fara með sig hvert, sem honum þókn aðist- En hvað um það? Eg var svo mörgu vanur — mörgu, sem var talsvert verra. Auk þess bjóst ég ekki við að verða bíl- stjóri lengi. Það var ekki um annað að gera en sætta sig við það og græða á því það sem hægt var að græða. Loksins fann ég bílastæði sem ég var ánægður með. Þar stóðu fimm bílar 'fyrir. En þetta var í nánd við Hótel Waldecker og í aðalverzlunar- hverfi borgarinnar. Þangað hlutu að koma nógir viðskipta- vinir. Eg fór út úr bílnum. í sama bili kom stór maður í leður- treyju út úr fremsta bílnum og sagði við mig formálalaust: „Burt með þig, og það á auga- bragði“. Eg mældi manninn með aug- unum. Ef í hart færi, bjóst ég við, að geta gert honum sæmi,- leg skil, sérstaklega, af því að hann 'var í þessum þykka frakka. „Skafðu úr eyrunum á þér. Eg var að segja þér að h-ypja þig burt“, sagði hann og h’-ækti út úr sér sígarettubút. Hann var viti sínu fjær út af því að sjá nýjan keppinaut. En ég átti líka rétt á að vera hér. Mig langaði til að útkljá málið friðsamlega: „Eg býð þér heldur í staup- inu upp á góðan kunningsskap“, sagði ég. Eg vissi, að það var siður, þegar nýr bættist við í hópinn, að hann bauð hinum- í staupinu, fyísta daginn á bíla- stæðinu. Mér virtist hinir líka vera fúsir til að taka boði mínu og einn þeirra yngri reyndi að sefa Gústaf — þann, sem var að troða illsakir við mig — og sagði, að ég hefði ekkert gert honum. En Gústaf hafði áreiðanlega illan bifur á mér. Eg skildi líka ástæðuna. Hann hafði Undir eins fengið grun um, að ég væri af öðru sauðahúsi. „Nú tel ég upp að þremur“, sagði hann. , Og svo — “ Hann var höfði hærri en ég. Það var víst það, sem hann hélt að riði baggamuninn. Eg sá að hverju dró. Þó gerði ég eina sáttatilraun enn. „Einn —“ sagði Gustaf og fór að hneppa frá, sér frakkann- „Hættu þessum fíflalátum. Við skulum heldur fá okkur hressingu“, sagði ég. „Tveir“, drundi Gústaf. Nú átti ég ekki á neinu völ. En ég ætlaði ekki að láta slá mig til jarðar í fyrsta höggi. „Tveir og einn eru — “ Gústaf færði húfuna aftur á hnakka og var grimmdarlegur ásýnd- um. „Haltu kjafti, fábjáni!“ kall- aði ég með skipandi yfirmanns rödd. Gústaf góndi á mig og hopaði jafnvel feti fjær mér. Þá var hann kominn í hæfilega fjarlægð og lá vel við höggi. Eg sló hann. Það var satt að segja mikið högg. Eg fylgdi því eftir með öllum þunga líkam- ans. Og það var heppni,, að fyrsta höggið var svo vel úti látið, því að ég kunni alls ekki hnefaleik — mig hafði aldrei langað til að læra hann. En þetta dugði Það var eins og Gústaf hefði verið gefið morfín. Hann seig máttlaus til jarðar. „Hann hefur gott af þessu,“ sagði ungi bílstjórinn. „Nú hætt ir hann líklega loksins að láta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.